Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 2
2 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. maí 2014 Búast má við að eftirspurn eftir mjólk aukist um 20 milljón lítra á næstu sex árum og miðað við svipaða þróun og verið hefur í mjólkurframleiðslu hér á landi síðustu ár mun vanta 20 milljónir lítra upp á að framleiðslan anni eftirspurn árið 2020. Þá eru mörg fjós í landinu orðin gömul og munu úreldast á næstu árum. Ef mat á úreldingarhraða þeirra stenst má gera ráð fyrir að á milli 6.000 og 6.500 básar verði horfnir úr notkun árið 2026. Því er ljóst að mikillar uppbyggingar er þörf á næstum árum, bæði til að koma í stað þeirra bása sem hverfa úr notkun og einnig ef takast á að auka mjólkurframleiðslu í landinu. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu ráðgjafarfyrirtækisins Alta, sem gerð var fyrir Bændasamtök Íslands og Landssamband kúabænda. Í skýrslunni er reynt að varpa ljósi á þau tækifæri og þær takmarkanir sem íslenskir kúabændur standa frammi fyrir varðandi aukna mjólkurframleiðslu. Mikil tækifæri en einnig takmarkandi þættir Búast má við að eftirspurn eftir mjólk aukist um 20 milljón lítra á næstu sex árum, bæði vegna aukinnar neyslu innanlands sem og vegna fjölgunar ferðamanna. Framleiðslukvóti ársins í ár var ákveðinn 123 milljónir lítra en samkvæmt spám er búist við að eftirspurn verði 126 milljónir lítra. Gefið hefur verið út að greitt verði fullt afurðastöðvaverð fyrir alla mjólk, bæði á yfirstandandi ári, sem og á næsta ári. Árið 2020 verður eftirspurn eftir mjólk orðin 146 milljónir lítra samkvæmt spá Mjólkursamsölunnar. Til þess að ná að anna þeirri eftirspurn þarf að ráðast í róttækar aðgerðir í mjólkurframleiðslu. Það eru því gríðarleg tækifæri til staðar en jafnframt mörg ljón í veginum. Guðný Helga Björnsdóttir, varaformaður stjórnar Lands- sambands kúabænda, meðlimur í fagráði í nautgriparækt og stjórnarmaður í stjórn Bændasamtaka Íslands segir skýrsluna mikilvægt plagg til framtíðar stefnumörkunar innan greinarinnar. Þá sé hún ekki síður gagnleg fyrir kúabændur til að styðjast við í uppbyggingu á sínum búum. Fjölga kúm, auka nyt og byggja fjós Samkvæmt greiningu Alta eru einkum þrír þættir sem vinna þarf að til að auka mjólkurframleiðslu á næstu árum. Þeir eru fjölgun í kúastofninum, aukin meðalnyt og uppbygging fjósa. Fjölgun í stofninum næst með því að auka meðalendingu mjólkurkúa og með því að fyrstakálfs kvígur beri fyrr. Til að auka meðalnyt þarf að bæta fóðrun og aðbúnað, bæði kúnna sjálfra sem og í uppeldi. Þá hafa kynbætur áhrif á afurðamagn og til þess að ná þeim fram þarf að auka notkun sæðinganauta. Varðandi uppbyggingu fjósa er ljóst að til þess að af slíkri uppbyggingu geti orðið þarf að koma til lánsfjármagn í umtalsverðu mæli næstu ár. Þá er mikilvægt að fjós sem ekki eru fullnýtt í dag verði nýtt til fullnustu. Auka þarf endingu mjólkurkúa Til að stækka kúastofninn í landinu og færa hann úr þeim jafnvægisfasa sem hann hefur verið í þarf þrennt að koma til. Í fyrsta lagi þarf að seinka slátrun á mjólkurkúm, í öðru lagi þarf að sæða kvígur fyrr og þriðja lagi þarf að setja flesta eða alla kvígukálfa sem fæðast á. Í skýrslu Alta kemur fram að fyrir hverja 100 daga sem meðalending mjólkurkúa myndi aukast næðist 3,3 prósenta vöxtur í stofninum. Út frá fyrirliggjandi gögnum er ljóst að óhjákvæmilegt er að slátra 2/3 hluta þeirra kúa sem slátrað er, til að mynda vegna veikinda eða slysa. Eftir stendur því 1/3 hluti sem hægt væri að láta lifa lengur en þeim kúm er slátrað af ýmsum orsökum, svo sem vegna lélegra afurða, vegna galla í mjöltum, vegna spena og júgurgalla auk annars. Guðný Helga segir að það að auka endingartíma stofnsins með því að halda lengur í þessa gripi sé að sumu leyti tvíbent. „Það hefur líklega áhrif á meðalnytina sökum þess ástæða þess að mörgum þessa kúa er einmitt litlar afurðir, hvort sem er vegna erfða, hás aldurs eða annarra orsaka. Þá má ekki heldur líta framhjá því að í sumum tilfellum er um að ræða gripi sem eru erfiðir í mjöltum eða umgengni og geta aukið vinnuálag í fjósum. Þá henta sumir þessara gripa alls ekki í fjósum þar sem eru mjaltaþjónar, til dæmis kýr sem eru með júgurgalla. Það er auðvitað hugsanlegt að menn láti frá sér slíka gripi í önnur fjós þar sem eru til dæmis mjaltabásar og hægt að mjólka erfiða gripi. Við höfum heyrt um að slíkt hafi verið gert.“ Aðbúnaður lykilatriði Varðandi það að sæða fyrr kvígur er bent á í skýrslunni að meðalaldur við fyrsta burð sé nú 2,48 ár. Væri burði flýtt um um það bil fimm og hálfan mánuð myndi kúastofninn vaxa um 1,36 prósent milli ára. Guðný segir að fagráð í nautgriparækt hafi um langt skeið lagt áherslu á að flýta sæðingum fyrsta kálfs kvíga. „Það þýðir hins vegar að því samhengi verða menn að byrja frá grunni, alveg frá því að kálfurinn fæðist, með góðum aðbúnaði og góðri fóðrun. Það er mikilvægt að bændur komi sér upp góðri uppeldisaðstöðu eða jafnvel að senda frá sér kvígur á svokölluð kvíguhótel sem hefur verið kannað hvort ástæða sé til að koma upp.“ Hvað varðar það að setja á allar kvígur sem fæðast segir Guðný að hún telji að miðað við þá miklu eftirspurn sem verið hefur og að greitt sé fullt verð fyrir alla umframmjólk þá hljóti að vera afar lítið um að kvígukálfum sé lógað í dag. Fjöldi fjósa að úreldast Í skýrslu Alta er jafnframt farið yfir þær forsendur sem fyrir hendi þurfa að vera varðandi fjölda bása í fjósum til að hægt sé að auka mjólkurframleiðsluna. Vísað er í könnun Landssambands kúabænda frá því í febrúar síðastliðnum um framleiðsluaðstöðu. Miðað við þær forsendur sem gefnar eru komast skýrsluhöfundar að því að ríflega 1.800 básar séu vannýttir í fjósum landsins. Þó er tekið fram að um grófar áætlanir sé að ræða. Þá er vísað í mat Baldurs Helga Benjamínssonar framkvæmdastjóra Landssambandsins á úreldingarhraða eldri fjósa. Að mati Baldurs má gera ráð fyrir að úreldingarhraði fjósa sem byggð eru fyrir 1960 verði 15 prósent á ári og þau verði því öll fallin út árið 2020. Ef sú spá rætist þýðir það endurnýjunarþörf um 432 bása á ári næstu sex ár ef halda á í óbreyttan básafjölda. Þá er gert fáð fyrir að frá og með árinu 2020 falli 15 prósent fjósa sem byggð eru á árunum 1960 til 1970 út á ári. Það þýðir endurnýjunarþörf upp á 650 bása á hverju ári. Ef þetta mat gengi eftir yrðu því 6.492 básar komnir úr notkun eftir 12 ár. Rétt er að taka fram að þessar tölur eru háðar mörgum utanaðkomandi þáttum, svo sem viðhaldi og endurnýjun og því einungis um mat að ræða. Fjármálastofnunum kynnt tækifæri í mjólkurframleiðslu Guðný segir að ekki sé ólíklegt að þeir básar sem vannýttir voru í fjósum þegar könnun Landssambandsins var gerð séu nú nýttir í meiri mæli. „Það er samt ljóst að við stöndum frammi fyrir því að þörf er á talsverðri uppbyggingu, bæði vegna þeirra fjósa sem úreldast á næstu árum en eins til að ná þeim aukna básafjölda sem þörf er á til að geta fjölgað kúm og aukið framleiðslu.“ Guðný Helga segir að um þessar mundir séu fulltrúar Landssambands kúabænda að funda með fulltrúum fjármálastofnana og kynna þeim stöðuna í greininni, til að sýna fram á þau miklu tækifæri sem felast í aukinni eftirspurn. Bændur þurfa að nýta sér ráðgjöf Varðandi aukna nyt í kúm er í skýrslunni bent á til þess að ná henni fram þurfi að koma til bætt og markviss fóðrun, bættur aðbúnaður, bætt ræktun og kynbætur. Aukin nyt geti þó haft ókosti sem hver bóndi þurfi að vega og meta, til að mynda sé júgurbólga algengari hjá afurðaháum kúm og neikvætt samband sé á milli aukinnar nytar og efnainnihalds. Guðný Helga bendir aftur á að með því að auka endingartíma kúa geti meðalnyt lækkað. „Þá er líka alveg spurning hvaða svigrúm þeir bændur sem eru með afurðaháar kýr hafa til að auka meðalnyt hjá sér. Hins vegar hljóta að vera tækifæri hjá ýmsum bændum til að auka meðalnyt hjá sér. Númer eitt, tvö og þrjú hjá bændum núna tel ég vera að þeir sæki sér ráðgjöf, hvort heldur sem er varðandi ræktun, fóðrun, aðbúnað, vinnulag, kynbætur eða hvað sem vera kann. Með faglegri ráðgjöf er hægt að ná árangri í þessum efnum og það ættu bændur að nýta sér.“ Ein sviðsmynd af þremur sýnir vöxt umfram eftirspurn Í skýrslu Alta er brugðið upp þremur sviðsmyndum, lágspá, miðspá og háspá. Í lágspánni er gert ráð fyrir að meðalending kúa aukist um 20 daga en meðalnyt og básafjöldi standi í stað. Miðað við þá spá verður 20 milljóna lítra vöntun á mjólk árið 2020. Miðspáin gerir ráð fyrir að meðalendinga kúa aukist um 50 daga, meðalnyt vaxi um 1 prósent á ári og básum í fjósum landsins fjölgi um 100 á ári. Árið 2020 mun þó enn vanta 4 milljónir lítra upp á að framleiðsla anni eftirspurn ef spá þar um gengur eftir. Háspáin er eina sviðsmyndin þar sem næst að anna eftirspurn eftir mjólk og vel það. Í henni er gert ráð fyrir að meðalending kúa aukist um 80 daga, meðalnyt vaxi um 2 prósent á ári og básum fjölgi um 200 á ári. Gangi sviðsmyndin eftir yrði mjólkurframleiðsla orðin 153 milljónir lítra árið 2020 sem er 7 milljónum lítra yfir eftirspurnarspánni. Spurð hvort hún sé bjartsýn á að náist að uppfylla háspána er Guðný Helga á báðum áttum. „Ég er bjartsýn á að hægt sé að gera gangskör að því að auka afurðirnar en hvort að við náum svona mikilli aukningu veit ég ekki. Það er líka hreinlega spurning hvað kýrin okkar hefur bolmagn til að gera. Það hafa komið upp umræður, bæði hjá fagráði og hjá bændum varðandi kynbætur á stofninum. Eins hefur Landssamband kúabænda ályktað um innskot erfðaefnis í kúastofninn. Það er ljóst að skyldleiki er að aukast í íslenska kúastofninum og það stendur okkur fyrir þrifum.“ /fr Fréttir Lífland: Hvítlauksolía gegn júgurbólgu Landspítali: Blóm bönnuð á nokkrum deildum Nokkrar deildir Landspítalans hafa bannað að sjúklingum séu færð blóm. Er það einkum gert vegna sýkingarhættu en einnig vegna hættu á ofnæmisviðbrögðum sjúklinga. Bannið tekur ekki yfir spítalann allan en sýkingarvarnardeild hans hefur bent á að blómum geti fylgt ákveðnir áhættuþættir og beint tilmælum til gesta um að sleppa slíkum gjöfum. Samkvæmt því sem kemur fram í svari frá Gæða- og sýkingarvarnardeild spítalans við fyrirspurn Bændablaðsins eru afskorin blóm ekki dauðhreinsuð heldur fylgja þeim bakteríur og sveppir. Séu blómin látin standa í vatni skapast aðstæður fyrir þessar örverur til að fjölga sér og þaðan geta þær borist í sjúklinga og valdið sýkingu. Blóm í mold eiga ekki erindi inn á sjúkradeildir, þar sem í moldinni er mikið af ýmiss konar sveppum og jarðvegsbakteríum sem geta valdið sýkingum í sjúklingum, sérstaklega sjúklingum sem haldnir eru ónæmisbældum sjúkdómum. Þá eru margir með ofnæmi fyrir blómum, einkum lyktarsterkum blómum. Með hliðsjón af þessum ábendingum hafa því nokkrar deildir bannað að sjúklingum séu færð blóm eins og áður segir. /fr A l l i u m - hvítlauksolía er ný vara frá Líflandi sem m.a. vinnur gegn júgurbólgu og og bætir h e i l s u f a r búfénaðar. A l l i u m - hvítlauksolía hefur einnig fælingarmátt á flugur og gildir það jafnt fyrir kýr og hross, en flugnager getur valdið miklum óþægindum og streitu hjá búfénaði. Allium-hvítlauksolía inniheldur hvítlauksextrakt, sem er ríkt af allisíni, en það er virka efnið í hvítlauknum. Allisín vinnur gegn bakteríum sem geta valdið júgurbólgu. Guðný Helga Björnsdóttir 20 milljónir lítra mjólkur mun vanta verði ekkert að gert – Aukin eftirspurn eftir mjólk kallar á fjölgun í kúastofninum, aukna nyt og uppbyggingu Greinilegt er að kúabændur landsins mega gefa hressilega í ef takast á að anna eftirspurn eftir mjólk. Myndir / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.