Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 30
6 LbhI blaðið 8. maí 2014 Helstu rannsóknaverkefni árið 2013 Frumframleiðsla og fæðuöryggi Sjálfbær nýting erfðaauðlinda - Kynbætur byggyrkja með hefð- bundnum aðferðum - In situ varðveisla erfðaefnis í gömlum túnum - Afkvæmarannsóknir sauðfjár - Uppruni íslenska hestsins - Erfðafjölbreytni í íslenska geitastofn- inum - Erfðafjölbreytni í íslenskum land- námshænum - Kynbótamat búfjár (BLUP-útreikn- ingar fyrir BÍ) - Kynbótamat bleikju - Tengsl byggingar og hæfileika ís- lenskra hrossa - Viðhald kartöflustofna - PPP bygg - PPP rýgresi - Nofocgran - Sameindakynbætur í byggi - Misjafn sauður, hámörkun afurða- verðmætis - Erfðabreytileiki sauðfjárstofna - FornDNA Hringrás næringarefna - Breytingar á ræktunareiginleikum jarðvegs (langtímaáburðartilraunir) - Niturjöfnuður í ræktuðum vist- kerfum Fóðuröflun og fjölbreytt framleiðslu- kerfi - Smárablöndur og áhrif N-áburðar - Grasræktartilraunir og yrkisprófanir - Vestnorrænar yrkisprófanir - Vöxtur og þroski kvígna - Markvissar fóðrunarleiðbeiningar til mjólkurframleiðenda - Jarðvinnsluaðferðir og bygg - Langtímaáhrif mismunandi ræktun- araðferða Heilbrigði í framleiðslu og heil- næmar afurðir - Fóðrun áa - Átgeta mjólkurkúa - Fang gemlinga Garðyrkja - Tómatar í ylrækt - Ræktunartækni við berjaframleiðslu - Yndisgarðar - Skjólbeltarannsóknir - Yrkisprófanir fyrir golfflatargrös - Upphitun íþróttavalla - Gróðurhús, lífrænn áburður - Jarðarberjayrki Byggðaþróun og nýsköpun - Nýting lífræns úrgangs til orkufram- leiðslu - Eldsneyti úr innlendu hráefni - Hálendisvegir, sjónræn áhrif og veg- staðlar fyrir útivistarvegi á hálendinu - Ferðamannastaðir, skipulag, sjónræn áhrif - Búsetulandslandslag á norðurslóð - Borgarskógrækt - Orkusetur - Ræktunarland - BofRA (NPP), Bioenergy and organic fertilizers in Rural Areas - NPP – Cereal products in the North - NORA – Northern Cereals - Value Crop (NPP) – aukin verðmæti berja Skógrækt og landgræðsla - Þróun vistkerfa við landgræðslu - Endurheimt staðargróðurs á rösk- uðum hálendissvæðum - Notkun svarðlags vegna uppgræðslu - Kolbjörk – Þróun vistkerfa í endur- heimtum birkiskógum - Skógvatn – Áhrif skógræktar og landgræðslu á vatnalíf, vatnsgæði og vatnshag - Landbætur á sandsvæðum - Vistheimt á Norðurlöndum - Áhrif upphitunar á sitkaskóg (For- Hot) - Áhrif skógræktar á lekt C-sambanda, N og P með afrennsli - CAR-ES - Norrænt öndvegissetur um rannsóknir á vistkerfisþjónustu skóga - Fræslægja í Vatnajökulsþjóðgarði - NUTR-CYCL (vistkerfi í skóglendi) - ECONADA – (samstarf við Norð- menn) - FSC-sink (The Forest Soil Carbon- sink Nordic Network) Umhverfisrannsóknir - Ýmir – gagnagrunnur um íslenskan jarðveg - Þáttur úrkomu, jarðvegsraka og þurrktímabila í ofhitnun jarðstrengja - Áhrif loftslagsbreytinga á lífríki jök- ulskerja - Rannsóknir á vistkerfismyndun á Surtsey - Norrænt tengslanet um kolefnisrann- sóknir - Landnýtingargrunnur og bindibók- hald (LULUCF) - Langtímaumhverfisvöktun á vatnasviði í Borgarfirði - Sinubruni á Mýrum - Mýrlendi á norðurslóðum - Kolefnisjöfnuður á norðurslóðum - Álkol – samstarf við Alcan um endur- heimt votlendis - Endurheimt vatna - Áhrif lúpínu á endurheimt birkivist- kerfa - Litla-Skarð, alþjóðlegt vöktunarsam- starf - Hafnarlíf - Búland Öflugt rannsóknastarf á vegum auðlindadeildar LbhÍ Rannsóknastarf auðlindadeildar ein- kennist af sígildum viðfangsefnum eins og ræktun og verkun fóðurs, fóðrun búfjár og rannsóknum á eig- inleikum búfjár og afurða þess. Á sviði jarðræktar er unnið af krafti að kynbótum á byggi og þróun ræktun- araðferða þar sem kornræktin hefur vaxandi vægi í samhengi við aðra fóðurræktun. Kornræktin er eitt þeirra verkefna sem er unnið í nánu samstarfi við fjölda bænda og hefur sú samvinna skilað miklum árangri. Einnig hefur ræktun niturbindandi tegunda verið fyrirferðarmikil auk rannsókna á hr- ingrás næringarefna í jarðvegi og nýt- ingu þeirra. Rannsóknaaðstaða í sam- eindaerfðafræði á Keldnaholti hefur skapað möguleika á fjölbreyttum og spennandi verkefnum í erfðafræði íslenskra búfjárkynja og eru nokkur slík í gangi eða lokið. Í fóðurfræði er hámarksnýting næringarefna miðað við þarfir gripanna á hverjum tíma mikilvægt viðfangsefni, með sér- stakri áherslu á fóðrun hámjólka kúa. Á árinu 2013 fór í gang viðamikil rannsókn á átgetu íslenskra mjólk- urkúa á tilraunabúinu á Stóra-Ár- móti í Flóahreppi. Árið 2012 hófst þriggja ára rannsóknaverkefni um áhrif flúors á búfé og gróður með styrk frá Norðuráli á Grundartanga. Nokkur verkefni eru í gangi tengd sauðfjárrækt, en skólinn hefur mjög góða aðstöðu til sauðfjárrannsókna á fjárræktarbúi skólans að Hesti í Borgarfirði. Nauðsynlegt er að huga vel að rannsóknum á gæðum íslenskra landbúnaðarafurða sem skipta miklu máli fyrir ímynd landbúnaðarins. Þar á LbhÍ í góðu samstarfi við Matís. Samtímis er mikilvægt að stuðla að sjálfbærum búskaparháttum bæði hvað varðar ræktun lands og bú- penings. Yndisgróður fékk Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar 2014 Markmið verkefnisins er að finna garð- og landslagsplöntur sem henta íslenskum aðstæðum Yndisgróður – samstarfsverkefni um garð- og landslagsplöntur fyrir íslenskar aðstæður hlaut Hvatn- ingarverðlaun garðyrkjunnar 2014. Samson Bjarnar Harðarson lektor hjá Landbúnaðarháskóla Íslands er verkefnisstjóri Yndisgróðurs. Verkefnið Yndisgróður tók sín fyrstu skref snemmsumars 2007 með styrk frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins, landbúnaðarráðuneytinu og Norður- slóðaáætlun (NPP). Yndisgróður er samstarfsverkefni Landbúnaðarhá- skóla Íslands, Grasagarðs Reykjavíkur, Rannsóknarstöðvar Skógræktar á Mó- gilsá og Félags garðplöntuframleiðenda sem ásamt Ræktunarstöð Reykjavíkur- borgar hafa lagt til nær allar plöntur endurgjaldslaust. Markmið verkefn- isins hefur frá upphafi verið „að finna bestu hentugu garð- og landslags- plöntur sem völ er á fyrir íslenskar aðstæður og miðla upplýsingum um þær“. Yndisgróður hefur safnað ítarlegum upplýsingum um garð- og landslags- plöntur í sérhannaðan gagnagrunn þar sem 726 yrki af um 180 tegundum trjáa og runna hafa verið skráð, auk upp- lýsinga um ræktunar- og notkunar- möguleika, uppruna þeirra og stað- setningu í plöntusöfnum. Á heimasíðu Yndisgróðurs má meðal annars finna upplýsingasíðu um einstakar tegundir og yrki sem mælt er með til notkunar hérlendis. Eitt aðalverkefni Yndisgróðurs hefur verið uppbygging klónasafna og sýni- reita á nokkrum stöðum á landinu, svokallaðra yndisgarða. Þeir eru sex talsins og eru á Blönduósi, í Sandgerði, Laugardalnum í Reykjavík, Fossvogi í Kópavogi, á Hvanneyri og á Reykjum í Ölfusi sem jafnframt er aðalsafn verk- efnisins. Yndisgróður hefur átt mjög gott samstarf við þau sveitarfélög sem hafa lagt til land, vinnu og kostnað við gerð garðanna og umhirðu. Yndisgarðarnir hafa þríþætt hlut- verk. Í fyrsta lagi að varðveita úrval erfðaauðlindar íslenskra garð- og landslagsplantna, í öðru lagi að rann- saka harðgerði og eiginleika þessara plantna og í þriðja lagi að vera sýnireitir fyrir fagfólk og almenning. Á komandi árum mun Yndisgróður leggja áherslu á val á úrvalsyrkjum og markaðssetn- ingu þeirra. Verkefnið Yndisgróður er fyrsta ver- kefni sinnar tegundar á Íslandi þar sem farið er heildstætt í að velja það besta úr íslenskum plöntuefniviði og opnar það jafnframt möguleika á að kynbæta enn frekar úr þessum úrvalsefniviði og fá plöntur sem eru sérsniðnar fyrir íslenskar aðstæður. Námsbrautar- stjóri í búfræði Landbúnaðarháskóli Íslands óskar eftir að ráða öflugan og metnað- arfullan starfsmann til að stýra námsbraut í búfræði við starfs- og endurmenntunardeild Landbúnað- arháskóla Íslands á Hvanneyri. Búfræði er tveggja ára nám á framhaldsskólastigi með námslok á hæfniþrepi 3. Þungamiðja námsins er á sviði búfjárræktar, jarðræktar og búrekstrar. Markmið búfræði- náms er að auka þekkingu og færni einstaklingsins til að takast á við búrekstur og alhliða landbúnaðar- störf. Áhersla er einnig lögð á hvers kyns nýsköpun í búrekstri og nýt- ingu landsins gæða með sjálfbærni að leiðarljósi. Um er að ræða fullt starf sem felur m.a. í sér faglega umsjón með námsbrautinni, bóklega og verklega kennslu, samskipti við hagsmuna- aðila og samstarfsaðila. Viðkom- andi þarf því að hafa víðtæka þekkingu á landbúnaði. Viðkom- andi þarf að hafa háskólagráðu í búvísindum eða sambærilega menntun auk verulegrar reynslu af búrekstri. Starfsstöð námsbrautar- stjóra búfræði er á Hvanneyri. Mikilvægir eiginleikar í starf- inu eru m.a. frumkvæði, faglegur metnaður, skipulagshæfileikar og samskiptahæfni, auk ríks vilja til að vinna með ungu fólki í skapandi umhverfi. Launakjör eru samkvæmt kjara- samningum opinberra starfsmanna. Nánari upplýsingar um starfið veitir Guðríður Helgadóttir (gurry@lbhi.is) í síma 843-5314. Umsóknarfrestur er til 19. maí. en viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir skulu sendar til Landbúnaðarháskóla Ís- lands b/t Kristín Siemsen, Ásgarði, Hvanneyri, 311 Borgarnes eða á kristins@lbhi.is Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfresti lýkur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Losun gróðurhúsa- lofttegunda vegna landnýtingar Á dögunum var skilað til Loftslags- samnings Sameinuðu þjóðanna og Kyoto bókunarinnar tölum um losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi árið 2012. Landbúnaðarhá- skólinn hefur, ásamt Skógrækt rík- isins og Landgræðslu ríkisins, séð um að taka saman upplýsingar sem lúta að losun vegna landnýtingar. Alls var losun vegna landnýtingar árið 2012 706 þúsund tonn CO2 ígilda. Í heildina voru losuð 1517 þúsund tonn CO2 ígilda út í and- rúmsloftið en á móti voru bundin 811 þúsund tonn CO2 ígilda með skógrækt (268 þúsund tonn CO2 ígilda) og landgræðslu (543 þúsund tonn CO2 ígilda). Skýrslur um losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi má nálgast á vef loftslags- samningsins (http://unfccc.int ) Feðgar á ferð. Samson Bjarnar með ungan son, Sölva Þór, á opnum degi í Garðyrkjuskólanum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.