Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | Fimmtudagur 8. maí 2014 Heimalningar – böl eða blessun? Því miður eru til nokkrar hjartalausar manneskjur sem telja heimalninga enga sérstaka blessun og nenna ekki að leggja mikið á sig til að þeim geti liðið sem allra best. Jafnvel fyrirfinnst fólk sem telur eðlilegt og sjálfsagt að heimalningarnir séu með drullu sumarlangt. Þessari grein er fyrst og fremst beint til þeirra sem ekki eru þannig gerðir en mig langar að kynna fyrir því fólki nokkur ráð sem ég hef reynt til hagsbóta fyrir mína heimalninga. EKKI gefa heimalningunum úr túttufötu. Það getur virst fljótlegt og þægilegt þegar lömbin eru mörg en þessi aðferð er afar óhentug þegar betur er að gáð. Lömbin drekka mjög mis hratt. Með því að gefa úr fötu fá sum of lítið og þrífast illa. Önnur drekka of mikið og geta fengið drullu eða hreinlega drepist. Þegar lambið drekkur meira en kemst í vinstrina, fer mjólkin yfir í hina magahlutana með þessum afleiðingum. Líklega er þó óhætt að gefa úr túttufötu ef fóðrað er með súrmjólk og aðgangur er frjáls. Ármann á Svínafelli sagði mér þetta með túttufötuna. Hann hafði það eftir Ragnheiði grannkonu sinni og það sem sú kona hefur að segja um sauðfjárrækt er satt. Ég hef drepið heimalning með túttufötu og það ætla ég ekki að gera aftur. Hæfilegur mjólkurskammtur fyrir lamb er ekki meira en 300 ml í mál, þó að það stálpist. Gott er að gefa þrisvar eða fjórum sinnum á dag fyrst í stað (minni skammt að sjálfsögðu ef lambið er lítið og torgar ekki fullum pela) en kvölds og morgna dugar þegar kemur fram á sumar. Mjólkin má ekki vera köld. Hægur vandi er að hafa mátulega heita, góða mjólk handa heimalningunum eftir að mjólkurduft fyrir lömb fór að fást. Gætið þess að fylgja leiðbeiningum um blöndun drukksins. EKKI reikna út hvað þetta kostar. Kúabændur geta notað kúamjólk en hún má ekki vera hálfkalt eða vatnsþynnt sull. Mér finnst best að gefa lömbunum úr pela ætluðum ungbörnum, stærri gerðinni. Þeir eru hæfilega stórir og heimalningarnir eru mjög hrifnir af að vera gefið þannig. Vesalings móðurleysingjarnir þurfa líka á ást og umhyggju að halda, ekki bara mjólk. Svolítil stund með lömbunum eftir að þeim er gefið er tími sem enginn ætti að sjá eftir. Ef þú þolir ekki að lesa meira, ert þú örugglega einn af þessum hjartalausu, en næsta ráð ætti samt að henta þér. Heimalningar eru frægir fyrir að hanga heima við bæ og elta fólk í tíma og ótíma, jarmandi og rellandi. Til að lömbin venjist ekki á að sækja í mannsrödd hringi ég bjöllu þegar ég kem að gefa þeim. Þetta þarf að gera í nokkra daga áður en þeim er leyft að vera lausum úti. Þegar hópurinn er kominn út, nægir að hringja bjöllunni til að kalla þau til sín. Sé þetta alltaf gert áður en heimalningunum er gefið, sækja þeir mikið síður í að elta fólk utan gjafatíma og skipta sér ekki af því þó að mannsrödd heyrist í grenndinni. Engu ætti að skipta hvaða hljóð er notað, annað en mannsrödd, ef það er greinilegt og einkennandi og alltaf það sama. Auðvitað fara heimalningar allt sem þeir komast, ekki síður en aðrir. Svo það er ekki þeim að kenna þó að þeir komist þangað sem þú hefur ekki girt. Bestu kveðjur. Sigríður Jónsdóttir Arnarholti. Sigríður Jónsdóttir í Arnarholti. Rúlluplast, bindigarn og net FORSALA 2014 Sendum frítt á afgreiðslur Samskipa-Landlutninga um land allt VISQUEEN rúlluplast 75 cm Hvítt / Grænt / Svart 11.100,- 11.600,- VISQUEEN rúuluplast 75 cm Hvítt - án hlífðarpakkningar 10.950,- 11.445,- VISQUEEN rúlluplast 50 cm Hvítt / Grænt 8.900,- 9.400,- Piippo MagicBlue net 1,23 m x 3100 m 22.100,- 23.430,- Piippo MagicBlue net 1,30 m x 3100 m 21.500,- 22.790,- Piippo HYBRID net 1,23 m x 4000 m 27.300,- 28.940,- Piippo rúllubindigarn 1000 m/kg (5 kg hnota) 2.020,- 2.140,- Piippo baggabindigarn 400 m/kg (5 kg hnota) 2.020,- 2.140,- Piippo ferbaggagarn 130 m/kg (9 kg hnota) 3.470,- 3.680,- KRONE ferbaggagarn 110 m/kg (10 kg hnota) 4.400,- 4.665,- Greiðslufrestur Verð án VSK Plast, garn og net Verðlisti - FORSALA 2014 Staðgreiðsla Verð án VSK REYKJAVÍK - AKUREYRI ÞÓR HF ÞÓR HF | Reykjavík: Krókhálsi 16 | Akureyri: Lónsbakka | Sími: 568-1500 | www.thor.is OUEE POLIWRAP Finnska PIIPPO bagganetið og bindigarnið þekkja íslenskir bændur af yfir þriggja áratuga frábærri reynslu. PIIPPO er leiðandi framleiðandi á sínu sviði og net og garn frá PIPPO hefur ávallt verið í hæsta gæðaflokki. VISQUEEN 5-laga rúlluplast í hæsta gæða- flokki, framleitt í Bretlandi eftir ströngustu kröfum úr besta fáanlega hráefni. VISQUEEN rúlluplast hefur verið notað af íslenskum bændum í mörg ár með frábærum árangri. Hentar jafnt á rúllur sem stórbagga. Eitt vandaðasta plastið sem völ er á í dag. GREIÐSLUSKILMÁLAR ef pantað er fyrir 1. maí: STAÐGREIÐSLA: Staðgreiðsla eða greiðsla við móttöku greiðsluseðils. GREIÐSLUFRESTUR: 2 gjalddagar - 15. júli og 15. október 2014. 50% greiðist 15. júlí 2014 og eftirstöðvar greiðast 15. október 2014.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.