Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 51

Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 51
51Bændablaðið | Fimmtudagur 8. maí 2014 Eggert er 8 ára Framari sem býr í Grafarholtinu. Hann æfir fótbolta af kappi og ætlar sér aldeilis stóra hluti inni á vellinum í framtíðinni. Hann gerir aldrei neitt leiðinlegt. Nafn: Eggert Ólafsson. Aldur: 8 ára. Stjörnumerki: Sporðdreki. Búseta: Grafarholt í Reykjavík. Skóli: Sæmundarskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Að reikna. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Kötturinn minn, hann Tarzan. Uppáhaldsmatur: Fiskur. Uppáhaldshljómsveit: FUNK. Uppáhaldskvikmynd: Teenage Mutant Ninja Turtles. Fyrsta minningin þín? Þegar ég var að hjóla á þríhjólinu mínu og missti af mér buffið og það fauk í burtu. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta með Fram og svo er ég í Barnakór Guðríðarkirkju. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að verða frægur fótboltamaður. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að hoppa út í sjó af prammanum á Spáni. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Ekkert. Gerðir þú eitthvað sérstakt í sumar? Ég fór til Spánar með mömmu og pabba, það var rosa gaman. PRJÓNAHORNIÐ Nú er vor í lofti og kylfingar farnir að hugsa sér til hreyfings. Því er ekki úr vegi að prjóna fallegar hlífar yfir golfkylfurnar svona til tilbreytingar við flottu merkjahlífarnar sem margir eiga. Til þess getum við sem prjónum mikið notað afgangana í prjónakörfunni og sett saman fallega liti og mynstur eftir getu og smekk hvers og eins . Þetta er ágæt æfing fyrir byrjendur í að prjóna vettlinga þar sem þetta er svipað nema það er enginn þumall til að glíma við. Megi svo sumarið verða okkur gott og gjöfult til sjávar og sveita og við skulum njóta hvers dags sem sólin skín . Í þessar hlífar notuðum við Basak , rautt og hvítt annarsvegar gula Lyppu og fjólublátt Frapan hinsvegar. Þið getið séð litina á www.garn.is. Sokkaprjónar nr 4 Aðferð: Prjónað í hring með sokkaprjónunum. Stroffið er prjónað með einföldu garni en bolurinn með tvöföldu. Aukið út og tekið úr í hliðunum. Fitjið upp 34 lykkjur með einföldu garni og skiptið þeim jafnt á 4 sokkaprjóna. Prjónið nú stroff í hring 1 slétt og 1 brugðin alls 16 sm. Nú er prjónað áfram slétt með tvöföldu garni 6 umferðir. Gott er nú að setja prjónamerki í sitthvora hlið stykkisins og við byrjum á að auka út um 1 lykkju sitthvoru megin við merkin i báðum hliðum = 38 lykkjur á prjóninum. Prjóna áfram 8 umferðir. Auka þá aftur út um 1 lykkju sitthvoru megin við merkin =42 lykkjur á prjóninum. Prjóna nú 6 umf og enn aukið út á sama hátt = 46 l. Nú eru prjónaðar rendur. Gula hlífin: Prjónið nú 3 umferðir með tvöföldu fjólubláu Frapan, 3 umferðir gult , 3 umferðir Frapan 3 umferðir gul Lyppa en í þeirri umferð eru teknar saman 2 lykkjur sitt hvoru megin við prjónamerkin = 42 lykkjur á prjónunum, 3 umferðir fjólublátt. Áfram prjónað með gulu. Nú eru teknar saman 2 l sitthvorumegin við prjónamerkin báðum megin. Prjónaðar 2 umferðir . Teknar 2 l saman sitthvoru megin við merkin í hliðinni , tekið úr á sama hátt í annari hvorri umferð 4 sinnum og síðan í hverri umferð þar til 2 l eru eftir á hverjum prjóni þá er garnið dregið í gegnum allar lykkjurnar og gengið frá endanum. Rauðu hlífarnar eru prjónaðar eins nema með hvítum röndum úr tvöföldu garni . Hvíta hlífin er prjónuð eins upp að rönd en þá er prjónað 1 hvít og ein rauð lykkja til skiptis og síðan rauð l yfir hvíta og hvít l yfir rauða alls 4 umferðir. Tekið úr á sama hátt og í hinum . En þegar röndin er búin er prjónað áfram með tvöföldu rauðu Basak . Tilvalið er að nota allskonar mynstur og litasamsetningar eftir því hvað er til í prjónakörfunni . Fangamark eigandans mætti líka prjóna í hlífarnar. Gleðilegt sumar. FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Ætlar að verða frægur fótboltamaður Golfkylfuhlífar Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Sudoku Galdurinn við Sudoku- þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Létt ÞungMiðlungs 7 2 5 5 9 6 4 7 8 9 4 1 5 9 1 6 8 4 1 9 8 7 3 6 7 5 7 8 9 3 4 4 1 6 4 3 7 4 6 2 9 5 1 7 2 6 3 1 9 2 1 5 2 5 9 7 6 1 6 5 6 3 5 2 8 2 9 6 8 7 2 4 3 8 Smálambaskinn Sjávarleður/Loðskinn mun á þessu vori eins og undanfarin ár kaupa smálambaskinn af bændum. Greitt verður eftir stærð og verkun samkvæmt eftirfarandi: Stór skinn, lengd 50 cm eða meira (lágmarksbreidd 30 cm): kr. 1.200 Miðlungsskinn, lengd 40- 50 cm (lágmarksbreidd 25 cm): kr. 1.000 Lítil skinn, 25- 40 cm: kr. 700 Minni skinn en 20 cm er ekki greitt fyrir. Fyrir rifin skinn greiðast 50% af verði í viðeigandi verðflokki. Tekið er á móti skinnum söltuðum eða frosnum. Greiddar eru 150 krónur aukalega fyrir söltuð skinn ofan á verð samkvæmt verðlista. Sjávarleður/Loðskinn vill leggja áherslu á að skinnum sé komið til vinnslu sem fyrst eftir sauðburð. Nánari upplýsingar í síma 453 5910.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.