Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 25
Getum við flýtt vorinu? Á Íslandi er það hitinn sem heldur aftur af vorkom- unni. Birtan er næg þegar komið er fram í mars en loft- og jarðvegshiti er oft ekki nægur fyrr en kemur fram í maí. Hjá Landbúnaðarháskóla Íslands er í gangi tilraun með upphitun jarðvegs til að flýta gróandanum á vorin. Tilgangurinn er sá að kanna hvort hægt sé að taka íþróttavelli í notkun fyrr á vorin með því að hita þá upp seinni part vetrar og á vorin. Niðurstöður síðustu ára sýna að það fer mjög eftir árferði hversu miklu munar um upphitunina. Ef vorið er kalt getur grænkað mun fyrr þar sem hitað er en ef snemma hlýnar munar minna um upphitunina. Myndina tók Þór Björnsson íþróttastjóri Fram. Jarðskjálftinn skapaði sóknarfæri Að Reykjum í Ölfusi er orðið til kjörsvæði til rannsókna á því hvað gerist þegar jarðvegur hlýnar óvænt og mikið Jarðskjálftar og aðrar náttúruham- farir eru yfirleitt fáum til góðs. Þó geta þeir leitt til þess að ný tækifæri líta dagsins ljós. Það gerðist í Hvera- gerði þegar skjálftinn stóri reið þar yfir 29. maí árið 2008 og það ætla íslenskir og erlendir vísindamenn að notfæra sér til að spá í hlýnun jarðar. Við jarðskjálftann sem var ansi snarpur urðu töluverðar breytingar á jarðhitakerfinu undir bænum og í ná- grenni hans. Jarðhitasvæði fluttust til og ný urðu til. Í nágrenni við húsakynni Garðyrkjuskólans að Reykjum hafði jarðhitasvæði verið kyrrt á sama stað síðan á 17. öld en í skjálftanum flutti það sig um set í hálfan kílómetra til austurs. Við það fór það undir skóg sem byrjað var að rækta árið 1966. Að sögn Bjarna Diðriks Sigurðs- sonar prófessors í skógarvistfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands hefur jarðvegurinn undir skóginum hitnað mismikið og er víða svipaður og gengur og gerist í Norður-Afríku. Þar sem hiti í jarðvegi ræður töluvert meiru um vöxt trjáa og fleiri plantna en lofthiti kvikn- aði sú spurning hvaða áhrif þessi tilfær- sla jarðhitans hefði á vöxt og viðgang bæði trjáa og lággróðurs. “Þarna sköpuðust óvænt alveg nýjar aðstæður sem eru kjörnar til þess að rannsaka áhrif hlýnunar á gróður,” sagði Bjarni Diðrik. “Við vitum upp á dag hvenær fór að hlýna og höfum til samanburðar önnur jarðhitasvæði sem ekki breyttust. Við getum því aflað upplýsinga sem engir aðrir hafa tök á. Hingað til hafa menn þurft að eyða stórfé í niðurdælingu á heitu vatni en þetta er eins og gjöf af himnum ofan – eða neðan, eftir því hvernig það er metið,” bætti hann við. Þetta hefur þegar skilað ákveðnum upplýsingum því að sögn Bjarna Dið- riks virðist gróður spjara sig ágætlega við takmarkaða jarðvegshlýnun. “Í fyrstu eykst framleiðsla og vöxtur, enda virðast flest gróðurkerfi hafa mikið þol fyrir breytingum. En eftir því sem jarðvegurinn verður heitari fækkar góðu fréttunum. Þá vex hætta á því að plöntur vakni of snemma og verði fyrir áföllum í frosti. Með tímanum gætu þó valist úr stofnar sem ekki láta plata sig en þola breytingarnar.” Þetta hefur vakið mikinn áhuga hjá erlendum vísindamönnum og fyrir tveimur árum var ákveðið að setja upp rannsóknarverkefni. Það hefur vafið upp á sig og nú taka þátt í því 14 nemendur, þar af níu erlendir doktorsnemar sem koma reglulega til landsins til að vinna að verkefninu. “Við erum að afla verkefninu stuðnings og vorum að senda inn umsókn um Evrópustyrk skömmu fyrir páska,” segir Bjarni Diðrik Sigurðsson. ÞH Hlustaðu á viðtöl við nemendur á YouTube! Á síðu LbhÍ á YouTube er talsvert af viðtölum við nú- verandi og fyrr- verandi nemendur LbhÍ. “Þetta er góð leið til að segja tilvonandi nem- endum frá náminu við LbhÍ,” sagði Áskell Þórisson, sem stýrir útgáfu- og kynningarmálum við skólann. Á heimasíðu skólans eru flýti- hnappar yfir á YouTube. Apríl 2014 Útgefandi: Landbúnaðarháskóli Íslands www.lbhi.is LbhI blaðið Háskólanámið og búfræðin á Hvanneyri en garðyrkjubrautir á Reykjum Aðsetur háskólanámsins og náms í búfræði er á Hvanneyri í Borgarfirði. Borgarnes er í 14 km fjarlægð og frá Hvanneyri til Reykjavíkur eru um 80 km. Í nágrenni Hvanneyrar eru fallegar göngu- og reiðleiðir og mikil náttúru- fegurð. Aðsetur starfsmenntanáms í garð- yrkjutengdum greinum er á Reykjum í útjaðri Hveragerðis. Meðfylgjandi mynd er hluti af líkani sem nemendur á umhverfisskipulags- braut LbhÍ gerðu. 8. maí 2014 - Útgefandi: Landbúnaðarháskóli Íslands - www.lbhi.is Umsóknarfrestur um nám við LbhÍ er til 5. júní Umsóknarfrestur um nám í allar deildir og brautir Landbúnaðarháskóla Íslands er til og með 5. júní. Sótt er um á nám á rafrænu formi á heimasíðu skólans www.lbhi.is Jákvæð niðurstaða alþjóðlegrar úttektarnefndar Alþjóðleg úttektarnefnd gæðaráðs ís- lenskra háskóla heimsótti skólann þann 10.-12. mars á liðnu ári. Þann 12. sept- ember sama ár afhenti gæðaráðið svo matsskýrslu (Institution Wide Review Report) í kjölfar sjálfsmats stofnunar- innar (Reflective Analysis). Niðurstaða matsskýrslunnar var já- kvæð og skólanum sýnt fullt traust í þeim meginþáttum sem metnir voru í skýrslunni. Bjarni Diðrik Sigurðsson prófessor í skóginum sem nú lætur undan síga vegna jarðhita. Með honum eru sænskar stúlkur sem eru nemendur við landbúnað- arháskólann í Uppsölum í Svíþjóð (SLU), Agnes Bondesson (t.v.) og Hanna André.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.