Bændablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 47

Bændablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 3. apríl 2014 Bryndís Ýr er 11 ára Grafarvogsbúi sem hlustar á Skálmöld, finnst Hungurleikarnir skemmtilegustu kvikmyndir sem hún hefur séð og gæti vel hugsað sér að verða leikskólakennari eða bóndi. Nafn: Bryndís Ýr Sigurþórsdóttir. Aldur: 11 ára. Stjörnumerki: Vatnsberi. Búseta: Grafarvogur, Reykjavík. Skóli: Kelduskóli-Vík. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Heimilisfræði og leiklist. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Lax. Uppáhaldshljómsveit: Skálmöld. Uppáhaldskvikmynd: Hungurleikarnir 1 og 2. Fyrsta minningin mín: Þegar ég kynntist vinkonu minni í leikskóla. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Nei. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Leikskólakennari eða bóndi. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Fara í rússíbanann í Flórída. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Keyra lengi í bíl. Gerðir þú eitthvað sérstakt í sumar? Fór hringinn í kringum Ísland. PRJÓNAHORNIÐ Stærð: 4 (8) 12 mánaða Garn: Lyppa Blár eða mosagrænn 2 (2) 3 dokkur Ljósgrár eða gulur 1 dokka allar str. Grænn eða lillablár 1 dokka allar str. 4 tölur 60 cm hringprjónn no 3,5 Heklunál sem hæfir garni Bolur Fitjið upp 105 (112) 119 l með bláa eða mosagræna litnum og pr tvær umf. fram og til baka, garðaprjón. Prjónið áfram garða eins og hér segir: 1 x grænn eða lillablár. 1 x blár eða mosagrænn. 1 x ljósgrár eða gulur. 1 x grænn eða lillablár. 1 x grár eða gulur. 1 x blár eða mosagrænn. 1 x grænn eða lillablár. 2 x blár eða mosagrænn. Endurtakið þetta alls 4 (5) 6 sinnum. Endið í öllu str á tveimur bláum eða mosagrænum görðum. Geymið og prjónið ermar. Ermar Fitjið upp 31 (33) 35 l og prj. 4 (4,5) 5 cm stroff, 1 sl og 1 br. Að stroffi loknu er aukið út um 8 (8) 8 l og prjónað sama litamunstur og á bolnum. Prjónið alls 4 (5) 6 munstur. Endið á tveimur bláum eða mosagrænum görðum. Prjónið hina ermina eins. Berustykki Takið nú græna eða lillabláa garnið og prjónið21 (28) 30 l, prjónið ermina við og prjónið áfram 53 (56) 59 l, prjónið hina ermina við og að síðustu er umferðin klárum, það ættu að vera 21 (28) 30 l. Haldið áfram að prjóna litamunstrið en í 9. (10.) 11. garða frá réttunni er áttunda hver lykkja tekin úr þ.e. prj. 6 l prjóna tvær saman. Endurtakið út umf. Í 18. (20.) 22. garða er fjórða hver l tekin úr þe. pr 1 l,* pr 2 saman, pr 2 l*, endurtakið frá * til * út umf. Í 22. (25.) 28. garða er þriðja hver l tekin úr þe. * pr 1 l, pr 2 saman* endurtakið frá * til * út umf. Endið á bláum garða og fellið af. Gangið frá endum og saumið ermina saman. Heklið 3 umf. fastahekl í hvorn boðung og munið að gera ráð fyrir 4 hnappagötum í vinstri boðunginn. Það getur verið fallegra að hekla líka eina umf. fastahekl í kringum hálsmálið en það er ekki nauðsynlegt. Skolið peysuna og leggið til. Helena Eiríksdóttir FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Klikkað að fara í rússíbana Strákaskott Sudoku Galdurinn við Sudoku- þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Létt ÞungMiðlungs 5 7 3 8 6 3 4 9 4 8 6 5 2 9 6 2 1 8 3 4 2 1 5 1 8 7 2 6 9 5 7 1 2 3 5 5 9 7 6 8 4 2 9 8 1 3 5 3 4 9 6 9 4 8 1 7 9 7 2 4 3 8 7 6 4 2 5 9 3 5 5 3 1 gréta sörensen Prjónabiblían er komin aftur ! www.forlagid.i s | Bókabúð Forlags in s | F i sk i s lóð 39 Sendum um land allt

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.