Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 14

Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. maí 2014 Íslendingar búa við þá góðu stöðu að vera lausir við marga af þeim erfiðu búfjársjúkdómum sem hrjá nágrannalöndin. Við búum svo vel vegna þess hve landið er einangrað og hversu vel við höfum getað fylgt eftir ströngum lögum um innflutning lifandi dýra og afurða þeirra. Þrátt fyrir okkar góðu stöðu þá þekkjum við vel nokkra misalgenga sjúkdóma eins og garnaveiki, salmonellu og veiruskitu sem allir geta borist með fólki, dýrum og eða búnaði og tækjum á milli bæja. En því miður hefur orðið breyting á til hins verra á undanförnum árum og eru að berast til landsins nýir búfjársjúkdómar þrátt fyrir tiltölulega sterkar varnir. Má þar nefna smitandi barkabólgu í nautgripum, smitandi hósta í hrossum, þráðorma í hundum og berkla, sjúkdómar sem allir hafa haft alvarlegar afleiðingar í för með sér bæði út frá sjónarmiðum dýravelferðar og svo vegna kostnaðar sem af hefur hlotist fyrir eigendur og hið opinbera. Við ættum því aldrei að slaka á klónni varðandi smitvarnir og við verðum að gera okkur grein fyrir því að allir bera ábyrgð og þá ekki síst eigandi eða umráðamaður búfjár. „Bóndi ver þitt bú“ það er jú bóndinn og hans dýr sem eru helstu hagsmunaaðilarnir þegar kemur að því að halda búinu „hreinu“ og lausu við smitandi sjúkdóma. Mest áríðandi er að bóndinn sjálfur verji sitt bú, hann þarf ætíð að hafa hugfast hvort hann sé að koma með eitthvað inn á búið sem hugsanlega getur borið smit í dýrin. Mesta hættan er að bera nýtt smit inn á bú með því að koma með lifandi dýr sömu tegundar inn á búið, þar á eftir saurmenguð áhöld, tæki, tól og fatnað. Bændur þurfa einfaldlega að hugsa um allt mögulegt sem getur borið smit á búið, þar á meðal hey og heyvinnuvélar. Sæðingarmenn, dýralæknar, klaufskurðarmenn, rúningsmenn, viðgerðarmenn sem og aðrir gestir sem fara á milli bæja og inn í gripahús þurfa þó líka að vera meðvitaðir um smithættu á milli búa og búfjártegunda. Vel færi á því ef tekið yrði upp hér á landi nýlegt fyrirkomulag Norðmanna þar sem gerð er krafa um að hvert kúabú hafi hlífðarfatnað og stígvél fyrir þjónustuaðila og gesti, með því móti minnkar bóndinn til muna þá hættu að fá nýtt smit inn á bú sitt. Þetta hafa svína- og fuglabændur gert hér á landi til nokkurra ára. Ætti þessi regla í raun líka að eiga við á öllum búum óháð dýrategund. Einnig er sjálfsagt og augljóst að þjónustuaðilar ættu að sýna þá fagmennsku að koma með hreinan búnað hvort sem um er að ræða áhöld dýralæknis, klippur rúningsmannsins eða fjárflutningabíl sláturhússins, öll verðum við að vinna saman að smitvörnum og vinna þannig að heilbrigði og velferð dýra auk þess sem hagur býlisins er ótvíræður. Nokkur góð ráð varðandi smitvarnir sem bóndi getur fylgt eftir. 1. Gestir noti hlífðarfatnað og stígvél sem tilheyra búinu 2. Hlífðarfatnaður búsins þveginn reglulega 3. Vaskur nálægt inngangi þannig að gestir búsins geti þvegið sér um hendur áður en gengið er inn til gripa 4. Þjónustuaðilar komi ávallt með hreinan búnað á búið og ætti bóndi að fylgjast með því 5. Skipuleggja ætti ferðir á milli býla, t.d. við gripaflutninga í sláturhús, þannig að farið yrði síðast þangað sem meiri hætta er talin á að smit geti verið til staðar. Þetta á einnig við um sæðingarmenn, dýralækna og aðra sem að fara á milli býla í sömu ferð. Nú fer í hönd helsti annatími ferðaþjónustunnar og ástæða til að minna bændur á að verja sitt bú. Það er alkunn gestrisni til sveita að bjóða alla velkomna og bæði gaman og gott að fá ferðamenn og gesti á búið. Mikilvægt er því að bóndi spyrji þá sem koma erlendis frá hvort þeir hafi nýlega verið í gripahúsum í öðrum löndum. Það er ekki ógestrisni að synja fólki um inngöngu í gripahús ef gestum er greint frá áhættunni sem því gæti fylgt. Að lokum eru samtök bænda hvött til að taka upp norska fyrirkomulagið sem minnst er á hér að ofan. Gleðilegt sumar og gangi ykkur vel í sauðburði. Eyrún Arnardóttir, héraðsdýralæknir Bóndi ver þitt bú ...frá heilbrigði til hollustu Villta íslenska nytjajurtin skarfakál á sér sérstakan sess í þjóðarvitund Íslendinga. Um aldir var hún ein helsta uppspretta C-vítamíns í fæðu þjóðarinnar og neysla á henni gat komið í veg fyrir skyrbjúg; sjúkdóm sem getur reynst nokkuð alvarlegur. Ari Tómasson vann nýverið að hópverkefni í Háskóla Íslands sem felst í gerð viðskiptaáætlunar fyrir ræktun og sölu á þessari jurt, en hún þykir aukinheldur bragðgóð. Ekki er vitað til þess að skarfakál hafi verið ræktað að neinu ráði í markaðslegum tilgangi á Íslandi. Af hverju er ekki hægt að kaupa skarfakál í matvöruverslunum? „Ég hafði lesið um skarfakál í skóla og hvernig það hafði bjargað Íslendingum frá skyrbjúg og frekar oft heyrt minnst á það. Svo var vinahópurinn á leið á tónlistarhátíð á Rauðasandi og við vorum að ræða skarfakál í ferðinni vestur og ekkert okkar kannaðist við að hafa nokkru sinni smakkað það. Eitt kvöldið í miðnætursólinni gengum við út á sandinn til að skoða selavöðuna og rákumst á grænan brúsk sem reyndist vera skarfakál. Við rifum upp handfylli og svo kom þetta skemmtilega sterka, salta bragð sem minnti á klettasalat með auknu saltbragði. Þá var næsta augljósa spurning: „Af hverju er ekki hægt að kaupa skarfakál í matvöruverslunum?“,“segir Ari um kveikjuna að áhuga hans. Bragðgóð hollustujurt Að sögn Ara vex skarfakál villt í íslenskri náttúru, oft og víða meðfram ströndum. „Plantan er full af fjörefnum, sér í lagi C-vítamíni. Hún þótti svo mikil lækningajurt fyrr á öldum að skarfakálstaka á bújörð var talin til hlunninda í jarðabókum. Sérstaklega var talað um að lambakjöt fengi öðruvísi bragð ef lömbin hefði verið á beit þar sem skarfakál yxi. Þrátt fyrir að vera bragðgóð og meinholl þá hafa Íslendingar nánast að öllu leyti lagt af neyslu hennar og fæstir hafa heyrt hennar getið. Eftir rannsóknir á Þjóðarbókhlöðunni fundust alls kyns uppskriftir og til dæmis var skarfakál oft sett út á skyr og grauta. Skarfakálið smakkaðist mjög vel þarna á Rauðasandi. Eins og klettasalat með léttri „saltsprengju“. Það myndi kannski ekki henta eitt og sér sem uppistaða í salati, en væri mjög gott sem eins konar krydd í blandað salat. Sumum fannst bragðið vera sterkara og nær því að smakkast eins og piparrót. Engin vandkvæði í ræktun skarfakáls Ari segist hafa leitað ráða hjá fagfólki á ýmsum sviðum í tengslum við hugmyndavinnuna og viðskiptaáætlunina. „Ég talaði við sérfræðing hjá Landbúnaðarháskólanum, einnig meistara Ingólf hjá Gróðrarstöðinni Engi, kokk á Dill Restaurant, næringarfræðing, verslunaraðila, Mads Holm hjá Ny nordisk mad- hreyfingunni, sérfræðing hjá Matís og fleiri aðila. Alls staðar fengum við góð viðbrögð. Sérfræðingar hvöttu okkur áfram sem og verslunaraðilar. Mads Holm benti okkur á dæmi um svipaða vöru í Danmörku (bjarnarlauk, lat. Allium ursinum), sem eitt sinn var aðeins villt jurt, en fæst nú í flestum dönskum verslunum. Mér fannst í raun svo borðleggjandi að rækta svona heilnæma og góða vöru til manneldis að ég ályktaði sem svo að það hlyti að vera eitthvað annað sem stoppaði, en markaðslegar forsendur. Til dæmis að hún væri ómöguleg í ræktun, þyrfti sérstakan saltan jarðveg eða eitthvað á þá leið. Sérfræðingarnir sögðu mér að svo væri ekki og vandamálið væri í raun markaðslegt. Fáir vissu af vörunni og í raun væri engin eftirspurn eða pressa til að rækta hana.“ Ferskt skarfakál, skarfakálsskyr eða skarfakálspestó „Í námskeiðinu Nýsköpun og gerð viðskiptaáætlana við verkfræðideild Háskóla Íslands ákváðum við Guðrún Anna Atladóttir, Vilborg Guðjónsdóttir og Solveig Þrándardóttir að gera hópverkefni sem fólst í gerð viðskiptaáætlunar um ræktun skarfakáls. Stór hluti verkefnisins var skoðunarkönnun sem lögð var fyrir háskólanema þar sem við spurðum í fyrsta lagi hvort það hefði heyrt skarfakáls getið. Í öðru lagi bjuggum við til myndir af líklegum vörum sem mundu innihalda skarfakál og spurðum hvort svarandi myndi kaupa þær. Innan við helmingur hafði heyrt um skarfakál áður. Ferskt skarfakál kom best út sem líkleg vara en annað sem kom vel út var skyr með skarfakáli og pestó úr skarfakáli,“ segir Ari segir. „Það sem varð okkur einnig hvatning til að nota skarfakál sem viðfangsefni viðskiptaáætlunar er tíðarandinn sem við lifum; fólk er orðið duglegra að elda úr exótískara og fágaðra hráefni. Einföld dæmi um slíka þróun er frá gamla saltstauknum yfir í sjávarsalt og niðurskorinn kálhaus yfir í forpakkað blandað salat. Einnig hafa veitingastaðir eins og NOMA í Kaupmannahöfn [sem hefur nokkrum sinnum verið útnefndur besti veitingastaður í heimi – innsk. blm.] haft mikil áhrif á eldamennsku almennt og hvatt fólk og veitingastaði til að nota hráefni úr nærumhverfi svo það sé sem ferskast og næringarríkast en einnig til að lágmarka umhverfisáhrif. Við höfum mikið rætt hver þau skref ættu að vera. Við höfum í raun enga reynslu af ræktun eða landbúnaðarstörfum svo við myndum þurfa aðstoð sérfræðinga. Mig grunar einnig að til að geta ræktað í stórum stíl og gera það vel þá þurfi að eiga sér stað allnokkur tilraunavinna fyrst. Rökrétt næstu skref væru þá að safna fræjum og koma sér fyrir í tilraunareit hjá velviljuðum garðyrkjubónda og sjá hvað gerist.“ /smh Er hægt að rækta skarfakál og selja Íslendingum? Vannýtt, bragðgóð og holl nytjajurt Skarfakál. Ari Tómasson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.