Bændablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 28

Bændablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 28
28 Bændablaðið | Fimmtudagur 3. apríl 2014 Lykilatriði að bændur og ráðunautar séu samstíga – Segir norski fóðurfræðingurinn Jon Kristian Sommerseth Norskur fóðurfræðingur, Jon Kristian Sommerseth, sótti Íslandi heim á dögunum á vegum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML). Jon Kristian er 31 árs, fæddur og uppalinn á kúabúi í Kjeldebotn í Ofoten í Norður-Noregi og starfar sem fóðurráðgjafi hjá mjólkursamlaginu TINE í Noregi. Hann dvaldi hér í viku og ferðast um landið með íslenskum fóðurráðunautum, heimsótti bændur og hélt erindi á bændafundum á Norður- og Suðurlandi. Þá vann hann einnig við fóðurráðgjöf og útreikninga með ráðunautum RML jafnframt því sem hann miðlaði af reynslu sinni til þeirra. Í Noregi er mjólk framleidd um landið allt, á um 9.000 kúabúum sem hvert um sig telur að meðaltali 24 árskýr. Meðalframleiðsla var árið 2013 7.764 kíló. Á síðustu 25 árum hefur kúabúum fækkað um 60 prósent og á sama tíma hefur framleiðsla dregist saman um 8 til 9 prósent að sögn Jons Kristians. Margt er líkt með kúabúskapnum í Noregi og á Íslandi að mati Jons Kristians. „Fjós og önnur útihús eru allt frá því að vera af nýjustu og bestu gerð og til hefðbundnari eldri fjósa. Þeir bændur sem ég ræddi við hér á landi virtust mjög áhugasamir um hvað hægt væri að gera til að auka efnainnihald mjólkur, einkum fituþáttinn. Það kom mér nokkuð á óvart að heyra hversu ólíkar skoðanir bændur hafa varðandi forþurrkun á heyi en í Noregi er óalgengt að þurrefnishlutfall fari yfir 40 prósent í rúllum. Annars var gaman að sjá svona mörg ólík litaafbrigði fyrir ráðunaut sem sér nánast eingöngu rauðar og svartar kýr, með hvítu í.“ Leggja þarf áherslu á gott gróffóður Íslenskir kúabændur eru um þessar mundir í svipaðri stöðu og norskir starfsbræður þeirra fyrir um tveimur árum síðan, það er að eftirspurn eftir fituríkum mjólkurvörum hefur rokið upp, framleiðsla hefur dregist nokkuð saman og bændur eru nú að leita leiða til að auka framleiðsluna á nýjan leik. Jon Kristian segir að mikilvægt að bændur nýti sér ráðgjöf til að ná sem bestum árangri í þeim efnum. „Hvað varðar stöðuna varðandi vöntun á fituhluta mjólkur vil ég nefna að það er mjög mikilvægt að leggja áherslu á vinnubrögð og skipulag í fjósum. Kýrnar þurfa að hafa aðgang að góðu gróffóðri með góðum meltanleika og gjarnan háu innihaldi sykra. Bændur ættu að leggja áherslu á að afla slíks gróffóðurs yfir sumarið. Magn og samsetning kjarnfóðurs þarf svo að miða við gæði gróffóðursins til að fá sem besta blöndu fóðurs í samræmi við þau markmið sem bændur setja sér í sinni framleiðslu. Mikill hluti mjólkurfitu á uppruna sinn í vömbinni svo ég ráðlegg bændum að leggja áherslu á góða virkni í vambarstarfsemi kúa, því æskilegt sýrustig og bakteríustig í vömb er grundvallaratriði varðandi aukna fituframleiðslu. Svo verða bændur að hafa í huga að kálfar eru framtíðarmjólkurkýr svo það er mikilvægt að umhverfi þeirra og aðbúnaður sé sem allra bestur. Ráðunautar Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins eru vel í stakk búnir til að veita bændum ráðgjöf hvað þessi atriði varðar og ég hvet kúabændur til að nýta ráðgjafarþjónustuna.“ Bjóða upp á ráðgjafarpakka fyrir norska bændur Mikilvægt er að ráðunauta hlusti á bændur og mæti þörfum þeirra um ráðgjöf að mati Jons Kristians. Séu bóndi og ráðunautur ekki samstíga varðandi þau markmið sem á að ná muni árangur ekki nást. „Það er algjört lykilatriði fyrir ráðunauta að vera samstíga bændum varðandi þau markmið sem þeir vilja ná. Það verður að vera sameiginlegur skilningur milli ráðunauts og bónda um hvaða hindranir eru í veginum og til hvaða aðgerða þarf að grípa. Á síðustu árum höfum við boðið bændum ákveðna ráðgjafarpakka þar sem menn geta valið um umfang ráðgjafarinnar. Það geta til dæmis verið 20 til 40 tímar í ráðgjöf yfir árið sem innihalda 2 til 3 heimsóknir í fjós, útreikninga á gróffóðurstöðu og þörf á kjarnfóðurgjöf, eftirfylgni og almenna ráðgjöf. Ef mjaltaþjónn er í fjósinu getum við tengst tölvukerfi fjóssins og fylgst með stöðu mála jafn óðum. Þá getum við í raun gert breytingar og stillt hlutina af frá skrifstofunni. Margir bændur eru afar ánægðir með hvernig við fylgjumst með og getum gripið inn í strax.“ Mikilvægt að fara á vettvang Jon Kristian segir að honum hafi litist vel á það sem hann sá til íslensku ráðunautanna í heimsókn sinni. Hann undirstrikar mikilvægi þess að ráðunautar fari á vettvang, hitti bændur og kynni sér aðstöðu á hverjum bæ. „Ég fékk þá tilfinningu að ráðunautar Ráðgjafar- miðstöðvarinnar séu vel menntaðir og mjög áhugasamir um að aðstoða bændur. Að mínu mati er mjög mikilvægt að ráðunautar fari í fjós og skoði gripi, fóður og vinnulag. Það er hægt að gera mjög góða hluti með mismunandi tölvuforritum en eins og í öllu öðru þá fara niðurstöður ráðgjafar algjörlega eftir því hvaða forsendur menn setja sér. Ef menn ætla til dæmis að gera fóðuráætlun með NorFor er mikilvægt að vita þyngd gripa. Þá er mikilvægt að gróffóðurátið sé eins mikið og hægt er. Ég skil það svo að nú standi yfir rannsókn á Stóra-Ármóti þar sem verið er að rannsaka gróffóðurát íslenskra kúa. Sú rannsókn gæti orðið mikilvæg til að gera áætlanagerð nákvæmari.“ Búum mun fækka og þau stækka Hvað varðar framtíðarþróun í norskri mjólkurframleiðslu telur Jon Kristian að svipuð þróun verði þar á næstu árum og verið hefur síðustu ár, ekki ósvipað því sem hefur gerst hér á landi. „Það er þó ekkert öruggt í þessum efnum í ljósi þess að ekki er búið að ganga frá búvörusamningi í Noregi fyrir þetta ár. Þess vegna er ekki hægt að spá fyrir um í hvaða átt ný ríkisstjórn hyggst fara varðandi landbúnaðinn. Ef ég ætti að spá fyrir um framtíðina myndi ég ætla að þróunin verði áfram sú að kúabændum haldi áfram að fækka, þó ekki með sama hraða og verið hefur, og að kúnum muni fjölga á hverju búi að meðaltali. Með því ætti að vera hægt að halda svipaðri mjólkurframleiðslu og verið hefur.“ Sérhæfð ráðgjöf í samkeppni Þróunin í norsku ráðgjafar- þjónustunni hefur verið í átt að sérhæfðari ráðgjöf. Þá er all nokkur samkeppni komin á í norskri ráðgjafarþjónustu. „Það á við um alla þætti, til að mynda fóðrun, mjólkurgæði, heilsu, tækni, hagfræðiþjónustu og svo framvegis. Þá er ráðgjöfin í meira og meira mæli orðin fjármögnuð með notendagjöldum. Hversu mikil samkeppni er í ráðgjafarþjónustu í norskum landbúnaði ræðst að miklu leyti af því hvar bændur búa. Jaðarinn (n. Jæren), sem er í suðvestur Noregi og þar sem ég starfa, er líklega það svæði þar sem mest samkeppni ríkir. Fyrir utan TINE eru fleiri Það er mikilvægt að ráðunautar fari á vettvang og skoði aðstöðu, vinnulag og gripi, að mati Jons Kristians Sommerseth, fóðurráðunauts hjá TINE í Noregi. Hitaveitu & gasskápar Blikksmiðjan Vík ehf / Skemmuvegur 42, 200 Kópavogi / kt. 4309850279 / Sími: 557-1555 / blikkvik@blikkvik.is fyrir sumarbústaði og heimili Gæði • Þjónusta • Öryggi Hitaveituskápar Við sérsmíðum og eigum líka hitaveitukassa á lager. Einnig smíðum við mikið af kössum á kerrur, bíla ofl. Fáanlegir í mörgum litum. Gasskápar Eigum gasskápa á lager. Læsanlegir og smíðaðir úr áli. Láttu ekki stela af þér kútunum!

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.