Bændablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 3. apríl 2014 www.VBL.is REYKJAVÍK Sími: 414-0000 /// AKUREYRI Sími: 464-8600 /// www.VBL.is • 10,400 lítra. • 9,000 lítra dæla. • Dekk: Michelin 600/55 R26,5 • Fjaðrandi beisli. Til afgreiðslu Pichon haugsuga Verð kr. 3.400.000 án vsk. REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 • Drifskaft með tvöföldum hjörulið. • 6 metra 6“ barki fylgir með. • Smíðuð til að endast. • Smíðuð úr þykku gæðastáli. • Galvaniseruð að utan og innan. Noa Maskin óskar eftir: vélvirkja/verkstæðisstjóra Til að starfa við viðgerðir á traktorum og landbúnaðarvélum. Þú þarft að hafa: • Tæknilega menntun • Reynslu af vinnu á verkstæði og við landbúnaðarvélar • Góð reynsla getur jafnast á við menntun Noa Maskin getur boðið upp á: • Spennandi áskoranir • Sterka birgja með þekkt merki • Gott vinnuumhverfi • Samkeppnishæfar aðstæður • Möguleika á þróun í starfi Vegna spurning um starfið vinsamlega hafið samband við Glenn Paulsen framkvæmdastjóra í síma +47 907 73 864 eða á netfangið glenn@noamaskin.no – einnig er hægt að senda ferilskrá á netfangið eða á Noa Maskin, Riseveien 133, 8404 Sortland, Norge. Nýr kjarasamningur við starfsfólk í landbúnaði Þann 18. mars sl. undirrituðu Bændasamtök Íslands og Starfsgreinasamband Íslands nýjan kjarasamning fyrir starfsfólk sem vinnur almenn landbúnaðarstörf á bændabýlum og matráða á bændabýlum. Þá geta starfsmenn sem starfa við ferðaþjónustu í smærri stíl einnig fallið undir gildissvið samningsins, enda sé það samþykkt af hálfu viðkomandi stéttarfélags. Samningurinn hefur nú verið samþykktur að beggja hálfu. Helstu atriði hins nýja samnings er að byrjunarlaun eru nú 216.500 krónur og hækka eftir því sem starfsfólk vinnur lengur. Þá hækka laun um allt að tvo launaflokka ef starfsmaður hefur lokið námi sem nýtist í starfi. 5 eininga nám gefur einn launaflokk og 10 eininga nám gefur tvo launaflokka. Desember- og orlofsuppbót hækkar eins og í öðrum samningum og skal greitt 73.600 krónur í desemberuppbót og 39.500 krónur í orlofsuppbót. Þá skulu starfsmenn sem lokið hafa viðurkenndu námi á framhaldsskólastigi (a.m.k. 70 einingar) í búfræði, fiskeldi eða tamningum raðast í launaflokk 17. Samningsbundin yfirvinna hefst þegar lokið er umsaminni dagvinnu, 7 klst. og 25 mín. virkum vinnustundum á ofangreindu tímabili. Fyrir vinnu á laugardögum, sunnudögum og öðrum samningsbundnum frídögum greiðist yfirvinnukaup. Vinna umfram 173,33 dagvinnustundir á mánuði skal greidd með yfirvinnukaupi. Sé unnið á dögum sem skilgreindir eru sem stórhátíðardagar í aðalkjarasamningi Starfsgreinasambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins skal greiða starfsmönnum stórhátíðarkaup. Um önnur atriði varðandi laun og vinnutíma vísast á samninginn sjálfan sem er t.d. að finna á www. bondi.is, www.sgs.is og www. framsyn.is Í samningnum er sérstaklega fjallað um að gera skuli skriflega ráðningarsamninga við alla starfsmenn sem ráðnir eru samkvæmt samningi þessum, innan mánaðar frá ráðningu, enda standi ráðning þeirra lengur en einn mánuð. Breytingar á ráðningarkjörum skal staðfesta með sama hætti. Gerð ráðningarsamnings er mikilvæg og tryggir hagsmuni beggja aðila ef til ágreinings kemur. Í ráðningarsamningi skal koma fram ef sérstaklega er samið um vinnutíma, sbr. 2. gr. Þannig skal í ráðningarsamningi tilgreint og útfært sérstaklega ef um hlutavinnu er að ræða eða ef skipulag búreksturs krefst þess að samið sé um rofinn vinnutíma. Orlofs- og desemberuppbót skal greidd í samræmi við starfshlutfall starfsmanns. Sé samið um rofinn vinnutíma skerðir það ekki rétt til orlofs- og desemberuppbótar. Í Töflu 2 er að finna umsamdar hámarksfjárhæðir fyrir fæði og húsnæði þegar starfsmaðurinn býr á heimili bóndans. Laun samkvæmt launaflokki 10 eru eftirfarandi: Launa- flokkur 10 Byrjun 1 ár 3 ár 5 ár 7 ár Mánaðar- laun 216.500 218.316 220.159 222.030 223.928 Dagvinna 1.249,06 1.259,54 1.270,17 1.280,97 1.291,92 Yfirvinna 2.248.,35 2.267,21 2.286,35 2.305,78 2.325,49 Stórhátíðar- kaup 2.976,88 3.001,85 3.027,19 3.052,91 3.079,01 Fæði, kr./dag Húsnæði, kr./dag Samtals, kr./dag 18 ára og eldri 1.383 813 2.196 16–17 ára 1.072 630 1.702 15 ára 910 535 1.445 14 ára 856 503 1.359 Tafla 2 Kúabændur verðlaunaðir fyrir úrvalsmjólk Deildarfundur Norðausturdeildar Auðhumlu var haldinn í Svein- bjarnargerði á Svalbarðsströnd nýverið, en á honum voru kúabændur á svæði MS á Akureyri verðlaunaðir fyrir að framleiða úrvalsmjók á árinu 2013. Alls framleiddu 65 bændur á landinu öllu úrsvalsmjólk á árinu 2013 og þar af bjuggu 33 framleiðendur í Eyjafirði eða í Þingeyjarsýslu. Verðlaun fá þeir innleggjendur sem lögðu inn mjólk í 1. flokki A í öllum mánuðum ársins. Mörk fyrir 1. flokk A eru eftirfarandi: Beint meðaltal líftölu mánaðar þarf að vera undir 25 þús., faldmeðaltal frumutölu mánaðarins þarf að vera undir 220 þús.Engar lyfjaleifar mega finnast í mánuðinum. Faldmeðaltal frírra fitusýra þarf að vera minna eða jafnt og 1,1 mmol/l. Að öðru leyti þarf mjólk mánaðarins að standast kröfur um 1. flokk. /MÞÞ Heimavöllur ehf. Hvammi Jóhann Tryggvason Vöglum Helgi Þórsson/Beate Stormo Kristnesi Þórir Níelsson og Sara María Torfum Jóhann H Jónsson Stóra Dal Félagsbúið Bringu Bringu Félagsbúið Villingadal Villingadal Sigurgeir Pálsson Sigtúnum Hermann Ingi Gunnarsson Klauf Benjamín Baldursson Ytri Tjörnum 2 Gestur Jónmundur Jensson Efri-Dálksstöðum Pétur Friðriksson Gautsstöðum Haraldur Jónsson Dagverðareyri Þorsteinn Rútsson Þverá Sveinn Kjartan Sverrisson Melum Guðrún Marinósdóttir Búrfelli Gunnlaugur Sigurðsson Klaufabrekkum Urðarbúið Urðum Félagsbúið Böðvarsnes Böðvarsnes Karl Björnsson Veisu Haukur Þórhallsson Kambsstaöðum Vogabú ehf. Vogum Glúmur Haraldsson Hólum Sveinbjörn Þór Sigurðsson Búvöllum Arndísarstaðir ehf. Arndísarstöðum Ingvar Ketilsson Halldórsstöðum Ólafur Haraldsson Fljótsbakka Ingjaldsstaðabú ehf. Ingjaldsstöðum Flosi Gunnarsson Hrafnsstöðum Marteinn Sigurðsson Kvíabóli Baldvin Einarsson Engihlíð Sigtryggur Garðarsson Reykjavöllum Félagsbúið Laxamýri Laxamýri Eftirtaldir kúabændur og bú fengu verðlaun: Úrvalsmjólkurframleiðendur ásamt Kristínu Halldórsdóttur, mjólkurbússtjóra MS á Akureyri.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.