Bændablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. apríl 2014 Fréttir Kraftvélar kynna þjónustu sína í níu daga hringferð um landið – Opna formlega nýtt útibú á Akureyri laugardaginn 12. apríl Vélainnflytjandinn og þjónustu- fyrirtækið Kraftvélar hefur opnað útbú á Akureyri sem verður reyndar formlega opnað laugardaginn 12. apríl. Viktor Karl Ævarsson, sölustjóri Kraftvéla, segir að samhliða þessu geri Kraftvélamenn víðreist um landið til að kynna þjónustu sína. „Við förum með tvo vörubíla með tengivagna og traktora í níu daga hringferð um landið. Við munum þar kynna New Holland og Case IH dráttarvélarnar ásamt margvíslegum heyvinnslutækjum og fleiru. Í þessari hringferð munum við stoppa heilan dag á Akureyri á sama tíma og formlega opnun útibúsins fer fram. Hringferðinni mun svo ljúka þriðjudaginn 15 apríl, eða rétt fyrir páska.“ Viktor segir að sala á dráttarvélum hafi verið á ósköp eðlilegu róli það sem af er ári. Hann telur að markaðurinn sé hægt og bítandi að taka við sér á ný eftir lægð í kjölfar efnahagshrunsins 2008. „Á milli áranna 2010, 2011, 2012 og 2013 höfum við verið stöðugt að auka við okkur bæði í fjölda seldra véla og í markaðshlutdeild. Þetta er því allt í rétta átt.“ Stöðugt meiri sala í aflmeiri dráttarvélum Flaggskip Kraftvéla er óneitanlega New Holland dráttarvélarnar, en Viktor segir að Case vélarnar séu þó að koma sterkt inn í sölunni. „Það er mjög gott verð á Case vélunum og í samanburði við New Holland vélar með sama vélarafli eru Case vélarnar vissulega talsvert ódýrari. Sér í lagi þegar kemur að stærri vélunum 170 hestöfl og yfir.“ – Eru þróunin sú að dráttarvélar í íslenskum sveitum fari stækkandi? „Já, það virðist vera, og við erum til dæmis að fá þrjár vélar í apríl og maí sem allar eru yfir 170 hestöfl. Þetta eru því engar smá skessur.“ Mæta með verkstæði á hjólum beint til bænda – Hvernig gengur að þjónusta þessar stóru dráttarvélar sem oft eru með flóknum búnaði? „Við eru með 16 manns á verkstæði og nokkra fullbúna bíla sem eru verkstæði á hjólum. Við höfum verið að fara með þessa bíla vítt og breytt um landið. Við bjóðum upp á viðgerðir og smurþjónustu og komum á staðinn að ósk bænda. Þá gerum við allt sem gera þarf og lýtur að viðhaldi vélanna. Bóndinn þarf því ekki að gera annað en að rétta okkur lyklana og fá sér kaffi á meðan. Þessi þjónusta hefur verið að slá í gegn. Þá höfum við verið að taka fyrir ákveðin svæði og sendum þá bændum á svæðinu skilaboð um það í gegnum SMS. Ef þeir vilja nýta sér það þá geta þeir haft samband og fá þá viðgerðarmann á staðinn án þess að þurfa að greiða fyrir hann ferðakostnað sem getur oft verið umtalsverður. Við þessu hafa verið mjög góð viðbrögð enda eru bændur að spara sér með þessu talsverð útgjöld og um leið að fá markvissari þjónustu við viðhald vélanna,“ segir Viktor. /HKr. Kraftvélar sýndu hluta af þeim vélbúnaði sem fyrirtækið býður upp við í tengslum við Matarmarkað sem haldinn var í Hörpunnni við setningu Búnaðarþings í síðasta mánuði. Mynd / HKr. „Þetta er einstakt tæki og engu öðru líkt, ég myndi segja að það væri himnasending fyrir bændur sem og alla þá sem þurfa að kljást við klaka. Það er engin afsökun lengur að ekki sé hægt að eiga við hann,“ segir Björn Þórisson, framkvæmdastjóri hjá Frístundahúsum í Borgarbyggð sem hefur umboð fyrir finnsku tækin Raiko. Meðal tækja sem eru í boði er svonefndur ísbrjótur, en hann er sérstaklega hannaður til að brjóta ís af t.d. túnum, golfvöllum, gangstígum, þjóðvegum eða yfirleitt hvarvetna þar sem ís og klaki gera mönnum lífið leitt. Björn segir að ísbrjóturinn henti vel framan á dráttarvélar, einnig ýmsar stærri vélar og trukka, það fari allt saman eftir stærð og gerð ísbrjótsins. „Það hefur verið þó nokkuð umræða undanfarnar vikur um að klaki liggi yfir túnum og bændur óttist kal á komandi vori, þeir bíði með þá von í brjósti að málið leysist, hlýindi muni bræða klaka af túnum áður en í óefni er komið,“ segir Björn. Með því að rúlla ísbrjót um tún er hægt með fremur lítill fyrirhöfn að brjóta upp klakann áður en náttúran hefst handa við það verkefni. Björn nefnir einnig að tækið tæti ekki upp tún. Gaddarúllur brjóta upp ísinn Björn segir að ísbrjóturinn sé mjög skilvirkt tæki, sem m.a. felst í sveigjanlegum og frjálsum snúningi gaddarúllukerfis. Gaddarúllurnar brjóta upp hörð og samþjöppuð ísalög hvort heldur sem er á túnum eða vegum. Þannig bæta þeir veggrip og öryggi vegfarenda án þess að valda skemmdum á veginum að sögn Björns. Ísbrjótur með snjóplógi getur einnig losað um þéttan og harðan ís í einni ferð og þannig komið í veg fyrir umferðarteppu á meðan unnið er við hreinsun vega. Yfir sumarið má svo nýta tækið til viðhalds á malarvegum og við lagfæringar á vegum sem farið hafa illa vegna frostskemmda. Björn nefnir að hönnun tækisins sé með þeim hætti að hann er öruggur og nánast hljóðlaus og m.a. hafi hann hlotið verðlaun og viðurkenningar, m.a. frá Winter Road Congress í Finnlandi. Lítill rekstrarkostnaður „Ísbrjótinn er hægt að festa framan á dráttarvélar af öllum stærðum og gerðum, vörubíla og hjólaskóflur. Rekstrarkostnaðurinn er lítill þegar miðað er við önnur úrræði sem gripið er til þegar kemur að hálkuvörnum,“ segir Björn, en reynsla af notkun ísbrjótsins er góð, bæði í heimalandinu Finnlandi sem og víða annars staðar þar sem tækið er notað, m.a. í Evrópu, Alaska og á kom tækið sér vel í vonskuveðrum sem gengu yfir austurströnd Bandaríkjanna fyrr í vetur. /MÞÞ Finnski ísbrjóturinn sérhannaður til að brjóta upp hörð og samþjöppuð ísalög Lausn við ásókn gæsa og álfta í ræktarlönd bænda? Breskar fuglafælur taldar geta leyst vandann Mikið hefur verið rætt um vaxandi ágang álfta og gæsa í ræktarlönd bænda. Hugmyndir hafa verið uppi um að fá heimild til að skjóta þessar tegundir á ákveðnum tímum vor og haust. Skiptar skoðanir hafa verið um slíka heimild, ekki síst í ljósi þess að álftin er alfriðuð hér á landi. Hugsanlega er nú komin fram lausn á málinu sem gerir skotveiðileyfi óþarft. Fyrirtækið Portek í Englandi hefur verið að þróa og selja varnir eða fælingarbúnað vegna ágangs fugla. Kjartan Lorange hjá Veiðihúsinu Sökku ehf. flytur inn slíkan búnað og hefur samið um Kaupfélagið í Borgarnesi um að sjá um smásöluþáttinn. „Portek hefur verið að þróa fuglafælur sem duga við mismunandi skilyrði og mismunandi aðstæður. Þetta var í upphafi aðallega hugsað út af vandræðum Breta með ágang dúfna, líkt og álftir og gæsir eru hjá okkur. Það verkefni breyttist þó skyndilega eftir að menn fóru að gera sér grein fyrir því hvað þessar dúfnafælur virkuðu vel. Þá stækkaði áhrifahópurinn yfir í varnir gegn öndum, gæsum og einnig álftum,“ segir Kjartan. Fælur sem byggja á hreyfingu og flökti efnis í sterkum litum Hann segir að Portek sé með heildarlausnir í þessum málum sem muni þó ekki allir standa Íslendingum til boða eins og varnir með flugeldum. Hins vegar sé hægt að bjóða upp á flugdreka, vindrellur og fleira sem byggja upp á hreyfingu marglitrar speglunar af vörnunum sem hræða fuglana. Telur Kjartan að slíkt ætti líka að duga á Íslandi. „Þeir nota sambland af áberandi litum, gulum, svörtum og rauðum auk málmglitrandi flata. Þetta hefur gefið góða raun og gæti verið ágæt lausn hér heim í stað þess að þurfa að drepa þessa fugla. Þá settum við það í hendur fagaðila hjá Kaupfélagi Borgfirðinga, sem er í góðum tengslum við bændur, að sjá um söluna á þessu fyrir okkur.“ Kjartan segir að þegar hafi verið gerð tilraun með slíkar varnir í Borgarfirði samkvæmt leiðbeiningum og ráðgjöf frá framleiðanda. „Við settum svona búnað upp á einni jörð í Borgarfirði þar sem vorfugl var byrjaður að safnast upp í síðustu viku. Maður varð strax var við mikil áhrif.“ /HKr. Fuglafælur að hætti breska fyrirtækisins Portek. Hér er um ógnvekjandi Hér er skrautleg rella sem hægt er að stinga niður í jarðveginn. og samþjöppuð ísalög bæði á túnum og vegum. Ísbrjóturinn hentar vel framan á dráttarvélar. Ísbrjótana má setja á vörubíla jafnt og dráttarvélar og aðrar vinnuvélar. REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 www.VBL.is REYKJAVÍK Sími: 414-0000 /// AKUREYRI Sími: 464-8600 /// www.VBL.is BREVIGLIERI – Jarðtætarar Gerð Stærð Útbúnaður Þyngd B123v 230 cm Sléttunarhleri 800 kg B123v 250cm Sléttunarhleri 850 kg B123v 280cm Jöfnunarvals 1200 kg B123v 300cm Sléttunarhleri 950 kg BREVIGLIERI – Pinnatætari Gerð Stærð Útbúnaður Þyngd Mek 170 350 Jöfnunarvals (50 cm), 2 hraða 1650 kg

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.