Bændablaðið - 08.05.2014, Síða 26

Bændablaðið - 08.05.2014, Síða 26
2 LbhI blaðið 8. maí 2014 Áhugi fólks á berjaræktun hefur vaxið mikið hér á landi. Árið 2009 var ýtt úr vör verkefni sem heitir Atlantberry en markmið þess var að skapa grunn fyrir framleiðslu og sölu á berjum í plastgróðurhúsum á Íslandi, Færeyjum, Norður-Noregi og Grænlandi. Til lengri tíma litið er markmiðið að tryggja framboð af ferskum berjum sem framleidd eru innanlands í þátttökulöndunum. Í tengslum við verkefnið var gef- inn út bæklingur og hafa þeir Jón Kr. Arnarson verkefnastjóri við LbhÍ og Úlfur Óskarsson lektor séð um íslensku útgáfuna sem ber heitið Ræktunarleiðbeiningar fyrir hindber – Ræktun utandyra í plastskýlum og gróðurhúsum. Í formála íslensku útgáfunnar kemur fram að það hafi verið að frumkvæði Norðmanna að sumarið 2009 var farið af stað með samstarfsverkefni um berjarækt á Vestnorræna svæðinu. Þegar ver- kefnið var sett af stað var lítið um berjarækt á Íslandi fyrir ferskvöru- markað. Einn framleiðandi hafði náð ágætum tökum á jarðarberjarækt í upphituðum gróðurhúsum en önnur berjarækt í atvinnuskyni þekktist varla svo heitið gæti. Hugmyndin með Atlantberry verkefninu var að athuga hvort nýta mætti reynsluna frá Sogni í Noregi til að þróa áfram berja- rækt fyrir ferskmarkað á norðlægum slóðum, í Norður-Noregi, Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Meginá- herslan var lögð á ræktun hindberja og jarðarberja í köldum plastskýlum. Jón Kr. segir að þær leiðbein- ingar sem fram koma í bæklingnum séu ætlaðar til framleiðslu berja á ferskvörumarkað en þær eru byggðar á framleiðsluaðferðum sem notaðar eru í Noregi. Þar hefur hindberja- framleiðsla fyrir ferskvörumarkað þróast hratt undanfarin ár. Vönduð ræktunarkerfi eru nýtt til berjafram- leiðslunnar og stærstur hluti hennar fer fram í plastgróðurhúsum eða plastskýlum. Hann segir að helstu áskoranir þegar ræktunarkerfi og framleiðsluaðferðir eru fluttar yfir til Íslands séu mikið vindálag, stutt vaxtartímabil og lágur sumarhiti. Reynslan úr Atlantberry verkefninu gefur til kynna að hægt sé að nota sérstyrkt plastskýli eða gróðurhús á skjólgóðum stöðum á Íslandi. „Framleiðsla á hindberjum í at- vinnuskyni lofar góðu hér á landi og er hún nú þegar hafin, en Garðyrkju- stöðin Kvistar hefur hafið töluverða ræktun á hindberjum eftir þátttöku sína í verkefninu. Aðrir garðyrkju- bændur hafa sýnt áhuga og er þess vænst að hindberjaræktun geti orðið vaxandi atvinnugrein innan íslenskrar garðyrkju,“ segir Jón. Auk hindberja var lögð áhersla á jarðarberjarækt í Atlantberry verkefninu. Mikil aukn- ing hefur orðið í framleiðslu jarðar- berja í kjölfarið og eru nokkrir fram- leiðendur að rækta jarðarber fyrir ferskmarkað, bæði í gróðurhúsum og plasthúsum. Framleiðsla á hindberjum í atvinnuskyni lofar góðu Stöðugt er verið að kynbæta nytjaplöntur Einn liður í tilraunastarfsemi Land- búnaðarháskóla Íslands eru prófanir á ýmsum plöntutegundum til notk- unar í landbúnaði, landgræðslu og garðrækt. Einnig hafa verið í gangi prófanir á grösum fyrir grasflatir og íþróttavelli. Á Íslandi eru veturnir langir og miklu skiptir að fjölærar plöntur þoli það álag sem þeim fylgir. Svell, kuldi og frostlyfting drepa auðveld- lega plöntur sem ekki eru aðlagaðar þessum aðstæðum. Vetrarþol er því mikilvægur eiginleiki þegar fjölærar plöntur eru valdar til ræktunar hér á landi. Annar mikilvægur eiginleiki fóður- og matjurta er framleiðslugeta við þá sumarveðráttu sem hér ríkir. Hér eru sumur köld en ekki mjög stutt. Einnig er víða mikið vindálag sem gerir kröfur til strástyrks hjá hávöxnum tegundum. Þol gegn sjúkdómum er einnig mikilvægur eiginleiki sem þarf að meta þegar tegundir eru valdar til ræktunar hér. Það er stöðugt verið að kynbæta nytjaplöntur með tilliti til ofan- greindra eiginleika og ný yrki bætast reglulega á markaðinn og önnur detta út. Við þurfum því stöðugt að prófa þann nýja efnivið sem kemur fram. Það er gert á tilraunastöðvum Land- búnaðarháskólans eða hjá bændum. Á grundvelli þessara tilrauna er svo árlega gefið út rit (Nytjaplöntur á Ís- landi) þar sem birtur er listi yfir yrki sem mælt er með til hinna ýmsu nota. Listinn er aðgengilegur á heimasíðu skólans. Sjálfbær orkunýting í íslenskum landbúnaði Orkusetur landbúnaðarins, sem er starfrækt við Landbúnaðarhá- skóla Íslands, tók til starfa í byrjun janúar 2013. Orkusetrið er opinn samstarfsvettvangur aðila sem vilja vinna að orkumálum landbúnaðar- ins í samstarfi við skólann. Meginhlutverk Orkuseturs land- búnaðarins er að vinna að aukinni sjálfbærni í orkumálum landbún- aðarins. Orkusetrinu er ætlað að styðja og reka verkefni sem stefna að sjálfbærri orkunýtingu í íslenskum landbúnaði og/eða framleiðslu orku og lífræns áburðar úr aukahráefni sem verður til við landbúnaðarfram- leiðslu. Einnig að sjá um og reka að- stöðu til rannsókna, kennslu og þró- unar á sviði orkumála með áherslu á lífræna orku og orkumál íslensks landbúnaðar. En hver voru verkefnin á fyrsta starfsárinu? Eiður Guð- mundsson, verkfræðingur og forstöðumaður Orkuseturs, sagði að nefna mætti forverk- efni sem er styrkt af Northern Periphery Programme (NPP) sem heitir upp á íslensku Líf- orka og lífrænn áburður í strjálbýli. Forverkefnið, sem er styrkt umsóknarferli um aðalverkefni, er unnið í samvinnu við Finna og Íra. Aðalverkefnið sem sótt er um mun snúast um stefnumótun í líforku- málum. Orkusetur landbúnaðarins stýrir verkefninu. Þá má nefna verkefni sem heitir Bætt orkunýting í landbúnaði, en í tengslum við það voru gerðar mælingar á eyðslu dráttarvéla við mismunandi álag og aksturslag, flestar mælingar voru gerðar á plægingu haustið 2013. Þessar mæl- ingar benda til að ná megi umtalsverðum sparnaði með bættu aksturslagi. Orkusetrið hóf undirbún- ing á tilraunaframleiðslu á metani á liðnu ári og fékk til umráða húsnæði á Hvanneyri, ásamt búnaði til tilraunavinnslu. Unnið var að því að koma þeim búnaði ásamt viðbótar- búnaði sem Orkusetrið fékk að láni frá Sorpu bs í notkun. Enn á eftir að gera umbætur á búnaðinum og aðstöðu og hefur nú tekist að fjármagna þær. Eiður sagði að næstu verkefni væru m.a. þau að ljúka umsóknarferli vegna forverkefnisins sem áður var nefnt. Þá er ætlunin að ljúka uppsetn- ingu búnaðar og hefja tilraunafram- leiðslu á metani. Aðstaða í húsnæði á Hvanneyri verður aðgengileg samstarfsaðilum Orkusetursins. „Þá er áætlað að hefja markvissar rann- sóknir á eldsneytisnýtingu og hag- kvæmri nýtingu á afkastagetu véla við fóðuröflun og tengd störf. Markmiðið er að niðurstöður þeirra rannsókna verði auðnýtanlegar til hagsbóta fyrir bændur,“ sagði Eiður og bætti við að Orkusetrið mun á þessu ári vinna að undirbúningi námskeiðs um líforku og gerð kennsluefnis í því sambandi. Umsóknarfrestur um skólavist er til 5. júní Sveppa- sjúkdómar á Íslandi Starfsmenn og nemendur LbhÍ fengu nýverið birta grein í European Journal of Plant Pathology. Í greininni kemur fram að stór hópur sveppa sýkir tegundir af ættkvíslinni Populus en einna stórtækastur er sveppurinn Melampsora larici-populina sem veldur asparryði. Sveppur þessi fannst fyrst hér- lendis í Hveragerði og á Selfossi sumarið 1999 en hefur síðan dreifst jafnt og þétt um landið. Má nú finna asparryð frá Keflavík á suðvestur- horninu og um allt Suðurland, á Gunnfríðarstöðum í Húnavatnssýslu, Hallormsstöðum í austri og við Lón á Suðausturlandi. Nýleg rannsókn á stofngerð M. larici-populina hérlendis bendir til skiptingar í tvo megin hópa þar sem annar hópurinn dreifist svo til um allt land en hinn finnst eingöngu í Lóni. Samanburður á sýnum frá Íslandi og meginlandi Evrópu sýnir að sýnin frá Lóni flokkast með evrópskum sýnum en ekki þeim íslensku. Nærtækasta skýringin á þessu er sú að sveppurinn hafi numið land í tvígang, fyrst árið 1999 og aftur fáum árum síðar. Sé þetta endurtekna landnám fyrirboði um það sem koma skal þá má búast við því að hingað berist með reglulegu millibili sveppir sem sýkt geti íslenskar nytjaplöntur, að minnsta kosti þegar ákveðinni þéttni er náð í ræktun, sem gerir kynbætur fyrir auknu sjúkdómsþoli að mjög mikilvægu framtíðarverk- efni.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.