Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 32
8 LbhI blaðið 8. maí 2014 Nám við Landbúnaðarháskóla Íslands Auðlindadeild / Umhverfisdeild Þriggja ára BS nám á Hvanneyri í Borgarfirði. Rannsóknatengt MS nám á nokkrum sviðum. MS nám í skipulagsfræði í Reykjavík. Búvísindi Haldgóður grunnur í raunvísindum sem byggt er ofan á með sérgreinum landbúnaðarfræða með áherslu á íslenskan landbúnað og sjálfbæra nýtingu landsins Náttúru- og umhverfisfræði Fjórar áherslur: Almenn náttúrufræði, náttúrunýting, þjóðgarðar og verndarsvæði, náttúra og saga. Áhersla er lögð á vistfræðilega nálgun Skógfræði/Landgræðsla Tvær leiðir: Sjálfbær skógrækt og endurheimt vistkerfa. Fléttað er saman náttúruvísindum, tækni og haggreinum auk landupplýsinga - og landslagsfræða Umhverfisskipulag Grunnám í landslagsarkitektúr og skipulagsfræðum. Mótun umhverfis í stórum og smáum skala með áherslu á vistvænar hönnunarlausnir Hestafræði Sameiginleg námsbraut LbhÍ og Hólaskóla – Háskólans á Hólum. Traustur þekkingargrunnur á öllum meginsviðum hestamennsku Skipulagsfræði Námsbraut í skipulagsfræði er tveggja ára MS nám með sjálfbæra þróun og sköpun lífvænlegs umhverfis að leiðarljósi. Lögð er áhersla á gagnrýna skipulagshugsun Starfs- og endurmenntunardeild Bændaskólinn Tveggja ára nám á framhaldsskólastigi. Bændaskólinn er á Hvanneyri. Búfræði Markmið búfræðináms er að auka þekkingu og færni einstaklingsins til að takast á við búrekstur og alhliða landbúnaðarstörf Garðyrkjuskólinn Tveggja ára nám á framhaldsskólastigi auk verknáms. Garðyrkjuskólinn er á Reykjum við Hveragerði. Blómaskreytingar Blómaskreytinganámið veitir nemendum undirstöðuþekkingu í störfum sem lúta að blómaskreytingum og fá þeir innsýn í rekstur blómaverslana Garðyrkjuframleiðsla: Garð- og skógarplöntubraut Nemendur eru búnir undir sérhæfð störf á fagsviði garð- og skógarplöntuframleiðslu. Þeir fá undirstöðuþekkingu í framleiðslu allra helstu tegunda garð- og skógarplantna Garðyrkjuframleiðsla: Ylræktarbraut Nemendur eru búnir undir sérhæfð störf á fagsviði ylræktar og matjurtaræktunar. Ylræktarnám veitir nemendum undirstöðuþekkingu á framleiðslu allra helstu tegunda í gróðurhúsum Námsbraut um lífræna ræktun matjurta Markmið námsbrautar um lífræna ræktun matjurta er að búa nemendur undir sérhæfð störf á fagsviði lífrænnar ræktunar matjurta í gróðurhúsum eða í útiræktun Skógar- og náttúrubraut Námið á brautinni veitir nemendum undirstöðuþekkingu í störfum sem lúta að skógrækt, landgræðslu og öðrum landbótum og umönnun umhverfis Skrúðgarðyrkja Löggilt iðngrein. Sveinspróf að loknu verknámi. Nýframkvæmdir, umhirða og viðhald garða og grænna svæða. Hellulagnir, hleðslur og önnur mannvirki í umhverfinu www.lbhi.is Niturjöfnuður í ræktuðum vistkerfum Hvernig framleiðum við gott fóður með lágmarks áhrifum á umhverfið? Um þetta fjallar doktorsverkefni Þór- eyjar Ólafar Gylfadóttur en í því er rannsakað hvernig hægt er að velja saman ólíkar fóðurjurtir með mis- munandi eiginleika til að fá meiri og betri uppskeru með minni áburðar- gjöf heldur en með ræktun grasa í einrækt. Í verkefninu eru bornir saman mis- munandi valkostir við nýtingu fóð- urbelgjurta í íslenskri túnrækt til að finna þá meðferð sem gefur mesta og besta fóðrið og bætir jafnframt nýtingu niturs og dregur úr umhverfisálagi ræktunarinnar. Áhrif tegundafjölbreytni og misstórra niturskammta á uppskeru og fóðurgæði hafa verið metin í til- raunareitum þar sem ræktaðar eru tvær grastegundir og tvær smára- tegundir, ýmist í hreinrækt eða í blöndum þar sem jafnræði milli tegunda er breytilegt. Þannig er niturjöfnuður í mjög breytilegum reitum borinn saman, allt frá hreinum smárareitum með mjög lága áburðarskammta yfir í hreina grasreiti með mjög háa áburðar- skammta og allt þar á milli. Verkefnið mun gefa nýjar upplýs- ingar um samspilsáhrif tegundafjöl- breytni og nituráburðar á heyfeng, fóðurgæði, niturnám og niturtap. Með því að skoða umsetningu niturs og útskolun á sömu reitum skiljum við betur með hvaða hætti nitur tapast úr ræktarlandi og þannig má greina valkosti við nýtingu fóðurbelgjurta í íslenskri túnrækt og áhrif þeirra á niturjöfnuð ræktunarkerfa. Á efnarannsóknarstofum LbhÍ á Hvanneyri og Keldna- holti eru framkvæmdar ýmsar almennar efnagreiningar á fóðri og jarðvegi en einnig aðrar tilfallandi greiningar er tengjast rannsóknarverk- efnum við skólann. Stærstu verkefnin eru efnagrein- ingar á heyi og jarðvegi fyrir bændur og einnig reglulegar efnarannsóknir á loðdýrafóðri fyrir framleiðendur loðdýra- fóðurs. Í rannsóknarhúsi á Hvann- eyri er einnig aðstaða til verklegrar kennslu í efna- fræðigreinum og líffræðit- engdum greinum. Nemendur í rannsóknaverkefnum sem krefjast sérhæfðs tækjabún- aðar eða aðstöðu geta haft tímabundna vinnuaðstöðu á meðan á verkefni stendur. Peik M. Bjarnason verkefnisstjóri við svokallað ICP-tæki (Inductively Coupled Plasma) sem notað er við að greina steinefni í jarðvegs-, mykju- og heysýnum fyrir bændur, einstaklinga og rannsóknafólk á Íslandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.