Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 27

Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 27
3LbhI blaðið 8. maí 2014 Rykið mótar náttúru landsins Á undaförnum árum hafa verið stundaðar rannsóknir við Landbúnaðarhá- skólann á ryki í íslenskri náttúru. Þessar rannsóknir hafa tekið til margra þátta, svo sem sandfoks og rykframleiðni, upptakastaða, tíðni rykatburða og ferils þeirra frá upptökum. Þær ná einnig til áhrifa ryks á náttúru landsins, en segja má að ryk eða áfok móti náttúru landsins meira en flestir aðrir þættir. Rannsóknirnar hafa verið undir stjórn Ólafs Arnalds, prófessors við skólann, en Pavla Dagsson-Waldhauserova er um það bil að ljúka doktorsnámi á þessu sviði við HÍ og LbhÍ. Á undanförnum árum hafa nokkrir nemar lokið MS verkefnum á sviði sandfoks. Rannsóknirnar hafa verið stundaðar í góðum tengslum við erlenda rannsóknahópa, en gott samstarf er ennfremur við Landgræðslu ríkisins og Harald Ólafsson prófessor við Háskóla Íslands og sérfræðing á Veðurstofunni. Ólafur Arnalds var um það spurður hvort sandar á Íslandi væru að ein- hverju leyti sérstakir. Já, það eru þeir vissulega. Íslenskar sandauðnir eru stærstu auðnasvæðin þar sem gosaska er í yfirborðinu, yfir 20.000 km2 á landinu öllu. Sandar heimsins eru yf- irleitt kvartssandar eða kalk, eins og þeir þekkja sem hafa komið til norð- urhluta Afríku. Efnin í söndunum hér eru basísk gosefni, sem veðrast mjög hratt og hafa því mjög mikil áhrif á umhverfið þangað sem rykefnin berast. Hér ríkja sérstakar aðstæður þar sem fer saman mikil gosvirkni, og samspil jökla og vatns en jökulárnar flytja fram ógrynni gosefna, auk þess sem mikið bætist við í einstökum gosum eins og í gosinu í Eyjafjallajökli. Þá er veðurfarið nokkuð sérstakt, þar sem landið er staðsett í braut öflugra lægða, landið er mishæðótt og stormar eru afar tíðir, eins og Íslendingar þekkja vel. Sandfok hér er um margt öflugra vegna mikils vindhraða og aðstæðna á yfirborðinu, t.d. mældist hér einn stærsti fokatburður sem mælst hefur á jörðinni í kjölfar Eyjafjallagossins, en þær rannsóknir voru unnar í samstarfi við Landgræðslu ríkisins. -Kemur rykið þá af öllu miðhálendinu? Nei, rannsóknir hafa sýnt að það eru nokkur svæði landsins sem eru langsamlega virkust, eins konar meginuppsprettur og þar má nefna Mýrdalssand, Skeiðarársand, Mælifells- sand og svæðið sunnan Langjökuls, en Dyngjusandur norðan Vatnajök- uls er trúlega virkasta uppfokssvæði landsins. Að auki eru margar smærri uppsprettur sem geta verið býsna áber- andi í vondum veðrum, t.d. farvegur Skaftár. Frá öllum þessum svæðum fýkur gríðarlega mikið efni. Í mestu stormunum bætast síðan við efni frá öðrum sandsvæðum og af þeim er sannarlega nóg. -Hvað er þetta mikið ryk sem fellur um landið, er það hættulegt? Við ætlum að rykið sem berst um landið mælist í milljónum tonna. Rannsóknir Pövlu sýna að tíðni fokatburða á Íslandi sé sambærileg við það sem gerist á helstu eyðimerkur- svæðum jarðar, en jafnframt er ljóst að mjög mikið efni er á ferðinni. Þetta efni berst um landið allt, frá Vestfjörðum til Austfjarða, en afar mismikið mikið eftir fjarlægð frá upptökum og einnig háð vindafari, því rykið berst að mestu með þurrum vindum, t.d. aðallega með norðlægum áttum á Suðurlandi. Magnið er allt frá nokkrum grömmum á fermetra á ári upp í það að nema um kg á m2 næst áfoksupptökum, sem er gríðarlega mikið. Rykið smýgur alls staðar, það er von að húsbændur og hjú þurfi víða að þurrka mikið af í þurrkatíð sums staðar á landinu. En um margt eru rykefnin óæskileg fyrir fólk, því vegna smæðarinnar geta þau haft mjög slæm áhrif á lungu og heilsufar almennt, m.a. stuðlað að aukinni tíðni öndunarsjúkdóma og hjartaáfalla. Og í raun mætti segja að rykmengun sé langt yfir heilsuverndarmörkum í mjög mörgum fokatburðum, sem sést t.d. vel á mælum Umhverfisstofnunar í Reykjavík. Það væri full ástæða fyrir heilsuverndaryfirvöld í landinu að gefa þessari mengun meiri gaum. Fokið var raunar sérstaklega slæmt í kjölfar Eyja- fjallagossins, en mikið fok verður þar sem fín aska fellur á illa gróið land. -Þið segið að rykið berist um allt? Já, en í mismiklum mæli. Strók- arnir frá helstu uppfoksstöðunum berast mörg hundruð kílómetra en mest sest til aftur næst upptökunum. Miðsuðurland og Norðausturland eru þau svæði sem virðast fá mest áfok. En fínustu efnin geta borist þúsundir kílómetra yfir höfin og til Evrópu og Grænlands. Rykmengunin stuðlar að örari bráðnun jökla, enda endur- varpar svört askan litlu sólarljósi. Það hefur m.a. komið í ljós í tilraunum með íslenskan sand á snæviþöktum tilraunareitum í Lapplandi. Fokefni frá Íslandi hafa líklega töluverð áhrif á veðurþætti, sem og vistkerfi sjávar umhverfis landið, en það hefur lítið verið rannsakað. Pavla er einnig að rannsaka ferla foksins og m.a. eru ummerki um fokefni sem hafa borist alla leið til Tékklands. -En hver eru áhrifin á gróður og jarð- veg? Eru þau slæm? Þessi fokefni, ásamt gjósku sem fellur í eldgosum, eru móðurefni jarðvegsins á Íslandi. Rannsóknir sýna að margir þættir sem hafa áhrif á frjósemi mold- arinnar stýrast af magni áfoksefnanna auk þess sem jarðvegur er þykkastur þar sem áfokið er mest. Rannsóknir sem Tómas Grétar Gunnarsson við HÍ hefur unnið í samstarfi við okkur hjá LbhÍ sýna að sá þáttur sem einna helst skýrir þéttleika varpfugla er magn áfoksefna. Fuglar eru afskap- lega næmur mælikvarði á frjósemi vistkerfa. Ástæðan fyrir þessu er ör veðrun áfoksefnanna sem losar um ýmis næringarefni og viðheldur sýru- stigi jarðvegsins. Þannig er jarðvegur súrastur á svæðum sem fá minnst áfok, t.d. hlutar Vesturlands og Vestfjarða. Hæfilegt áfok er sem sagt mjög til bóta fyrir vistkerfi landsins. -Framtíðin? Við erum að efla samstarf okkar við erlenda og innlenda aðila með það að markmiði að auka þekkingu okkar á foki á Íslandi og áhrif á vistkerfi og andrúmsloft. Þetta er spennandi við- fangsefni, en ennfremur afskaplega mikilvægt því það eru svo margir þættir í náttúru landsins sem skýrast af þessu foki. Jafnframt er mikilvægt að huga betur að áhrifum foksins á mannfólkið í landinu. Útbreiðsla byggs Íslandi Erfðir og umhverfi Aukin útbreiðsla korntegunda í norðurátt frá kjörlendum krefst aðlögunar að nýjum aðstæðum og þetta krefst breytileika í erfðaefni plöntunnar. Norðlægur landbún- aður, sem einkennist af stuttu og köldu vaxtartímabili, langri ljóslotu auk hættu á frosti seint að vori og snemma hausts, telst enn þann dag í dag vera á mörkum byggræktar. Doktorsverkefni Magnusar Görans- sonar fjallar einmitt um ofangreint, en Magnus vinnur þetta jöfnum höndum við Landbúnaðarháskóla Íslands og háskóla í Noregi. Á undanförnum árum hefur bygg- rækt aukist umtalsvert á Ís- landi samfara bættum veður- skilyrðum og ágætum árangri í kynbótum. Við kynbætur á íslensku yrkjunum hefur verið leitast við að auka flýti og þroska við lágt hitastig, en kynbæturnar byggja á norrænum, færeyskum og skoskum yrkjum. Íslensku byggyrkin eru þó mun fljótari við íslenskar aðstæður en fljótustu yrkin sem notuð voru við kynbæturnar og því áhugaverður efni- viður til rannsókna á samspili um- hverfis og erfðaþátta sem tengist flýti. Þær breytingar sem spáð er að verði á veðurfari á næstu áratugum munu verða þess valdandi að norðlæg rækt- arlönd munu gegna sífellt mikilvægara hlutverki í fæð- uframleiðslu þjóða heims- ins. Kynbætur nytjaplantna munu því í auknum mæli miða að því að færa ræktun norðar og þar mun þekking á erfðum flýtis gegna mikilvægu hlutverki. Rannsóknir á íslensku byggyrkjunum verða í þessu samhengi mikilvægt innlegg til hags- bóta fyrir jafnt íslenska ræktendur sem erlenda. Fengu nýsköpunar- verðlaun forseta Íslands Hjólaleiðir á Íslandi, verkefni unnið af Evu Dís Þórðardóttur úr Háskól- anum í Reykjavík og Gísla Rafni Guðmundssyni úr Háskólanum í Lundi, hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands fyrr á þessu ári. Gísli Rafn útskrifaðist með BS gráðu af umhverfisskipulagsbraut LbhÍ vorið 2012. Hann stundar nú nám í sjálf- bærri borgarhönnun við háskólann í Lundi í Svíþjóð. Framhaldsnám er vaxandi við skólann Framhaldsnámi hefur vaxið fiskur um hrygg við skólann. Nú stunda rúm- lega 20 nemendur rannsóknatengt meistaranám og annar eins fjöldi er í meistaranámi í skipulagsfræði. Doktorsnemar eru átta og vinna að fjölbreyttum verkefnum á verksviði skólans. Myndin er tekin af samnorrænni byggtilraun í landi Korpu í Reykjavík sumarið 2012. Þarna var verið að skoða breytileika í vaxtarlagi og fræþroska í 180 bygglínum. Breytileikinn er svo notaður til tengslagreiningar á milli svipgerðar og arfgerðar. Mynd: Magnus Göransson Tilraunir með áhrif ljóss á uppskeru Vetrarræktun í gróðurhúsum á Ís- landi er algjörlega háð lýsingu. Við- bótarlýsing getur því lengt uppskeru- tímann og komið í stað innflutnings að vetri til. Fullnægjandi leiðbein- ingar vegna ræktunar á papriku og tómötum eru ekki til staðar og þarfn- ast frekari þróunar. Á Íslandi er vikur einna mest notaða rótarbeðsefnið. Flestir ræktendur notast við óá- græddar plöntur, þ.e. plöntur sem vaxa á eigin rót. Frá árinu 2009 hafa verið gerðar tilraunir í tilraunagróðurhúsi Land- búnaðarháskóla Íslands að Reykjum með tómata og papriku og prófuð áhrif ljóss á uppskeru og hvernig megi auka uppskeru og framlegð. Rannsóknar- verkefnið var unnið í samvinnu við garðyrkjuráðunauta Bændasamtaka Íslands, ylræktarbændur og HAMK University of Applied Sciences í Finn- landi. Verkefnið hefur notið stuðnings Sambands garðyrkjubænda og verk- efnisstjóri er Christina Stadler. Dyngjusandur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.