Bændablaðið - 08.05.2014, Síða 44

Bændablaðið - 08.05.2014, Síða 44
44 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. maí 2014 Ertu með kynbótaáætlun? Hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er boðið upp á gerð kynbótaáætlana og hafa fleiri og fleiri kúabændur áttað sig á gagnsemi þess að láta gera slíka áætlun fyrir sig. Þessi þjónusta RML er tvíþætt og er annars vegar greining á hjörðinni og hins vegar pörunaráætlun. Þegar þessar áætlanir eru gerðar er tekið tillit til skyldleika og passað í hverju og einu tilfelli upp á að velja ekki naut sem eru mikið skyld viðkomandi grip, horft er á kynbótagildi, bæði hjá nautinu og kúnni (eða kvígunni) s.s. hvar hennar helstu kostir liggja, hverjar afurðirnar eru og hvernig útlitsdómur hennar er. Nautavalið er síðan byggt á þessari greiningu þannig að reynt er að ná sem hæstri kynbótaspá mögulegra afkvæma án þess að nota einstök naut of mikið. Áður en hafist er handa við að vinna kynbótaáætlun er gripalisti sendur til bóndans og honum gefinn kostur á að skrá athugasemdir við gripina, s.s. ef einhverjar kýr reynast glæsigripir eða gallagripir, þó svo að kynbótagildið segi ekki endilega til um það. Tekið verður tillit til þessara athugasemda þegar áætlunin er unnin, og með því að skrá slíkar athugasemdir fær bóndinn nákvæmari kynbótaáætlun. Þegar gerð áætlunarinnar er lokið, er hún send til bóndans, en í áætluninni er einnig gerð greining á stöðu búsins og kynbótagildi hjarðarinnar. Þannig fær bóndinn góða mynd af því hvernig búið stendur í samanburði við önnur bú. Einnig er gerð greining á útliti gripanna og hverjir séu helstu kostir og gallar hjarðarinnar. Pörunaráætlunin gildir í hálft til eitt ár í senn, þá þarf að uppfæra pörunarlistann, en mælt er með að láta gera greiningu á hjörðinni á 1-2 ára fresti. Í pörunaráætluninni koma fram tillögur að nautavali, þannig er mælt með einu „aðalnauti“ og síðan eru tvö naut valinn til vara í hverju tilfelli. Einnig kemur fram hvert kynbótagildi væntanlegs afkvæmis verði, sé kýrin sædd með sæði úr „aðalnautinu“. Miðað er við að nota óreynd naut í um helmingi tilfella, eins og mælt er með að bændur geri. Auðveldast er að panta kynbótaáætlun á heimasíðu RML. Þar er valin „Búfjárrækt“ efst í stikunni á forsíðunni, þá kemur upp listi þar sem á að velja „Nautgriparækt“ og þar undir „Kynbótaáætlanir“. Þá kemur upp útskýring á því í hverju slík kynbótaáætlun felst og neðst hægra megin er svo hægt að ýta á „Panta kynbótaáætlun“. Síðan á að skrifa inn helstu upplýsingar og haka við það sem óskað er sérstaklega eftir að lögð verði áhersla á og skiptir mestu máli fyrir hjörðina á búinu. Einnig er hægt að hafa samband beint við ráðunaut í síma 516-5000. Vert er að geta þess að bændum mun einnig standa til boða í einum pakka kynbótaáætlun og greining á frjósemi búsins innan tíðar. Upplýsingar um þann pakka má nálgast inn á heimasíðu RML eða í gegnum síma 516 5000 innan skamms. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins Elin Nolsöe Grethardsdóttir Ráðunautur í naut- griparækt hjá RML Á síðasta ári þegar starfshópur um velferð og öryggismál á vegum BÍ fundaði kom m.a. til tals að reyna að koma á námskeiðum í skyndihjálp fyrir fólk á landsbyggðinni. Stundum verður fólk að taka af skarið og drífa í hlutunum með því að koma hlutunum í gang og er þá ágætt að vitna til orðalags sem ég heyrði einhvern tímann: „Ef þú gerir það ekki, gerir það enginn.“ Ég mæti fyrir þig og þú mætir fyrir mig Sjálfur fer ég eins oft og ég mögulega get á skyndihjálparnámskeið og ég get, en ég er félagi í Ferða- og útivistafélaginu Slóðavinum sem heldur árlega skyndihjálparnámskeið fyrir félagsmenn sína og boðsgesti undir formerkjunum: Ég mæti fyrir þig og þú mætir fyrir mig. Á síðasta námskeiði nú í apríl kenndi Þórir Kristjánsson sjúkraflutningamaður á Selfossi okkur og í stuttu spjalli við Þóri í kaffihléinu sagði hann mér það ekkert mál að setja upp og laga námskeiðin að vissum hópum eins og í þessu námskeiði. Það væri því ekkert mál að setja upp námskeið fyrir búnaðarfélög eða nánast hvaða hóp sem er. Auðvelt er að nálgast Skyndihjálparskólann, en hann er m.a. með síðu á samskiptavefnum Facebook. Skyndihjálparnámskeið vanmetin Í grunnskóla voru oft einhverjir tveir látnir kjósa í lið til leikja og var þá oftast byrjað að kjósa þann besta eða vinsælasta. Sé verið að velja til hópstarfs þeirra sem eru 35+ ætti því skyndihjálparmaðurinn að veljast fyrstur sé rökrétt hugsun við valið. Persónulega met ég mikils þetta litla nám í skyndihjálp og væri óskandi að fleiri gerðu það því að dæmin sýna einfaldlega að ótrúlega oft var það sá sem veitti fyrstu hjálpina sem bjargaði mestu. Þegar skipt er í vinnuhópa ætti að byrja á að setja skyndihjálparmenn í sinn hvorn hópinn og passa upp á að allir skyndihjálparmenn veljist ekki í einn hóp. Sá sem lokið hefur skyndihjálparnámskeiði er ekki á námskeiðinu fyrir sjálfan sig og því er hann verðmætasti félagi sem þú færð. Allir hafa hag af skyndihjálparnámskeiðum Stjórnendur, svo sem flokksstjórar, kennarar, gangnamannaforingjar, og fleiri, ættu að mínu mati að vera skyldugir að fara annað til þriðja hvert ár á skyndihjálparnámskeið. Það virðist vera sama hvað maður fer á mörg námskeið, alltaf lærist eitthvað nýtt í hvert sinn. Á síðasta námskeiði sem ég sat var farið m.a. yfir æðakerfi líkamans, grunnkennslu í spelkun, ofnæmisviðbrögð og algenga undirliggjandi sjúkdóma (t.d. sykursýki, flog og hjartaáfall). Endað var svo á námskeiðinu í endurlífgun og nemendum boðið að prófa að hnoða dúkkur. Persónulega tel ég að félagasamtök, skólayfirvöld, sveitastjórnir, kvenfélög, búnaðarfélög og fleiri ættu að gera meira af því að stuðla að og skipuleggja skyndihjálparnámskeið fyrir samfélagið allt. liklegur@internet.is Hjörtur L. JónssonÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI Ég læri fyrir þig og þú fyrir mig Söfnun á háliðagrasi Háliðagras (Alopecurus pratensis) var töluvert notað í sáðblöndur hér á landi fyrir 40-80 árum. Það hefur hins vegar ekki verið mikið notað í seinni tíð, m.a. vegna þess að framboð af góðum yrkjum hefur verið takmarkað og fræið frekar dýrt. Með aukinni endurræktun á síðustu 20 árum hefur þessum gömlu háliðagrastúnum fækkað mikið. Háliðagras getur lifað mjög lengi ef aðstæður eru því hagfelldar. Það þarf hins vegar að gæta þess að það spretti ekki úr sér því þá fellur fóðurgildið hratt. Það þarf því að slá það á undan öðrum grastegundum. Háliðagrasfræið sem notað var í sáðblöndurnar á sínum tíma var alltaf innflutt. Það kom m.a. frá Finnlandi og Kanada. Yfirleitt voru þetta ekki kynbætt yrki heldur fræ sem safnað var af villtum grösum. Á þessum áratugum sem það hefur verið í túnunum hefur átt sér stað úrval meðal grasanna. Plöntur sem ekki hafa þolað tíðarfarið, sláttinn eða beitina hafa drepist en hinar breytt úr sér. Þess vegna eru verðmæti fólgin í þessum grösum sem mikilvægt er að glatist ekki. Síðsumars 2012 og 2013 var fræi safnað úr háliðagrastúnum á 24 bæjum víðs vegar um landið. Túnin voru á mismunandi jarðvegi og í mismunandi hæð yfir sjó. Aldur túnanna var oftast á bilinu 40-80 ár en sum voru enn eldri. Haft var samband við flesta bændurna um vorið og þeir beðnir að halda eftir óslegnum blettum í túnunum svo fræið gæti þroskast. Söfnunin gekk vel og fræið var yfirleitt vel þroskað. Fræið er nú varðveitt í Norræna genabankanum (NordGen) og þar verður því viðhaldið. Áður höfum við safnað fræi af öðrum grastegundum úr gömlum túnum og er það varðveitt á sama stað. Ef við viljum nýta okkur fræið síðar er hægt að nálgast það þar. Ég þakka öllum bændunum fyrir hjálpina við þetta verk. Guðni Þorvaldsson Landbúnaðarháskóla Íslands Kortið sýnir söfnunarstaðina, sem merktir eru með rauðum deplum. Kort / Sigmundur Helgi Brink Háliðagras. Mynd / Guðni Þorvaldsson Skyndihjálparnámskeið:

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.