Bændablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. apríl 2014 Íslandspóstur var rekinn með 119 milljóna króna tapi á síðasta ári. Fyrirséð er að áfram verði hallarekstur á fyrirtækinu ef ekki fæst heimild til að hækka póstburðargjöld á bréfapósti og fækka útburðardögum í dreifbýli, segir Ingimundur Sigurpálsson, forstjóri Íslandspósts. Nauðsynlegt sé að taka ákvarðanir um framtíðarskipulag póstþjónustu á landinu í náinni framtíð. Hækka þarf gjaldskrá, fækka dreifingardögum og loka pósthúsum: Ofþjónusta rekin í póstdreifingu á Íslandi – að mati Ingimundar Sigurpálssonar forstjóra Íslandspósts Rekstur Íslandspósts stendur og fellur með því að leyfi fáist til að hækka gjaldskrá á bréfapósti og fækka útburðardögum í dreifbýli. Jafnframt er nauðsynlegt að halda áfram á þeirri braut að loka póstafgreiðslum, en boðað hefur verið að loka eigi tveimur slíkum á árinu. Búast má við því að framhald verði á þó ekki hafi verið teknar um það ákvarðanir að svo komnu máli. Ef ekki verður ráðist í þessar aðgerðir verður Íslandspóstur áfram rekinn með halla en á síðasta ári nam tap á rekstri fyrirtækisins 119 milljónum króna. Þetta er mat Ingimunds Sigurpáls- sonar, forstjóra Íslandspósts. –Íslandspóstur er hlutafélag í eigu ríkisins, stofnað árið 1998 þegar Póstur og sími voru aðskilin, og heldur á einkarétti ríkisins vegna póstdreifingar á pósti upp að 50 grömmum. Nú er unnið að því að afnema þann einkarétt í samræmi við Evrópusambandstilskipun. Ingimundur segir að í sínum huga komi vel til greina að einkavæða fyrirtækið þegar einkaréttur þess á bréfapósti fellur niður. Það sé pólitísk ákvörðun en eftir sem áður verði ríkið að tryggja landsmönnum póstdreifingu. En hverju breytir það fyrir Íslandspóst þegar einkaréttur fyrirtækisins verður afnuminn? „Samkvæmt pósttilskipun ESB stóð til að einkaleyfið félli niður 2011 og með því reiknuðum við hér hjá fyrirtækinu. Það var hins vegar andstaða við málið í Noregi og Ísland fylgdi þeirri afstöðu innan EES. Nú hefur orðið breyting á og ég veit ekki betur en að það standi til að afnema einkaleyfið, án þess að vita hvenær af því verður. Þegar einkaleyfið fellur niður munu væntanlega fleiri aðilar hefja dreifingu á þessum bréfum og þar með verður Íslandspóstur kominn í samkeppnisrekstur á öllum sviðum póstþjónustu. Magnið sem fyrirtækið er með í bréfadreifingu mun því minnka enn frekar, en það hefur dregist saman undanfarin ár. Þó losar þessi dreifing 40 prósent af tekjum fyrirtækisins í dag.“ Ríkið verður að tryggja póstdreifingu – Nú er Íslandspósti skylt að veita alþjónustu í pósti. Hvaða áhrif hefur það á rekstur fyrirtækisins? „Á sama tíma og við höfum haft einkarétt á dreifingu þessa bréfapósts hafa verið lagðar skyldur á okkar herðar, að veita svokallaða alþjónustu í pósti. Á þeim vettvangi er talsverð samkeppni milli fyrirtækja en það af þessari dreifingu sem hefur í för með sér meiri kostnað en tekjur liggur hjá Íslandspósti. Stóra spurningin er því hvernig ríkið ætlar að tryggja þá dreifingu eftir að einkarétturinn verður afnuminn.“ – Með öðrum orðum, það verður að tryggja dreifingu á pósti á þeim svæðum þar sem ekki eru taldar markaðslegar forsendur til að fyrirtæki í samkeppnisrekstri standi í póstdreifingu. Með hvaða hætti sérð þú það fyrir þér? „Ein leið gæti verið að nýta jöfnunarsjóð alþjónustu, sem er til staðar, til þess. Önnur leið gæti verið að meta kostnaðinn við dreifingu af þessu tagi og greiða hann bara af fjárlögum.“ – Myndi fyrirtækið vilja losna undan þessari alþjónustuskyldu? „Við höfum í stefnumótunarvinnu hér sett okkur þau markmið að skila fyrirtækinu með hagnaði og auka verðmæti þess og hluti af því er auðvitað að það sé vöxtur í starfseminni. Út frá þeim sjónarmiðum tel ég að það væri kostur fyrir fyrirtækið að sinna þessari þjónustu og það sem mestri af henni. Stóra spurningin er hins vegar hvernig verður greitt fyrir það. Það fylgir þessari þjónustu kostnaður sem þarf að greiða. Ríkinu ber skylda til að veita þessa alþjónustu og ég gef mér því að ríkið verði með einhverjum hætti að sjá til þess að hún verði rekin áfram. Það verður ekki gert öðruvísi en með samningum um að greitt verði fyrir hana. Megin vandamálið liggur í minnkandi bréfamagni vegna þess að einkaréttarhlutinn hefur staðið undir kostnaði við alþjónustuna, ekki að öllu leyti en að vissu marki. Verðlagningin á bréfapósti hefur því ansi mikið um það að segja hvort að þetta er rekið réttu megin við strikið eða ekki. Þar höfum við ekki fullt verðlagningarvald, það liggur hjá Póst- og fjarskiptastofnun að heimila það.“ Hækkun á póstburðargjöldum í pípunum – Verð á póstþjónustu var hækkað um síðustu áramót, um 9 prósent á sendingum sem vega allt að 50 grömmum. Að ykkar mati þyrfti að hækka verð um 15 prósent til viðbótar en Póst- og fjarskiptastofnun hafnaði þeirri umleitan. Munuð þið sækja það aftur á þessu ári að hækka verð á bréfapósti? „Já, við munum gera það og höfum gert það nú þegar.“ - Hvernig samrýmast þessar hækkanir ákvæðum um alþjónustu þar sem sagt er að verðlagning skuli „vera almenningi viðráðanleg og tryggja aðgang hans að þjónustunni“? „Það er alltaf matsatriði hvað er viðráðanlegt. Við horfum til verðlagningar á póstþjónustu í nágrannalöndum okkar og verðlagning á póstþjónustu hér er með því lægsta sem þekkist á Norðurlöndum. Samkvæmt síðustu samanburðartölum erum við um miðbik þess sem þekkist í Evrópu. Út frá þessu má svo sem draga ályktanir en ég ætla ekki að dæma um hvað er viðráðanlegt. Stóra atriðið er að okkur er skylt samkvæmt lögum að halda úti ákveðinni þjónustu og hún kostar ákveðnar fjárhæðir. Við höfum ekki fengið sérstaka gagnrýni á okkur fyrir bruðl og teljum að hagkvæmni í rekstrinum sé nálægt því að vera eins og best verður á kosið þó alltaf sé hægt að gera betur og við séum stöðugt að vinna að því. Hins vegar gengur þetta ekki upp nema að tekjur standi undir kostnaði eða að dregið verði úr þjónustu. Það er kannski spurning sem menn verða að fara að leita svara við, erum við að standa fyrir ofþjónustu í póstdreifingu? Það er margt sem bendir til að svo sé.“ Of mikil dreifingarþjónusta – Þú hefur bent á að krafa neytenda um tíðni póstsendinga sé ofmetin, ekki satt? „Já, það eru niðurstöður kannana sem gerðar hafa verið á Vesturlöndum. Þær niðurstöður benda til að þörf fyrir dreifingu á pósti miðist við tvo, í mesta lagi þrjá, daga í viku. Þetta er svipað og kom út úr könnun sem innanríkisráðuneytið lét gera fyrir um tveimur árum síðan. Við höfum verið að dreifa pósti fimm daga vikunnar og það er ljóst að það er frekar hátt dreifingarstig. Við verðum líka vör við að það er mikil ásókn hjá póstsendendum að senda svokallaðan b-póst, sem dreift er á tveimur til fimm dögum, einfaldlega vegna þess að það er ódýrara.“ Hægt að einkavæða Íslandspóst – Af og til hefur komið upp umræða um að Íslandspóstur verði

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.