Bændablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 32
32 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. apríl 2014 Hálfgert gullæði ríkir í Mýrdalnum vegna mikillar fjölgunar erlenda ferðamanna og keppast allir við að „græða“ á ferðamanninum og veita honum sem bestu þjónustu. Víkurprjón í Vík í Mýrdal gerir það gott og hefur sjaldan eða aldrei haft eins mikið að gera við að prjóna og selja ferðamönnum vörur fyrirtækisins. Víkurprjón var keypt af Drífu ehf., í Garðabæ en það er í eigu Ágústs Þórs Eiríkssonar framkvæmdastjóra félagsins. Drífa notar vörumerkið Icewear á sínar vörur. Icewear rekur þrjár verslanir þ.e. í Vík, við Bankastræti í Reykjavík og svo í Fákafeni í Reykjavík. Þá opnar félagið nýja verslun við Skarfabakka í Reykjavík í vor. Víkurprjón var upphaflega stofnað sem sokkaverksmiðja í Vík árið 1980. Upphaflegir eigendur voru Þórir Kjartansson, fyrrverandi framkvæmdastjóri félagsins, og fleiri í Vík. Icewear (Drífa) keypti fyrirtækið vorið 2012. Örn Sigurðsson er rekstrarstjóri Víkurprjóns. Verslunin stækkuð um helming Um 30 starfsmenn starfa í Víkurprjóni og þar er vitlaust að gera. „Já, allt frá því að Icewear keypti Víkurprjón og það var sameinað móðurfélaginu Drífu hefur verið kappkostað að auka framleiðslu og efla verslunina í Vík til muna. Fyrsti áfangi í stækkun verslunarinnar var tekinn í notkun vorið 2012 og í júní sama ár var sett á laggirnar saumastofa á vegum fyrirtækisins í Ásbrú í Reykjanesbæ með 10 starfsmönnum. Öll ullarvoð fyrir saumastofurnar er prjónuð í Vík. Veturinn eftir 2012/2013 var hafist handa við að færa saumastofuna í Vík til innanhúss og verslunin stækkuð um helming og opnuð stórglæsileg 400 fermetra verslun vorið 2013. Viðtökurnar voru gríðarlega góðar því það varð algjör sprenging í verslun hjá okkur í Vík í framhaldinu,“ segir Örn. Íslensku ullarsokkarnir slá í gegn Hjá Víkurprjóni eru framleiddar ullarpeysur og aðrar ullarvörur s.s. húfur, vettlingar, treflar o.fl. Þá hefur aukin áhersla verið lögð á framleiðslu á Landanum sem er íslenskur ullarsokkur. Bætt var við vélum til að mæta aukinni eftirspurn. „Verslunin í Vík er almenn ferðamannaverslun sem býður upp á breitt vöruval þ.e. ullarvörur, útivistarvörur og mynjagripi. Hins vegar má segja að ullarvaran sem framleidd er í Vík sé eitt aðalaðdráttarafl verslunarinnar,“ segir Örn enn fremur. Fjölgun erlendra ferðamanna sem heimsækja verslun Icewear í Vík er langt umfram þá fjölgun ferðamanna til landsins. „Já, ferðamennirnir eru duglegir að heimsækja okkur og kaupa vörur okkar. Janúar og febrúar voru einstaklega góðir og útlitið með næstu mánuði og sumarið er gott,“ segir Örn. Auk starfsmannanna 30 í Vík starfa 10 starfsmenn í Ásbrú en yfir sumartímann fjölgar starfsmönnum í Vík vegna umsvifa verslunarinnar þar. Tíu starfsmenn óskast Nú vantar um tíu starfsmenn í Víkurprjón en gallinn er sá að það er ekkert laust húsnæði í þorpinu fyrir starfsfólk. „Ein af grunnástæðum REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 www.VBL.is REYKJAVÍK Sími: 414-0000 /// AKUREYRI Sími: 464-8600 /// www.VBL.is HAUGSUGUDÆLUR Er haugsugudælan í lagi? Eigum til og getum útvegað varahluti í flestar gerðir haugsugudæla Eigum til afgreiðslu Jurop haugsugudælur Prjónavélarnar hjá Víkurprjóni í Vík keyrðar tólf tíma á dag en hafa þó ekki undan – Verslunin verður opinn allan sólarhringinn í allt sumar Nilanthi Renuka Baragama frá Srí Lanka hefur starfað í Víkurprjóni í sjö ár og líkar það vel. Hún hefur búið á Íslandi í níu ár. Myndir / MHH af Þórir N. Kjartanssyni.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.