Bændablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. apríl 2014 Fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðarmanna (MFK) 2014 fór fram í síðustu viku og voru úrslitin kynnt í hófi á Hilton Hótel síðastliðinn laugardag. Þar var jafnframt krýndur Kjötmeistari Íslands. Þann titil hlaut Jón Þorsteinsson kjötiðnaðarmeistari hjá Sláturfélagi Suðurlands. Fékk hann þann titil fyrir að vera stigahæstur þeirra sem gerðu fimm stigahæstu afurðirnar. Fékk hann að launum eignarbikar og farandbikar auk 50 þúsund króna styrks frá fyrirtækinu Samhentum til námskeiðahalds. Jón vann til margra verðlauna fyrir sína rétti en þar bar þó hæst afurð sem hann kallar Salami Camemberti. Þykir þar um einstaka vöru að ræða og sögðust félagar hans í faginu styðja hann eins og mögulegt væri til að koma þessari vöru í framleiðslu og sölu. Haft var á orði að slíka vöru hefðu menn hvergi hafa séð, hvorki hér heima né erlendis, og ljóst væri að þarna hefði Jón hitt á vöruhönnun sem hefði alla möguleika á að slá í gegn og hentaði t.d. afar vel sem söluvara fyrir ferðamenn. Annars féllu verðlaunin þannig: Jón Þorsteinsson frá Sláturfélagi Suðurlands átti Salami Camemberti sem var besta nýja varan. Þessi vara fékk einnig verðlaun sem athyglisverðasta nýjungin. Jón hlaut líka verðlaun með sömu afurð fyrir bestu vöruna sem unnin var úr hrossa eða folaldakjöti. Hann átti bestu vöruna sem unnin var úr svínakjöti sem var grísa rawette. Þar sem Jón hlaut flest stig samanlagt úr fimm stigahæstu vörunum sínum hlaut hann einnig sæmdarheitið Kjötmeistari Íslands. Jóhann G. Guðmundsson hjá Ferskum kjötvörum hlaut þrenn bestu verðlaun fyrir kálfa- og kálfalifrarpaté með sólberjahlaupi. Bergþór Pálsson hjá SHA átti bestu vöruna í flokki reykts eða grafins lax eða silungs. Stefán Einar Jónsson frá Norðlenska matborðinu hlaut bestu verðlaun fyrir léttreyktan lambahrygg, en hann var ekki viðstaddur verðlaunaafhendinguna. Steinar Þórarinsson hjá Sláturfélagi Suðurlands hlaut verðlaun fyrir bestu vöruna sem unnin var úr alifuglakjöti, en það var lifrarkæfa með jarðarberjahlaupi. Þá afhenti Meistarafélag kjötiðnaðarmanna, Svínaræktar- félagi Íslands, Félagi kjúklinga- bænda, Landssambandi kúabænda, Landssambandi sauðfjárbænda, Félagi hrossabænda, Samhentum kassagerð ehf., Efnir ehf., Íslensk-ameríska, Ölgerðinni, Multivac, Kötlu ehf., Íslensk- Ameríska og Sjávarútvegs – og landbúnaðarráðuneytinu viðurkenningu fyrir veittan stuðning við fagkeppnina. Mikil þátttaka Alls voru sendar inn 135 vörur í keppnina frá um 14 fyrirtækjum. Sex kjötiðnaðarmenn skipuðu dómnefnd. Þar var Ólafur Júlíusson, yfirdómari, en með honum voru Ólafur Bjarki Hauksson, Kristján G. Kristjánsson, Örlygur, Eðvald Sveinn Valgarðsson, Thorvald Imsland og Magnús Friðbergsson. Dæmdu þeir vörurnar út frá 64 þáttum varðandi ytra útlit vöru, innra útlit, lykt og bragð, samsetningu og verkun. Fór matið fram í Menntaskólanum í Kópavogi þar sem Hótel- og Matvælaskólinn er einnig til húsa og tók það dómara tvo daga að klára matið. Allar vörurnar fengu 100 stig í meðgjöf þegar þeim var skilað inn og gekk matið síðan út á að finna alla mögulega ágalla sem komu til frádráttar stigunum 100. Gullverðlaun fengu svo vörur sem náðu allt að 50 stigum í heildarmati. Síðan kom silfur þar fyrir neðan og þá brons. Einn af dómurunum, Magnús Frið- bergsson, sem jafnframt er stjórnarmað- ur í MFK, sagði að mjög vandlega væri farið yfir matið á vörunum og þar réði engin tilviljun ferðinni. Allir dómararnir væru kjötiðnaðarmeistarar og flestir búnir að vinna í faginu í 20 ára eða meira. Sagði hann að fagkeppnin færi fram á tveggja ára fresti og legðu fyrirtæki og kjötiðnaðarmeistarar mikinn metnað í að ná sem lengst í keppninni. Þar keppast menn líka við að koma með nýjungar í gerð matvæla sem veldur því að stöðug gerjun er í þessu fagi. Kjötiðnaðarmenn komi að verkefninu Matvælalandið Ísland Sigurður Ingi Jóhannsson sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra var viðstaddur verðlaunaafhendinguna og sagði þar m.a. að verið væri að koma á laggirnar vinnu við að koma Íslandi á kortið sem matarlandi. Vitnaði hann í áætlun sem landbúnaðarráðherra Svía hefði hrint af stað fyrir mörgum árum og fælist í að gera Svíþjóð að þekktu matarlandi, „Sverige – det nya matlandet“, fyrir árið 2020. Í upphafi hefðu Svíar sjálfir hlegið að þessari hugmynd, en Anne Marie Hovstadius sagði á ráðstefnunni Matvælalandið Ísland, sem haldin var á Hótel Sögu í fyrri viku, að nú væru menn hættir að hlæja að þessari hugmynd. Hvatti ráðherrann kjötiðnaðarmeistara að koma að þessu verkefni á Íslandi. Benti hann á að því hafi verið slegið fram að hingað væru að koma árlega 60 þúsund tonn af ferðamönnum. Til að þessi 60 þúsund tonn rýrnuðu ekki á dvöl sinni á Íslandi þyrfti að viðhalda þyngd þeirra með því að gefa þeim að borða. Sagði hann að verið væri að móta verkefnið sem fælist í að draga alla þá aðila að borðinu sem Ólafur Júlíusson kjötiðnaðarmeistari kynnir fyrir Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráherra Myndir /HKr. Jón Þorsteinsson krýndur kjötmeistari Íslands árið 2014 – Sló í gegn með nýjunginni Salami Camemberti - son

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.