Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 18

Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 18
18 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. maí 2014 Bann við notkun svepparotmassa til umræðu á aðalfundi framleiðenda í lífrænum búskap: Setur lífrænt vottaðri ylrækt miklar skorður – félagið telur mun strangari kröfur vera hér á landi en í nágrannalöndunum Aðalfundur VOR – Verndun og Ræktun – félags framleiðenda í lífrænum búskap, var haldinn 2. apríl 2014. Á fundinum var þungum áhyggjum lýst með stöðu frumframleiðslu í lífrænum búskap gagnvart vottunarkerfinu. Þannig segir í annarri af tveimur ályktunum fundarins að hörmuð sé sú niðurstaða Vottunarstofunnar Túns að banna notkun á svokölluðum svepparotmassa sem áburðargjafa. Hann hafa bændur fengið frá Flúðasveppum þar sem hann er notaður sem jarðvegur fyrir svepparæktun. Í svepparotmassa er meðal annars notaður hænsnaskítur úr hefðbundinni hænsnarækt og er það ástæða bannsins. Lífrænni ylrækt settar miklar skorður Í greinargerð með ályktuninni kemur fram að VOR telji að með banninu sé lífrænni ylrækt hér á landi settar miklar skorður, en allir ylræktendur innan félagsskaparins, fimm talsins, hafa notast við hann sem undirstöðu áburð undanfarin tíu ár. „Hér á landi er aðgengi og valkostir á viðurkenndum aðföngum til lífrænnar ræktunar takmarkandi þáttur. VOR telur sig hafa heimildir um að vottunarreglur í nágrannalöndum séu rýmri hvað varðar þær kröfur, sem nú hafa verið settar sem skilyrði af Vottunarstofunni Tún,“ segir í greinargerðinni. En hvers vegna sækjast bændur í lífrænt vottuðum búskap eftir því að fá að nota hráefni sem er að hluta til uppruninn úr hefðbundinni eggjaframleiðslu og gæti þess vegna til að mynda innihaldið erfðabreytt fóður? „Sveppamassinn er sá áburður sem fellur til í næsta nágrenni við kjarna ylræktar í lífrænni ræktun og finnst í nægjanlegu magni. Hann er að uppistöðu til hálmur og mold auk þess sem hann inniheldur að litlum hluta kjúklingadrit úr búum þar sem dýrin ganga laus á gólfi. Massinn hefur farið í gegnum mikið niðurbrot í vinnslu og safnhaug áður en hann kemur til notkunar í garðyrkju. Það er í anda sjálfbærrar þróunar að notast við hráefni úr næsta umhverfi, frekar en t.d. að flytja aðföng langar leiðir eða urða hráefni, sem geta skilað mikilvægum efnum aftur í jarðveginn,“ segir Þórður Halldórsson, bóndi á Akri í Biskupstungum og formaður félagsins. Rekjanleika á uppruna fóðurs hefur skort „Vissulega hefur uppruni fóðursins sem dýrin fá verið á huldu en þar hefur rekjanleika skort hér á landi vegna þess hvað þróun varðandi merkingar hefur verið hæg í þessum efnum. Þetta er ekki fullkomið ástand, en aðstæðurnar á Íslandi eru þær að það er engin lífræn kjúklinga- eða hænsnarækt á Íslandi og innan við 20 aðilar stunda vottaða frumframleiðslu matvæla. Þessi veika staða lífrænnar ræktunar á Íslandi er einsdæmi núna miðað við önnur Evrópulönd. Áburðarmálin er stærsta einstaka mál sem ræður því hvort vottuð lífræn ræktun þrífst á Íslandi og að það geti fjölgað í greininni; aðgengi að viðurkenndum eða ásættanlegum áburði þarf að vera til staðar. Þess má geta að umræddur sveppamassi myndi væntanlega uppfylla kröfur sem gerðar eru í lífrænni ræktun á Norðurlöndum og væntanlega víðar í Evrópu. Þegar lífrænar reglur voru í mótun hér áður fyrr, þá voru þær yfirleitt miðaðar við það mögulega og þannig hefur það verið bæði hér og erlendis. Greinilegt er að hér á landi hefur orðið ákveðinn viðskilnaður í þessum efnum hin síðari ár,“ segir Þórður. Í Bændablaðinu 4. júlí síðastliðinn var birt grein eftir Christina Stadler, kennara við Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ), með fyrirsögninni Sveppamassi bannaður frá og með 1. júlí 2013. Í greininni var greint frá niðurstöðum verkefnis sem hún stýrði, en tilgangur þess var einmitt að kanna hvaða áburður gæti komið í staðinn fyrir sveppamassann í lífrænni ræktun. Niðurstaða verkefnisins er að molta úr búfjáráburði er talin vera jafngóð sveppamassanum og fiskimjöl enn betra. Þá er einnig mögulegt að nýta moltu úr safnhaugum, en sá áburður er ekki talinn eins góður. Hvað segir Þórður um þessar niðurstöður, hvers vegna hentar til dæmis molta úr öðrum búfjáráburði ekki? „LbhÍ hefur staðið fyrir athugunum á ýmsum áburðarefnum til lífrænnar ræktunar og gefa þær áhugaverðar vísbendingar. Þar hefur meðal annars verið notaður búfjársafnhaugur frá lífrænum býlum en það hráefni stendur yfirleitt ekki öðrum til boða. Hvernig svo hægt er að hagnýta þessar niðurstöður sem best fyrir ræktunina á eftir að koma í ljós en þessar athuganir standa ennþá yfir. Á bændabýlum í dag er búfjáráburður orðin auðlind sem nýtt er til þrautar og aðgengi að slíku hráefni því ekki jafn einfalt og það var kannski hér á árum áður. Hvaða annan óvottaðan búfjáráburð má síðan nota er háð úrskurði vottunarstofu hverju sinni og þá með tilliti til aðbúnaðar og fóðrunar. Þetta hefur líka ýtt undir vinsældir sveppamassans, þar sem hann er staðlað hráefni í næsta nágrenni og nóg til af honum. Allur aðdráttur á aðföngum um langar leiðir hefur óhjákvæmilega í för með sér aukin kostnað við innkaup og flutninga og ekki er gefið að slíkur kostnaður verði færður út í verðlagið með auðveldum hætti og þar með á neytendur.“ Innflutningur erfðabreytts fóðurs bannaður eða matvælin merkt Hin ályktun aðalfundarins snérist um fóður. Hún felur í sér tvo valkosti; annars vegar að innflytjendur flytji ekki inn erfðabreytt fóður eða að öðrum kosti verði öll matvæli sem framleidd eru með notkun þess merkt sérstaklega. Hvatt er til þess að Bændasamtök Íslands beiti sér fyrir því með hagsmunaaðilum að þessu sé fylgt eftir. „Bændasamtökin samþykktu á nýafstöðnu Búnaðarþingi ályktun sem er hvatning til bænda um að skoða möguleika sem felast í lífrænni ræktun. Notkun á erfðabreyttu fóðri sem almenn regla á Íslandi er takmarkandi þáttur í landbúnaði, sem kennir sig við sjálfbærar aðferðir, hvort sem um er að ræða vottaða starfsemi eða ekki,“ segir Þórður um ályktunina. „Ekki er langt síðan að fulltrúi Whole Foods í Bandaríkjunum lýsti því yfir í að innan fárra ára yrðu afurðir þar sem stuðst er við erfðabreytt fóður merktar sérstaklega. Sama er upp á teningnum í Evrópu en þar mæta erfðabreyttar afurðir mikilli andstöðu. Það er því greinilegt hvert þessi þróun er að fara og íslensk landbúnaðaryfirvöld hafa gilda ástæðu til að taka þetta mál upp og taka það alvarlega, þar sem hér eru miklir hagsmunir í húfi fyrir greinina. Lönd eins og Noregur hafa til að mynda hreinsað sinn landbúnað upp af erfðabreyttu fóðri. Erfðabreytingar eru í eðli sínu ósamrýmanlegar reglum um lífræna ræktun og því myndi þessi hreinsun væntanlega auðvelda vottunaraðilum að votta aðföng, svo sem búfjáráburð, ef til slíkrar ákvörðunar kæmi. Nú hafa innflytjendur fóðurs á Íslandi nær allir á boðstólum óerfðabreytt fóður með rekjanleika og verðmunurinn er ekki það mikill að það ætti að vera hindrun.“ Matvörur og erfðabreytt fóður Í greinargerð með þessari ályktun segir að í ljósi þeirrar stöðu sem íslenskur landbúnaður búi við varðandi aðgang að almennum neytendamarkaði í skjóli verndartolla, hlýtur að vera eðlileg krafa neytenda að þeir aðilar sem eru í þeirri aðstöðu að þjóna þessum markaði framleiði heilnæm og örugg matvæli án nokkurs vafa. Þórður bendir á að allar mjólkurvörur, fyrir utan þær lífrænu, eru til komnar vegna notkunar á erfðabreyttu fóðri og sama má segja um egg, kjúklinga og svínakjöt. „Í því efni eru ekki í boði neinir valkostir og það gerist í landi sem telur sig bjóða upp á hrein og örugg matvæli. Vegna þessara staðreynda telur félagið það bæði sanngjarna og eðlilega kröfu að íslenskur landbúnaður íhugi stöðu sína að þessu leyti.“ Í stjórn félagsins verða áfram Þórður Halldórsson formaður, Guðfinnur Jakobsson og Kristján Oddsson. /smh Frá aðalfundi VOR – Verndun og Ræktun – félags framleiðenda í lífrænum búskap, sem haldinn var í Bændahöllinni 2. apríl. Lerkibarrfellir er sveppa- sjúkdómur sem getur valdið miklu tjóni í ræktun á lerki. Sjúkdómurinn herjar fyrst og fremst á skógarplöntur í ræktun í gróðrarstöðvum en sýkir sjaldan eldri plöntur í skógi. Fjallað er um lerkibarrfelli á vefsíðu Norðurlandsskóga. Kemur reglulega upp Þar kemur fram að lerkibarrfellir uppgötvaðist fyrst hérlendis árið 1999 og hefur síðan þá komið upp reglulega í ræktun og valdið miklum skaða. Einkenni lerkibarrfellis eru þau að nálar á eldri sprotum visna, drepast og detta af plöntunni. Nýi árssprotinn virðist oftast sleppa við smitið svo plöntur sem smitast eru þegar líður á sumarið nálalausar fyrir utan ársprotann sem er með grænum nálum. Einkenni smitsins koma oftast ekki fram strax að vori þar sem það tekur gró sveppsins nokkrar vikur að smita plönturnar. Plönturnar laufgast því eðlilega en þegar er komið vel fram í júní fer að bera á því að nálar drepast og þegar smitið er komið af stað breiðist það fljótt út. Lerkibarfellirinn drepur yfirleitt ekki plöntuna beint en sýktar plöntur eru mjög þróttlitlar og hafa lítinn möguleika á að vaxa eðlilega þar sem það vantar á þær megnið af nálunum sem sjá um að ljóstillífa. Mestur usli á gróðrarstöðvum Lífsferill lerkibarrfellis er á þá leið að á vorin berast gró frá dauðum nálum frá árinu áður, sem liggja á jörðinni, í nýútsprungnar nálar á lerkiplöntunni. Þar spírar gróið og sveppurinn vex inn í nálina. Hann dreifir sér inni í nálinni og þegar hann hefur komið sér vel fyrir vaxa gróhirslur út um varaop plöntunar sem dreifa nýjum gróum áfram á ósýktar plöntur. Sveppurinn á auðveldast með að fjölga sér þar sem er mikill raki og plöntur standa þétt saman og því veldur sveppurinn mestum usla í gróðrarstöðvum. Rannsaka sveppinn og gera tilraun Til að verjast lerkibarrfellinum hefur tíðkast að úða plöntur með sveppalyfi að hausti í gróðrarstöð til að reyna að koma í veg fyrir að sveppurinn ná sér á strik. Leiðbeiningar um hvaða efni á að nota á sveppinn og hvenær best er úða gegn honum hafa verið að skornum skammti og því hafa Norðurlandsskógar, Sól- skógar og Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, sveppafræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, verið að rannsaka sveppinn og skoða leiðir til að koma í veg fyrir að lerkiplöntur sem gróðursettar eru séu sýktar af lerkibarrfelli. Tilraun sett upp í Garðyrkjuskólanum Á liðnum vetri var sett upp tilraun í tilraunahúsinu í Garðyrkjuskólanum að Reykjum með það að markmiði að gera plöntuframleiðendum kleift að ráða niðurlögum lerkibarrfellis með öruggum aðferðum að vorinu til en einnig verður kannað með hvaða hætti er hægt að draga úr smithættu. Úlfur Óskarsson, lektor við LbhÍ, mun hafa umsjón með tilrauninni. Lerkibarrfellir getur valdið miklu tjóni Hér til hliðar má sjá lerkiplöntu sem sýkt er af lerkibarrfelli. Nálar á eldri greinum eru dauðar og að mestu dottnar af en nálar á árssprotanum eru í lagi. Úlfur Óskarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.