Bændablaðið - 08.05.2014, Page 4

Bændablaðið - 08.05.2014, Page 4
4 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. maí 2014 Fréttir Aðal fundur Sambands garðyrkjubænda var haldinn 29. apríl á Hótel Selfossi. Fundurinn var sögulegur þar sem á undanförnum árum hefur átt sér stað mikil vinna við endurskipulagningu félagskerfis garðyrkjubænda. Meðal annars er kosið beinni kosningu til stjórnar og var það gert í fyrsta sinn á þessum fundi. Einnig hefur verið lögð mikil vinna í stefnumótun til framtíðar til þess að tryggja að framtíðarsýn garðyrkjunnar til að takast á við breytt umhverfi í landbúnaði. Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda (SG), segir að stefnumótunin sé liður í að takast á við þá breytingu sem boðuð er af ráðherra með frumvarpi um afnám skylduaðildar að Bændasamtökum Íslands (BÍ) og þar með að afnema þær tekjur sem SG hefur í gegnum búnaðargjaldið. „SG hefur verið að skoða landslagið inn á við með könnun meðal félagsmanna um viðhorf þeirra til SG og hagsmunagæslunnar sem rekin er. Það er ljóst að við afnám skylduaðildar munu einhverjir félagsmenn ekki verða áfram í SG og það sama á við í BÍ og öðrum búgreinafélögum. Við þurfum að svara ýmsum spurningum. Með könnuninni meðal félagsmanna var verið að fá fram hvaða brotalamir eru á starfseminni til þess að geta brugðist við og þar af leiðandi fækkað þeim sem ekki vilja vera í SG eftir breytinguna. Það er mikilvægt fyrir SG að hjálpa félagsmönnum að svara því hvers vegna þeir eigi að vera í félaginu. Að auki er það afar mikilvægt að staldra við þegar búið er að breyta félagskerfinu og horfa til framtíðar. Hvað vill garðyrkjan? Hvert á að stefna? Það gerir starfið markvissara að hafa stefnu í þessum málum.“ Gjaldtöku mótmælt Tvær tillögur til ályktunar voru síðan kynntar og afgreiddar með samhljóða stuðningi undir liðnum önnur mál. Í annarri ályktuninni er nýjum álögum á grænmetisræktun mótmælt, en fyrirhugað er að leggja gjald á greinina vegna skimunar á varnarefnum í grænmeti. Helstu rökin gegn kostnaði er að skimunin sé neytendamál og því ætti ríkið að standa undir þeim kostnaði hér eftir sem og hingað til. Hin ályktunin var vegna afgreiðslu stjórnar Framleiðnisjóðs á stuðningi við stofnútsæðisræktun kartaflna. Stjórn sjóðsins virðist hunsa þá einföldu staðreynd að sjóðurinn tók við því hlutverki að standa undir þeim kostnaði sem þetta mikilvæga verkefni er – að viðhalda heilbrigðum stofnum af íslenskum kartöfluafbrigðum. Stjórn Sambands garðyrkjubænda hafði skipað sérstaka kjörnefnd fyrir aðalfundinn til þess að gera tillögu til stjórnarsetu. Fyrst var kosið til formanns og gaf Sveinn Sæland kost á sér til endurkjörs. Ekkert annað framboð kom fram og var hann því kjörinn samhljóða með lófaklappi. Kjörnefndin lagði fram tillögu um eftirfarandi einstaklinga til setu í stjórn: Þorleifur Jóhannesson, grænmetisframleiðandi á Flúðum, Gunnar Þorgeirsson, blóma- og kryddjurtaframleiðandi á Ártanga, Vernharður Gunnarsson, garðplöntuframleiðandi í Storð, og Óskar Kristinsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ. Þar sem engir aðrar tilnefningar komu fram var kosið um ofangreinda aðila og voru þeir samþykktir samhljóða. Óskar Kristinsson, kartöflubóndi í Þykkvabæ kemur því nýr inn í stjórn í stað Bergvins Jóhannssonar kartöflubónda í Eyjafirði. Kjörnefnd lagði einnig fram tillögu um varamenn í stjórn og kosningu hlutu þær Sigrún Pálsdóttir, grænmetisframleiðandi á Flúðum, og Helga Ragna Pálsdóttir, garðplöntuframleiðandi í Kjarri. /smh Aðalfundur Sambands garðyrkjubænda haldinn á Selfossi: Mótmæla gjaldtöku vegna skimunar á varnarefnum Aðalfundur Búnaðarsambands Vestfjarða var haldinn í Heydal 25. apríl síðastliðinn. Á fundinn komu gestir, þeir Eiríkur Blöndal, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Guðmundur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Búnaðar- samtaka Vesturlands. Kynnti Guðmundur m.a. mjög áhugavert verkefni sem BV er farið af stað með, það er Starfsumhverfi bænda, öryggismál og heilsuvernd, en Guðmundur Hallgrímsson er verkefnisstjóri. Ýmis málefni voru rædd á fundinum s.s. málefni LBHÍ, en fundurinn lýsti m.a. yfir stuðningi við Hollvinasamtök Landbúnaðarháskóla Íslands og íbúa Borgarbyggðar sem berjast fyrir málefnum Landbúnaðarháskólans. Rætt um verndun ræktarlands, bann við innflutningi á fersku kjöti svo og innflutningi á erfðaefni í nautgripi, viðhald og niðurrif varnargirðinga og samræmingu gjaldskrár vegna refa- og minkaveiða innan Fjórðungssambands Vestfjarða. Ákveðið var að halda bændadag á komandi sumri, í tengslum við bæjarhátíð á svæðinu, líkt og gert hefur verið sl. tvö ár, og hefur mælst vel fyrir, þar verða einnig veitt Hvatningarverðlaun BSV. Auglýsing um viðburðinn er væntanleg síðar. Aðalfundur Búnaðarsambands Vestfjarða: Lýsti yfir stuðningi við Hollvinasamtök LbhÍ BÍ sendir rafræna reikninga Bændasamtökin munu framvegis einungis senda út reikninga fyrir seldar vörur og þjónustu í rafrænu formi. Um er að ræða reikninga fyrir forrit BÍ, auglýsingar í Bændablaðinu, hestavegabréf, ýmsar áskriftir og fleira. Rafrænir reikningar verða aðgengilegir viðskiptavinum undir rafrænum skjölum í heimabönkum. Þeir sem óska eftir að fá senda reikninga útprentaða með gamla laginu þurfa að hafa samband við Bændasamtökin með tölvupósti á netfangið jl@bondi.is. Frá aðalfundi BSV í Heydal. Mynd / Jóhanna María Sigmundsdóttir Eftir nokkurra ára uppgang í tómataframleiðslu á landinu kom bakslag á síðasta ári og minnkaði framleiðslan úr 1.716 tonnum árið 2012 niður i 1.559 tonn. Á sama tíma jókst innflutningurinn um 75 prósent. Bjarni Jónsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, segir ástæður samdráttarins vera margþættar, en tvær orsakir séu afgerandi. „Önnur er sú að veðurfar hafði áhrif á ræktun þeirra sem ekki eru með raflýsingu til framleiðslu allt árið. Þeirra uppskera hefst yfirleitt í maí mánuði en vegna rigningar og dumbungs varð uppskeran minni yfir sumarmánuðina þar sem í slíkri ræktun skiptir verulegu máli hvers mikil inngeislun er frá sólinni. Hin ástæðan er enn alvarlegri; að vegna aukins kostnaðar við framleiðslu hefðbundinna tómata líta framleiðendur frekar til annar gerða tómata svo sem kirsuberjatómata til þess að bæta rekstur sinn.“ Bjarni segir það óheillaþróun að framleiðendur snúi sér frá framleiðslu á hefðbundnum tómötum, en jafnframt ánægjulegt að þeir einbeiti sér líka að öðrum tómötum. „Æskilegast væri auðvitað að þetta fari saman. Ef íslenskir framleiðendur hefðu framleitt það sem var innflutt á síðasta ári, eða um 780 tonn, þá hefði verið hægt að spara þjóðarbúinu um 156 milljónir króna í dýrmætan gjaldeyri. Ég veit ekki hvort einhver hafi hætt framleiðslu, en það er frekar þannig að þeir nýta hús sín í aðra framleiðslu samhliða ræktun á hefðbundnum tómötum.“ Hægt að framleiða töluvert meira af grænmeti og berjum „Ég tel að hægt sé að framleiða töluvert meira af grænmeti og berjum hér á landi en gert er,“ segir Bjarni. „Garðyrkjubændur hafa í langan tíma lagt fram rök fyrir því að greinin fengi hagkvæmari kjör á dreifingu orkunnar sem er stóra vandamálið. Þar er RARIK við að etja sem einokunarfyrirtæki í dreifingu en til að breyting eigi sér stað þá þarf pólitískt hugrekki en ekki síst sýn á að framtíðin verði önnur. Sú sýn á, að okkar mati, að vera að auka innlenda framleiðslu grænmetis og auka neysluna með dugmiklu átaki til að auka hana frá því sem nú er. Ég minni á að öll rök hníga að því að neyslan sé aukin og eru heilsufræðilegu rökin einna sterkust. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er meðal annars ákvæði um slíkt. Ef okkur tekst að auka neysluna upp í viðmið um æskilega neyslu mun verða verulegur sparnaður í heilbrigðiskerfinu. Vandamálið er að sú breyting kemur ekki fram á næsta ári eða því þar næsta heldur tekur það 10-20 ár að koma fram, en þá gerist það í stórum skrefum. Þetta er svona svipað og þegar átakið hófst gegn reykingum Sú barátta hefur tekið áratugi og hefur árangurinn loks farið að koma í ljós í bættri heilsu. Það er von mín að núverandi stjórnvöld beri gæfu til þess að sýna djörfung og ganga í málið með dug og þor. Slíkt átak þarf ekki að kosta miklar fúlgur en það mun margborga sig þegar fram í sækir.“ Bjarni telur að spara hefði mátt þjóðarbúinu 1,5 til 2 milljarða króna ef þær grænmetis- og berjategundir sem hægt er að rækta hér hefðu verið ræktaðar af íslenskum bændum en ekki fluttar inn. /smh Tómataframleiðsla dróst saman í fyrra – veðurfar og hátt orkuverð helstu orsakirnar Aðalfundur Búnaðarfélags Auðkúluhrepps: Ályktað um atvinnumál Aðalfundur Búnaðarfélags Auðkúluhrepps, haldinn í Mjólkár- virkjun á sumardaginn fyrsta 23. apríl 2014, samþykkti eftirfarandi ályktanir um atvinnumál. Landbúnaður – það þarf að opna landið fyrir fólkinu Ríkisjarðir á Vestfjörðum, sem ekki eru nýttar í dag, verði auglýstar lausar til ábúðar eða notkunar í ýmsu atvinnuskyni. Stjórnvöld beiti sér einnig ákveðið fyrir því að jarðir í einkaeign, sem ekki eru í notkun, verði nýttar á ýmsan markvissan hátt. Kemur þar margt til greina sé rétt að staðið. Það hefur til dæmis verið sannað, að hægt er með ótrúlegum árangri að rækta bleikju og regnbogasilung í hinum ísköldu vestfirsku ám og vötnum. Meira að segja í bæjarlæknum. Hér gæti orðið um vistvæna vestfirska stóriðju að ræða ef menn vilja. Tækifærin blasa við öllum sem vilja sjá. Það þarf að opna landið fyrir fólkinu. Sjávarútvegur – fiskvinnslufólkið á sinn rétt Fundurinn krefst þess að sjávarútvegsráðherra skili til baka hluta af frumburðarrétti Vestfirðinga. Það gengur ekki upp að útgerðarmenn, að þeim ólöstuðum, ráði því hvar byggð skuli haldast á Íslandi. Fiskvinnslufólkið á sinn rétt. Hann hefur verið af því tekinn. Ef ekkert er fast í hendi með útveg frá vissum stöðum, leggst byggð þar af. Þar duga ekki neinar gustuka- eða miskunnarúthlutanir. Þetta vita allir. Ef menn vilja breyta þessu verðum við að afhenda þessum stöðum aðgang að óveiddum fiski í sjónum til frambúðar. Svo einfalt er það. Kapp er best með forsjá Fundurinn fagnar þeirri uppbyggingu sem nú á sér stað í sjókvíaeldi í vestfirskum fjörðum. Jafnframt varar fundurinn við því að menn fari of geyst í þeim efnum. Litið verði vel til allra átta áður en það er of seint. Kapp er best með forsjá. Óargadýrin Aðalfundur Búnaðarfélags Auðkúluhrepps, haldinn að Mjólkárvirkjun 23. apríl 2014, mótmælir þeim samningi sem Ísafjarðarbær hefur gert við Félag refa og minkaveiðimanna í Ísafjarðarbæ, nú síðast árið 2013, þar sem allt fjármagn sem Ísafjarðarbær leggur til í veiðar á ref og mink, skal greitt til Félags refa- og minkaveiðimanna í Ísafjarðarbæ. Aðalfundurinn gerir þá kröfu til Ísafjarðarbæjar að allir þeir sem veiða ref og mink innan bæjarmarkanna, fái greidd sömu skotlaun, hvort sem þeir eru í fyrrnefndu félagi eða ekki. /HS Frá Hrafnseyri við Arnarfjörð á þeim tíma er einstaklingur rak þar myndarlegt sauðfjárbú. Mynd / Valdís Veturliðadóttir Frá aðalfundinum á dögunum.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.