Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 28
4 LbhI blaðið 8. maí 2014
Landgræðsluskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna
Öflug þróunarsamvinna í landverndarmálum
„Við sjáum fram á að á næstu árum
muni starf Landgræðsluskólans
aukast og eflast,“ segir Hafdís Hanna
Ægisdóttir forstöðumaður Land-
græðsluskóla Háskóla Sameinuðu
þjóðanna. Landgræðsluskólinn
hefur verið starfandi hér á landi frá
árinu 2007 og hefur Landbúnað-
arháskóli Íslands séð um daglegan
rekstur skólans í samvinnu við Land-
græðslu ríkisins. Íslensk stjórnvöld
fjármagna reksturinn og er starfsemi
hans hluti af framlagi Íslands til al-
þjóðlegrar þróunarsamvinnu.
Að sögn Hafdísar Hönnu er ár-
lega haldið hér á landi sex mánaða
námskeið fyrir starfandi sérfræðinga
frá þróunarlöndum í Afríku og Mið-
Asíu sem glíma við miklar áskoranir
tengdar ósjálfbærri landnýtingu og
landeyðingu. Eftir veru sína hér á
landi, halda sérfræðingarnir aftur
til síns heima og miðla af þekkingu
sinni til samstarfsfélaga sinna og
heimamanna. Með þessum hætti er
tryggt að færnin sem þeir öðlast nýtist
þeim stofnunum sem koma að land-
verndarmálum í samstarfslöndum
Landgræðsluskólans.
„Námið felst einkum í að kenna
landlæsi, landgræðslu, umhverfis-
stjórnun og sjálfbæra landnýtingu.
Lögð er áhersla á að blanda saman
hefðbundnum fyrirlestrum, æf-
ingum innan- og utandyra sem og
skoðunarferðum til að þátttakendur
öðlist sem mesta þjálfun og þekk-
ingu,“ segir Hafdís Hanna. „Rétt er
að benda á að Landgræðsluskólinn
á rætur sínar að rekja til þess öfluga
starfs sem unnið hefur verið hér á
landi síðustu 100 árin við að hefta
uppblástur og græða upp illa farið
land.“
Sex mánaða námskeið Landgræðslu-
skólans eru haldin frá mars fram í sept-
ember og fer starfsemin að mestu fram
í starfsstöð Lbhí í Keldnaholti. Nem-
endurnir dvelja einnig hluta námsins í
höfuðstöðvum Landgræðslu ríkisins í
Gunnarsholti á Rangárvöllum.
Hafdís Hanna segir að alls hafi 51
sérfræðingur útskrifast frá skólanum
frá upphafi frá 10 þjóðlöndum. „Fjöldi
þátttakenda hefur aukist ár frá ári og við
stefnum að því að á næstu árum muni
enn fleiri sækja nám til okkar,“ segir
hún. Að auki er stefnt að því að halda
styttri námskeið í Afríku og Mið-Asíu í
samstarfi við samstarfsstofnanir skólans
á þessum svæðum og einnig mun Land-
græðsluskólinn styrkja framúrskarandi
fyrrum nemendur sína til meistara- eða
doktorsnáms við íslenska háskóla
Belgjurtablöndur
skila miklum
ávinningi í
túnrækt í Evrópu
Nýlega birtust niðurstöður úr
samræmdum tilraunum á 31 til-
raunastað um Evrópu þvera og
endilanga þar sem spurt var hvort
blanda fjögurra vel valdra tegunda
skilaði meiri uppskeru en þessar
tegundir í hreinrækt. Tvær þessara
tilrauna voru á tilraunastöð skólans
á Korpu.
Tilraunirnar voru slegnar í þrjú
sumur á hverjum stað. Í ljós kom
að í rúmlega 97 prósent tilvika gáfu
blöndur meiri uppskeru en tegundir-
nar að meðaltali í hreinrækt. Blönd-
urnar gáfu jafnframt í um 60% tilvika
meira en uppskerumesta tegundin í
hreinrækt og þar var uppskeruauk-
inn um 7% að jafnaði.
Uppskeruaukann mátti almennt
skýra með jákvæðu samspili milli
hinna mismunandi virknihópa og
skipti þá ekki máli hvort um var að
ræða niturbindingu eða endingu.
Einnig skipti máli að sem mest jafn-
ræði væri milli tegunda í blöndunni.
Niðurstöður þessar hafa hagnýtt gildi
og geta skilað umtalsverðum ávinn-
ingi fyrir bændur.
Sex þessara tilraunastaða voru á
norðlægum slóðum og voru niður-
stöður þeirra tilrauna gerðar upp
sérstaklega. Uppskeruauki blandna
var ívið meiri í þessum tilraunum
en að meðaltali fyrir alla tilrauna-
staði. Mælingar á fóðrunarvirði
heyfengsins leiddu jafnframt í ljós
að heygæði spilltust ekki þrátt fyrir
uppskeruauka.
Verkefnið var styrkt af COST sam-
starfinu í Evrópu og verkefnisstjóri
var Áslaug Helgadóttir prófessor við
skólann. Hér á landi styrkti rann-
sóknasjóður Rannís og Framleiðni-
sjóður verkefnið.
Gróður í Viðey í Þjórsá
Áhrif beitarfriðunar og mögulegar ógnir
Fyrir skömmu fluttu þau Anna Sig-
ríður Valdimarsdóttir og Sigurður H.
Magnússon fræðsluerindi á vegum
Hins íslenska náttúrufræðifélags.
Erindið bar heitið: Gróður í Viðey
í Þjórsá - Áhrif beitarfriðunar og
mögulegar ógnir. Anna Sigríður
Valdimarsdóttir lauk BS prófi í nátt-
úru- og umhverfisfræði frá Landbún-
aðarháskóla Íslands vorið 2010 og hóf
MS nám haustið 2011 við sama skóla.
Sigurður H. Magnússon lauk BS prófi
í líffræði frá Háskóla Íslands árið
1975 og PhD prófi í plöntuvistfræði
frá Háskólanum í Lundi í Svíþjóð árið
1994. Sigurður hefur starfað hjá Nátt-
úrufræðistofnun Íslands frá 1997.
Í kynningu segir: „Viðey í Þjórsá er
stök ey suðaustan við bæinn Minna-
Núp í Gnúpverjahreppi. Áin er þar
djúp og straumþung og hefur eyjan því
notið nokkurrar verndar fyrir ágangi
manna og búfjár. Í Viðey er grósku-
legur birkiskógur sem ekki er að finna
á bökkum árinnar. Lítið var vitað um
annan gróður í eynni.
Áform eru um að stífla Þjórsá
ofan Viðeyjar vegna fyrirhugaðrar
Hvammsvirkjunar. Rennsli Þjórsár
meðfram Viðey myndi minnka mjög
mikið við virkjun og jafnframt sú
vernd sem áin veitir eynni.
Meginmarkmið rannsóknarinnar
var að kanna gróður í Viðey í Þjórsá og
bera hann saman við gróður á svipuðu
landi beggja vegna árinnar.
Áhersla var lögð á að svara eftir-
farandi spurningum: Hvaða gerðir
gróðurs er að finna í eynni? Hver er
þekja og tegundasamsetning plantna í
mismunandi gróður - og landgerðum í
eynni og á svipuðu landi beggja vegna
árinnar? Finnast í eynni sjaldgæfar
plöntutegundir?
Í rannsókninni voru lagðir út 13
reitir sumarið 2009; fjórir í Viðey, þrír
á norðurbakka og sex á suðurbakka
Þjórsár.
Í Viðey finnast fjórar megingerðir
gróðurs; birkiskógur, graslendi,
strandgróður og mólendi. Í eynni
fundust 74 tegundir háplantna, þ.á.m.
tvær sem teljast sjaldgæfar á landsvísu,
grænlilja og kjarrhveiti.
Þekja og tegundasamsetning
plantna í Viðey er mjög ólík þeirri á
bökkum árinnar en í samræmi við það
sem komið hefur fram í öðrum rann-
sóknum á beittum og beitarfriðuðum
svæðum.
Viðey var friðlýst árið 2011 til
verndunar lítt snortins og grósku-
mikils birkiskógar og því lífríki sem
honum fylgir. Auk verndunar erfðaeig-
inleika og erfðafjölbreytileika birkisins
og annars gróðurs, þá er sérstaklega
treyst vísinda- og fræðslugildi eyjar-
innar.“
Lögð var áhersla á að velja saman
tegundir sem geta bætt upp kosti
hver annarrar. Tvær þeirra voru fóð-
urgrös en hinar tvær fóðurbelgjurtir
sem geta unnið nitur úr andrúms-
loftinu og virka því sem náttúrulegir
áburðargjafar. Jafnframt var önnur
gras- og smárategundin fljót til og
skammær en hin seinþroska og
endingargóð.
Gildi langtímatilrauna er mikið
Á árunum frá 1940-1970 voru lagðar út margar tilraunir
með tilbúinn áburð hér á landi. Tilgangur þeirra var að
meta hversu mikið þyrfti að bera á af tilbúnum áburði
við mismunandi aðstæður. Margar þessara tilrauna
öðluðust nýtt hlutverk þegar þær breyttust í langtíma-
tilraunir. Tilgangurinn varð þá ekki einvörðungu sá að
finna heppilega áburðarskammta heldur einnig að skoða
langtímaáhrif áburðarins á jarðveg og efnainnihald
hans. Þessar tilraunir gerðu einnig mögulegt að fylgjast
með afdrifum áburðarins, hversu mikið af honum fylgdi
uppskerunni, hversu mikið yrði eftir í jarðveginum
og hversu mikið tapaðist. Þessar tilraunir gáfu einnig
upplýsingar um áhrif áburðarins á gróðurfar og dýralíf.
Þessar tilraunir stóðu margar í 50-70 ár. Nú eru þær
flestar aflagðar en verðmætum gögnum hefur verið
safnað sem verið er að vinna úr og gefa út.
Landbúnaðarháskólinn
rannsakar útiræktun
jarðarberja
Jarðarber eru ekki aðeins verðmæt landbúnað-
arafurð heldur einnig rík af andoxunarefnum,
vítamínum og steinefnum. Slík matvæli gegna
mikilvægu hlutverki sem uppspretta nauðsyn-
legra bætiefna og aukið framboð getur þannig
haft jákvæð áhrif á lýðheilsu. Þetta kemur fram
í jarðræktarskýrslu síðasta árs.
Íslenskum neytendum þykja innlend jarðar-
ber eftirsóknarverð og hafa íslenskir ræktendur
hingað til ekki annað eftirspurn. Þessu til
staðfestingar var innflutningur ferskra jarðar-
berja meira en 323 tonn árið 2012. Það er því
eftir nokkru að slægjast á þessum markaði og
ekkert sem ætti að koma í veg fyrir að íslenskir
garðyrkjubændur fullnægi að mestu eftirspurn
innanlands sé rétt staðið að málum.
Meginmarkmið með rannsóknum LbhÍ er að
kanna möguleika á útiræktun jarðarberja við
íslenskar aðstæður með því að prófa valin jarðar-
berjayrki og kynbótalínur í ræktunartilraunum.
Slíkar prófanir voru síðast framkvæmdar á
Hvanneyri og Korpu á árunum 1981–1986 og
niðurstöðurnar því komnar til ára sinna. Miklar
framfarir hafa orðið í kynbótum og því full
ástæða til að endurtaka prófanir hérlendis.
Veðurfar í Noregi er keimlíkt því íslenska og
töluvert er ræktað af jarðarberjum utandyra í
Noregi. Þar eru jafnframt stundaðar kynbætur á
jarðarberjum og því nærtækt að líta þangað með
val á yrkjum og kynbótalínum.
Prófuð verða yrki og kynbótalínur sem líkleg
eru til að sýna þrótt við hérlend vaxtarskilyrði,
m.a. verða prófuð þekkt yrki (Sonata, Saga, No-
bel, Glima, Blink, Korona og Senga Sengana) auk
nýlegra kynbótalína frá Graminor AS.
Framleiðslan hérlendis fer fram í gróðurhúsum
en íslenskir garðyrkjubændur hafa náð góðum
tökum á ylrækt.
Gróðurhús eru hins vegar dýr yfirbygging og
nýtast ekki allt árið í jarðarberjarækt. Með því að
nýta gróðurhús fyrst í forræktun fyrir útplöntun
og svo í almenna uppskeruræktun má stórbæta
nýtingu af gróðurhúsinu.
Niðurstöður verkefnisins munu veita mikil-
vægar upplýsingar um hvort útiræktun jarðar-
berja er möguleg og arðbær við íslenskar að-
stæður. Ræktunarmódelið sem hér verður prófað
hefur víða reynst hagkvæmt.
Aðferðin gæti því skilað íslenskum jarðar-
berjum á markað með því að lengja ræktunar-
tímabilið og þar að auki bætt nýtingu gróðurhúsa.
Umsóknarfrestur um
skólavist er til 5. júní