Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 10

Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 10
10 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. maí 2014 Sveitarstjórn Rangárþing eystra hefur samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir Vegagerðina fyrir byggingu á aðkomuvegi innan við eystri brimvarnargarð Landeyjahafnar og færslu á flóðvarnargörðum austan við höfnina. Tilgangur með byggingu aðkomuvegar er að þjónusta brimvarnargarðinn og að hann nýtist sem björgunarvegur. Færsla flóðvarnar framar í fjöruna er til að stækka landgræðslusvæði austan við höfnina og hindra þannig sandfok í hana. Framkvæmdaleyfið er samþykkt með fyrirvara um samþykki landeiganda. /MHH „Þetta er nú með því skemmtilegra sem maður gerir. Manni tekst vitanlega misvel upp en þegar þetta tekst vel er þetta virkilega gefandi og eftirminnilegt og þá vonandi tekst manni að skapa einhverja töfrastund fyrir hjónaefnin, sem sum hver eru komin um langan veg til að gifta sig hér,“ segir Kristín Þórðardóttir, fulltrúi sýslumannsins á Hvolsvelli, sem er oft kölluð til að gifta við Seljalandsfoss eða Skógafoss. Ein slík hjónavígsla fór einmitt fram við Skógafoss um páskana. Kristín er einnig oddviti sjálfstæðismanna og sveitarstjóraefni fyrir sveitarstjórnarkosningar 31. maí í vor í Rangárþingi eystra. Hjónavígslurnar eru framkvæmdar allan ársins hring og flestar úti í náttúrunni. „Einhvern veginn finnst mér alltaf hafa verið gott veður þrátt fyrir að stundum hafi nú gengið á með éljum og ég jafnvel lagst í lungnabólgu á eftir. Það er náttúrulega aldrei á vísan að róa í þessum íslensku veðurmálum, og það virðast útlendingarnir alveg vera með á hreinu, stundum held ég að þetta sé bara enn eftirminnilegra ef veðrið er dálítið skrautlegt. Fólk er að sækjast eftir einhverju ævintýri. Ég gifti annað par í byrjun mánaðarins í hávaðaroki og rigningu og þau voru alsæl,“ bætir Kristín við. Aðspurð segir hún að í fyrra hafi verið rúmlega 40 hjónavígsluathafnir og hafi færst vöxtur í þetta eins og annað því það sem af er þessu ári er búið að bóka 19 athafnir. Perlurnar við Seljalandsfoss og Skógafoss eru vinsælastar, og mest eru þetta erlendir ferðamenn, eða í rúmlega 80% tilvika t.a.m. árið 2013. /MHH Fréttir Hjónavígslur vinsælar við Skógafoss og Seljalandsfoss – fjörutíu giftingar voru framkvæmdar á þessum stöðum á síðasta ári Björgunarvegur byggður við Landeyjahöfn hennar og Friðriks Erlingssonar, sem var aðstoðarmaður móður sinnar við Mynd / Lárus Sigurðarson, www.larus.is Í síðasta blaði var ranglega farið með nafn í frásögn af því þegar Sigurður Skúlason skógarvörður í Vaglaskógi var kvaddur. Þar er undir þessari mynd var sagt í myndatexta að Hallgrímur Indriðason hjá Skógrækt ríkisins slái á létta strengi, en sitjandi séu Agnes Þórunn Guðbergsdóttir, formaður Skógræktarfélags S-Þingeyinga, og Sigurður Skúlason fyrrverandi skógarvörður. Hið rétta er að fyrir miðju er Margrét Guðmundsdóttir, eiginkona Sigurðar. Eru Agnes og Margrét beðnar velvirðingar á þessum mistökum. Leiðrétting Er þetta ekki flott? Til sölu hinar sérstöku súlu-Blæaspir, 2-3 m háar. 30 ára reynsla af þeim hér á landi. Þurfa lítið rými og henta vel sem stakstæð tré. Einnig hengibirki og vörtubirki frá N-Noregi og ýmsar aðrar öðruvísi plöntur. Alaska aspir 2-3 m (Sælandsaspir, keisaraaspir og iðun). Íslenskt birki 2-3 m. Nú er góður tími til að planta. Grænt-Land Sími: 860-5570 Tilboð! Birkitré 2-3 m. á hæð. Tilboðsverð v. magnkaup, 10 stk., 20 stk., 30 stk. eða fleiri Grænt Land ehf. - Flúðum Uppl. í síma 860-5570 Aðalfundur Veiðifélags Árnesinga: Mótmælir því að Árborg fái afslátt frá reglum um skólprennsli í Ölfusá Veiðifélags Árnesinga samþykkti ályktun um frárennsli í Ölfusá á aðalfundi sínum sem haldinn var að Þingborg föstudaginn 25. apríl síðastliðinn. Þar er mótmælt fyrirhuguðum breytingum á reglugerð um fráveitur og skólp sem gefi sveitarfélaginu afslátt frá gildandi reglugerð. Tildrög ályktunarinnar er að unnið er að endurskoðun reglugerðar nr. 798/1999, um fráveitur og skólp. Aðalfundarfulltrúar voru greinilega ekki hressir með framgang mál að því er fram kemur í ályktun fundarins sem, Jörundur Gauksson, formaður Veiðifélags Árnesinga, kom á framfæri við Bændablaðið. „Þær ótrúlegu upplýsingar hafa borist að unnið sé að því að breyta ákvæðum hennar m.a. í því skyni að sveitarfélaginu Árborg verði heimilt að nota Ölfusá sem viðtaka frá eins þreps skólphreinsistöð. Vatnasvið Ölfusár og lífríki hennar nýtur sérstakrar verndar í lögum og núgildandi reglugerð um fráveitur og skólp. Breyting á reglugerðinni haggar ekki þeirri sérstöku vernd sem Ölfusá nýtur að lögum. Félagsmenn Veiðifélags Árnesinga eru eigendur hátt á þriðja hundrað jarða í Árnessýslu. Skorar aðalfundur á Sigurð Inga Jóhannsson, ráðherra umhverfis-, auðlinda- og landbúnaðarmála, að gæta þess að fyrirhugaðar breytingar verði ekki gerðar á reglugerðinni og tryggi að Ölfusá njóti þeirra verndar sem henni ber og nýtur að lögum,“ segir í ályktuninni. /HKr. Hótel Rangá hefur opnað fullkomnasta stjörnuskoðunarhús landsins „Þetta er nýjung í íslenskri ferðaþjónustu. Við ætlum ekki bara að bjóða upp á norðurljósin því núna gefst gestum okkur kostur á að skoða stjörnurnar og himingeiminn hjá okkur líka í fullkomnasta og flottasta s t j ö r n u s k o ð u n a r h ú s i landsins,“ segir Friðrik Pálsson, eigandi Hótel Rangár. Stjörnuskoðunarhúsið, sem er tuttugu og fimm fermetra hús með afrennanlegu þaki, var formlega tekið í notkun um síðustu helgi. Tveir af fullkomnustu stjörnukíkjum landsins eru í húsinu, en þeir voru keyptir í samráði við Sævar Helga Bragason, formann S t jö rnuskoðunar fé lags Seltjarnarness. Sævar segir að nýja aðstaðan og staðsetning stjörnuskoðunarhússins sé fyrsta flokks. „Já, aðstaðan við Hótel Rangá er frábær, mikið myrkur og allur heimurinn blasir við þegar þakinu er rennt af húsinu. Upplifun ferðamanna, sem ég hef farið með í húsið er frábær og þeir geta komist í mikla nálægð við stjörnurnar í gegnum kíkjana,“ segir Sævar. /MHH Flugsamgöngur verði tryggðar Sveitarstjórnarmönnum í Langanesbyggð var á síðasta fundi afhent samantekt af félagshagfræðilegri greiningu á framtíð áætlunarflugs á Íslandi. Af því tilefni vill Sveitarfélagið L a n g a n e s b y g g ð í t r e k a mikilvægi þess að tryggja samgöngur af landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins, en þangað fer meginþorri flugfarþega frá Þórshöfn og Vopnafirði. „Tryggar samgöngur til höfuðborgarsvæðisins gegna lykilhlutverki til að jafna búsetuskilyrði, tryggja öryggi íbúa og stuðla að samkeppnishæfu atvinnulífi,“ segir í fundargerð. 10 stk 20 stk 30 stk eða fleiri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.