Bændablaðið - 03.04.2014, Síða 37

Bændablaðið - 03.04.2014, Síða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 3. apríl 2014 Milljónir Spánverja hafa að undanförnu mótmælt fátækt og viðvarandi atvinnuleysi í landinu, en um 50% fólks undir 24 ára aldri eru nú atvinnulaus samkvæmt frétt RT. Samkvæmt tölum Eurostat var atvinnuleysið á Spáni á síðasta 12 mánaða tímabili 25,8%, sem þýðir að um 6 milljónir vinnufærra manna hafa verið án vinnu. Hefur þetta ástand haft skelfileg áhrif á líf um 500 þúsund fjölskyldna, samkvæmt frétt hins vinstrisinnaða blaðs Liberation sl. laugardag. Þrátt fyrir gríðarleg mótmæli á Spáni hefur nær ekkert verið fjallað um málið í íslenskum fjölmiðlum. Ekki er heldur mikið talað um að yfir 26 milljónir manna ganga atvinnulausar í ESB ríkjunum eða fleiri en allir Norðurlandabúar. Almenningur á Spáni kennir stjórnvöldum og Evrópusambandinu um ástandið. Er þar m.a. bent á að ESB hafi tekið virkan þátt í björgun banka ásamt Alþjóða gjaldeyrissjóðnum (IMF) og Seðlabanka Evrópu í aðgerðaráætlun sem kölluð er „Troika“. Fréttastofa RT greindi frá því 22. mars að yfir 50% fólks undir 24 ára aldri á Spáni sé nú atvinnulaus. Þá hafi fjöldi fólks hafi flúið land í leit að atvinnu. Mótmælin hafa að mestu farið friðsamlega fram, en eftir því sem á líður ber meira á átökum og hefur óeirðalögregla beitt skotvopnum með gúmmíkúlum. Reiðin er ekki síst sögð sprottin út af því að yfirvöld hafa hækkað skatta mjög mikið og notað fjármuni almennings til að bjarga bönkum úr eigin snöru í stað þess að koma almenningi til hjálpar. Allt sé þetta gert undir svokallaðri „Troika“-áætlun sem feli í sér gríðarlegan niðurskurð og einkavæðingu ríkisfyrirtækja. Alvarlega hafi verið varað við á standinu fyrir þrem árum en síðan hafi það bara versnað. Þramma til Madrídar úr öllum landshornum Hópur mótmælenda úr þorpum og bæjum vítt og breitt af Spáni hefur þrammað um þjóðvegi og götur síðan 9. mars til að mótmæla ástandinu og er gangan kölluð „sjálfsvirðingargangan“. Var stefna þess sett á Madríd þar sem gríðarleg mótmæli voru í síðustu viku. Einn mótmælenda lýsti ástæðu sinni fyrir að vera í göngunni við fréttamann RT svona: „Ég er búinn að fá nóg af þessari ríkisstjórn. Þeir hafa gefið loforð sem aldrei hafa verið efnd. Þeir sögðust ætla að skapa ný störf og lækka skatta, en það hefur allt saman reynst vera lygi. Þess í stað jókst atvinnuleysið úr 4 í 6 milljónir. Þetta er því eina leið okkar til að berjast fyrir okkar rétti. Ég fór að heiman á sunnudag [16. mars] og það bætist stöðugt í þennan hóp. Við finnum fyrir samstöðunni og við óskum eftir hjálp, betri menntun og fleiri störfum.“ Kona meðal göngumanna lýsti því svo: „Þetta er orðið brjálæði. Ég þramma nú til Madríd af því að ég get hvorki talað við yfirvöld í Berlín eða Brussel. Við verðum að sýna þeim okkar samstöðu.“ Búin að fá nóg af lyginni Einn forsvarsmanna mótmælenda lýsti markmiðum þeirra þannig að yfir völd væru að reyna að færa þjóðina aftur á það stig þegar Franco stjórnaði öllu og banna vinnandi stéttum að mótmæla á götum úti. „Við munum ekki leyfa því að gerast og þeir vita það. Nú erum við komin til Madríd þangað sem fólkið er komið til að upplýsum um að stjórnvöld hafi logið að því allt frá fyrsta degi. […] Við erum búin að fá nóg af allri þessari lygi. Við ætlum okkur að breyta kerfinu frá botni og upp úr og fólkinu á götunni mun takast það.“ /HKr. Spánverjar þrömmuðu í „sjálfsvirðingargöngu“ úr öllum landshornum til Madrídar, mál sem þagað er um á Íslandi: Milljónir mótmæla og kenna stjórnvöldum og ESB um fátækt og atvinnuleysi Utan úr heimi Spánverjar mótmæla fátækt og atvinnuleysi. Mitt í hópnum má m.a. greina mótmælaborða fram samtökum neytenda á Spáni UCE. Milljónir manna hafa tekið þátt í svokallaðri sjálfsvirðingargöngu á Spáni www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 REYKJAVÍK S: 414-0000 / AKUREYRI S: 464-8600 / www.VBL.is Verð án skóflu kr. 5.690.000 án vsk. Verð með skóflu kr. 5.850.000 án vsk. Skráning kr. 20.000 Verð miðast við gengi DKK 21 TIL SÖLU Zetor Major 80 77 hestöfl. Með ALÖ 220p ámoksturstækjum með þriðja sviði Helsti búnaður Zetor Major 80 • 4 cl mótor í umhverfisflokki lllA með turbinu og intercooler • Gírkassi 12x12 með syncro • Vendigír í mælaborði • Aflúttak 540 og 1000 sn • Vökvadæla 50 l/ mín 180 bar • 2 x 2 vökvaúrtök • Dráttarkrókur, dráttarbeisli • Lyftigeta beislis er 2400 kg • Cararro framöxull með sjálfvirkri læsingu • Vökvadiskabremsur á afturhjólum • 82 lítra eldsneytis tankur • Stillanlegt ökumannssæti • Öflug miðstöð í húsi • Opnanleg sóllúga á húsþaki • Vinnuljós á hústoppi, 2 að aftan 2 að framan • Rúðuþurrka að framan og aftan með hreinsivökva • Frambretti • Mótorhitari 220 volt • Púströr á horni húss • Útvarp með geislaspilara • Helstu mál hæð, breidd, og lengd 2,56, 1,86 og 4,2 m • Þyngd vélar án ámoksturstækja, 3090 kg • Dekk: 11,2-24 og 16,9-30

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.