Bændablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 21
21Bændablaðið | Fimmtudagur 3. apríl 2014
sem mótshaldið fer fram verður
fjöldi erlendra ferðamanna staddur
á Íslandi auk innlendra ferðamanna
sem eru á svæðinu. Við reynum
auðvitað að ná til þessara hópa líka.
Ef við horfum til framtíðar þá þurfum
við að breikka markhópinn langt út
fyrir þessa gallhörðu hestamenn.“
Miklu meira en samkoma
gallharðra hestaáhugamanna
„Við þurfum auðvitað að líta á
Landsmót hestamanna eins og
stórviðburð sem það er orðið í dag.
Mótshaldið býður upp á marga sömu
þætti og aðrir stærri viðburðir, og
getur t.d. höfðað til fjölskyldna á
ferðalagi sem áhugaverður staður til
þess að koma við á leiðinni í fríið.
Því ætti að vera hægt að gera mun
meira úr þessu. Landsmótið gæti
því orðið miklu meira en samkoma
gallharðra hestaáhugamanna.
Fjölbreytnin í þjónustu í kringum
þessi mót hefur líka stöðugt verið að
aukast. Á Hellu verður boðið er upp
á margvíslega sölubása og fjölbreytta
veitingaþjónustu. Þá fer stöðugt
fjölgandi þeim sem vilja bjóða slíka
þjónustu á svæðinu og við erum að
bæta enn frekar við þá aðstöðu sem
boðið verður upp á. Einnig verður
viðamikil skemmtidagskrá, svo
þarna ætti því að geta orðið líflegur
„sveitafílingur“ sem vekja mun
áhuga margra.“
Hagur fyrir alla á svæðinu
Axel segir að náið verði unnið með
sveitarfélögum á svæðinu og öllum
aðilum sem hagsmuni hafa af verslun
og þjónustu í byggðarlaginu. Þannig
eigi allir íbúar svæðisins að hafa hag
af þessu mótshaldi vegna aukinnar
veltu í samfélaginu.
Þekkir vel til í greininni
Axel er ekki ókunnugur hesta-
mennskunni. Hann hefur verið
áhugamaður um íslenska hestinn
um árabil og hefur áður starfað
að félagsmálum sem tengjast
hestamennsku, meðal annars sem
varaformaður Hestamannafélagsins
Harðar og landsþingsfulltrúi. Axel
kom einnig mikið að útflutningi á
íslenskum hestum á árunum 1993-
1999 og hefur mikla reynslu af
markaðsmálum tengdum íslenska
hestinum, fyrirtækjarekstri og
félagsmálum. Axel var einnig
hrossabóndi á Vindhóli í Mosfellsdal
um nokkurra ára skeið.
Í sveit hjá Jóni í Götu og vel
kunnugur svæðinu.
„Það má geta þess að ég var í sveit
hjá Jóni í Götu í þrjú sumur frá 13
ára aldri og kom þá að því að byggja
félagsheimilið á Gaddstaðaflötum á
árunum 1978-1979. Jón sendi mig
sem sinn vinnumann og framlag til
byggingar húss Geysis. Þá voru menn
að halda mót þarna á Rangárbökkum
og þar hefur verið byggt upp jafnt
og þétt síðan.“ Jón sá hversu mikinn
áhuga ég hafði á hestamennsku og
hvatti mig áfram. Annað sumarið
mitt hjá honum borgaði hann mér 4
vetra fola í laun, tonn af heyi fyrir
veturinn og peninga upp í leigu á
plássi í Víðidalnum.
Jón þessi var Guðnason,
búfræðingur frá Hólum og mikill
framámaður um hrossarækt og því
er vel þekktur meðal hestamanna.
Hann var m.a. áhrifamaður í
hestamannafélaginu Geysi. Hann
var stórbóndi og átti Götu sem var
kúabú með talsvert af sauðfé og
einnig mikið að hrossum. Gata lá að
Hvolsvelli og sameinaði Jón hluta úr
þremur búum við Götu, þ.e. Eystri-
Garðsauka, Brúnir og Ormsvöll. Jón
lést árið 1991.
Axel leitaði aftur á Rangár-
bakkasvæðið 1998 þegar að hann
hóf að byggja Hótel Rangá ásamt
Sigurbirni Bárðarsyni. Hótel Rangá
er flestum landsmönnum orðið
vel kunnugt undir stjórn Friðriks
Pálssonar undanfarin ár, en Axel og
Sigurbjörn byggðu hótelið og ráku
í byrjun.
„Á þessum árum fórum við með
erlenda gesti í stuttar ferðir meðfram
Rangánni. Rangárbakkarnir eru
hreint ævintýri fyrir útlendinga til
þess að upplifa íslenska hestinn,“
segir Axel.
Kröfurnar aukast stöðugt
„Ég man eftir að hafa farið á mitt
fyrsta landsmót á Gaddstaðaflötum
1994. Þá fannst manni þetta orðið
gríðarlega umfangsmikið, en
það hefur mikið stækkað síðan.
Alltaf bætist við vellina og alltaf
er verið að gera meiri kröfur um
hreinlætismál, rafmagn, ljósleiðara,
fjarskiptasamband fyrir alla,
sjónvarpsupptökur, útsendingar og
fleira. Það er ekkert sjálfgefið að
yfir 10 þúsund manns nái GSM-
símasambandi samtímis á svona
stað. Það þarf því að hafa fyrir þeim
hlutum og að því erum við að vinna
með Símanum. Þá má nefna „appið“
sem komið er til að vera. Í gegnum
slíkt forrit á fólk að geta fengið allar
upplýsingar um það sem er að gerast
á svæðinu í rauntíma. Þar munu
upplýsingar um mótsskrá, einkunnir
og fleira flæða inn í appið eins og
fólk kynntist á mótinu í Reykjavík.
Það sem þótti gott fyrir 20 árum
dugar ekki í dag. Tækniþátturinn við
mótshaldið er því orðinn gríðarlega
mikill og kostnaðurinn í takt við
það,“ segir Axel.
Hann stefnir á að aðgangseyrir
nái að brúa kostnaðinn auk tekna
sem fást af auglýsingasölu og leigu
á aðstöðu. /HKr
Síðasta Landsmót hestamanna var sett í blíðskaparveðri í Víðidal í Reykjavík sumarið 2012. Mynd / HKr.
Axel þekkir vel til á Rangárbökkum,
hvort heldur er í hestamennsku eða
ferðaþjónustu.
MEST SELDU
LANDBÚNAÐARDEKKIN
Í ÞÝSKALANDI!
www.solning.is
Gerðu verð- og gæðasamanburð. Það er ekki að ástæðulausu að BKT eru mest
seldu landbúnaðardekkin í þýskalandi, en þjóðverjar eru þekktir fyrir að vilja
mikil gæði á sanngjörnu verði
Húsavík | Bílaþjónustan ehf | Garðarsbraut 52 - 464-1122
Ísafjörður | Bílaverið ehf | Sindragötu 14 - 456-3501
Borgarnes | Bifreiðaþjónusta Harðar | Borgarbraut 55 - 437-1192
Sauðarkrókur | Hjólbarðaþjónusta Harðar | Borgartúni 6b - 453-6474
Stykkishólmur | Dekk og Smur | Nesvegi 5 - 438-1385
Kirkjubæjarklaustur | Bílaverkstæðið | Iðjuvellir 5 - 487-4630
Vík í Mýrdal | Framrás ehf | Smiðjuvegi 17 - 487 1330
Hveragerði | Bílaverkstæði Jóhanns | Austurmörk 13 - 483-4299
Hvolsvölur | Hvolsdekk | Hlíðarvegi 2-4 - 487 5995
Hella | Varahlutaverslun Björns | Lyngási 5 - 487 5995
Ólafsvík | Dekkjaverkstæði G.Hansen | 436-1111
Hvammstangi | Kaupfélag V-Húnvetning | Strandgötu 1 - 455-2325
Ólafsfjörður | Múlatindur | Múlavegi - 466 2194
Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj
Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2
Einstök gæði - góð ending - Gott verð
Söluaðilar á landsbyggðinni:
Sími: 544-5000