Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 31
7LbhI blaðið 8. maí 2014 Rannsóknaverkefni í sauðfjárrækt Aukið verðmæti sláturlamba og erfðafjölbreytileiki sauðfjárkynsins Í mörgu fé er misjafn sauður – getum við aukið verðmæti sláturlambanna? Meginmarkmið þessa verkefnis er að þróa aðferðir til að hámarka verðmæti dilkakjötsframleiðslu. Aðaláherslan er á að hámarka nettóverðmæti hvers lambs sem fæðist að vori, að teknu tilliti til mismunandi kostnaðar við ólíkan burðartíma og sláturtíma. Verkefnið byggist að miklu leyti á nýtingu gagna frá tilraunabúi LbhÍ að Hesti í Borgarfirði. Leitast er við að svara eftirtöldum spurningum: Hvað skýrir breytileika í lífþunga lamba að hausti? (Burðardagur, kyn lambs, burður (einl., tvíl., þríl.,), gengið (einl., tvíl., þríl.,), aldur móður, o.s.frv.). Út frá niðurstöðum úr 1. áfanga hvernig má fækka léttu lömbunum með betri „skipulagn- ingu“ sauðburðar og hversu stóran hóp lamba borgar sig að bata miðað við mismunandi forsendur um verðlagningu eftir sláturtíma? Leitað er svara með tölfræðilegri greiningu skýrsluhaldsgagna og líkanútreikningum sem byggjast á niðurstöðum greininganna og mis- munandi forsendum við búskapinn. Verkefnisstjóri er Jóhannes Svein- björnsson dósent við auðlindadeild. Erfðafjölbreytileiki íslenska sauð- fjárkynsins – verndun og hagnýt- ing til kynbóta Verkefnið snýst um greiningu arfgerða í íslensku sauðfé á s.k. háþéttni DNA örflögu og tengingu svipgerða og arfgerða sem er grunnurinn að því að finna þá erfðabreytileika sem stýra breyti- legum svipgerðum innan íslenska sauðfjárstofnsins. Lögð verður áhersla á að tengja saman arfgerðir og eiginleika til vöðvasöfnunar m.a. með því að bera saman ræktað fé og forystufé. Sá sam- anburður getur einnig veitt upp- lýsingar um erfðir að baki sérkenna forystufjárins. Nú þegar hefur verið safnað hátt á þriðja hund- rað blóðsýnum m.a. af öllum sæðingahrútum undanfarin tvö ár, ræktuðu fé á Hesti og á Ströndum og forystufé víða um land. Erfðaefni úr hundrað gripum voru greind í Finnlandi í vetur og Ólöf Ósk Guðmundsdóttir meistaranemi við LbhÍ dvelur nú í Finnlandi og vinnur úr gögnunum. Verkefnið er unnið í samstarfi við dr. Juha Kantanen prófessor við MTT í Finnlandi. Verkefnisstjóri er Emma Eyþórs- dóttir dósent við auðlindadeild. Rannsóknir í nautgriparækt Átgeta kýrinnar og efnasam- setning mjólkur Á liðnu ári hófst tilraunaverkefni á Stóra-Ármóti þar sem átgeta ís- lensku mjólkurkýrinnar er rann- sökuð. Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent við LbhÍ, segir bráðnauðsyn- legt fyrir bændur að vita hvað kýrin étur þannig að hægt sé að gera góðar fóðuráætlanir. Niðurstöður eru nýttar til að bæta fóðurmatskerfið Norfor sem er hannað fyrir mjólkur- kýr og er notað í vaxandi mæli í ná- grannalöndum okkar. Ekki er hægt að yfirfæra alfarið skandinavískar niðurstöður og því eru vísindamenn að safna saman gögnum um íslensku kýrnar. „Þegar þessu verki lýkur geta bændur fóðrað kýrnar sínar réttar og fengið betri nyt. Þetta er þó ekki einungis spurning um meira mjólk- urmagn heldur ekki síður um efna- innihald mjólkurinnar. Í takti við það er næsta áformaða verkefni á þessu sviði rannsókn sem snýr sérstak- lega að efnainnihaldi mjólkurinnar,“ sagði Jóhannes. „Það segir sig sjálft að hér spilar fóðrunin aðalhlutverkið. Hvernig á fóðrið að vera svo mjólkin innihaldi t.d. meira prótein og fitu sem er mjög eftirsótt nú um stundir? Þessi tvö verkefni eru dæmigerð fyrir það sem LbhÍ er að vinna í varðandi nautgriparækt – og niðurstöðurnar geta haft umtalsverð áhrif á atvinnu- greinina.“ Þekking á átgetu er lykilatriði Í allri fóðuráætlanagerð er þekking á átgetu gripanna lykilatriði. Átgeta ræðst bæði af þáttum tengdum fóðr- inu (trénisinnihald, meltanleiki, verk- unarþættir o.fl.) og þáttum tengdum gripnum (aldur, þungi, staða í fram- leiðsluferli o.fl.). Í hinu nýja samnor- ræna fóðurmatskerfi fyrir mjólkurkýr (Norfor) eru líkingar sem meta át kúa út frá slíkum upplýsingum. Við þróun þeirra líkinga hefur verið stuðst við fáanleg gögn úr mjólkurframleiðslu- tilraunum. Eðlilega eru þar til mest gögn um stóru mjólkurkúakynin á Norðurlöndum en minni um smærri kyn eins og það íslenska. Eins og fyrr segir þá er nákvæm spá um átgetu mjög mikilvæg ekki síst með tilliti til þess að hámarka notkun gróffóðurs í mjólkurframleiðslunni og stilla kjarn- fóðurgjöf sem réttast af. Lilja Dögg Guðnadóttir ber hitann og þungann af átgetuverkefninu en hún er meistaranemi við LbhÍ. Grétar Hrafn Harðarsson, tilraunastjóri á Stóra-Ármóti, og Jóhannes koma að verkinu ásamt Lilju Dögg. Aukin neysla á fituríkum mjólkurafurðum Eins og fyrr sagði er ætlunin að hefja rannsókn næsta haust á áhrifum fóðrunar á efnasamsetningu mjólkur með sérstaka áherslu á fituinnihald mjólkur. Verkefnisstjóri verður Grétar Hrafn Harðarson. Jóhannes kemur einnig að þessari rannsókn. Markaðurinn kallar ekki bara á aukna mjólk heldur hefur neysla aukist á fituríkum mjólkurafurðum undanfarin misseri. Veturinn 2013- 2014 hefur fituinnihald innveginnar mjólkur verið nokkru lægra en undan- farna vetur. Þessi þróun kom fólki í opna skjöldu sem varð til þess að brugðist var seint við og tækifæri töp- uðust. Efnasamsetning og eiginleikar fóðurs hafa veruleg áhrif á magn og samsetningu mjólkurfitu. Þessa þætti þarf að skilgreina betur fyrir íslenskar aðstæður svo koma megi í veg fyrir þá erfiðleika sem mjólkurframleiðslan er að glíma við í dag. Nauðsynlegt er að þekkja þá þætti betur sem stjórna efnainnihaldi í mjólk. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir bændur jafnt sem mjólkuriðnað- inn. Þess er vænst að tilraunin sem hér er lýst auki þekkingu manna á samspili þeirra þátta sem hafa áhrif á efnainni- hald mjólkur og nýtist jafnframt til ráðgjafar kúabændum. Endurheimt votlendis Rannsóknir á votlendi eru meðal áhugaverðra verkefna LbhÍ. Eitt þeirra er samstarfsverkefni um endurheimt votlendis, en samstarfs- aðilar LbhÍ eru ISAL og umhverfis- ráðuneytið. Hlynur Óskarsson, dósent og deildarforseti umhverfisdeildar LbhÍ, sagði að markmið verkefnisins væri að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda með endurheimt votlendis og þróa aðferðir til að meta árangurinn af því. Verkefnið snýst um að finna einfalda þætti, s.s. jarðvatnsstöðu, sem nýst geti til vöktunar svæða og vottunar ár- angurs. Vekefnið er afar mikilvægt því losun gróðurhúsalofttegunda úr fram- ræstu landi vegur þyngst af öllum losunarþáttum sem tengjast nýtingu lands. Stefnt er að því að með aðgerðunum verði hægt að endurheimta um fimm ferkílómetra af framræstu landi á samningstímanum og þannig koma í veg fyrir um það bil 2.500 tonna árlega losun af gróð- urhúsalofttegundum, enda gefa rann- sóknir til kynna að það sé framkvæm- anlegt. Hlynur gat þess jafnframt að margt fleira ynnist með endurheimt votlendis, umfram samdrátt í losun gróðurhúsaloft- tegunda, t.d. fjölbreyttara fuglalíf og bættur vatnsbú- skapur ár og lækja. Þá er þess að geta að Hlynur leitar nú eftir bændum sem eru tilbúnir til að taka þátt. „Þáttur bænda yrði fyrst og fremst sá að útvega land og gæta þess. Framkvæmdir á hverjum stað eru að fullu kostaðar af verkefninu.” Mikil þörf á auknum tilraunum í jarðrækt Á undaförnum árum hefur Þor- steinn Guðmundsson prófessor við LbhÍ ásamt fleirum í jarðræktinni og tveimur MS nemum unnið að því að skoða áhrif og afdrif tilbúins áburðar í túnrækt. Þessar rannsóknir byggja að mestu á langtíma áburðartil- raunum sem stóðu í áratugi. Þar sem mikill fosfór hefur verið borinn á finnst hann alveg efst í jarðveginum. Í sumum tilfellum hefur heildar- magn fosfórs tvöfaldast í efstu 10 cm jarðvegsins en samt er lítil hætta á að hann skolist til eða valdi vand- ræðum. Athuganir Þorsteins benda til að nokkuð eða jafnvel mikið af þessum fosfór geti nýst gróðri og það væri spennandi að fylgja þessu eftir. „Við höfum einnig fundið að tilbú- inn áburður á þurrlendistún annað hvort heldur kolefn- isforða jarðvegsins við eða eykur hann. Þetta eru mik- ilvægar og góðar fréttir fyrir bændur sem búa við þurrlendi og byggja sinn búskap á gras- rækt. Hinsvegar losnar kolefni úr mýrarjarðvegi og það gengur á hinn mikla forða sem þar er bundinn. Á þessu sviði er þörf rannsókna á því hvernig hafa megi stjórn á kolefni jarðvegsins. Samhliða þessum athugunum hefur athyglin beinst að þjónustugrein- ingum á jarðvegi fyrir bændur og aðra ræktendur og hvernig megi nýta þær sem best til að ráðleggja með áburðar- gjöf. Það verður að segjast eins og er að grunnurinn að þeim leiðbeiningum er veikur enda var meginmarkmið margra tilrauna með áburð ekki að stilla þær af við grein- ingar á jarðvegi. Hér er því mikil þörf á áframhaldandi rannsóknum, sérstaklega þegar haft er í huga hversu stór útgjaldaliður áburður er. Þessar rannsóknir hafa fram að þessu að langmestu leyti náð til aðalnæringarefnanna en ekki til snefilefna, sem þó eru mjög mikilvæg fyrir gróður, menn og skepnur og við þekkjum skort t.d. á brennisteini og seleni. Það væri óskandi að hér kæmu öflugir aðilar inn og bættu úr, því eins og með önnur steinefni koma snefil- efnin úr jarðveginum,” sagði Þorsteinn. Votlendi við Kárahnjúka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.