Bændablaðið - 08.05.2014, Qupperneq 7

Bændablaðið - 08.05.2014, Qupperneq 7
7Bændablaðið | Fimmtudagur 8. maí 2014 íðasti vísnaþáttur var helgaður Vorfagnaði Karlakórsins Hreims, þar sem hagyrðingarnir Björn Ingólfsson Grenivík, Friðrik Steingrímsson Mývatnssveit og Hjálmar Freysteinsson Akureyri fluttu samkomunni kveðskap milli söngatriða. Vakti hagyrðingunum talsverða athygli stjórnunarstíll Steinþórs Þráinssonar. Friðrik fyrrverandi hreppungi Steinþórs orti: Höndum sveiflar ansi ýkt eins og brjáluð kona. Fé er jafnan fóstri líkt; faðir hans var svona. Þess er að geta að faðir Steinþórs, Þráinn Þórisson á Skútustöðum, var kunnur kórstjórnandi meðan lifði. Steinþór stjórnandi og Hjálmar Freysteinsson spila saman bridge vikulega, og sitja þar eðlilega hvor mót hinum. Því var Hjálmari ánægjuleg tilbreyting að skoða baksvipinn: Þrekinn um herðar og bakið er breitt sem blasir hér öllum við. Ég get ekki sagt að ég sakni þess neitt að sjá ekki andlitið. Þótt stjórnandi góður Steinþór sé stíllinn sumum blöskrar: Eins og keppandi í karate, svo kemur að því hann öskrar. Nokkurrar furðu gætti með það ráðslag skemmtinefndar kórsins að sækja alla aðfengnu skemmtikraftana innanfyrir Vaðlaheiði. Þegar að var þó gáð reyndust þeir flestir brottfluttir Þingeyingar. Friðrik Steingrímsson orti: Enga finna eystra má sem eitthvað hafa af viti. Vitleysingar vestan frá voru neyðarbiti. Björn Ingólfsson tók til varna: Nefndarmennirnir voru í vafa um vinsældir kórsins austur þar og urðu þess vísir að yrði að hafa eitthvað líka til skemmtunar. Þraut er að hlusta á Þingeyinga þekkist ei verra hér á jörð, því verður að sækja vitleysinga vestur jafnvel í Eyjafjörð. Eftir talsverðar tilfæringar tókst það, þá blasir sú skelfing við að þeir eru líka Þingeyingar þessir sem fengu verkefnið. Hjálmar limraði á liðið af þessu tilefni: Við Eyjafjörðinn finna má frægasta skemmtikrafta og þá er þykja bestir. Þeir eru flestir ættaðir hér austan frá. Hagyrðingarnir gerðu svo lauslega grein fyrir þeim mun sem væri á karlkyns- og kvenkynsstjórnanda karlakórs. Friðrik taldi muninn augljósan: Þótt svo bæði þessi og hinn þykist geta séð‘ann, mér finnst aðal munurinn meira svona að neðan. Hjálmar var hins vegar fullkomlega á gati: Illa gengur mér að muna mun á hlutum yfirleitt, því eru göt í þekkinguna; um þetta veit ég ekki neitt!! Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggd1@gmail.com Líf og starf MÆLT AF MUNNI FRAM S Sauðburður byrjaði snemma á Heiðarbæ II í Þingvallasveit Í Heiðarbæ II í Þingvallasveit hófst sauðburður snemma í ár og þar voru þegar komin nokkur lömb í heiminn þegar komið var við á bænum á sumardaginn fyrsta. Í spjalli við Sveinbjörn Einarsson bónda sagðist hann láta gemlingana alltaf byrja snemma að bera og einnig um 150 af fullorðnu. Svo er tekið hlé í hálfan mánuð fyrir aðal sauðburð í maí. Þegar komið var inn í fjárhúsin var það fyrsta sem fyrir augu bar tvær nýbornar þrílembur með fallega skræpótt lömb. Það var greinilegt að önnur ærin var af forustukyni miðað við útlit og lögun horna. Sveinbjörn þurfti að gefa lömbunum undan annarri líf og eftir það tókum við smá spjall. Býr einn með um 540-550 fjár á vetrarfóðrum Sveinbjörn býr einn á Heiðarbæ, ekur börnum í skóla á veturna og er með á milli 540 og 550 fjár á vetrarfóðrum. „Ástæðan fyrir að ég læt bera svona snemma er aðallega til að dreifa álaginu, svo eru lömbin örlítið þyngri á haustin, en aðallega geri ég þetta til að dreifa álaginu.“ Spurður hvort hann sé einn við sauðburðinn sagði hann að hann fengi alltaf vinnumann fyrsta maí og svo fengi hann hjálp frá þrem konum stæðu næturvaktirnar til skiptis að launum fyrir að fóðra fé fyrir þær. „Þessar konur eiga á þriðja tug fjár hjá mér sem eru hér á veturna og í staðin hjálpa þær til í sauðburði með því að skipta milli sín næturvöktunum.“ Ánægður með frjósemi og heimtur af fjalli Spurður um frjósemi sagðist Sveinbjörn vera ánægður með hana, en hann reyndi eftir megni að venja þrílembinga undir einlembur svo að sem flestar ær væru með tvö lömb yfir sumarið. „Heimtur eru nokkuð góðar en þó er alltaf eitthvað um að það tapist eitthvað sem verður fyrir bílum á Þingvallaveginum, en hættan er mest í ágúst þegar féð er byrjað að síga heim eftir sumar á fjalli. Megnið af mínu fé gengur í sumarhaga fyrir norðan Þingvallaveg og alltaf er eitthvað um slys á svona hröðum vegi eins og Þingvallavegi.“ /HLJ Heiðarbær II. Myndir / HLJ Nýbornir þrílembingar í leit að spena hjá þessari forystuættuðu móbíldóttu á. 40 einkastofur á fæðingardeildinni í gömlu hlöðunni á Heiðarbæ II. Sveinbjörn F. Einarsson. Mikið er af lituðu fé hjá S veinbirni.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.