Bændablaðið - 08.05.2014, Qupperneq 20

Bændablaðið - 08.05.2014, Qupperneq 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. maí 2014 Erlent Sextán ríki Evrópusambandsins eru með 60–175% skuldahlutfall: Skuldir ESB-ríkjanna hafa aukist jafnt og þétt frá árinu 2010 – Hallarekstur ESB-ríkjanna 28 var að meðaltali 3,3% á árinu 2013 Fjárlagahalli var í öllum 28 ríkjum Evrópusambandsins nema tveim á árinu 2013 miðað við 2012 samkvæmt tölum Eurostat. Sama staða var uppi í þeim löndum sem eru í myntbandalagi Evrópu. Þá hafa opinberar skuldir ríkjanna innan ESB og evrusvæðisins aukist á hverju ári frá 2010. Þessar tölur eru athyglisverðar í ljósi þess að þarna er um að ræða efnahagsumhverfi sem ákveðin pólitísk öfl á Íslandi sækjast nú hart eftir að ganga inn í. Skuldir hafa aukist jafnt og þétt síðan 2010 Frá 2010 hafa opinberar skuldir 18 evruríkja aukist úr 7.854.072 milljónum evra í 9.89.370 milljónir. Í 28 ESB-ríkjum hafa skuldirnar á sama tímabili aukist úr 9.861.266 milljónum evra í 11.386.019 milljónir evra. Skuldirnar hafa þrátt fyrir þetta minnkað aðeins sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu landanna. Enda hefur verið lögð á hersla á að það eina sem bætt geti stöðuna, fyrir utan beina lækkun skulda, sé aukin framleiðsla sem þó hefur gengið afar hægt að efla. Fjárlagahalli í öllum ESB ríkjunum nema tveim Þegar litið er á stöðu einstakra ríkja, þá var opinber rekstrarstaða Lúxemborgar örlítið betri en fjárlög gerðu ráð fyrir 2013, eða um 0,1% af vergri (brúttó) þjóðarframleiðslu (GDP). Fjárlagarekstur Þýska ríkisins var nokkurn veginn í jafnvægi. Tíu aðildarlönd ESB voru með meiri fjárlagahalla 2013 en 3% af vergri þjóðarframleiðslu. Í Slóveníu var hann -14,7%, í Grikklandi -12,7%, í Bretlandi -5,8%, á Kýpur -5,4%, í Króatíu og Portúgal -4,9% í báðum löndum og í Frakklandi og Póllandi var 4,3% í báðum löndunum. Í öðrum ESB-löndum var opinberi hallinn sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu lægri og var hann lægstur í Eistlandi eða -0,2%, Danmörku um -0,8%, Lettlandi um -1,0% og Svíþjóð um -1,1%. 16 ESB-lönd með 60% til 175% skuldahlutfall Sextán aðildarlönd Evrópu- sambandsins voru með skuldahlutfall yfir 60% af vergri þjóðarframleiðslu á árinu 2013. Hæst var hlutfallið í Grikklandi, eða 175,1%. Á Ítalíu var það 132,6%, í Portúgal 129,0%, á Írlandi 123,7%, á Kýpur 111,7% og í Belgíu 101,5%. Lægsta skuldahlutfallið var aftur á móti í Eistlandi, eða 10,0%, í Búlgaríu 18,9%, í Lúxemborg 23,1%, í Lettlandi 38,1%, í Rúmeníu 38,4%, í Litháen 39,4% og 40,6% í Svíþjóð. Gripið hefur verið til niðurskurðar á opinberum útgjöldum í öllum löndum bæði innan ESB og evrusvæðisins. Það hefur þó ekki leitt til meira en 0,1% minni opinberrar eyðslu í evrulöndunum 18 og 0,3% minni eyðslu í ESB- löndunum 28 á milli áranna 2012 og 2013. Á sama tíma jukust opinberar tekjur í evrulöndunum í heild aðeins um 0,6% og um 0,3% í ESB-löndunum 28. Frá 2010 hefur aðeins tekist að draga úr opinberri eyðslu í evruríkjunum. /HKr. Verg þjóðarframleiðsla heimsbyggðarinnar 2011: Þrjú efnahagsveldi með um helming kökunnar ESB, Bandaríkin og Kína voru samtals með 50,6% af vergri þjóðarframleiðslu heimsins árið 2011 samkvæmt tölum Alþjóðabankans (World Bank). Þar af eru 28 ríki innan Evrópusambandsins með 18,6%, Bandaríkin með 17,1% og Kína 14,9%. Bandaríkin eru aftur á móti með hæsta kaupmáttarstuðulinn. Á eftir efnahagsrisunum þrem kemur Indland með 6,4%, Japan með 4,8% og Rússland með 3,5% af vergri þjóðarframleiðslu heimsbyggðarinnar. Bandaríkin með mestan kaupmátt Ef hins vegar er litið á kaupmáttar- stuðulinn (PPS) sem verga þjóðarframleiðslu einstakra ríkja með tilliti til höfuðstóls þar sem ESB-ríkin 28 eru sett með hlutfallið 100%, eru Bandaríkin aftur á móti langöflugust með nærri 150% hlutfall. Þá kemur Sádi-Arabía er á hæla Bandaríkjanna með um 145% hlutfall. Síðan er Ástralía með nálægt 125%, Kanada er með rúmlega 120%, Taívan með rétt undir 120% og Japan með rúmlega 100%. ESB í sjöunda sæti ESB-ríkin 28 eru samanlagt í sjöunda sæti með um 100% PPS-hlutfall. Að meðaltali er heimsbyggðin í heild með 40% hlutfall og Kína er aðeins í fimmtánda sæti með um 30% PPS- hlutfall. Verðbólga jókst í evrulöndunum frá mars til apríl: Lækkun orkukostnaðar hélt aftur af meiri verðbólgu Verðbólga jókst úr 0,5% í 0,7% í evrulöndunum í apríl samkvæmt áætluðum tölum Eurostat, efnahagsstofu Evrópusambandsins, frá 30. apríl. Samkvæmt þessum tölum Eurostat hafði þjónusta mest áhrif á hækkun verðbólgu, en þar hækkaði verðlag úr 1,1% í mars 1,6% í apríl. Athygli vekur að orkukostnaðurinn heldur verðbólgunni niðri, en hann lækkaði úr -1,2% í -2,1% og étur lækkun orkukostnaðar upp stærstan hluta hækkunar á þjónustu. Ef litið er á verðbólgu milli ára, eða frá apríl 2013 til apríl 2014, þá sýnir áætlun Eurostat fyrir 2014 að verðbólgan heldur farið lækkandi í evruríkjunum, eða um 0,5 prósentustig. Strúktúr ehf er nýtt fyrirtæki í innflutningi stálgrindar- og límtréshúsa, yleininga og klæðninga en að baki býr áratuga reynsla fagmanna í greininni. STYRKUR TRAUST REYNSLA ÚTSJÓNARSEMI KUNNÁTTA ÚRRÆÐI RAUNSÆI TRYGGÐ Strúktúr ehf er rekið með hámarkshagkvæmni í huga með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi. Strúktur ehf www.struktur.is struktur@struktur.is Hraðastöðum IV, 271 Mosfellsbæ sími: 860 0264

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.