Bændablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 33

Bændablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 33
33Bændablaðið | Fimmtudagur 3. apríl 2014 þess að ákveðið var að setja á fót saumastofu í Ásbrú í Reykjanesbæ var að hér í Vík var ekki mögulegt að fá mikið fleira starfsfólk í framleiðsluna. Hér er einfaldlega fátt fólk og mikil samkeppni um það. Þá rákum við okkur á viðvarandi vandamál, að ef fólk vildi koma til að vinna hér var ekki nokkurt húsnæði að fá,“ bæti Örn við. Til að ráða bót á þessu hafa nokkur af stærri fyrirtækjum samfélagsins á staðnum tekið sig saman um að láta byggja tvö raðhús hér í Vík með alls tíu íbúðum. Fyrirtækin sem standa að þessu auk Icewear eru Hótel Höfðabrekka, Hótel Vík í Mýrdal og Víkurskáli. Að öllu óbreyttu hefjast framkvæmdir í maí á þessu ári en verið er að leggja lokahönd á samninga við verktaka. Opið allan sólarhringinn í sumar Upp úr miðjum maí í vor ætlar Icewear í Vík að taka upp þá nýjung að hafa verslunina opna allan sólarhringinn og verður þessi opnunartími fram undir miðjan ágúst. „Þetta er tilraun sem við höfum mikla trú á að henti okkar viðskiptavinum vel. Hér í Mýrdalnum og næsta nágrenni er mikil umferð og mikill fjöldi ferðamanna sem dvelst á hótelum á svæðinu. Við höfum orðið verulega vör við að fólk sækist í auknum mæli í það að koma til okkar á kvöldin og versla í rólegheitum. Segja má að reynsla síðustu ára hafi kennt okkur að leggja aukna áherslu á lengri og lengri kvöldopnun. Því ekki að hafa allavega opið meðan bjart er,“ segir Örn. En hvernig er næturopnunin hugsuð? „Hún er hugsuð til að mæta aukinni eftirspurn eftir kvöldverslun, opið alla nóttina er síðan tilraun til að mæla hver þörfin er. Vegna mikillar verslunar yfir daginn þurfum við að hafa eitthvert starfsfólk fram á nótt til að gera verslunina tilbúna fyrir næstu törn morguninn eftir. Því ákváðum við að stíga skrefið til fulls og nýta okkur þá starfskrafta betur og hafa opið. Þó að ekki komi nema örfáir viðskiptavinir yfir nóttina er öruggt að þeir verða almennt mjög ánægðir viðskiptavinir, þó ekki væri nema fyrir það að geta komist á snyrtingu og þegið kaffisopa.“ Flottur hópur starfsfólks Örn segir mjög gaman að stjórna Víkurprjóni þegar gengur svona vel í rekstrinum. „Jú, því er ekki að neita að það er einstaklega skemmtilegt og gefandi. Það má þó ekki gleyma því að í öllum þeim breytingum sem átt hafa sér stað hjá Icewear í Vík undanfarin ár að bak við þennan árangur er hæfur og flottur og metnaðarfullur hópur starfsfólks, sem hefur lagt á sig ómælda vinnu til að ná þessum mikla árangri. Þá er ekki hægt annað en að dást að þeirri undiröldu sem er hér í samfélaginu um að láta verkin tala. Má þar meðal annars nefna samstöðu um íbúðabyggingar til að mæta húsnæðisskorti. Nýting fyrirtækis á ljósleiðara til að koma ferðaþjónustuaðilum í Mýrdalnum framarlega í aukinni getu til að veita afburðarþjónustu. Hér nefni ég bara nokkur atriði en fyrir utan þau eru mjög margir aðilar að stækka, breyta og bæta þjónustu sína eins og Icewear í Vík hefur verið að gera með góðum árangri,“ segir rekstrarstjóri Víkurprjóns að endingu. /MHH Eldra einbýlishús sem þarfnast endurbóta. Eignarlóð rúmur hektari á einum besta stað á ströndinni með frábæru útsýni til allra átta. Draumastaður fyrir þá sem vilja vera útaf fyrir sig en samt í nálægð við höfuðborgina. Innan við 20 mín. keyrsla til Hafnarfjarðar, óskað er eftir tilboðum í eignina, uppl. í síma 866-4664. Til sölu Hellur á Vatnsleysuströnd Verslun Víkurprjóns verður opin allan sólarhringinn í sumar en það verður þá í fyrsta skipti á Íslandi sem ferðamannaverslun er opin allan sólarhringinn.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.