Bændablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 3. apríl 2014
síðasta vísnaþætti birtist
efni úr bréfi Elísabetar
Á. Árnadóttur búsettrar
á Blönduósi. Fyrir utan
ærnafnavísurnar er að finna í bréfi
Elísabetar haglega gerðan brag,
nokkuð langan, sem hún nefnir
„Sauðburðarsimfóníu“ og er ortur
þá hún sinnti vökum á Skarðaborg
vorið 2001. Smá sýnishorn
„Simfóníunnar“ fer hér eftir:
Það er rólegt í krónum í ríkjandi húmi,
því rollurnar sofa sem ungbarn í rúmi
því smalinn hann veitir þeim vörn.
Og tvílemban blessuð með tunguna
mjúka,
þar titrandi afkvæmin kjassa og strjúka
og kumrandi kara sín börn.
Hinn syngjandi klingjandi
sauðburðar óður
sameinast lífinu mildur og góður
og kætir hinn kumrandi heim.
Að gefa úr pela og gantast við ærnar,
garðana mæla og stika um krærnar
er sannkallað sauðburðar-geim.
Með öldungis óskýrðum hætti
barst mér í hendur kveðskapur frá
aðalfundi Félags sauðfjárbænda
á Héraði. Gestur fundarins,
Ásdís Helga Bjarnadóttir
búfjáreftirlitsmaður, kynnti þar
fundarmönnum nýtt fyrirkomulag
við úttektir á búfjárhaldi. Til
hagræðis benti hún fundarmönnum
á, að á vef Matvælastofnunar
væri að finna „ábendingarhnapp“
sérstakan, sem hægt væri að brúka
ef bændur hefðu grunsemdir
um glöp við búfjárhald. Myndi
hnappurinn geta sparað henni
heimsóknir um langan veg.
Hnappinn skyldu bændur þó
einungis nota í neyðartilfellum,
og byggist hún þá brátt til ferðar
bærist ábending með þessum hætti.
Aðalsteinn bóndi í Klausturseli,
sem horfði kannski helst til meir
en hlustaði á framsögu Ásdísar,
taldi það geta gerst, að einhverjir
freistuðust til að misnota hnappinn
með þeim hætti, að kæra sjálfa sig,
einungis til að fá Ásdísi í heimsókn
og njóta nærveru hennar. Þá orti
Baldur á Kirkjubæ í orðastað
Aðalsteins:
Ég vaki við hnappinn og veit
ei mitt ráð;
með vannærðan gamlan hrút.
Eindregin von mín er ýmsu háð,
að Ásdís taki hann út.
Af sama tilefni orti Andrés á
Gilsárvelli:
Ábendingin ein og sér
afskaplega saklaus var.
Bráðum Alla fýsa fer
að fikta í hnöppum Ásdísar.
Andrés sér fyrir sér þegar Ásdís
hefur skoðun á hrússa Aðalsteins:
Öll við henni eymdin skín,
Ásdís hungur greindi.
Styrkur kauða stöðugt dvín;
Stóð ekki þótt hún reyndi.
Jón Jónsson lögmaður á Hvanná,
kallaður Brói, var fundarstjóri.
Gat hann þess að ekki þekkti
hann alla fundarmenn, og því
væri brýnt að menn kynntu sig
ef þeir kvæðu sér hljóðs. Taldi
Brói sig þó þekkja fyrrverandi
sveitunga sína af Jökuldal, og
einnig suma hverja aðra sem leitað
hefðu lögfræðiaðstoðar hans á
síðustu árum. Þá orti Andrés á
Gilsárvelli:
Fundarstjórann fésin blekkja,
fátt um suma Brói veit.
Tugthúslimi sig telur þekkja
og tittina úr heimasveit.
Umsjón:
Árni Geirhjörtur Jónsson
kotabyggd1@gmail.com
Líf og starf
MÆLT AF
MUNNI FRAM
Í
Orgelsmiðjan á Stokkseyri
opnuð fyrir ferðamönnum
Orgelsmiðjan á Stokkseyri hefur
opnað verkstæðið fyrir gestum
og gangandi. Þar verður gestum
boðið upp á að fræðast um allt
sem viðkemur orgelsmíði og
sögu tónlistar á suðurströndinni.
Sýningin verður opin framvegis
virka daga kl. 10.00–18.00 og eftir
samkomulagi um helgar.
Í Orgelsmiðjunni er hægt að fá
svör við fjölmörgum spurningum er
varðar orgel og orgelsmíði. Þar getur
fókk til dæmis fræðst um hversu
margar pípur geta verið í pípuorgeli.
Hve langan tíma það tekur að smíða
eitt orgel og hvað orðið vindhlaða
þýðir. Einnig hvaða munur er á
orgeli og harmóníum. Þarna er líka
hægt að hitta Björgvin Tómasson
orgelsmið og fylgjast með störfum
hans. Fræðslusýningin er á þremur
tungumálum, íslensku, ensku og
þýsku. Stefnt er einnig að því að
vera reglulega með tónleikahald á
staðnum. Aðgangseyrir er 750 krónur
fyrir fullorðna, 16 ára og eldri, og
500 krónur fyrir börn 10 til 15 ára.
Orgelsmiðjan er til húsa að
Hafnargötu 9, sjávarmegin, á
Stokkseyri. Sími 861–1730, www.
orgel.is, orgel@simnet.is
Björgvin Tómasson orgelsmiður, Stefán Hallur Jónsson og Guðmundur Gestur Þórisson.
Björgvin Tómasson