Bændablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 3. apríl 2014
koma að framleiðslu matvæla hér á
landi með einum eða öðrum hætti.
Halldór J. Ragnarsson kosinn
nýr formaður MFK
Meistarafélags kjötiðnaðar-manna
hélt líka aðalfund sinn fyrir
helgina, en MFK var stofnað upp
úr Meistaradeild Félags íslenskra
kjötiðnaðarmanna árið 1980. Var
endað með glæsilegri árshátíð á
Hilton Hóteli á laugardagskvöldið.
Á aðalfundinum varð sú breyting
helst að Kjartan Bragason sem
tók við sem sjöundi formaður
félagsins á aðalfundi 2010, gaf
ekki kost á sér til áframhaldandi
setu sem formaður. Hann mun
þó áfram sitja í stjórn félagsins.
Í hans stað var Halldór Jökull
Ragnarsson kosinn formaður en
hann var áður gjaldkeri félagsins.
Áfram í stjórninni eru þeir Oddur
Árnason, Magnús Friðbertsson. Þá
voru þeir Þorsteinn Þórhallsson
og Hreiðar Örn Zoega Stefánsson
kjörnir varamenn stjórnar. /HKr.
Halldór Jökull Ragnarsson er nýr
formaður MFK. Hann tekur við
embætinu af Kjartani Bragasyni sem
verður þó áfram í stjórn félagsins.
Steinar Þórarinsson hjá Sláturfélagi Suðurlands hlaut bestu verðlaun fyrir afurð úr alifuglakjöti, sem var lifrarkæfa
með jarðarberjahlaupi. Hér er hann ásamt ráðherra.
Dómarar að störfum í húsakynnum Hótel- og Matvælaskólans í kjallara
Menntaskólans í Kópavogi.
Hér heldur Þorsteinn Þórhallsson á athyglisverðri vöru sem barst í keppnina,
en það er þurrkað nautakjöt. Hauksson, Kristján G. Kristjánsson, Örlygur Ásgeirsson, Eðvald Sveinn Valgarðsson, Thorvald Imsland og Magnús
Friðbergsson.
Auk sex félaga bænda og nokkurra fyrirtækja fékk landbúnaðar- og
sjávarútvegsráðuneytið þakkarskjal fyrir veittan stuðning við keppnina.