Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 8
8 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. maí 2014 Fréttir Í Bændablaðinu 9. febrúar sl. var vakin athygli á aukinni þörf fyrir lífræna mjólkurframleiðslu hér á landi. Búnaðarþing 2014 ályktaði um lífræna framleiðslu og hvatti bændur til að huga að þessum vaxtarbroddi í samræmi við óskir neytenda og nýlega hafa komið upp hugmyndir um innflutning slíkrar mjólkur frá Danmörku. Neytendadrifin þróun Á seinni árum hefur eftirspurn eftir lífrænt vottuðum mjólkurafurðum aukist verulega hér á landi en um alllangt árabil hefur hún blasað við í nágrannalöndum okkar. Síðan farið var að hvetja íslenska bændur til að huga að þessum vaxtarbroddi, í leiðbeiningum frá Bændasamtökum Íslands um 20 ára skeið, hefur oft verið sagt frá slíkum búskaparháttum hér í blaðinu. Sjálfur hef ég sem ráðunautur BÍ um þessi efni heimsótt kúabú í Bretlandi, Danmörku, Noregi, Sviss og Þýskalandi en í öllum þessum löndum og víðar hefur lífræna mjólkurframleiðslan blómstrað í samræmi við kröfur markaðarins. Hér á landi hefur þróunin verið mun hægari, en nú, þegar við blasir að mjólkina vantar, a.m.k. 100.000 lítra, til að svara brýnustu eftirspurn sem fer stöðugt vaxandi, er eðlilegt að spurt sé: Eftir hverju er verið að bíða? Aukin fjölbreytni mjólkurvara Þeir fáu mjólkurframleiðendur hérlendis, sem hafa tekið upp lífræna búskaparhætti, og hafa jafnvel áratuga reynslu af lífrænum kúabúskap, hafa sýnt og sannað að um valkost er að ræða, a.m.k. á sumum jörðum og við ákveðnar aðstæður. Slíkt verður að meta á hverju býli fyrir sig en auk verðmætrar reynsluþekkingar bændanna sjálfra eru tiltækar leiðbeiningar, bæði hjá BÍ og RML byggðar á faglegum grunni. Þá hefur einkum verið horft til nágrannalandanna. Íslensku mjólkurkýrnar henta prýðilega, heilsufar kúnna er að jafnaði gott en ljóst er að erfiðasti þröskuldurinn sem þarf að yfirstíga við aðlögun er öflun nægilega mikils vetrarfóðurs þegar hætt er að nota tilbúinn áburð. Reikna má með að aðlögunin taki a.m.k. tvö ár en vottun lífrænna búskaparhátta hér á landi annast Vottunarstofan Tún ehf. Auk þess að vera félagar í BÍ eiga lífrænir bændur sameiginlegan vettvang í félaginu Vor-verndun og ræktun sem hefur starfað með vaxandi krafti síðan 1993. Þótt hægt hafi gengið að auka framleiðsluna, hefur fjölbreytni lífrænna afurða, t.d. mjólkurvara, aukist verulega á seinni árum. Lífræn mjólkurframleiðsla á Hvanneyri? Á liðnu sumri hélt NJF, félag norrænna búvísindamanna, glæsilegt málþing um framþróun lífræns landbúnaðar, nánar tiltekið að Bredsten á Jótlandi í Danmörku dagana 21.-23. ágúst. Í tengslum við málþingið var m.a. farið í heimsókn á lífrænt kúabú sem er mér mjög minnisstæð og sýndi hve unnt er að ná mikilli sjálfbærni með vel skipulagðri sumarbeit og vetrarfóðrun með háu hlutfalli gróffóðurs úr lífrænni ræktun. Aðstæður eru að sumu leyti óhagstæðari hér, kaldara og erfiðara að rækta belgjurtir á borð við smára, en samt sem áður tel ég engan vafa leika á því að íslenskir kúabændur eigi að kynna sér möguleikana og svara kalli markaðarins. Hér gæti m.a. Landbúnaðarháskóli Íslands sýnt gott fordæmi á búi sínu á Hvanneyri. Þar er rekið myndarlegt kúabú við ágætar aðstæður í húsakosti á jörð sem þekkt er fyrir mikil landgæði, ekki síst til nautgriparæktar. Auk mikils landrýmis, vel gróins úthaga, góðs ræktunarlands og stórra túna eru þar mjög notadrjúgar flæðiengjar sem vitað er að geta auðveldað öflun nægilegs vottaðs vetrarfóðurs fyrir væna kúahjörð. Því skora ég á Landbúnaðarháskóla Íslands að hefja lífræna aðlögun á Hvanneyrarjörðinni og þar með á kúabúinu, strax í vor, um leið og ég óska skólanum gleðilegs sumars. Tilvísanir: 1. Búnaðarþing 2014, mál nr. 21 um lífrænar landbúnaðarvörur. 2. Magnús Óskarsson og Ólafur R. Dýrmundsson, grein um nýtingu engja til heyskapar, m.a. á Hvanneyri, í Frey, 4. tbl. 1997, bls. 252-254. Ólafur R. Dýrmundsson Ph.D. Ráðunautur Bændasamtaka Íslands í lífrænum búskap (ord@bondi.is, 563-0300 og 563-0317, www.bondi.is) Vantar lífrænt vottaða mjólk – Áskorun til Landbúnaðarháskóla Íslands Flúðir: Hugmyndir um níu holu frisbígolfvöll Sunnlenski sveitadagurinn fór fram á Selfossi laugardaginn 3. maí en hápunktur dagsins var uppboð á kvígukálfinum Hvíta Gauta frá Læk í Flóahreppi. Nafngift kálfsins er til heiðurs eiginmanni Guðbjargar Jónsdóttur á Læk, Gauta Gunnarssyni bónda, sem lést fyrir stuttu úr krabbameini aðeins 43 ára. Það var Jóna Sveinbjörnsdóttir, 87 ára frá Uppsölum í Hrunagerðishreppnum hinum forna, sem nú býr á Selfossi, sem bauð hæst í kálfinn, eða 500.000 krónur. Ágóðinn rennur til nýrrar göngudeildar á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi, sem opnuð verður í byrjun næsta vetrar. Hvíti Gauti er nú kominn í Húsdýragarðinn í Reykjavík þar sem framtíðarheimili hans verður. /MHH „Já, það er rétt, við erum að skoða það að láta setja upp níu holu frisbígolfvöll á Flúðum. Hugmyndin er að hafa hann á svæðinu fyrir neðan Félagsheimilið og í hluta af Bæjargarðinum á Flúðum. Ef vel tekst til gæti þetta orðið góð afþreying fyrir unga sem aldna sem og íbúa og ferðamenn. Önnur hugmynd sem verið er að huga að er uppbygging skólalóðarinnar og búið er að samþykkja að láta hanna hana. Þar er eitt verkefni sem trúlega er hægt að klára auðveldlega sem er að útbúa svæði fyrir „mini skatepark“ við hlið sparkvallar og er það komið í vinnslu. Ef vel tekst til getur þetta orðið bragabót fyrir brettakrakka og í leiðinni aukið á gæði afþreyingar hér á Flúðum,“ segir Jón Valgeirsson, sveitarstjóri Hrunamannahrepps þegar hann var spurður hvort það stæði til að setja upp frísbígolfvöll á Flúðum. /MHH Jóna Sveinbjörnsdóttir heilsaði upp á Hvíta Gauta eftir uppboðið og var stolt af því að geta stutt nýju göngudeildina með hálfrar milljónar króna framlagi. Í Bretlandi, Danmörku, Noregi, Sviss, Þýskalandi og víðar hefur lífræna mjólkurframleiðslan blómstrað í samræmi við kröfur markaðarins. Myndir / ÓRD Nú, þegar við blasir að mjólkina vantar, a.m.k. 100.000 lítra, til að svara brýnustu eftirspurn sem fer stöðugt vaxand, er eðlilegt að spurt sé: Eftir hverju er verið að bíða? „Því skora ég á Landbúnaðar- háskóla Íslands að hefja lífræna aðlögun á Hvanneyrarjörðinni og þar með á kúabúinu, strax í vor, um leið og ég óska skólanum gleðilegs sumars." www.VBL.is REYKJAVÍK Sími: 414-0000 /// AKUREYRI Sími: 464-8600 /// www.VBL.is REYKJAVÍK Krókháls 5F 110 Reykjavík Sími: 414-0000 AKUREYRI Baldursnes 2 603 Akureyri Sími: 464-8600 SAUÐBURÐARVÖRUR – GOTT ÚRVAL Hér er lítið sýnihorn BURÐARSLÍM OG JOÐ PELAR OG LAMBATÚTTUR SPRAUTUR HANSKAR Sjá nánar í vefverslun okkar á VBL.is undir sauðfjárvörur GJAFAFÖTUR LEGSTOÐ ROLLUHALDARI BURÐARTÖNG RÚNINGS- OG KLAUFKLIPPUR MERKILITIR 500.000 króna kálfurinn Hvíti Gauti: Mættur í Húsdýragarðinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.