Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 12

Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 12
12 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. maí 2014 Fréttir Þegar vorið tánum tyllir tindana á er sælt að búa í sveitum landsins og njóta þess að vera til. Fylgjast með landinu lifna á ný og njóta sólar og útiveru við leik og störf. En vorið er ekki bara tíminn þegar túnin grænka og sóleyjarnar spretta heldur líka tími vorverka og anna. Það þarf að gera við girðingar, plægja, tæta, slóðadraga, keyra skít og bera á bara svona til dæmis. Á sauðfjárbúum þarf sólarhringsvakt í fjárhúsin og ótal verk kalla allt frá því fyrsta lambið fæðist þar til allt er komið á fjall. Vorið er sannarlega afar krefjandi og annasamur tími í sveitum landsins. Hvernig tekst okkur að njóta lífsins á annasömum tímum? Vera skynsöm, skipulögð, skilvirk og árangursrík í starfi og reka búið með sóma og um leið að vera lífsglöð og hamingjusöm. Að annast okkur sjálf andlega, líkamlega og félagslega og vera jafnframt glöð og gefandi á heimilinu og í okkar nánasta sambandi? Það kanna að vera hægara sagt en gert og hver og einn þarf að finna sínar leiðir til að tækla sem best tarnir og annir hvort heldur sem er vorannir eða heyskap, en hér eru nokkur góð ráð úr pokahorninu: • Svefn er afar mikilvægur. Hann snýst ekki aðeins um líkamlega hvíld heldur einnig andlega og um hugræna getu, möguleikann á að halda einbeitingu á annatímum, geta tekið réttar ákvarðanir og haldið starfsorku. Virtu svefntímann þinn eins og framast er unnt, þá afkastar þú meiru, átt auðveldara með að sjá lausnir í daglegum störfum og líður betur bæði andlega og líkamlega. • Jákvætt samstarf léttir störfin. Þegar ótal verk kalla og þeytan segir til sín falla margir í þá gryfju að verða óþolinmóðir, hvassir, neikvæði, sí kvartandi og önugir eða fáskiptnir, orðfáir og þungir. Leggið ykkur fram um að hafa góð samskipti við þá sem ganga með ykkur til verka hvort sem það er fólkið úr fjölskyldunni ykkar eða óskyldir aðilar. Það er ekki sæmandi að hunsa sitt samstarfsfólk með því að heilsa varla á vaktaskiptum eða svara út í hött eða alls ekki. Ekki heldur að finna sífellt að, öskra á þá sem gera mistök eða tala niður til fólks. Jákvæðni snýst um að þakka hverri hjálpandi hönd, hafa orð á því sem vel gengur, slá sér og sínum á brjóst yfir þessum tíu hlössum af skít sem komin eru á Grundina í stað þess að láta daginn litast af því pirringi yfir því að haugdælan stíflaðist. • Hlúðu að sjálfum þér og taktu ábyrgð á þér. Það er forsenda þess að þér takist að halda fullum starfskröftum, njóta lífsins og vera hæfur á heimili og í fjölskyldu á annasömum tímum. Gættu þess að borða reglulega og skynsamleg, drekka nóg, taka stuttar pásur, rétta úr þér, láta hugan reika og anda djúpt nokkrum sinnum. Taktu markvisst og meðvitað eftir því sem gengur vel, veltu þér upp úr því en ekki því sem aflaga fer. Taktu eftir fyrstu vorblómunum, fuglunum og fegurðinni sem býr dýrunum og landinu þínu. Haltu samband við vini og félaga, hringdu og spjallaðu. Ef þú ert svo lánsamur að eiga maka og fjölskyldu, ræktaðu þá nánd við þau einmitt þegar það er brjálað að gera. Eða eins og segir í dægurlagatextanum, kysstu kerlu að morgni, snerting, knús, kossar, nánd og hlýja gefur orku og ljúfara líf, líka á sauðburði. • Hugsaðu á hjálplegan hátt, leitastu við að hugsa í lausnum, þetta er ekki vonlaust, eða bara ein lausn til sem er of erfið. Það eru alltaf fleiri leiðir. Ekki einblína á það sem gengur ekki, víkkaður hugsunina og stækkaður sjóndeildarhringinn þá áttu auðveldara með að finna það sem hjálpar. Stundum erum við föst í gömlum siðum og venjum sem ganga ekki upp lengur, eru íþyngjandi, of tímafrek, erfið, eða ekki lengur besta lausnin. Verum opin fyrir nýjungum og öðrum siðum til að leysa vandann og létta lífið. • Skipulag og forgangsröðun er svo auðvitað lykill að léttari dögum og árangursríkari rekstri. Raunhæfara áætlanir, að gefa sér ákveðin tíma í verk og leitast við að láta það duga, að sætta sig við að eitthvað verður undan að láta og gleyma því að aldrei að mannauðurinn, þú og fólkið þitt er öllu öðru verðmætara. Ekki valta yfir þig og þína, til hvers er þá barist? Það er yndisleg tilfinning að liggja flatur í króni í fjárhúsunum á bjartri vornótt og koma lífi í seinni tvílembinginn, sjá hann taka við sér og líf lifna enn á ný. Að ná loksins móður, sveittur og sár á höndum að draga svarta nautið úr skjöldóttri kvígunni og mjólka hana síðan í fyrsta sinn, júgrið jafnt, allir spenar í lagi og kálfurinn svelgir í sig broddinn. Það er ómetanlegt ævintýri að vera íslenskur bóndi sem fagnar vori, hlúið að ykkur sjálfum til að þið og ykkar fólk getið notið þess alveg í botn. Heimildir: J.S. Beck., T. Ben-Shahar, M. Yapko. Listin að lifa – geðheilsa Kristín Linda Jónsdóttir sálfræðingur Vorannir Bændablaðið kemur næst út 22. maí Það vakti athygli á dögunum þegar grein starfsmanna Landbúnaðarháskóla Íslands um asparryð var birt í tímaritinu European Journal of Plant Pathology. Um er að ræða alþjóðlegt tímarit sem birtir greinar á sviði plöntumeinafræði. Viðurkenning að fá greinina birta í svo virtu tímariti Greinin, sem ber heitið „Microsatellite analysis of Icelandic populations of the poplar fungal pathogen Melampsora larici- populina shows evidence of repeated colonization events”, byggir á MS verkefni Sigríðar Erlu Elefsen. Meðhöfundar eru leiðbeinendur hennar, Halldór Sverrisson og Jón Hallsteinn Hallsson, auk Pascal Frey sem er yfirmaður á frönsku rannsóknastofnunni INRA. Að sögn Sigríðar er það viðurkenning á gæðum greinarinnar að fá hana birta í þessu virta tímariti. „Greinar í blaðinu eru ritrýndar sem þýðir að þær hafa staðist fræðilegar kröfur,“ segir Sigríður. Eina varanlega lausnin er að kynbæta aspir til að auka þol Asparryð (Melampsora larici- populina) er vel þekktur sjúk- dómsvaldur á ösp í Evrópu og þekkist nú hvarvetna þar sem aspir eru ræktaðar. Hérlendis greindist asparryð fyrst 1999. Þetta er sveppasjúkdómur sem lýsir sér sem gulrauðir ryðflekkir á neðraborði asparlaufs. Ef smit er mikið getur neðraborð laufs verið þakið af ryðflekkjum. Í miklu „ryðárferði“ geta heilu trén og jafnvel heilu lundirnir verið undirlagðir. Mikið ryð eyðileggur laufblöð, ljóstillífun minnkar eða stöðvast jafnvel. Þannig getur ryðið haft veruleg neikvæð áhrif á vöxt og viðargæði. Eitrunaraðgerðir gegn asparryði eru ekki varanleg lausn og eina raunhæfa leiðin er að kynbæta aspir til að auka þol gegn sveppnum,“ útskýrir Sigríður. Hýslar sveppsins eru lerkitegundir og aspir „Asparryðsveppurinn er nauðbundin sníkjusveppur sem þýðir að hann vex ekki utan hýsla sinna sem eru lerkitegundir og aspir af ættkvíslinni Populus. Lífsferill ryðsins er nokkuð flókin og hefur hann fimm gróstig. Mikilvægt er að þrjú þeirra gróa sem myndast eru vindborin og þar á meðal eru ryðgróin. Þessi gró eru þolin og berast auðveldlega með vindi. Mjög breytilegt getur verið milli ára hversu mikið ryð verður. Sem dæmi má nefna að árið 2007 sást varla nokkuð ryð á landinu, hins vegar var víða mikið um ryð árið 2010 þar sem nánast hvert tré var sýkt á ákveðnum svæðum. Ekki er vitað hvernig ryðið barst til landsins en líklegt má telja að það hafi borist með vindi á sama hátt og fuglar og skordýr geta borist hingað. Fyrsta árið greindist asparryð aðeins á Suðurlandi. Næstu ár á eftir fannst ryð á fleiri svæðum og þegar árið 2005 mátti finna ryð á sunnanverðu landinu allt frá Keflavík í vestri til Lóns í austri. Þá hafði ryð einnig fundist í Borgarfirði, á Gunnfríðarstöðum í Húnavatnssýslu og á Hallormsstað. Nýlegir fundarstaðir eru á Akureyri og í Vatnsdal í Húnavatnssýslu. Frá því asparryð greindist hér fyrst, hafa miklar rannsóknir og kynbætur farið fram á öspum með tilliti til þols þeirra gegn asparryði, auk þess sem áhrif þess á vöxt og viðgang aspa hafa verið skoðuð. Minna hefur farið fyrir rannsóknum á skaðvaldinum sjálfum. Sigríður segir forvera þessarar rannsóknar vera franska rannsókn frá árinu 2003. Þar var erfðafræðilegum aðferðum beitt við að greina stofngerð sýna sem safnað var í nágrenni Skálholts og hún borin saman við stofngerðir sýna frá Evrópu og Kanada. Í þeirri rannsókn kom fram að stofngerð íslensku sýnanna var ólík allra annarra sýna sem skoðuð voru. Sveppurinn í tvígang numið land á Íslandi „Í rannsókninni nú, var sjónum aftur beint að erfðafræði ryðsins. Annar vegar var markmiðið að bæta við þá greiningu sem nú stendur yfir á sjúkdómsvöldum aspa með greiningu á erfðafjölbreytileika íslensks asparryðs og bera það saman við evrópska hópa. Hins vegar að styrkja framtíðar kynbótaverkefni fyrir sjúkdómsþoli íslenskra aspa með því að meta þróunargetu íslenska asparryðsstofnsins. Sýnum var safnað frá svæðum bæði sunnan og norðan heiða og stofngerð þeirra skoðuð. Samanburður var einnig gerður við sýni frá Mið- Evrópu. Niðurstöður bentu til þess að íslenski stofninn skiptist í tvo aðgreinanlega hópa. Annar hópurinn, sem í voru flest sýni, dreifðist svo til um allt land en hinn hópurinn samanstóð eingöngu af sýnum sem tekin voru í norðanverðum Lónsfirði. Þegar ryðið var borið saman við ryð frá Mið-Evrópu kom í ljós að sýnin frá Lónsfirði flokkuðust með hluta evrópsku sýnanna en ekki íslenskum. Þeta bendir til þess að sýni frá Lónsfirði séu af öðrum stofni en meginhluti íslensku sveppana. Nærtækasta skýringin er að ryðsveppurinn hafi numið hér land í tvígang. Spurningunni um hvaðan ryðið er upprunnið er hins vegar ósvarað. Til þess að komast að því og staðfesta uppruna hópsins í Lónsöræfum, þyrfti að afla sýna frá fleiri svæðum eins og Skandinavíu og Skotlandi og bera saman við íslensk sýni.“ Landfræðilega einangrun ver ekki ræktun nytjaplantna Að sögn Sigríðar sýna niðurstöður þessara rannsókna að landfræðileg einangrun ver ekki ræktun nytjaplantna gegn sjúkdómum. Á hverjum tíma má búast við að sveppir eða aðrir sjúkdómsvaldar geti borist hingað. Það er svo háð þéttleika nytjaplantna – og hugsanlega ytri skilyrðum – hvort þessir sjúkdómsvaldar nái fótfestu. Eigi að stunda markvissar kynbætur nytjaplantan með tilliti til aukins sjúkdómsþols er brýnt að þekkja helstu tegundir og sýkingagerðir sjúkdómsvalda er herjað geta á þær.“ /smh Grein starfsmanna Landbúnaðarháskóla Íslands um asparryð birt í virtu vísindatímariti: Markvissar kynbætur eina varanlega lausnin til að auka þol – segir Sigríður Erla Elefsen, einn höfunda greinarinnar Sýkt ösp. Ryðþekja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.