Bændablaðið - 03.04.2014, Blaðsíða 31
31Bændablaðið | Fimmtudagur 3. apríl 2014
Verkefna-og rannsóknarsjóður Fljótsdalshrepps og Landsbankans
Verkefna-og rannsóknarsjóður Fljótsdalshrepps og Landsbankans
auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum árið 2014.
Veittir verða tveir aðalstyrkir kr. 300.000,- og einn verkefnastyrkur kr. 100.000,-.
Sjóðsstjórn getur ákveðið þegar umsóknir liggja fyrir að eingöngu verði veittir
styrkir til aðalverkefna ársins og hækka þá þær styrkupphæðir í kr. 350.000.
Heimilt er að fella úthlutun ársins niður telji sjóðstjórn engar umsóknir hæfar.
Úthlutað er til verkefna sem tengjast Fljótsdalshreppi, eða verkefna er sjóðsstjórn
telur að nýtast muni sveitarfélaginu. Háskólanemar með lögheimili í Fljóts-
dalshreppi er sækja um fyrir verkefni sem metin eru hæf af sjóðsstjórn, hafa
forgang umfram aðra umsækjendur.
Umsóknum skal skila á skrifstofu Fljótsdalshrepps, Végarði, 701 Egilsstaðir, fyrir
23. apríl, eða á netfangið fljotsdalshreppur@fljotsdalur.is. Nánari upplýsingar og
umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Fljótsdalshrepps www.fljotsdalur.is
Aðalfundur Beint frá býli 2014
Verður haldinn að Efstadal II, Bláskógabyggð,
laugardaginn 12. apríl 2014,
kl. 13.30 – 18.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf
2. Erindi: Borgar sig að stunda heimavinnslu
landbúnaðarafurða á Íslandi ? Þórarinn E. Sveinsson
3. Erindi: Eru lítil/færanleg sláturhús raunhæfur
valkostur? Jón Trausti Kárason.
4. Erindi: Dýravelferð? Sjónarmið neytenda. Velbú, Íris
Ólafsdóttir
Stjórn Beint frá býli hvetur félagsmenn og áhugamenn um
heimavinnslu til að mæta.
Nýir félagar og allir áhugamenn um
heimavinnslu boðnir velkomnir.
Stjórn BFB
Plast, miðar og tæki ehf. S. 567 8888
Krókhálsi 1 110 Reykjavík www.pmt.is
TURBOCHEF OFN
SEM ER ENGUM ÖÐRUM LÍKUR!
Bjóðum notaðan
C3 og Tornado ofna
á góðum greiðslu-
skilmálum.
Ekki missa af þessum!
Bústjóri á sauðfjárbú
Leitum að öflugum einstaklingi/pari til starfa á
sauðfjárbú í Dalasýslu. Um er að ræða fullt starf
á sauðfjárbúi með 1.250 fjár og 25 geldneyti.
Aðstaða er góð, fjárhús með gjafagrindum og
góðri sauðburðaraðstöðu. Sauðfjárbúið er stað-
sett á Lambeyrum í Dalasýslu sem eru 20 km frá
Búðardal en þar er verslun, leikskóli, grunnskóli
auk þess sem nýlega er hafin dreifnámskennsla
á framhaldsskólastigi.
Starfs- og ábyrgðarsvið: Allt sem við kemur da-
glegum rekstri á sauðfjárbúi, svo sem vinna við
gjafir, sauðburð, skýrsluhald, sæðingar, smalam-
ennskur o.fl. Auk þess þarf viðkomandi að sjá um
ýmislegt viðhald á útihúsum, vinnu við heyskap,
skítmokstur , viðhald girðinga o.fl.
Hæfniskröfur: Reynsla af landbúnaðarstörfum
og dráttarvélavinnu. Frumkvæði, sjálfstæði og
skipulögð vinnubrögð. Sveigjanlegur vinnutími
með miklu vinnuálagi á ákveðnum árstímum.
Menntunarskilyrði: Ekki eru gerðar sérstakar
menntunarkröfur hinsvegar er jákvætt ef viðko-
mandi hefur menntun á sviði landbúnaðar.
Launakjör, vinnutími og húsnæðismál: Vinnutí-
mi er breytilegur með miklu álagi á ákveðnum
árstímum. Launakjör samkvæmt samkomulagi
en miðað er við föst mánaðarleg laun. Afnot af
góðu og nýlega byggðu einbýlishúsi með 4 sve-
fnherbergjum getur verið hluti af launakjörum.
Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst
en það er þó samkomulagsatriði.
Umsóknarfrestur og nánari upplýsingar: Um-
sóknarfrestur er til 1. maí 2014 og skulu umsóknir
sendar skriflega á lambeyrar@simnet.is. Nánari
upplýsingar veitir Daði Einarsson í síma 863-7702
Möðrudalur:
Upplýsinga-
miðstöð
Bæjarráð Norðurþings telur
sér ekki fært að verða við erindi
um aðkomu að uppbyggingu og
rekstri upplýsingamiðstöðvar í
Möðrudal.
Þjóðgarðsvörður á Austursvæði
Vatnajökulsþjóðgarðs sendi
ráðinu erindið, en því kemur fram
að gert sé ráð fyrir uppbyggingu
upplýsingamiðstöðvar í
Möðrudal á Fjöllum í samstarfi
við ferðaþjónustuaðila. Jafn-
framt segir í áætluninni að
ein af aðalaðkomuleiðum að
þjóðgarðinum sé frá Möðrudal.
Fram kemur í fundargerð
að á síðasta ári hafi verið
samþykkt umtalsverð stækkun
á Austursvæði Vatnajökuls-
þjóðgarðs þegar Krepputunga
var friðlýst. Svæðið er 678
ferkílómetrar og liggur á
milli Jökulsár á Fjöllum og
Kreppu. Innan þess eru m.a.
Kverkfjallarani, Hvannalindir
og Kreppusporður. Þetta svæði
liggur næst Möðrudal og eru
aðeins tæpir 40 km frá Möðrudal
og inn að þjóðgarðsmörkum í
Krepputungu.
Möðrudalur hefur vaxið
gríðarlega sem viðkomustaður
ferðamanna síðasta áratuginn.
Mikilvægi staðarins til
upplýsingagjafar til ferðamanna
er því augljós. Ekki einvörðungu
hvað varðar þjóðgarðinn heldur
ekki síður fyrir svæðin austan og
norðan við þessa hálendisvin.
Fram kemur að með
erindinu sé óskað eftir afstöðu
sveitarfélaga til þátttöku vegna
þessa verkefnis og ef til kæmi yrði
gerður samningur til nokkurra
ára á milli Vatnajökulsþjóðgarðs,
sveitarfélaganna og Fjalla-dýrðar
ehf. um rekstur upplýsinga-
miðstöðvarinnar.