Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 29
5LbhI blaðið 8. maí 2014
Öflugar rannsóknir í landbúnaði eru forsenda framfara
Framleiða þarf helmingi
meiri mat í heiminum á
næstu 50 árum en nú er gert
Háskólastarf er, eðli málsins sam-
kvæmt, almannagæði og ber því að
sinna þörfum þjóðfélagsins núna og í
framtíðinni. Öll fræðasvið eru
jafn mikilvæg og leggja sitt að
mörkum til að skila okkur í
áttina til betra samfélags. Það
má því segja að rannsóknir
þurfi að vera fjölbreyttar og
geta brugðist við þörfum
samfélagsins á hverjum tíma.
Áslaug Helgadóttir, aðstoðarrektor
rannsóknamála situr fyrir svörum.
Hvernig telur þú að LbhÍ hafi staðið sig
hvað varðar ofangreint á liðnum árum?
Ég held að við getum verið stolt af þeim
verkum sem við höfum skilað hér á
liðnum árum og áratugum. Eðli máls-
ins samkvæmt höfum við unnið nálægt
atvinnuveginum og árangur rannsókna
skilar sér oftar en ekki beint inn í ein-
hvern framleiðsluferil eða verklag og
það gleymist fljótt hvaðan þekkingin
kom upphaflega. En það mætti nefna
ýmsa nýsköpun sem við höfum lagt
drjúga hönd á plóg og þar er e.t.v. nær-
tækast að nefna framþróun í kornrækt
og bætta jarðrækt sem fylgt hefur í
kjölfarið.
Aðstæður í heiminum breytast. Tekist
er á við þá miklu ógn sem felst í lofts-
lagsbreytingum og ör fjölgun mann-
kyns boðar nýjar áskoranir fyrir mat-
vælaframleiðendur í heiminum. Hvernig
sérðu hlutverk LbhÍ á þessum vettvangi?
Framleiða þarf helmingi meiri mat í
heiminum á næstu 50 árum en nú er
gert. Fólksfjölgun er ör og sífellt fleiri
vilja borða jafn vel og Vesturlandabúar
hafa tamið sér. Þetta verður að gera án
þess að ganga frekar á gæði jarðarinnar.
Það þarf að auka framleiðni verulega á
sama tíma og margt bendir til þess að
skilyrði muni versna á stórum lands-
svæðum vegna loftslagsbreytinga.
Staðan er ekki vonlaus – langt í frá.
Nú sem endranær er best að treysta á
hugvitið og velja árangursríkustu leið-
irnar að settu marki.
Þarna höfum við hlutverki að gegna.
Alveg tvímælalaust. Lágmarkið er að
við sjáum okkur sjálfum fyrir nægum
matvælum, en því er spáð að Ís-
lendingum muni fjölga um 30% fram
til 2060. Við þurfum því að finna leiðir
til þess að nýta það ræktarland sem
við eigum, sem betur fer, nóg
af og þetta þarf að gera með
hagkvæmum hætti án þess
að ganga á gæði landsins. Ís-
lenskar landbúnaðarafurðir
gætu orðið útflutningsvara en
þá er nauðsynlegt að tryggja
samkeppnishæfni þeirra. Það
kallar aftur á aukna framleiðni í grein-
inni og þar hljótum við að hafa verk
að vinna.
Fyrir mörgum árum sagði stjórnmála-
maður í blaðagrein um náttúruvernd
og auðlindanýtingu: „Við eigum að taka
upplýstar ákvarðanir sem byggjast á
rannsóknum, en ekki ákvarðanir sem við
sjáum eftir á að voru teknar í fljótræði
miðað við þá heildarhagsmuni sem voru
í húfi.“ Hefur stjórnvöldum tekst að feta
þann gullna meðalveg sem stjórnmála-
maðurinn gerði að umtalsefni?
Í stórum dráttum tel ég að svo sé.
Auðvitað má alltaf deila um einstakar
ákvarðanir en í því sem snýr að land-
nýtingu til landbúnaðar er kannski fyrst
og fremst nauðsynlegt að ná tökum
á úthagabeit á illa förnum afréttum.
Þarna eru viðkvæm mál á ferðinni og
ólíkir hagsmunir sem togast á. Slíkar
ákvarðanir þarf því að taka á grundvelli
þekkingar.
Síðustu ár hefur rannsóknastarf skólans
mótaðist af því að tekjur til rannsókna
hafa dregist umtalsvert saman. Hvaða
áhrif hefur þetta haft – en e.t.v. enn
frekar – hvaða áhrif getur þetta haft?
Já, það hefur fjarað undan rannsókna-
þættinum hjá okkur á undanförnum
árum og stöðugildum hefur fækkað
ískyggilega, einkum í hinum hefð-
bundnu búvísindum. Við svo verður
ekki búið öllu lengur og því nauðsyn-
legt að snúa vörn í sókn. Ef ekkert
verður að gert og nýliðun verði tryggð
er hætta á að þetta fræðasvið hverfi
þegar fram í sækir. Og það sem einu
sinni er farið kemur ekki svo auðveld-
lega aftur.
Rannsóknarnámi hefur vaxið fiskur
um hrygg á liðnum árum og er það nú
orðið drjúgur þáttur í rannsóknastarfi
skólans. Það hlýtur að vera þér mikið
gleðiefni?
Svo sannarlega. Það hefur verið reglu-
lega gaman að fá að taka þátt í því og
áhugi ungs fólks á fræðunum vekur
okkur von í brjósti um að okkur muni
takast, þrátt fyrir allt, að ná vopnum
okkar í hörðum heimi.
Vistheimt á norðurslóðum
Undanfarin ár hafa vísindamenn
á Norðurlöndunum átt með sér
blómlegt samstarf á sviði vist-
heimtar (endurheimt vistkerfa).
Samstarfið hófst með verkefninu
ReNo, sem miðaði að því að draga
saman upplýsingar um vistheimt
á Norðurlöndunum. Í kjölfar þess
tók við annað verkefni, EvRest, er
fjallar um aðferðir við mat á árangri
landgræðslu og annarra vistheimt-
araðgerða. Á dögunum hlaut ver-
kefnið Vistheimt gegn náttúruvá
(ERMOND) styrk úr Formennsku-
áætlun Íslands í norrænu ráðherra-
nefndinni.
Óhætt er að segja að áhugi alþjóða-
samfélagsins á vistheimt hafi aukist
á undanförnum árum, enda veita
vistkerfi margvíslega þjónustu er við
byggjum lífsviðurværi og stóran hluta
menningar okkar á. Almennt er viður-
kennt að vistheimt gegnir mikilvægu
hlutverki við að draga úr og snúa
við tapi á líffræðilegri fjölbreytni og
sporna við loftslagsbreytingum, auk
þess sem hún getur styrkt stoðir marg-
víslegrar landnýtingar, svo sem beitar.
Vistheimt eykur einnig viðnám og
þanþol vistkerfa gagnvart náttúruham-
förum, svo sem flóðum, skriðuföllum
eða öskufalli, og dregur úr áhrifum
slíkra hamfara á vistkerfi og mannlíf.
Í lok síðasta árs kom út safn greina
um vistheimt á norðurslóðum í sér-
hefti vísindaritsins Ecology and Society.
Greinarnar fjalla um fjölbreytt verk-
efni, allt frá endurheimt straumvatna
í Svíþjóð, mómýra í Finnlandi og her-
æfingarsvæða í Noregi til verkefnis-
ins Bændur græða landið á Íslandi.
Greinarnar í ritinu eru afrakstur al-
þjóðlegrar ráðstefnu sem haldin var
á Selfossi árið 2011 á vegum ReNo
verkefnisins. Rauður þráður í öllum
greinunum er að árangursrík vistheimt
byggir ekki einungis á tæknilegum og
vistfræðilegum lausnum, heldur þarf
hún að vera í góðri sátt við nærsam-
félagið og er háð stefnumótun stjórn-
valda. Þetta kemur glöggt fram í grein-
inni Ecological and Social Dimensions
of Ecosystem Restoration in the Nordic
Countries, þar sem borin er saman
vistheimt á Norðurlöndunum. Þar
kemur fram að þær aðferðir sem beitt
er við vistheimt ráðast fyrst og fremst
af því vistkerfi eða búsvæði sem verið
er að endurheimta en félagslegir og
efnahagslegir þættir hafa mikið að
segja um það hvar og hvenær vist-
heimtin á sér stað.
Í ritinu eru þrjár greinar sem fjalla
um vistheimt á Íslandi. Þær tengjast
allar námsverkefnum við Landbún-
aðarháskóla Íslands; tvær eru þáttur
í doktorsverkefni Þórunnar Péturs-
dóttur og sú þriðja er hluti af meist-
araverkefni Britu Berglund er hún lauk
nú í byrjun febrúar.
Aðgangur að greinum í Ecology
and Society er öllum opinn og
er heimasíða ritsins http://www.
ecologyandsociety.org/.
Fyrr á árinu rituðu Þórhildur Þor-
steinsdóttir framkvæmdastjóri
Framleiðnisjóðs landbúnaðarins
og Ágúst Sigurðsson rektor LbhÍ
undir samkomulag um stuðning
sjóðsins við verkefnið Kornkyn-
bætur fyrir íslenskar aðstæður sem
unnið er við skólann. Markmiðið er
að vinna áfram að byggkynbótum
fyrir íslenskan landbúnað með
því m.a. að innleiða nýjungar og
tryggja nýliðun í kynbótastarfinu,
gera prófanir á yrkjum og greina
árangur. Fjárhæð styrkja er háð
fjárveitingum sjóðsins hvert ár en
að óbreyttum þeim framlögum sem
tilgreind eru í Búnaðarlagasamn-
ingi er miðað við að framlög yfir
5 ára tímabil geti orðið allt að 36,2
m. kr. samtals.
Endurheimt votlendi - Framengjar í Mývatnssveit.
Mat á ræktanlegu landi
með fjarkönnunartækni
Nýlega varði Brynja Guðmunds-
dóttir verkfræðingur meistararit-
gerð sem ber heitið Mat á ræktanlegu
landi með fjarkönnunartækni. Í rit-
gerðinni fjallar Brynja um
ástand mála í Kjósarhreppi.
Brynja segir í inngangi að
ræktanlegt land á Íslandi sé
verðmæt auðlind sem ber
að varðveita. Tryggja verði
að henni verði ekki fórnað
til annars konar landnota. Í
inngangi segir: „Það er best gert með
því að gerð sé sérstök grein fyrir henni
við skipulagsgerð. Í nýjum skipulags-
lögum eru gerðar auknar kröfur um
flokkun á ræktuðu og ræktanlegu
landi, einkum sem hentar vel til ak-
uryrkju. Markmið þessa verkefnis
var að þróa stafrænar aðferðir við að
skilgreina ræktanlegt land og útbúa
gagnasett, fitju, sem hægt er
að nýta í skipulagsvinnu og
stefnumótun vegna landnýt-
ingar.”
Þá segir Brynja að niður-
stöður gefi til kynna að hægt
sé að greina ræktað og rækt-
anlegt land út frá gervitungla-
myndum.
Leiðbeinendur Brynju voru prófess-
orarnir Helena Eriksson við háskól-
ann í Lundi og Áslaug Helgadóttir,
Landbúnaðarháskóla Íslands.