Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. maí 2014
Söngsveitin Fílharmónía hefur
verið iðin við tónleikahald það sem
af er þessu ári og heimsækir næst
Siglufjörð og Akureyri helgina 16.-
18. maí. Um fimmtíu söngvarar
verða með í þessari söngferð,
enda er almennt mikil tilhlökkun
í hópnum yfir að heimsækja
Norðurlandið fagra og syngja fyrir
íbúa Tröllaskaga, Akureyringa og
Eyfirðinga.
Kórinn er að undirbúa sig fyrir
kórakeppni í Llangollen í Wales í
sumar og á efnisskrá tónleikanna fyrir
norðan er að finna lög sem kórinn fer
með í keppnina. Á efnisskránni, sem
er býsna fjölbreytt, eru bæði íslensk
og erlend verk, svo sem eftir norska
tónskáldið Ola Gjeilo, Randall Z.
Stoope, Báru Grímsdóttur, Gunnstein
Ólafsson. Hreiðar Inga Þorsteinsson
og Þóru Marteinsdóttur.
Tónleikarnir verða á laugardag
kl. 17 í Siglufjarðarkirkju og kl. 16
á sunnudaginn í Akureyrarkirkju þar
sem kór kirkjunnar kemur einnig
fram.
Kanínur sem ganga lausar í
Kjarnaskógi og á Útilífs- og
umhverfismiðstöð skáta að
Hömrum við Akureyri hafa valdið
miklum skemmdum á trjám í
vetur. Hafa þær nagað börk af
trjám allt upp í tveggja metra hæð.
Leyfi fékkst til að farga kanínum á
Hamrasvæðinu í lok vetrar, en ef
til vill er um skammgóðan vermi
að ræða því þær sem fyrir eru í
Kjarnaskógi færa sig gjarnan yfir
að Hömrum.
„Kanínur hafa verið í Kjarnaskógi
um áratuga skeið og hafa flestir haft
gaman af því að sjá þær skoppa um
skóginn. Margir hafa viljað meina
að þær geri ekki neinn skaða og séu
kærkomin viðbót í annars fábrotið
villidýralíf landsins. En með
framferði sínu síðastliðinn vetur
hefur talsmönnum kanínanna fækkað
verulega,“ segir Bergsveinn Þórsson
svæðisstjóri í grein sem hann skrifar
á vef Norðurlandsskóga.
Kanínur hafa drepið mörg falleg
tré í Kjarnaskógi
Bergsveinn fór í gönguferð um
skóginn á dögunum og varð þá
vitni að því að á mörgum stöðum
höfðu kanínur drepið falleg tré sem
plantað hafði verið hér og þar um
skóginn til skrauts. „Í vetur þegar
fór að snjóa og harðna á dalnum hjá
kanínunum hafa þær tekið upp á því
að naga allan börk af greinum og
stofni valinna trjáa. Kanínurnar hafa
sigtað út sjaldgæfustu og dýrustu trén
og virðast tré af rósaættinni vera í
sérstöku uppáhaldi eins og t.d.
reynitré, eplatré og prunusar. Vegna
snjóalaga í vetur hafa þær í mörgum
tilfellum getað verið að dunda við
að hreinsa börkinn af trjánum frá
jörð og upp í yfir metra hæð svo nú
standa eftir berir trjástofnarnir,“ segir
Bergsveinn.
Tr y g g v i M a r i n ó s s o n ,
framkvæmda stjóri Útilífs- og
umhverfismiðstöðvar skáta að
Hömrum, segir að þar á bæ sé sama
sagan. Kanínur hafi nagað allan börk
af fjölda trjáa á svæðinu.
„Trén sem lögðust undan snjónum
nöguðu þær allan börk af allt upp í
tveggja metra hæð,“ segir hann.
Leyfi fékkst til að farga kanínum
að Hömrum
Í lok vetrar fékkst leyfi frá
Umhverfis stofnun til að farga
kanínum á svæðinu og þar eru nú
að sögn Tryggva engar kanínur, „en
væntanlega koma þær aftur ef þær
eru enn á ferðinni í Kjarnaskógi,“
segir hann. Hann nefnir að menn
tali gjarnan um fjölbreytileika
dýralífs á landinu, en ótal dæmi
séu víðs vegar að úr heiminum um
hörmulegar afleiðingar þess að
leyfa framandi dýrategundum að
ná fótfestu. Þar megi nefna kanínur.
Eins sé minkurinn ágætt dæmi hér
á landi. „Menn mættu líka velta því
fyrir sér hvaða afleiðingar það hefur
nái kanínur verulegri útbreiðslu hér
á landi, en sem dæmi gætu þær orðið
viðbót við fæðu refsins og hvaða
áhrif hefur aukið fæðuframboð fyrir
refastofninn? Ef til vill þarf þá enn
meira fé í að fækka refnum,“ segir
Tryggvi. /MÞÞ
Þegar ég var við nám í
Háskólanum á sínum tíma
var ég ekki alveg jafn
fyrirhyggjusamur og sumir
samnemendur mínir. Upp úr
áramótum fór ég að heyra um
hinn og þennan sem búinn
var að tryggja sér sumarstarf
í hinum ýmsu fyrirtækjum og
stofnunum. Ég var hins vegar
kærulaus og spáði lítið í þetta.
Leið nú og beið og farið var
að styttast í vorpróf. Á þessum
tíma bjó ég á stúdentagörðum
í Vatnsmýrinni. Í 50 metra
fjarlægð frá íbúðinni minni
stóðu yfir miklar framkvæmdir
við byggingu húss Íslenskrar
erfðagreiningar. Dag einn rölti
ég niður á vinnusvæðið og hitti
fyrir verkstjóra, sagði honum að
ég væri úr sveit og hefði unnið
í byggingarvinnu veturinn áður
og með það handsöluðum við að
ég myndi mæta til vinnu eftir að
vorprófum lyki.
Þetta var ágæt vinna, svolítið
eins og í sveitinni heima. Ég
gat stillt vekjaraklukkuna á að
hringja fimm mínútum áður
en ég þurfti að mæta til vinnu,
skroppið heim í morgunkaffi
og hádegismat og jafnvel lagt
mig í korter í hádeginu. Þó að
launin væru bara í meðallagi
var þetta uppgripavinna. Eftir
að hefðbundnum vinnudegi
var lokið fór ég mörg kvöld í
steypuvinnu.
Talað hefur verið um að
fyrir hrun hafi mikið gengið á
í byggingaframkvæmdum og
ýmsir gallar hafi komið í ljós
á húsum sem byggð voru á
þeim uppgangstímum. Ég ætla
svo sem ekki að alhæfa um
hvernig þessu var farið með
hús Erfðagreiningarinnar, sem
reis á 14 mánuðum. En þegar
útveggurinn að vestanverðu
hrynur með brauki og bramli
einhvern tíma í framtíðinni verður
það alla vega ekki mér að kenna.
Það var ekki ég sem henti heilum
naglapakka niður í steypumótið
til að loka gati sem gleymst hafði
að slá upp undir. Það var annar.
Ósköp væri nú annars gaman
ef einhver gæti útskýrt fyrir mér
hvað í veröldinni fyrirtækið
Íslensk erfðagreining gerir
eiginlega. Árum saman hefur
verið hamrað á því að rannsóknir
fyrirtækisins séu landslýð öllum
til mikils gagns og jafnvel
heimsbyggðinni líka. Öðru hvoru
koma svo fréttir um að fundist
hafi sameiginlegur erfðaþáttur
hjá öllum sem eru með fótaóeirð
eða einhvern fjárann. Hvernig það
hjálpar okkur hefur ekki komið
fram. Það eina sem ég man eftir
að hafi í alvöru gerst varðandi
þetta fyrirtæki er að fjöldi fólks
tapaði fullt af peningum með
því að fjárfesta í hlutabréfum í
því, sem í sumum tilvikum voru
fjármögnuð með lántökum. Ég
vona alla vega að það læknist
einhvern tíma af óeirðinni.
Og nýjustu tiltæki fyrirtækisins
vekja spurningar. Nú á að láta
hundrað þúsund Íslendinga skafa
innan úr kinnunum á sér til að
fyrirtækið fái enn fleiri lífsýni til
að greina mögulega ættgengni
gyllinæðar eða annarra sjúkdóma.
Enginn virðist gera athugasemdir
við að einkafyrirtæki fái með
þessum hætti lífsýni úr hátt í
þriðjungi þjóðarinnar til viðbótar
við þau lífsýni sem þegar eru til
staðar. Ætli ég fylgi ekki fordæmi
ágæts manns í þessum efnum,
sem tilkynnti á Facebook að
hann væri búinn að skafa innan
úr kinninni á kettinum sínum.
/fr
STEKKUR
Naglapakkar
og lífsýni
Söngsveitin Fílharmónía heimsækir Norðlendinga
Hér má sjá upp étinn Dodong-reyni
í Kjarnaskógi. Myndir / Norðurlandsskógar
Söngsveitin Fílharmónía.
Kjarnaskógur og Hamrar við Akureyri:
Kanínur hafa valdið miklum
skemmdum á trjám í vetur
Þessi fyrrum fallegi ilmreynir er ónýtur eftir að kanínur hafa nagað hann í vetur.
Reykhólahreppur:
Oddvitinn prjónaði peysur á
öll nýfædd börn í hreppnum
Síðasta hálft annað árið hefur
Andrea Björnsdóttir á Skálanesi,
oddviti Reykhólahrepps, prjónað
peysur á alla nýbura í sveitarfélagi
sínu. Núna eru peysurnar orðnar
ellefu og jafnmörg sokkapör að
auki. Það er ekki lítið í sveitarfélagi
þar sem íbúarnir eru rétt um 270
segir í frétt á vef Reykhólahrepps.
Um daginn komu nær allar
mæðurnar og börnin saman til
myndatöku ásamt Andreu, fyrir utan
að ein fjölskyldan er flutt úr hreppnum.
„Öll hin tíu mættu, flest hress en sum
pínu veik og önnur nýfædd,“ segir
Andrea í spjalli við vefinn.
Fylgst hefur verið með
framvindu þessa skemmtilega
máls á Reykhólavefnum og ásamt
myndum greint frá a.m.k. flestum
nýju börnunum í Reykhólahreppi ef
ekki öllum, eftir því sem fæðingunum
hefur undið fram. /MÞÞ
Andrea Björnsdóttir oddviti í sófanum fyrir miðri mynd með tvö af börnunum í fanginu ásamt mæðrum og börnunum
sem öll eru í peysunum sem hún hefur prjónað. Mynd / af vef Reykhólahrepps