Bændablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 42
42 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. apríl 2014 Hreyfing til heilsubótar Nautgripasæðingar 2013 Maður opnar varla blað eða hlustar á útvarp án þess að sjá eða heyra tal um bættan lífsstíl og betri heilsu. Oftast er verið að tala um hreyfingarleysi og rangt mataræði, en bæði þessi atriði eru stór þáttur í hækkandi kjörþyngd Íslendinga. Samkvæmt rannsóknum eru Íslendingar alltaf örlítið að þyngjast umfram kjörþyngd ár frá ári. Eina ráðið til viðsnúnings á þessu heilsufarsvandamáli er meiri hreyfing og hollara mataræði, en það er ekki nóg að hugsa um þetta, það þarf að vinna í málinu. Persónulega tel ég að þessi yfirþyngd Íslendinga orsakist af því hvað tæknin er orðin mikil. Alltaf er verið að finna upp tæki og tól til að létta mönnum störf og eftir sitjum við á allt of stórum sitjanda sökum hreyfingarleysis sem síðar fer út í leti og jafnvel enn alvarlegri afleiðingar. Áramótaheit margra verður að engu Um hver áramót heita margir sér því að gera betur á komandi ári á ýmsum sviðum. Í fyrsta pistli mínum hér eftir áramót var ég að hvetja lesendur til þess að fara til læknis þótt það væri ekki nema rétt til þess að kanna ástand skrokksins. Ég er búinn að fara í skoðun og mér til furðu var ég í betra standi en ég bjóst við. Í læknisskoðuninni spurði ég heimilislækninn minn hvað hún ráðlegði mönnum eins og mér að gera mér til heilsubótar. Svarið var: „Hættu þessum pípureykingum og besta leiðin til betri heilsu er, reglulegur svefn, rétt mataræði, hreyfing og gleði.“ Ganga er besta líkamsræktin Reykingar: Það er margsannað að reykingar eru óhollar, sama hversu lítið reykingamaðurinn reykir. Svefn: Reglulegur svefn er öllum nauðsynlegur og smá lúr á miðjum degi skerpir hugsun og orku. Matur: Næring þarf að vera holl, en það sem flestir þurfa að gera er að minnka sykurneyslu, salt og brauð. Eflaust er ofantalið eitthvað sem allir geta séð sig gera. Hreyfing: Þegar læknar eru spurðir hvaða líkamsrækt sé best og hollust verður oftast svarið góðir og langir göngutúrar. Að ganga daglega í tvo til þrjá kílómetra er sennilega besta líkamsrækt sem völ er á. Gleði: Gleði hvers og eins getur verið mismunandi, en gerðu oftar það sem þér finnst skemmtilegast, fótbolti, skíði og golf er allt góð hreyfing, bara að klæða sig rétt og koma sér í gleðina því að leikur á sér engin aldursmörk. Fyrirmyndarsnjóbrettamaður með forvarnirnar í lagi. Nú er liðið það á árið 2014 að ljóst má vera hvernig sæðingastarfsemin á árinu 2013 gekk fyrir sig. Svipað og á síðasta ári verður nú í fjórum greinum gerð grein fyrir umfangi, þátttöku og árangri í þessu starfi undanfarin þrjú ár. Á árinu 2013 voru sæddar 26.459 (25.936 árið 2012) kýr/kvígur 1. sæðingu eða 79,6% af heildarfjölda kúa og kvígna samkvæmt talningu MAST (26.479 kýr og 6.775 kvígur). Sambærilegt hlutfall ársins á undan var töluvert lægra eða 76,7%. Ánægjulegt er þegar hlutfall sæddra gripa hækkar en samt vantar allt of margar kýr og kvígur inn í sæðingastarfsemina. Vísbending er um að hluti þessarar hækkunar séu auknar sæðingar á kvígum og er það vel. Vinsældir heimanauta eru þó enn of miklar og við gætum stækkað virka erfðahópinn verulega með því að gefa heimanautunum frí. Þátttaka í sæðingastarfseminni er mismikil milli svæða en á meðfylgjandi töflum má sjá hver hún er á einstökum svæðum. Rétt er að vekja athygli á að hjá Kjalnesingum eru hlutfallslega mjög margar holdakýr og það hefur áhrif á notkunina á þeirra svæði. Hver tafla tekur á einu ári. Samkvæmt þessum tölum þá eykst hlutfall sæðinga á flestum svæðum. Hvergi vex þá þátttakan meira en í A-Skaftafellssýslu þar sem hún vex um 18%. Hafa ber þó í huga að áður var miðað við fjölda kúa og kvígna árið á undan en árið 2013 lágu tölur fyrir sem hægt var að nota við þetta uppgjör. Samt eru taldir vera um 6.700 gripir sem ekki koma til sæðinga og nýtast því ekki í sameiginlegu kynbótastarfi, nema þá að litlu leyti. Við höfum því enn möguleika á að gera betur í ræktuninni. Skemmtilegt er að brjóta þetta niður og tafla 1 hér að neðan sýnir árangur sæðinga eftir svæðum. Tekin eru þrjú ár sem eiga að vera fyllilega sambærileg. Þegar litið er yfir tölur hefur árangur á Vesturlandi nokkuð haldið sér en árangur á Norðurlandi fellur heldur nema í S-Þingeyjarsýslu. Áberandi fall er í A-Húnavatnssýslu miðað við tvö fyrri ár, en þá var metinn árangur þar mjög góður. Suðurland og þá sérstaklega V-Skaftafellssýsla og Rangárvallasýsla hafa fallið verulega milli ára en Árnessýsla minna. heldur fallið á meðan hann hefur batnað í Eyjafirði og í Skagafirði og einnig á Suðurlandi. Gaman væri að vita ástæðu þessa munar og ganga í að lagfæra hann en væntanlega eru þarna margir samliggjandi þættir s.s. heygæði, veðurfar, sæðisgæði og mannsins verk sem ráða. 2011 Fjöldi Fjöldi 2011 Hlutfall Búnaðarsamband (BS) Kúa Kvíga Samtals 1.sæðing sætt BS Kjalnesinga BS Borg/Snæ BS Dalamanna BS Vestfjarða BS Strandamanna BS V-Hún. BS A-Hún. BS Skagafjarðar BS Eyjafjarðar BS S-Þing. BS Austurlands BS A-Skaft. BS Suðurlands 10.305 Landið 27.448 6.857 34.305 26.879 78,35% 2012 Fjöldi Fjöldi 2012 Hlutfall Búnaðarsamband (BS) Kúa Kvíga Samtals 1.sæðing sætt BS Kjalnesinga BS Borg/Snæ BS Dalamanna BS Vestfjarða BS Strandamanna BS V-Hún. BS A-Hún. BS Skagafjarðar BS Eyjafjarðar BS S-Þing. BS Austurlands BS A-Skaft. BS Suðurlands Landið 27.300 6.537 33.837 25.915 76,59% 2013 Fjöldi Fjöldi 2013 Hlutfall Búnaðarsamband (BS) Kúa Kvíga Samtals 1.sæðing sætt BS Kjalnesinga BS Borg/Snæ BS Dalamanna BS Vestfjarða BS Strandamanna BS V-Hún. BS A-Hún. BS Skagafjarðar BS Eyjafjarðar BS S-Þing. BS Austurlands BS A-Skaft. BS Suðurlands Landið 26.479 6.775 33.402 26.510 79,37% liklegur@internet.is Hjörtur L. JónssonÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI 55,0% 57,0% 59,0% 61,0% 63,0% 65,0% 67,0% 69,0% 71,0% 73,0% 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 Mynd 1. Árangur sæðinga 1999 til 2013 Mynd 1 hér að ofan sýnir metinn árangur sæðinga áranna 1999 til 2013. Metinn árangur þýðir að kýrin/kvígan kom ekki til endursæðingar innan 56 daga frá sæðingu. Þessi samanburður sýnir að metið fanghlutfall hefur heldur lækkað undanfarin ár og má hluta þess rekja til betri skráningar með tilkomu Huppu. Árið 2011 er ástæðan sú að þá fóru í umferð ungnaut með mjög lágt fanghlutfall. Erfitt var í venjulegri greiningu að sjá það fyrir og því fór sem fór. Ástæðu þess að fanghlutfall árið 2013 fellur er sú að illa hélt við ákveðnum reyndum nautum. Þau naut voru mikið notuð og hafa því mikil áhrif á metna fanghlutfallið. Samanburður milli áranna 2011, 2012 og 2013 2011 2012 2013 Landið allt 1.sæðing Árangur 1.sæðing Árangur 1.sæðing Árangur Búnaðarsamband (BS) BS Kjalnesinga 259 64% 234 63% 250 70% BS Borgarfjarðar 1.721 71% 1507 66% 1557 68% BS Snæfellinga 534 70% 590 69% 519 68% BS Dalamanna 329 69% 314 67% 290 69% BS Vestfjarða 501 72% 464 72% 516 79% BS Strandamanna 42 86% 37 92% 35 94% BS V-Hún. 442 70% 447 72% 522 72% BS A-Hún. 798 77% 860 77% 826 71% BS Skagafjarðar 1.855 68% 1806 71% 1775 69% BS Eyjafjarðar 4.094 68% 3892 72% 3796 69% BS S-Þing. 1.212 62% 1143 62% 1222 65% BS Austurlands 872 68% 892 64% 847 69% BS A-Skaft. 385 68% 293 71% 365 70% BS V-skaft 547 68% 601 64% 690 60% BS Rangárvalls 2.785 63% 2649 65% 2623 60% BS Árnessýsla 4.622 66% 4399 69% 4687 66% Landið 20998 67% 20128 69% 20520 67% Sveinbjörn Eyjólfsson framkvæmdastjóri Nautastöðvar BÍ Nautastöð Bændasamtaka Íslands

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.