Bændablaðið - 08.05.2014, Page 50

Bændablaðið - 08.05.2014, Page 50
50 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. maí 2014 Líf og lyst BÆRINN OKKAR Eigin kryddjurtaræktun gefur lífinu lit Nú er sumarið komið samkvæmt dagatalinu og ekki seinna vænna að huga að sáningu matjurta. Það er fátt sem jafnast á við að rækta sitt eigið krydd eða grænmeti. Þeir sem vilja stytta sér leið geta þó alltaf farið á næsta bændamarkað eða orðið sér úti um góðgætið í næstu matvörubúð. Einærar kryddjurtir Fjölmörgum kryddjurtategundum er hægt að sá eða kaupa forræktaðar og hafa í potti yfir sumarið. Til dæmis þessar: Dill Hægt er að rækta dill inni í eldhúsglugga og klippa af því eftir þörfum. Kerfill er fallegur og er með gott anísbragð. Fennel er gott sem grænmeti og fræið sem krydd. Er með anískeim. Blöðin eru notuð í salöt, kryddlegi, fiskisúpur og sósur. Garðablóðberg. Garðablóðberg er t.d. notað í pottrétti, kryddolíur, ferskt í salöt. Steinselja hentar í fjölmarga rétti, út á salat, til að strá yfir kartöflur og krydda smjör. Kóríander er mikið notað í austurlenskri matargerð. Rósmarín hentar vel að rækta í pottum eða kerjum. Salvía hentar í súpur, sósur og fiskrétti. Sérstaklega góð með alifuglakjöti. Fjölærar kryddjurtir Graslaukur. Hægt að hafa úti í garði og klippa laukinn eftir þörfum. Piparminta er notuð fersk eða þurrkuð. Getur orðið hálfgert illgresi en er hægt að halda niðri með því að laga nokkra mohito- drykki sem eru með mintu og límónu sem undirstöðu. Ætihvönn er bragðsterkt krydd. Skera þarf ung laufblöð snemma á vorin en síðan má halda jurtinni við með því að klippa hana reglulega. Auk þess að nota blöðin fersk í salöt eða súpur. Birki er orðið vinsæl nytjajurt, bæði sem krydd í drykki og til reykingar á kjöti og fiski. Blóðberg þarf að nálgast uppi í móa eða kaupa forræktaða plöntu. Villtur kerfill getur orðið illgresi en sumar tegundir eru ætar, og er ein tegundin með mjög góðu anísbragði. Falleg blöð til skrauts og salatgerðar. Salat með sýrðri olíudressingu Fyrir fjóra › 2 msk. íslensk repjuolía › 1 límóna, safi › 3 msk. sítrónusafi › 1 tsk. hrásykur › 1 salathaus, u.þ.b. 150 g › Blandað salat › ½ gúrka › graslaukur › þunnt skornar gulrætur Hellið olíunni í skál og setjið límónusafa, sítrónusafa og hrásykur saman við. Þvoið salatið vandlega í vatni og þerrið vel. Rífið blöðin niður í smærri bita og setjið í skál. Skerið gúrkuna í sneiðar og blandið saman við salatið. Hellið dressingunni yfir skömmu áður en salatið er borið fram. Skerið gulrætur í sneiðar og dreifið yfir ásamt graslauk. Berið fram með góðu brauði eða sem meðlæti. Líka er gott að dreifa berjum yfir að eigin vali. Granateplasalat › 100 g ferskt spínat (eða annað salat)) › 1 granatepli (bara innvolsið notað) › 1 msk. dijon-sinnep › 3 msk. ferskt grænt krydd að eigin vali › 2 msk hvítvínsedik › ½ tsk. Maldon-salt › ½ tsk. svartur nýmalaður pipar › 2 dl olía › 1 fennika Hrærið sinnepi, ediki, salti og pipar saman. Hellið olíunni út í og hrærið stöðugt í. Setjið smátt saxað krydd út í. Hellið dressingunni í flösku og hristið vel fyrir hverja notkun. Skolið salat og spínat og leggið í stóra skál. Skerið fenniku í bita og setjið út í salatskálina ásamt innvolsinu úr granateplunum. Setjið dressinguna yfir salatið rétt áður en það er borið fram. MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Kristófer og Kristín tóku við Finnmörk í Fitjárdal árið 1997 af foreldrum Kristófers, þeim Jóhannesi Kristóferssyni og Soffíu Pétursdóttur. Býli: Finnmörk í Fitjárdal. Staðsett í sveit: Miðfirði í Húnaþingi vestra. Ábúendur: Kristófer Jóhannesson og Kristín Arnardóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við eigum þrjú börn: Theodóra Dröfn 22 ára, Eydís Anna 19 ára sem er í Menntaskólanum í Kópavogi, Viktor Jóhannes 15 ára og fóstursonurinn Davíð Þór sem er 12 ára. Chihuahua-hundurinn Patti, border collie hundarnir Píla, Húgó og Harpa og fjárhúskötturinn Pési. Gerð bús? Sauðfjárbú, nokkur geldneyti og hross. Fjöldi búfjár og tegundir? Um 600 kindur, um 40 nautgripir og 15 hross. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Byrjað á því að koma drengjunum í skólann og síðan er farið í búverkin og það sem þarf að huga að. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Allt er skemmtilegt ef vel gengur. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Með svipuðu sniði en alltaf má gera betur. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Við eigum fullt af góðu fólki sem fórnar tíma sínum og kröftum fyrir bændur. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi vel en alltaf má gera betur við bændur. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Tækifærin eru eflaust mörg en við verðum að muna það að innanlandsmarkaður er okkur mikilvægur og við verðum fyrst og fremst að einbeita okkur að honum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör og ostur. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjötið, það stendur alltaf fyrir sínu. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það er svo margt sem hefur verið eftirminnilegt að erfitt er að taka eitthvað eitt. En það má kannski segja þegar við byggðum hlöðuna árið 1999 að það gjörbreytti miklu að fá betri vinnuaðstöðu, bæði undir hey og einnig er hlaðan nýtt á sauðuburði undir fé. Finnmörk

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.