Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 22

Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. maí 2014 Hátíð á fyrsta degi sumars í Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Hveragerði sem á 75 ára afmæli á þessu ári: Gróðrarstöðin Dalsgarður var útnefnd verknámsstaður garðyrkjunnar 2014 –Yndisgróður hlaut hvatningarverðlaunin og Magnús Ágúst Ágústsson garðyrkjuráðunautur heiðursverðlaun Verðlaunahafar í Garðyrkjuskólanum, talið frá vinstri: Samson Bjarnar Harðarson, verkefnisstjóri Yndisgróðurs, Gísli Jóhannsson, eigandi Gróðrarstöðvarinnar Dalsgarðs, hjónin Emma Kristín Guðnadóttir og Ágúst Eiríksson, bóndi og garðyrkjufræðingur, og Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra. Myndir / HKr. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, afhenti garðyrkjuverðlaunin 2014 í Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Hveragerði á opnu húsi skólans sumardaginn fyrsta en skólinn á 75 ára afmæli á þessu ári. Gróðrarstöðin Dalsgarður var valin verknámsstaður garðyrkjunnar 2014, hvatningarverðlaun garðyrkjunnar 2014 féllu í skaut Yndisgróðri sem er samstarfsverkefni um garð- og landslagsplöntur fyrir íslenskar aðstæður og það var Magnús Ágúst Ágústsson garðyrkjuráðunautur sem fékk heiðursverðlaun garðyrkjunnar 2014. Verknámsstaður garðyrkjunnar 2014 Gróðrarstöðin Dalsgarður – Gísli Jóhannsson, garðyrkjufræðingur Gróðrarstöðin Dalsgarður var stofnuð á fardögum árið 1946 út úr prestssetrinu Mosfelli í Mosfellsdal. Stofnendur voru Jóhann Jónsson og Birta Fróðadóttir. Dalsgarður hlaut lögbýlisréttindi árið 1958. Í upphafi var ræktunin blönduð en fljótlega var farið í að rækta rósir til afskurðar, pottaplöntur og útiræktað grænmeti. Árið 1980 gerðust Fróði og Gísli Jóhannssynir meðeigendur og voru þá ræktaðar rósir og túlipanar til afskurðar ásamt útirækt. Túlipanaræktunin datt þó niður á árunum 1990-2000. Frá árinu 2000 er Gísli Jóhannsson einn eigandi Dalsgarðs. Gróðrarstöðin er með 3000 m2 í gróðurhúsum auk 700 m2 plastskála. Rósir eru ræktaðar í 2000 m2, laukar til afskurðar í 1000 m2 og jarðarber í 1700 m2. Gísli Jóhannsson hefur starfað við garðyrkju, aðallega rósarækt, frá barnæsku og útskrifaðist úr Garðyrkjuskólanum árið 1980. Verknám stundaði hann í Óðinsvéum í Danmörku en hann tók auk þess eitt ár í garðyrkjufræðum á Söhus gartnerskole í Óðinsvéum árið 1982. Árið 1983 vann hann við lífræna ræktun í Hollandi. Gísli hefur verið virkur í félagsmálum garðyrkjubænda, setið í stjórn Félags blómaframleiðenda og í stjórn Sambands garðyrkjubænda auk þess sem hann situr í fagnefnd Garðyrkjuskólans fyrir ylræktarbrautina og hefur þannig tekið virkan þátt í mótun námsins. Í gegnum tíðina hefur dágóður hópur garðyrkjunema stundað verknám í Dalsgarði. Nemendur hafa fengið fjölbreytt og gott verknám og fagleg sjónarmið höfð að leiðarljósi í kennslunni. Það er því skólanum sönn ánægja að veita Gísla Jóhannssyni og Dalsgarði viðurkenningu sem verknámsstaður garðyrkjunnar árið 2014. Hvatningarverðlaun garðyrkjunnar 2014 Yndisgróður – samstarfsverkefni um garð- og landslagsplöntur fyrir íslenskar aðstæður, verkefnisstjóri Samson Bjarnar Harðarson hjá Landbúnaðarháskóla Íslands Verkefnið Yndisgróður hófst þann 1. júlí 2007 með styrk frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins, landbúnaðarráðuneytinu og Norðurslóðaáætlun (NPP). Yndisgróður er samstarfsverkefni Landbúnaðarháskóla Íslands, Grasagarðs Reykjavíkur, Rannsóknarstöðvar Skógræktar á Mógilsá og Félags garðplöntuframleiðenda sem ásamt Ræktunarstöð Reykjavíkurborgar hafa lagt til nær allar plöntur endurgjaldslaust. Markmið verkefnisins hefur frá upphafi verið „að finna bestu hentugu garð- og landslagsplöntur sem völ er á fyrir íslenskar aðstæður og miðla upplýsingum um þær“. Verkefnið hefur safnað ítarlegum upplýsingum um garð- og landslagsplöntur í sérhannaðan gagnagrunn þar sem 726 yrki af um 180 tegundum trjáa og runna hafa verið skráð, auk upplýsinga um harðgerði, ræktunar- og notkunarmöguleika, uppruna þeirra og staðsetningu í plöntusöfnum. Á heimasíðu Yndisgróðurs má meðal annars finna upplýsingasíðu um einstakar tegundir og yrki sem mælt með til notkunar hérlendis. Eitt aðalverkefni Yndisgróðurs hefur verið uppbygging klónasafna og sýnireita á nokkrum stöðum á landinu, svokallaðra yndisgarða. Þeir eru sex talsins og eru staðsettir á Blönduósi, í Sandgerði, Laugardalnum í Reykjavík, Fossvogi í Kópavogi, á Hvanneyri og hér á Reykjum í Ölfusi sem jafnframt er aðalsafn verkefnisins. Verðlaunin hlutu hjónin Gústaf S. Jónasson og Sigríður Kristjánsdóttir. Sagði ráðherra að þau hjón hefðu verið með - dóttir, gæðastjóri fyrirtækisins, við verðlaunagripnum úr hendi Sigurðar Inga Jóhannssonar, en gripurinn var unnin af Dagnýju Magnúsdóttur handverkskonu. Ágúst Sigurðsson rektor LbhÍ, kom m.a. inn á viðkvæma stöðu Landbúnaðarháskólans í ræðu sinni í Garðyrkjuskólanum og taldi sameiningu við HÍ vera mikilvæga fyrir framtíð skólans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.