Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | Fimmtudagur 8. maí 2014 Er jólatrjáaræktun á ökrum raunhæf á Íslandi? Ræktun jólatrjáa á ökrum er ræktunaraðferð sem hefur verið reynd á Íslandi í gegn tíðinni með frekar lélegum árangri. Víða í Evrópu og Bandaríkjunum er akurræktun hins vega algeng ræktunaraðferð, þar sem barrtré (greni, fura og þinur) eru framleidd og seld í miklu magni. 2012 voru framleidd í Danmörk um 11 milljónir jólatrjáa, í Þýskalandi um 24 og í Bandaríkjunum um 24,5 milljónir jólatrjáa. Akurræktun getur verið skilvirk og hagstæð ræktunaraðferð en hún krefst þekkingar, kunnáttu og ekki síst vélvæðingar með sérhönnuðum tækjum og tólum (1. mynd). Markmið akurræktunar er að ná hámarks nýtingarhlutfalli á hvern hektara með lágmarkskostnaði. Með vönduðu skipulagi, tækninotkun, markvissri notkun á áburði ásamt plöntu- og skordýraeitrun er hægt að framleiða 5-7000 tré á ha á 8-10 árum. Í akurræktun er algengt að forma og snyrta trén. Til dæmis eru trén klippt inn í „þríhyrningaform“, (2. mynd) neðstu greinarnar eru klipptar af og toppurinn lagaður ef hann er ekki beinn og fínn, eða ef tréð hefur myndað fleiri toppa. Síðan eru trén snyrt og meðhöndluð á mismunandi hátt á hverju ári fram til lokahöggs. Jarðvegs- og barrsýni eru tekin reglulega til að kanna hvort trén hafi orðið fyrir næringarskorti og auka áburði bætt við ef þess þarf. Næringarskortur hjá barrtré getur leitt til vaxtarstöðvunar, mislitunar og lélegrar barrheldni. Mikið er í húfi og því er mikið kapp lagð á að bæta hvert einasta tré og þannig framleiða eins mörg gæðatré og hægt er. Söluverðið og tekjurnar hækkar með auknum gæðum, lit og hæð trésins. Akurræktun er áhugaverð ræktunaraðferð hérlendis og vaxandi áhugi er hjá skógarbændum og skógræktarfélögum á að auka íslenska framleiðsla. Akurræktun getur verið áhugaverð tækifæri/ valmöguleiki fyrir skógarbændur og aðra áhugamenn sem sjá sér hag í að rækta jólatré fyrir heimamarkað. Mikilvægt er að hafa í huga að akurræktun er sérgrein eins og aðrar búgreinar og nauðsynlegt er að kynna sér ræktunarferlið, lesa sér til og afla sér þekkingar áður en lagð er af stað í stærra fjárfestingar. Á Íslandi eru framleidd og selt um 10.000 jólatré árlega sem ekki er nægjanleg til að fullnægja eftirspurn landans eftir jólatrjám og því eru um 40.000 jólatré (norðmannsþinur) flutt inn frá Danmörku. Framleiðsla jólatrjáa fer aðallega fram hjá skógræktarfélögum og Skógrækt ríkisins þar sem ræktunarsvæðið er oftast útjörð eða á skógræktarland sem ekki er hægt að nota í túnrækt. Skógarbændur víða um land eru hins vegar farnir að sjá möguleika sem erum fólgnir í akurræktun og eru að undirbúa sig undir að hefja ræktun. Landssamtök skógareigenda (LSE) komu af stað átaksverkefni tengdu jólatrjáaræktun á ökrum 2011. Í verkefninu eru skráðir um 40 bændur og áhugamenn sem flestir huga að jólatrjáaræktun. Markmið verkefnisins er að afla sameiginlegrar reynslu og þekkingar um jólatrjáaræktun á Íslandi, til dæmis varðandi tegundanotkun og ræktunaraðferðir. Eitt stærsta viðfangsefnið er að finna ásættanlega leið til að hamla óhóflegum samkeppnisvexti á ræktunarsvæðinu. Mikill samkeppnisgróður dregur úr lifun og vexti ungplantna, lengir ræktunartímann og getur skemmt útlit trjáa. Annað mikilvægt atriði er að finna rétta tegund og rétt kvæmi fyrir hvert ræktunarsvæði. Sumar tegundir þrífast til dæmis vel nálægt sjó en aðra þrífst bara inn til landsins. Almennt þrífast flest barrtré best í hæfilega rökum og næringarríkum jarðvegi. Átaksverkefnið hjá LSE á að varpa ljósi á margar spurningar sem eftir er að svara varðandi jólatrjáaræktun. Við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri hófst rannsóknarverkefni um akurræktun jólatrjáa 2009 sem síðan var stækkað 2011. Markmið verkefnisins var að kanna hvernig þrjár mismunandi barrtegundir (rauðgreni, blágreni og stafafura) henta við akurræktun, hvernig mismunandi áburðar- og eitrunarmeðferðir hafa áhrif á lifun og vöxt trjáa. En fremur voru skjóláhrif könnuð og hvort munur væri á lifun og vexti milli landshluta (Hvanneyri, Skagafjörður [á bænum Krithóli] og Kirkjubæjarklaustri [á bænum Prestsbakkakoti]). Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í BS- og MS-ritgerðum greinarhöfundar. Niður stöðurnar voru að mestu vísindaleg staðfesting á reynslu sem hefur verið aflað á Íslandi við jólatrjáaræktun í gegnum árin. Þær sýndu þó skýrt að mikilvægt er að velja tegundir sem henta fyrir ákveðin svæði, að fara varlega eða jafnvel að bíða með áburðargjöf fyrstu árin eftir gróðursetningu og að passa mjög vel að samkeppnisgróðurinn taki ekki völdin á ræktunarsvæðinu. Skjól skiptir miklu máli fyrir lifun og vöxt ungplantna og staðsetning er líka atriði sem hefur áhrif. Bestur árangur í rannsóknatilraunin fyrstu árin eftir gróðursetning, hvað varða lifun og vöxt var í Krithóli, sem nýtur þess ótvíræða (fyrir jólatrjáaræktun) kostar að vera langt frá sjónum. Rannsóknarverkefninu verðar fylgt eftir fram til lokahöggs og mun vonandi bæta þekkingu á ræktunaraðferðum við ræktun jólatrjáa á ökrum við íslenskar aðstæður (3. mynd). Ýmsir aðilar fylgjast af áhuga með rannsókninni hjá LBHÍ og átaksverkefninu hjá LSE. Verkefnið í heild hefur fengið styrki frá Landshlutaverkefnunum, plöntuframleiðendum og einnig umtalsverðan fjárhagslegan stuðning frá Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Else Möller, skógfræðingur Mynd 1. Sérhannað tæki notað í jólatrjáaræktun á ökrum. Mynd 2. Viðgerðir á toppum. Ef toppurinn er ónýttur er hægt að búa til nýjan topp við að beygja upp hliðargrein. Aðalskrifstofa - Borgarbraut 74 - 310 Borgarnes Söluskrifstofa - Vesturvör 29 - 200 Kópavogur Netfang - sala@limtrevirnet.is Aðalnúmer: 412 5300 | Söludeild: 412 5350 limtrevirnet.is Yleiningar fyrir íslenska veðráttu Hjá Límtré Vírnet færðu léttar stálsamlokueiningar með polyúreþan- eða steinullareinangrun á milli. Henta í útveggi og þök, milliveggi og loft, kæli- og frystiklefa, fyrir heimili og fyrirtæki. Raka- og vindþéttar, einangra vel, auðþrifnar, iIltendranlegar, gæðaprófaðar, léttar, fljótuppsettar, þaulreyndar og hagkvæmar. Kynntu þér Yleiningar á limtrevirnet.is. Víðilækur, Fljótsdalshéraði Ríflega 1.100 ha jörð í um 30 km fjarlægð frá Egilsstöðum. Víðilækur er í dag skógræktarjörð en væri líka tilvalinn fyrir hestamennsku o.fl. Gott íbúðarhús (189,5 m²), vélageymsla, verkstæði og geymsla (samtals 247,5 m²), fjárhús (459,2 m² að hluta til hesthús), hlaða (126 m²). Virkilega fallegt umhverfi og tilheyrir m.a. ein af perlum Fljótsdalshéraðs jörðinni að hluta. Gæsa- og rjúpnaveiði er á jörðinni og örlítil silungsveiði í Múlaá. Verð aðeins 48 milljónir! Nánari upplýsingar hjá INNI fasteignasölu s. 580 7905 eða á www.inni.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.