Bændablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 43
43Bændablaðið | Fimmtudagur 3. apríl 2014
Lesendabás
Þjóðin vill halda sínum landbúnaði
Ég hef hugsað mér að skrifa
nokkrar greinar um landbúnað og
velta fyrir mér búrekstri séðum
með augum viðskiptafræðings.
Ég hef starfað í landbúnaði en
mín reynsla er mestmegnis í
bönkum, við fjármögnun og
endurskipulagningu fyrirtækja,
og síðar í fyrirtækjarekstri.
Í öllum rekstri geta menn misst
sjónar á því sem skiptir máli og á
það ekki síður við um bændur en
aðra. Rekstur búa er ekkert annað
en fyrirtækjarekstur. Skilin milli
heimilis og vinnu verða lítil þegar
maður býr á vinnustaðnum og
er þannig hætta á að maður verði
samdauna vinnustaðnum og gangi
til verka af vana án þess að vera
gagnrýninn á eigin verk og leita
betri leiða.
Fyrirtæki sem ná árangri eru
í grunninn mjög lík. Þau hafa
sérþekkingu, markaðsstöðu þannig
að önnur fyrirtæki eiga erfitt með
að ná sömu stöðu og eru með
stjórnendur sem hafa mikinn vilja
til að auka þekkingu sína og eru
opnir fyrir breytingum. Með því
að vera sífellt tilbúin að breyta ná
fyrirtækin alltaf að vera á undan
samkeppnisaðilum. Bændur eru
reyndar ekki í beinni samkeppni hver
við annan, en bændur þurfa sífellt að
huga að hagræðingu á búum sínum.
Fólk er vanafast í eðli sínu og
því dettum við alltaf í þann gír að
gera hlutina eins og það er vant.
Sá eiginleiki að bæta við þekkingu
og læra og leita nýrra leiða er
hugsunarháttur sem fólk í rekstri þarf
að temja sér. Við þurfum að tileinka
okkur að skoða nýjar leiðir og meta
hvort þær geti hjálpað okkur að ná
betri árangri.
Hvernig ná fyrirtæki árangri?
Eitt af fyrstu merkjum þess að
fyrirtæki séu að gefa eftir er stöðnun
í þróun þeirra. Þau hætta að vilja
stækka eða þróast, enginn vilji er til
að breyta, hlutirnir gerðir af vana án
þess að velta fyrir sér hvort hægt sé
að gera betur.
Ég starfaði í banka og þurfti oft að
aðstoða félög sem áttu í erfiðleikum.
Oft mátti lesa úr ársreikningum
þeirra að gjaldþrotið átti sér langan
aðdraganda, oftast nær 3-5 ár.
Stjórnendur orðnir staðnaðir, vildu
ekki skilja að rekstrarumhverfið
var að breytast. Þetta vandamál er
til staðar hjá bændum eins og öðrum
rekstraraðilum.
Þessi hætta er mun meiri í
landbúnaði af því að bændur hafa
færri snertifleti við viðskiptavini sína
en flestar aðrar stéttir. Þeir sem kaupa
afurðir bænda eru afurðastöðvar.
Þær þurfa að aðlaga framleiðslu
bænda að markaðinum. Bóndinn
þarf ekki að hugsa um þjónustu eða
markaðssetningu en vissulega eru
það gæðin sem skipta hann miklu
máli. Fyrirtæki sem hafa marga
snertifleti við viðskiptavini eiga
frekar möguleika á að breyta verði
og aðlaga sig að breyttum aðstæðum.
Bændur geta þetta ekki. Bændur geta
bara reynt að hafa stjórn á kostnaði
við búið og afköstum þess.
Bændur finna seint fyrir
breytingum á neytendamarkaði, þar
sem afurðastöðvarnar eru á milli
þeirra og neytenda. Því berast boð
um breytingar seint. Gott dæmi
um þetta er aukningin á kvótanum
síðastliðið haust. Hefðu bændur
haft beint samband við markaðinn
hefðu sennilega fleiri tekið sig til en
gerðu og framleitt meira en kvótinn
bauð upp á, í von um að fá fullt
verð fyrir „umframframleiðsluna“.
Að fá fullt afurðastöðvaverð er
afar gott verð fyrir þann sem búinn
er að fylla kvótann vegna þess að
fasti kostnaðurinn breytist ekkert
þó framleitt sé meira. Ég mun síðar
fjalla um framleiðslukostnað og
kostnaðarútreikninga.
Að mínu mati ættu afurðastöðvar
í mjólkuriðnaði að birta áætlun
um mjólkurkaup tvö ár fram í
tímann. Bændur geta þá gert betri
áætlanir um framleiðslu og miðað
framleiðsluna betur við sinn kostnað.
Afurðastöðvarnar tapa líka ef
framleiðslan er ekki næg. Áhætta
afurðastöðva af því að festa magn
hráefniskaupa af bændum til tveggja
ára er því ekki mikil miðað við þá
hagræðingu sem skapast af auknu
rekstraröryggi bæði afurðastöðva
og bænda.
Undanfarinn áratug hafa bændur
getað gengið út frá því að kvóti
muni sífellt hækka í verði og
þannig hægt að réttlæta kvótakaup
með eignaaukningu. Skýr merki
eru um að þetta sé að breytast.
Landbúnaðarráðherra hefur talað um
að nú sé kominn tími til að breyta
landbúnaðarkerfinu, verð á kvóta er
orðið svo hátt að það tekur orðið 7
ár að greiða niður kvótakaupin með
tekjum af beingreiðslum. Þar að auki
virðist eftirspurn eftir mjólk vaxa það
hratt að það stefnir í að bændur fái fullt
afurðastöðvaverð án beingreiðslna.
Ávinningur af kvótakaupum er
einungis beingreiðslur. Hér áður gátu
bændur með kvótakaupum fengið
fullt afurðastöðvarverð sem þeir
fengu ella ekki.
Hverju þurfa bændur að breyta?
Bændur þurfa almennt að bæta sig
í að meta rekstur búa sinna. Mín
tilfinning er að tölfræði bænda um
eiginn rekstur sé ekki góð. Bændur
fylgjast vel með hvað meðalkýrin
gefur af sér og hvað kemur mikið kjöt
af hverjum grip. Sömuleiðis er fylgst
vel með gæðum. En þeir velta minna
fyrir sér hvað er kostað til við að búa
til hvern mjólkurlítra, hvað kostar
hver heyrúlla/fóðureining og líka
hvað mikið verður eftir í hagnað eftir
árið og hvað er borgað mikið í skatta.
Skattgreiðslur er góður mælikvarði á
heilbrigði rekstrar, því að ef greiddir
eru skattar þá er hagnaður. En enginn
þessara mælikvarða er fullkominn
því aðstæður hjá bændum eru svo
misjafnar að ekki er hægt að nota
einn algildan mælikvarða.
Að undanförnu hef ég verið að
skoða búrekstur og meta arðsemi
búa til að finna leiðir til að hagræða
í rekstri búa. Einnig er ég að skoða
hvað sé betur hægt að gera í reksti
og aðstoða bændur í fjárfestingum.
Þessar greinar sem birtast í
Bændablaðinu á næstunni eru hluti
af því að kynna það sem ég er að
gera og um leið að stuðla að umræðu
um búrekstur eins og um væri að
ræða fyrirtækjarekstur. Með betri
greiningu á kostnaði í rekstri og að
nýta upplýsingar úr bókhaldi er hægt
að ná betri árangri í öllum rekstri.
Þessar greinar munu einnig fara
inn á bloggsíðuna http://burekstur.
blog.is/ þar sem ég hvet ykkur til að
tjá ykkur um þessar hugrenningar
mínar.
Jón Þór Helgason
Jón Þór Helgason
Gylfafl öt 32 • 112 Reykjavík • Sími 580 8200 • www.velfang.is • velfang@velfang.is
FR
U
M
-
w
w
w
.f
ru
m
.is
Kverneland
-því hvert korn telur
Ryðfrír
dreifi búnaður
Auðstilltur
og nákvæmur
Kverneland Accord áburðardreifarar
Tveggja skífu 1400 lítra
Sjálfstæð vökvaopnun á hvorri skífu
Jaðardreifi búnaður einfaldur í notkun
Íslenskar leiðbeiningar
Bændablaðið
Smáauglýsingar
56-30-300
Hafa áhrif
um land allt!