Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 23
23Bændablaðið | Fimmtudagur 8. maí 2014 Yndisgróður hefur átt mjög gott samstarf við þau sveitarfélög sem hafa lagt til land, vinnu og kostnað við gerða garðanna og umhirðu. Yndisgarðarnir hafa þríþætt hlutverk. Í fyrsta lagi að varðveita úrval erfðarauðlindar íslenskra garð- og landslagsplantna, í öðru lagi til að rannsaka harðgerði og eiginleika þessara plantna og í þriðja lagi til að vera sýnireitir fyrir fagfólk og almenning. Á komandi árum mun Yndisgróður leggja áherslu á vali á úrvalsyrkjum og markaðssetningu þeirra. Verkefnið Yndisgróður er fyrsta verkefni sinnar tegundar á Íslandi þar sem farið er heildstætt í velja það besta úr íslenskum plöntuefniviði og opnar jafnframt möguleika á að kynbæta enn frekar úr þessum úrvalsefniviði og fá plöntur sem eru sérsniðnar fyrir íslenskar aðstæður. Skólinn telur því vel við hæfi að veita Yndisgróðursverkefninu hvatningarverðlaun garðyrkjunnar 2014 og vonar að það eigi langa lífdaga fram undan. Heiðursverðlaun garðyrkjunnar 2014 Magnús Ágúst Ágústsson, garðyrkjuráðunautur er fæddur á Löngumýri á Skeiðum þann 23. apríl 1950 á fyrsta sunnudegi í sumri, sonur hjónanna Emmu Kristínar Guðnadóttur og Ágústar Eiríkssonar bónda og garðyrkjufræðings. Magnús er kvæntur Rannveigu Árnadóttur og eins og hann segir sjálfur frá þá er það góður maki sem gerir manni kleift að helga sig áhugamálinu að fullu. Uppeldið og nám við Menntaskólann á Laugarvatni leiddi til þess að líffræðinám við HÍ varð fyrir valinu en lokaritgerð Magnúsar fjallaði um fóðurfræði sauðfjár. Tilviljun ein leiddi til þess að Magnúsi var boðið að halda utan til náms við háskólann í Reading til að nema tækni og ræktun með lýsingu í gróðurhúsum í apríl 1975. Tilviljunin var þannig að styrkur hafði fengist frá UNDP/ FAO til að kosta 2 Íslendinga til náms í Englandi. Óli Valur Hansson garðyrkjuráðunautur og Björn Sigurbjörnsson forstjóri RALA sátu á skrifstofu þess síðarnefnda og veltu fyrir sér hvern ætti að senda auk Hilmars Magnússonar. Þá gekk Magnús framhjá skrifstofu Björns og hann segir: Þarna er maðurinn… Eftir það varð ekki aftur snúið enda nóg af ágætum fóðurfræðingum til að sinna sauðfénu. Að námsdvöl lokinni hóf Magnús störf sem tilraunastjóri við Garðyrkjuskóla ríkisins en fyrstu árin var unnið að tilraunum sem styrktar voru af UNDP/FAO undir yfirumsjón breskra sérfræðinga. Magnús sinnti starfi sem tilraunastjóri við Garðyrkjuskólann fram til ársloka 1985 en það ár gerðist hann garðyrkjubóndi í Lindarbrekku í Hveragerði og rak garðyrkjustöðina fram til ársins 1993. Árið 1990 var Magnús ráðinn sem landsráðunautur í ylrækt hjá Búnaðarfélagi Íslands, síðar Bændasamtökum Íslands og frá árinu 2003 vann hann sem landsráðunautur í garðyrkju. Hann fluttist yfir til Rannsóknamiðstöðvar landbúnaðarins við stofnun hennar í ársbyrjun 2013. Magnús sinnti stundakennslu í Garðyrkjuskólanum meðfram öðrum störfum sínum á árunum frá 1986 til 2001 en árin 2001-2003 var hann fagdeildarstjóri ylræktarbrautar. Magnús hefur skrifað fjöldann allan af greinum um garðyrkju, bæði vísindagreinar um niðurstöður tilrauna, faggreinar fyrir garðyrkjuframleiðendur og fræðandi greinar fyrir almenning og hefur verið óþreytandi við að miðla upplýsingum um fag sitt til annarra. Garðyrkjubændur hafa notið krafta hans um árabil og fullyrða margir þeirra að Magnús sé lykilmaður í þeim árangri sem náðst hefur í framleiðslu í íslenskum gróðurhúsum. Það er því skólanum sannur heiður að sæma Magnús heiðursverðlaunum garðyrkjunnar árið 2014. /HKr. Hér eru keppendurnir í blómaskreytingarkeppni Garðyrkjuskóla Íslands, talið frá vinstri; Bergþóra Björg Karlsdóttir nemi, Jón Þröstur Ólafsson, Magdalena Kowalonek, Sunneva Guðmundsdóttir, Sveinbjörg Lúðvíksdóttir og Valgerður Guðjónsdóttir. Myndir / HKr. Boðið upp á alíslenskt kaffi og Íslandsmeistaramót í blómaskreytingum í Garðyrkjuskólanum: Valgerður Guðjónsdóttir er Íslandsmeistari í blómaskreytingum 2014 Viðamikil dagskrá var í Garðyrkjuskólanum að Reykjum í Hveragerði sumardaginn fyrsta og stóð dagskráin frá tíu um morguninn fram til klukkan hálf sex um kvöldið. Í aðalbyggingu skólans fór fram Íslandsmeistarakeppni í blómaskreytingum þar sem Valgerður Guðjónsdóttir stóð uppi sem sigurvegari. Þátttakendur í Íslandsmeistara- keppni í blómaskreytingum voru Bergþóra Björg Karlsdóttir nemi, Jón Þröstur Ólafsson, Magdalena Kowalonek, Sunneva Guðmundsdóttir, Sveinbjörg Lúðvíksdóttir og Valgerður Guðjónsdóttir. Guðríður Helgadóttir, forstöðumaður starfs- og endurmenntunardeildar Landbúnaðarháskóla Íslands veitti öllum þátttakendum viðurkenningarskjal og tók fram að venjulega hafi keppnin er tvískipt þar sem annars vegar hafi farið fram keppni nemenda og hins vegar meistara í faginu. Nú var hópurinn aftur á móti blandaður. Vakti árangur eina nemans í keppninni, Bergþóru Bjargar Karlsdóttur, því sérstaka athygli en hún lenti í öðru sæti. Í þriðja sæti var Jón Þröstur Ólafsson en sigurvegari var sem fyrr segir Valgerður Guðjónsdóttir. Markaðstorg með garðyrkju- afurðir var einnig haldið í skólanum þar sem ýmis fyrirtæki kynntu afurðir sínar og jafnframt fór þar fram kynning á námi við skólann og alls konar námskeiðum sem eru í boði. Alíslenskt kaffi Þá voru einnig kaffiveitingar á boðstólum og þar var m.a. boðið upp á alíslensk kaffis sem ræktað var í bananahúsi skólans. Vakti þetta mikla athygli enda hefur kaffi ekki verið ræktað á Íslandi áður. Var kaffið sem boðið var upp á úr annarri uppskeru af kaffi úr bananahúsinu. Var gestum boðið að kaupa sér bolla af kaffi en hver bolli var sérmerktur og fylgdi með í kaupunum. Skemmst er frá að segja að kaffibollarnir seldust upp á augabragði og fengu mun færri en vildu. Margfalt afmæli Auk þess sem haldið var upp á það á sumardaginn fyrsta að Garðyrkjuskólinn á 75 ára afmæli á þessu ári má geta þess að Landbúnaðarháskóli Íslands, sem Garðyrkjuskólinn er hluti af, er tíu ára og 125 ár eru síðan Bændaskólinn á Hvanneyri var stofnaður. /HKr. Valgerður Guðjónsdóttir er Íslandsmeistari í blómaskreytingum 2014 og hér er hún bæði með farand- og eignarbikar ásamt gullmedalíu fyrir afrekið. Tækið sem alla iðnaðarmenn dreymir um: Trésmiðinn, píparann, rafvirkjann, bílasmiðinn, flísalagningamanninn, dúkarann, málarann F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð FJÖLNOTAVÉL SuperCut FM 14-180 Steinskurðarvél Þeir máttu teljast heppnir ráðherrarnir Illugi Gunnarsson og Sigurður Ingi Jóhannsson sem og Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, að hafa bollum, því færri fengu en vildu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.