Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 35
35Bændablaðið | Fimmtudagur 8. maí 2014
á tjaldinu gamlar ljósmyndir af
Borlaug að starfi en þetta tjald var
óspart notað alla dagana af öllum
fyrirlesurum.
Þá hlýddum við á ræðu dr.
Sanjaya Rajaram, sem er góður
vinur okkar hjóna og býr í Mexíkó.
Raj, eins og hann er kallaður, hefur
ræktað yfir 400 tegundir af hveiti
og er mjög frægur. Raj hefur afar
þægilega rödd og talar skýrt. Hann
sagði skemmtilega frá enda vann
hann með Borlaug í mörg ár eða frá
1972. Hann lýsti hvernig Borlaug
gat starfað með öllum, háum sem
lágum; hann ofmetnaðist ekki
af verðlaunum sínum sem voru
fjölmörg heldur hvatti til þess að
aðrir fengju verðlaun líka. Borlaug
bar með sér sigurvissu og sjarma;
svo fullur af orku en gleymdi heldur
aldrei að tala við unga fólkið. Raj
sagði líka að það væri ótrúlegt hve
mikið af tequila Borlaug hefði getað
drukkið, borðað stórar steikur að
kveldi og samt verið á fullu í
vinnunni næsta dag! Borlaug hefði
haft gaman af að segja klúra brandara
úti á akrinum og svo flautaði hann
með fuglunum. Styttur af Borlaug
eru víða um heim og hann hefur
kveikt áhuga á kynbótum korns
hjá fjölmörgum vísindamönnum.
Borlaug hafði upplifað kreppuna
miklu í Bandaríkjunum sem ungur
maður og barðist síðan eins og fimm
stjörnu herforingi gegn hungri í
heiminum! Lauk Raj ræðu sinni á
að segja frá því hvernig Borlaug
breytti klæðnaði vísindamannanna
úr því að vera í jakkafötum og með
bindi úti á akrinum í það að vera í
gallabuxum og bol. Tölu Rajarams
var ákaft fagnað.
Seinna um daginn var m.a. flutt
ræða um „Hvers vegna næsta byrlint
verður brún“ og fjallaði hún um
moldina, hvernig best sé að varðveita
náttúrulega eiginleika hennar og
vernda hana.
Ég hlustaði á dr. Tony Fischer
og heyrði um nýja bók hans og
tveggja annarra vísindamanna þar
sem á rúmlega 600 blaðsíðum er
samankominn mikill fróðleikur.
Heitir ritið „Crop yields and global
food security: will yield increases
continue to feed the world?“ eftir
Tony Fischer, Derek Byerlee og Greg
Edmeades.
Á fimmtudagskvöldinu var
glæsilegur kvöldverður á svæðinu
fyrir framan háskólann. Þá voru
hvítdúkuð borð úti við, nóg af
vatni, gosi, bjór og rauðvíni, nægur
matur og frábær þjónusta fyrir
gestina. Hér virðast karlmenn vera
yfirgnæfandi í þjónustuhlutverkinu.
Á undan matnum var skemmtileg
menningardagskrá. Dansar og
söngvar frá hinum ýmsu héröðum
Mexíkó; með spænskum áhrifum.
Búningarnir voru framúrskarandi
litskrúðugir og fallegir. Einn dansinn
var dans með sverðum, menn sem
„börðust“ með stuttum sverðum, og
annar þar sem pörin dönsuðu með
bakka með glösum á höfðinu. Engin
stórslys urðu við þetta.
Skemmtilegasta og síðasta kvöldið
okkar var föstudagskvöld þar sem dr.
Perry Gustafson og fjölskylda, við
Lindsay, dr. Tony Fischer, Derek
Byerlee (báðir frá Ástralíu), Mark
frá New York, dr. Jesse Dubin frá
USA, þrjár konur sem ég þekkti
ekki og dr. David Bonnett fylltum
litlu veitingastofuna þangað sem
við höfðum vanið komur okkar. Þar
eru engar tvær gardínur eins, allur
borðbúnaður úr plasti og engir dúkar.
Maður fær plastgaffal ef maður
biður um hann, eins þarf að biðja um
glös og koma þau þá kæld, sem er
ljómandi gott í hitanum. Ljósmyndir
af gestum staðarins gegnum tíðina
þekja veggina ásamt fánum Mexíkó
og Bandaríkjunum. Við borðum
hveititortillas (ekki maís) með
höndunum, en það besta við þær
er avókadómaukið sem fylgir. Auk
þess fylgja súrsaðar gulrætur, ferskar
agúrkur, laukur, sterkt tómatamauk og
eitthvað óþekkt. Við höfum öll sloppið
við magapest. Úti í horni sat þéttvaxinn
maður með gítarinn sinn, lék og söng
af hjartans lyst. Eftir matinn dönsuðum
við Jesse við fögnuð viðstaddra enda
eina parið á gólfinu sem í besta lagi
hefði tekið þrjú pör. Jesse er örugglega
hátt á áttræðisaldri, fullur af lífi og fjöri,
fróðleik og áhuga. Mark lítur út eins
og hann sé ættaður úr Breiðholtinu;
kvæntur með tvo uppkomna syni sem
báðir eru líffræðingar. Vinnur annar
þeirra við rannsóknir á Alzheimer og
Parkinsons sjúkdómunum. Að öðru
leyti snerust umræðurnar um hveiti
eins og við var að búast. Úti fyrir
brunaði umferðin með hávaða og látum
enda liggur líf manns við í hvert sinn
er maður fer yfir götu.
Við morgunverðarborðið
síðasta daginn voru hjartnæm
kveðjuaugnablik því margt af fólkinu
er orðið mjög fullorðið og enginn
veit hvenær lífsins göngu lýkur.
Heimferðin gekk snurðulaust
þótt við hefðum áhyggjur af því að
mexíkönsku vélarnar væru yfirbókaðar
en nokkuð hafði borið á því. Sjálf
heimkoman var dásamleg. Rignt
hafði eina 170 mm í norðvesturhluta
New South Wales meðan við vorum
í burtu og jörðin var tekin að grænka
og blómstra. Nú þyrftu kýrnar ekki að
vera svangar lengur.
Sólveig Kr. Einarsdóttir og
dr. Lindsay O´Brien.
Setið til borðs í einni skemmunni á CIMMYT.
Þeir bjóða hryssurnar velkomnar!
Stóðhestarnir okkar eru farnir
að taka á móti hryssum!
Frábærir stóðhestar sem margir
hverjir hafa sannað sig sem úrvals
ræktunargripir.
GUNNAR ARNARSON EHF
HROSSARÆKT - SALA - ÚTFLUTNINGUR
www.horseexport.is • gunnara@simnet.is • Sími: 8920344 / 5573788
Gaumur
Aðaleinkunn: 8,69
Bygging: 8,13
Hæfileikar: 9,05 My
nd
: Þ
ór
un
n
Ey
vin
ds
dó
tti
r
Frá Auðsholtshjáleigu
IS2001187053
Hrafnar
Aðaleinkunn: 8,46
Bygging: 8,08
Hæfileikar: 8,72
Frá Auðsholtshjáleigu
IS2007187017
Sveinn-Hervar
Aðaleinkunn: 8,25
Bygging: 8,06
Hæfileikar: 8,38
Frá Þúfu
IS1994184553
Gári
Aðaleinkunn: 8,63
Bygging: 8,87
Hæfileikar: 8,47 My
nd
: G
ab
rie
le
Bo
ise
lle
Frá Auðsholtshjáleigu
IS1998187054
Kristall
Aðaleinkunn: 8,31
Bygging: 8,40
Hæfileikar: 8,24 My
nd
: K
ris
tb
jö
rg
E
yv
in
ds
dó
tti
r
Frá Auðsholtshjáleigu
IS2001187053
Toppur
Aðaleinkunn: 8,49
Bygging: 8,48
Hæfileikar: 8,50 My
nd
: K
ris
tb
jö
rg
E
yv
in
ds
dó
tti
r
Frá Auðsholtshjáleigu
IS2007187018
Gígjar
Aðaleinkunn: 8,46
Bygging: 7,98
Hæfileikar: 8,78
Frá Auðsholtshjáleigu
IS2000187051
Sproti
Aðaleinkunn: 8,26
Bygging: 8,43
Hæfileikar: 8,15 My
nd
: J
en
s E
in
ar
ss
on
Frá Enni
IS2008158455
Vals
Aðaleinkunn: 7,93
Bygging: 8,14
Hæfileikar: 7,78 My
nd
: K
ris
tb
jö
rg
E
yv
in
ds
dó
tti
r
Frá Auðsholtshjáleigu
IS2009187015
Nánari upplýsingar um notkun þeirra má nálgast
á www.horseexport.is, í síma 8920344 / 5573788
eða e-mail: gunnara@simnet.is
Notkun Grænhóll/Auðsholtshjáleiga
Toppur eftir LM: Hrossaræktarfélag Hrunamanna.
Sigurður Haukur Jónsson • 894 3059 • skollagrof@skollagrof.is
Sveinn-Hervar Hrossaræktarfélag Austur Landeyja Efri Úlfsstöðum.
Birgir Æ. Kristjánsson • 693 1264 • hvolsdekk@gmail.com
Sigurður Jónsson • 893 7970 • hesteyri@hotmail.com
Gígjar Skagafjörður.
Sigurgeir Þorsteinsson • 453 8182 • 895 8182 • sigurg@krokur.is
Hrafnar Þingeyri, Húnavatnssýslu.
Magnús Jósefsson, Steinnesi 897 3486•
Starfsmaður við hestabú
Háskólans á Hólum
Háskólinn á Hólum óskar eftir að ráða starfsmann í fullt
starf við hestabú skólans. Starfið felst meðal annars í
daglegri umhirðu hesta, viðhaldsvinnu í hesthúsum,
almennum bústörfum og samskiptum við nemendur
skólans.
Viðkomandi þarf að hafa reynslu af vinnu við hesta. Hæfni
í mannlegum samskiptum, sjálfstæði í vinnubrögðum og
samstarfsvilji eru mikilvæg. Menntun í hestafræðum eða
á sviði landbúnaðar er kostur. Starfið hentar jafnt konum
sem körlum. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningum
viðkomandi stéttarfélags við ríkið.
Umsóknarfrestur er til 30. maí, 2014. Æskilegt er að
viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar veita Eysteinn Steingrímsson bústjóri
í síma 898 6648 eða Sveinn Ragnarsson deildarstjóri
hestafræðideildar í síma 455 6300. Vinsamlegast sendið
umsóknir ásamt ferilskrá til Háskólans á Hólum, 551
Sauðárkrókur eða á netfangið umsóknir@holar.is. Öllum
umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu
hefur verið tekin.
Bændablaðið
Smáauglýsingar 56-30-300
Hafa áhrif um land allt!