Bændablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. apríl 2014 Lagning jarðstrengja í Noregi og Danmörku er sögð 5-10 sinnum dýrari á 400 kV spennu en lagning hefðbundinna loftlína. Það kom fram í erindum sem þau Tanja Midtsian frá norsku orkustofnuninni, NVE, og Jens Möller Birkebæk frá Energinet.dk fluttu á almennum kynningarfundi sem nýverið fór fram samhliða aðalfundi Landsnets. Hlærri spenna, hærra verð Talsvert hefur verið fjallað um jarðstrengsmál í Bændablaðinu á liðnum misserum Þar hefur m.a. komið fram að reynsla Frakka af lagningu 225 kílóvolta strengja sýni að þeir væru síst dýrari kostur en loftlínur. Hefur lagning slíkra strengja í Frakklandi margfaldast frá 2007. Er þá miðað við eðlilegan afskriftartíma og sparnað vegna viðhalds. Í þeirri umfjöllun hefur líka komið fram að 400 kílóvolta línurnar væru talsvert dýrari, en tækniþróun minnkaði þó stöðugt þann mun. Á kynningarfundi Landsnets kom líka fram að sveiflur í kostnaði við lagningu jarðstrengja í Noregi og Danmörku ráðist einkum af þrennu; spennustigi strengjanna, jarðfræði viðkomandi landsvæðis og umhverfisáhrifum af framkvæmdum. Tanja Midtsian sagði í erindi sínu að verkefni NVE fælist fyrst og fremst í því að meta kosti loftlína og jarðstrengi út frá þeirri forsendu hvað teldist ásættanlegur kostnaður við framkvæmdina. Ekki aðeins frá fjárhagslegu sjónarmiði heldur einnig með tilliti til umhverfissjónarmiða. Neytendur borga brúsann Í Noregi hefur aðallega verið horft til loftlína en jarðstrengir hafa helst komið þar til álita innan þéttbýlis eða þar sem aðstæður eru mjög erfiðar. Midtsian sagði ástæðuna fyrir vali loftlína einnig taka mið af því að neytendur þyrftu á endanum að greiða fyrir framkvæmdina í orkuverði. Loftlínur hafa líka galla en eru ódýrari Í máli Midtsian kom einnig fram að jarðstrengur væri 5-10 sinnum dýrari kostur, allt eftir spennustigi og fleiri þáttum. Loftlínur hefðu vissulega sína galla þótt þær væru ódýrari. Þær væru berskjaldaðar fyrir óveðri en bilanir væri hins vegar auðvelt að finna. Þessu væri þveröfugt farið með jarðstrengi. Þeir væru óháðir veðri en bilanaleit væri seinleg. Í Noregi eru um 48% raflína á lægri spennu lagðar í jörð en ekki nema 3-7% af strengjum með hærri spennu. Léttvæg áskorun Dana Jens Möller Birkebæk vakti í upphafi erindis síns máls á því að áskorun Dana í þessum málum væri léttvæg í samanburði við aðstæður í Noregi og á Íslandi. Flatlendi og mjúkur jarðvegur í Danmörku væru ákjósanlegar aðstæður fyrir lagningu jarðstrengja. Engu að síður væri kostnaðurinn 5-6 sinnum hærri en við lagningu hefðbundinna loftlína. Danska þingið afgreiddi með afgerandi meirihluta árið 2008 áætlun í raforkumálum, þar sem er kveðið á um að allir nýir 400 kV strengir skulu lagðir í jörð. Þingið stóð þá frammi fyrir þeirri kostnaðaráætlun að lagning allra 400 kV strengja í landinu í jörð kostaði danskt samfélag 6,4 milljarða evra. Niðurstaðan varð fyrrgreind málamiðlun sem metið er að kosti 2,3 milljarða evra í framkvæmd, eða sem nemur um 360 milljörðum íslenskra króna. Til samanburðar má nefna að hjá Landsneti er nú verið að miða við 3-5 sinnum hærri kostnað við jarðstrengi en loftlínur á 220 kV spennu. Jafnframt er áréttað að erfitt sé að alhæfa um slíkt og meta verði muninn á þessum tveimur lausnum í hverju tilviki fyrir sig. www.VBL.is REYKJAVÍK Sími: 414-0000 /// AKUREYRI Sími: 464-8600 /// www.VBL.is DRIFSKÖFT OG DRIFSKAFTAEFNI GOTT ÚRVAL DRIFSKAFTAHLÍFAR Á MJÖG HAGSTÆÐU VERÐI REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 Orkumál Almennur kynningarfundur Landsnets: Jarðstrengir umtalsvert dýrari en loftlínur í Danmörku og Noregi – sögðu fulltrúar orkufyrirtækja í Noregi og Danmörku um lagningu á 400 kílóvolta strengjum í erindum sínum á fundinum Tanja Midtsian frá norsku orku- stofnuninni, NVE. Frá lagningu jarðstrengja í Frakklandi. Olía á betra verði fyrir bændur Motul á Íslandi Gleráreyrum 3 600 Akureyri sími 462-4600 - motul@motulisland.is Hringið í síma 462-4600 eða í 893-7917 (Birkir) Motul er akureyst fyrirtæki sem er sérhæft í gæða smurolíum, vökvakerfisolíum, kælivökvum smurfeitum og fl. Olíur fyrir bændur á betra verði Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur eftirlit með upprunamerkingum grænmetis í Reykjavík Athugasemdir og úrbótakröfur skráðar og sendar viðkomandi fyrirtæki – en ekki er til samræmt yfirlit eða samantekt um þessi atriði úr eftirlitsskýrslum Í síðasta Bændablaði var viðtal við Bjarna Jónsson, framkvæmdastjóra Sambands garðyrkjubænda, þar sem hann gagnrýndi hvernig staðið er að eftirliti með upprunamerkingum grænmetis í matvöruverslunum. Sagðist hann hafa ítrekað þrýst á eftirlitsaðila að sinna skyldu sinni, því sjálfstæðar úttektir hans hafi leitt í ljós að misbrestir væru á að verslanir fylgdu reglum. Hjá Hei lbr igðiseftirliti Reykjavíkur fengust þær upplýsingar að í reglubundnu matvælaeftirliti í matvöruverslunum í Reykjavík séu upprunamerkingar matjurta skoðaðar eins og aðrar merkingar matvæla. Ef tilefni eru til, eru viðeigandi athugasemdir gerðar. Óskar Ísfeld Sigurðsson, deildarstjóri hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar, segir í svari við fyrirspurn Bændablaðsins að athugasemdir og úrbótakröfur vegna vöntunar á upprunamerkingum matjurta séu skráðar í eftirlitsskýrslu, eins og aðrar athugasemdir og úrbótakröfur, eftir eðli mála og þær sendar viðkomandi fyrirtæki.“ Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hefur þó ekki, að sögn Óskars, tekið saman yfirlit yfir þær athugasemdir og úrbótakröfur sem gerðar hafa verið í eftirlitsúttektum, vegna upprunamerkinga matjurta. Blaðamaður fékk þó að sjá dæmi um athugasemdir í eftirlitsskýrslum og getur þannig staðfest að eitthvað eftirlit hafi farið fram. Óskar segir að ekki standi til að draga saman athugasemdir og úrbótakröfur úr eftirlitsskýrslum liðinna ára, en áréttar það sem fram kom í síðasta Bændablaði að í gangi sé samræmt eftirlitsverkefni allra heilbrigðiseftirlitssvæða, í umsjón Matvælastofnunar, um upprunamerkingar innpakkaðra og óinnpakkaðra matjurta. Niðurstöður úr því verkefni, sem lýkur í næsta mánuði, ætti að gefa glögga mynd af núverandi ástandi. Þá áréttar hann að ábyrgð á merkingum matvara, þar með talið merkingum um upprunaland ákveðinna matjurta, sé alltaf hjá viðkomandi matvælafyrirtæki og matvöruverslun. /smh Sýnishorn úr eftirlitsskýrslu.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.