Bændablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. apríl 2014 Landsmót hestamanna verður haldið á Gaddstaðaflötum á Hellu dagana 30. júní til 6. júlí næstkomandi og hefur Axel Ómarsson verið ráðinn framkvæmdastjóri mótsins sem og framkvæmdastjóri Landssambands hestamannafélaga (LH). Vonast er til að gestir verði vel á annan tug þúsunda en um 14 þúsund manns mættu á Hellu þegar mótið var haldið þar síðast. Fyrsta landsmótið sem fram fór á Gaddstaðaflötum var haldið 1986. Landsmót hafa að jafnaði verið haldin á tveggja ára fresti frá árinu 2000 á ýmsum stöðum á landinu, en fyrir þann tíma voru þau á fjögurra ára fresti. Landsmót hestamanna var gert að einkahlutafélagi 2001 sem í sumar heldur 21. Landsmót hestamanna frá upphafi. Fyrirtækið er að 2/3 hluta í eigu Landssambands hestamannafélaga og að 1/3 hluta Bændasamtaka Íslands. Umfang og kostnaður eykst stöðugt Axel segir að undirbúningur fyrir landsmótið hafi verið kominn vel af stað áður en hann var ráðinn til starfa nú í febrúar. „Ég er að koma seint inn í ferlið svona skömmu fyrir mót en þar sem það er dyggur hópur lykilstarfsmanna og fjöldi reyndra aðila sem hafa staðið að Landsmótahaldi í áraraðir gerir það starf mitt auðveldara. Þetta fólk býr yfir mikilli þekkingu á þessum viðburði og framkvæmd hans“ segir Axel. En aðalverkefnið er ávalt að halda rekstrinum í góðu horfi. Grunnkostnaður við slíkt mótshald er stöðugt að aukast. Af orðum Axels má ráða að kostnaðaraukinn haldist nokkuð í hendur við auknar kröfur og þá staðreynd að sífellt minna er um að fólk fáist til að vinna sjálfboðavinnu við slíkt mótshald eins og áður var. Því skipti miklu máli að fá sem flesta gesti til að mótið geti staðið undir sér fjárhagslega. Segir Axel að áhættan við slíkt mótshald sé vissulega u m t a l s v e r ð þar sem fasti kostnaðurinn sé orðin það mikill. Því megi velta megi fyrir sér hvort að ekki þurfi að breyta núverandi rekstrarmódeli til þess að mæta breyttum tímum. Veðrið getur haft mikil áhrif á aðsókn – Hvað ertu að reikna með miklum fjölda í aðsókn á mótinu á Gaddstaðaflötum? „Það er ómögulegt að giska á það. Aðsóknin hefur verið mjög rokkandi undanfarin ár. Síðast þegar mótið var haldið hér á Hellu árið 2008 var aðsóknin mjög góð eða um 14 þúsund manns. Landsmótið 2010 féll niður vegna hrossapestarinnar og var síðan haldið á Vindheimamelum í Skagafirði árið 2011. Þar mættu um líklega um 7-9 þúsund manns þegar mest var, en þar af voru um 6 þúsund við setningarathöfnina sjálfa. Mikill kuldi var norðanlands fyrir og við upphaf mótsins, sem eflaust hefur haft áhrif á aðsókn Úr því rættist þó með miklu blíðviðri þegar á leið. Þá komu um 10 þúsund manns á síðasta mót sem haldið var í blíðskaparveðri í Reykjavík 2012. Aðsóknin fer greinilega mikið eftir veðri og vindum,“ segir Axel. Hann er þess líka fullviss að veðrið muni leika við fólk í sumar og bæti því upp rigningartíðina sunnan- og vestanlands í fyrra. Reynum að breikka markhópinn „Auðvitað vonumst við eftir sem flestum. Þá erum við að reyna að breikka markhópinn út fyrir hestamennina sjálfa sem koma alltaf. Það eru tæplega 12 þúsund manns skráðir í hestamannafélög á landinu öllu og við teljum að það séu á milli 20 til 30 þúsund manns sem koma eitthvað að hestamennsku. Þá má hafa í huga að á þeim tíma Nýr framkvæmdastjóri vonast eftir miklum fjölda gesta á Landsmót hestamanna á Hellu í júnílok: Miklu meira en samkoma gallharðra hestaáhugamanna Axel Ómarsson, nýr framkvæmdastjóri Landsmóts hestamanna og Landssambands hestamanna. Mynd / HKr. Mynd / HKr.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.