Bændablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 11
11Bændablaðið | Fimmtudagur 3. apríl 2014
Þórsþing er sagnaþing til
heiðurs Þór Vigfússyni, fyrrum
skólameistara á Selfossi. Verður
það haldið sunnudaginn 6. apríl
frá kl. 14 til 17 í húsakynnum
Fjölbrautaskóla Suðurlands á
Selfossi.
Húsið verður
opnað gestum
kl. 13 og í hinum
ýmsu stofum
skólans verður
brugðið upp á
skjá erindum
og ræðuköflum
sem Þór hefur
haldið gegnum
tíðina. Þingið
hefst formlega
með því að hringt verður hinni
gömlu skólabjöllu Iðnskólans.
Fjölbreytt erindi verða flutt, m.a.
um drenginn Þór, Þór í Þýskalandi,
Þór með hamarinn, Þór og sportið
og Afi og stóra bókin. Þá mun
Kristjana Skúladóttir syngja þýsk
revíulög og fyrrverandi kórfélagar
Fjölbrautaskólans koma fram undir
stjórn Jóns Inga Sigurmundssonar.
Systkinin Guðrún Sigríður og Snorri
Sigfús Birgisbörn flytja þjóðlag. Eftir
þingið geta gestir nálgast kjötsúpu
og rjómapönnukökur í anda Þórs
á veitingastaðnum í Tryggvaskála
Strætisvagnar keyra frítt þennan
dag frá Mjódd í Reykjavík og um
Suðurland í tilefni kynningarátaksins
„Leyndardómar Suðurlands“ sem
staður hefur frá 26. mars og stendur
til 6. apríl. /MHH
Sáðvörur 2014 Verðlisti
– í héraði hjá þér
N
Ý
PR
EN
T
eh
f.
Grasfræ til túnræktar Yrki kg/ha Sekkur kg. Söluverð
2000515 Grasfræblanda 1* 25 25 19.975
2000520 Grasfræblanda 2* 25 25 18.880
2000516 Grasfræblanda 1a* 25 25 20.122
2000521 Grasfræblanda 2a* 25 25 19.629
2000525 Grasfræblanda 3* 25 25 21,787
2000530 Grasfræblanda 4* 25 25 21.900
2002032 Vallarfoxgras Snorri 25 10 8.683
2002028 Vallarfoxgras Engmo 25 25 16.388
2003020 Vallarsveifgras Sobra 18 25 16.973
2003030 Vallarsveifgras Balin 18 25 19.238
2004012 Fjölært rýgresi Calibra 35 20 13.720
2004020 Fjölært rýgresi Bargala 35 25 18.014
2001022 Túnvingull Gondolin 20 til 25 18 9.882
2001021 Túnvingull Gondolin 20 til 25 20 10.980
2004074 Hvítsmári Undrom 5 til 6 10 12.493
2004087 Rauðsmári Ares 5 til 6 10 17.091
* 1: Engmo 50% - Snorri 40% - Baron 5% - Dunluce 5%
* 2: Engmo 55% - Snorri 20% - Baron 25%
* 1a: Vallarfoxgras Tuukka 70% - Vallarfoxgras Tenho 20% - Vallarsveifgras
Baron 5% - Fjölært rýgresi Dunluce 5%.
* 2a: Vallarfoxgras Tuukka 75% - Vallarsveifgras Baron 25%
* 3: Vallarfoxgras Tuukka 30% - Vallarfoxgras Tenho 30% - Hávingull Inkeri
30% - Vallarsveifgras Baron 5% - Vallarrýgresi Bargala 5%.
* 4: Vallarfoxgras Tuukka 25% - Vallarfoxgras Tenho 20% - Hávingull Inkeri
45% - Valllarsveif Baron 10%.
Grænfóðurfræ Yrki kg/ha Sekkur kg. Vaxtad** Söluverð
2012015 Sumarrýgresi Barspectra 2 (4 n) 35 25 50-60 11.638
2012020 Sumarrýgresi Bartigra 35 25 50-60 11.638
2013015 Vetrarrýgresi Barmultra (4 n) 35 25 70-100 11.286
2013024 Vetrarrýgresi Turgo 35 25 70-100 10.260
2011014 Sumarhafrar Belinda 180-200 25 75-110 3.910
2011016 Sumarhafrar Belinda 180-200 600 75-110 93.312
2014020 Sumarrepja Pluto 15 10 50-75 9.990
2015015 Vetrarrepja Barcoli 10 25 90-120 12.690
2015025 Vetrarrepja Hobson 10 25 90-120 11.900
2016061 Fóðurnæpur Samson 1,5 1 100-130 1.800
2016014 Fóðurmergkál Gruner Angeliter 9 1 120-150 2.050
** Vaxtadagar - eða nýtingartími frá sáningu. Oftast miðað við daga frá 31. maí.
Bygg og hafrar til þroska Yrki kg/ha Sekkur kg. Söluverð
2022510 2ja raða Kría 180-200 25 3.675
2022517 2ja raða Kría 180-200 700 103.900
2023010 2ja raða Filippa 180-200 25 3.518
2023031 2ja raða Filippa 180-200 700 98.490
2023035 2ja raða Barbro 180-200 30 4.620
2023036 2ja raða Barbro 180-200 700 101.500
2022010 6 raða Lómur 180-200 25 3.700
2022017 6 raða Lómur 180-200 700 103.000
2021005 6 raða Tiril 180-200 40 6.811
2023033 6 raða Brage 180-200 600 88.320
2022020 6 raða Judit 180-200 30 4.620
2022021 6 raða Judit 180-200 700 101.500
2011079 Hafar til þroska Cilla 180-200 25 3.773
2011081 Hafrar til þroska Cilla 180-200 600 92.022
Öll verð án vsk. – Sé óskað eftir tegundum sem ekki eru á listanum reynum við að útvega þær.
N
FB Reykjavík
Korngörðum 12
sími 570 9800
FB Egilsstöðum
Miðvangi 31
sími 570 9860
FB Hvolsvelli
Hlíðarvegi 2–4
sími 570 9850
FB Selfossi
Austurvegi 64a
sími 570 9840
PANTAÐU
Á
fodur.is
– ALLAR
NÁNARI
UPPLÝSIN
GAR
Þórsþing til heiðurs Þór Vigfússyni fyrrum skólameistara
Þór Vigfússon.
Bændablaðið
Kemur næst út
16. APRÍL
Hveragerði:
Öll hús verða
tengd ljósleiðara
Gagnaveita Reykjavíkur hefur
tilkynnt bæjaryfirvöldum í
Hveragerði að áætlað sé að
ljósleiðaravæðing í Hveragerði
ljúki á þessu ári þannig að öll
hús í þéttbýli Hveragerðis verði
tengd ljósleiðara fyrir næstu
áramót.
„Við fögnum áformum
Gagnaveitu Reykjavíkur um hraða
uppbyggingu ljósleiðaranetsins
í bæjarfélaginu. Í dag eru 312
heimili tengd ljósleiðarakerfinu
en þau 674 heimili sem eftir eru
geta notið þjónustu um ljósleiðara
í lok árs. Við höfum óskað eftir
því við Gatnaveituna að halda
kynningarfund fyrir íbúa þar sem
þessi áform verða kynnt og fjallað
verði um þá þjónustu sem í boði
er“, segir Aldís Hafsteinsdóttir
bæjarstjóri. /MHH
KS og KVH:
Greiða uppbót
á lambakjöt
Kjötafurðastöð Kaupfélags
Skagfirðinga og Sláturhús KVH
hafa tilkynnt að innleggjendur
þeirra fái greidda 15 króna uppbót
á hvert innlagt kíló af lambakjöti
árið 2013.
Þetta þýðir að meðalverð til
bænda fyrir lambakjöt innlagt hjá
fyrirtækjunum 2013 hækkar um
áðurnefndar 15 krónur og verður 598
krónur á kíló í stað 583 króna. Ekki
er greidd uppbót á annað kindakjöt.
Greiðslan hefur enn fremur þau
áhrif að meðalverð lambakjöts til
bænda á landinu öllu hækkar úr 585
krónum á kíló í 590 krónur. /fr