Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 45
45Bændablaðið | Fimmtudagur 8. maí 2014
Tilgangurinn með verðlauna-
veitingum og birtingu úrvalslista
yfir þá sem skara fram úr er
að efla menn til dáða, skapa
viðmið og eitthvað til að stefna
að. Mikilvægt er að slíkar
verðlaunaveitingar séu í takt
við stefnuna í sauðfjárræktinni
hverju sinni og sem einfaldastar
í framkvæmd.
Oft er leitað til ráðunauta með
að finna besta gripinn eða bú innan
ákveðins svæðis. Ekki hafa verið til
neinar samræmdar reglur um slíkt.
Er þetta gert með ýmsum hætti í
dag enda hverjum félagsskap í
sjálfsvald sett hvernig því er hagað.
Fagráð hefur nýlega samþykkt
reglur um val á kynbótahrútum og
úrvalsbúum sem lagðar voru fram
af faghópi RML í sauðfjárrækt. Þar
með eru til samræmdar reglur sem
allir (til dæmis fjárræktarfélög og
önnur félög um sauðfjárrækt) geta
nýtt sér. Reglurnar eiga að vera
nokkuð einfaldar í framkvæmd
og falla að þeim markmiðum sem
unnið er eftir í sauðfjárræktinni.
Hér á eftir fer kynning á þessum
reglum en lagt er upp með að
endurskoða þær árlega.
Lambafaðirinn
Valið byggir á kynbótamatseinkunn
fyrir skrokkgæði (skrokkgæði er
notað hér í stað kjötgæða) þar sem
einkunnir fyrir holdfyllingu (gerð)
og fitu vega jafnt. Skilyrðin sem
hrúturinn þarf að standast eru:
• Hafa 95 stig eða hærra fyrir
frjósemi og mjólkurlagni
samkvæmt kynbótamati
• Hafa að lágmarki 110 stig bæði
fyrir gerð og fitu samkvæmt
kynbótamati
• Hafa 105 eða hærra í einkunn
fyrir fallþunga samkvæmt
hrútaskýrslu
• Að kjötmatsupplýsingar byggi
á 30 afkvæmum eða fleiri
• Að hrúturinn beri ekki
sköpulagsgalla (hafi ekki
fengið 7 eða lægra fyrir
nokkurn dómsþátt sem
einstaklingur) og ekki sé vitað
til þess að hann beri erfðagalla.
Með þessum hætti er lögð áhersla
á að verðlauna hrúta sem sameina
góða gerð og hóflega fitu og gefa
vænleika yfir búsmeðaltali. Þegar
heildareinkunn fyrir skrokkgæði
er reiknuð er sett hámark á
fitueinkunnina við 125 stig. Með
þessum hætti er heldur dregið úr
vægi almestu fituleysishrútanna.
Lágmörk fyrir dætraeiginleika
tryggja að ekki sé verið að
verðlauna hrúta sem útlit er fyrir að
séu óálitlegir alhliða kynbótahrútar
en samt gefið ákveðið
svigrúm þar sem þessi
verðlaun eru hugsuð fyrir
hrúta sem eru óreyndir eða
lítið reyndir sem ærfeður.
Alhliða
kynbótahrúturinn
Valið byggir á
kynbótamatseinkunn þar
sem jafnt vægi er sett á
skrokk-gæði, frjósemi og
mjólkurlagni.
Skilyrðin sem hrúturinn
þarf að standast eru:
• Hafa 105 stig eða hærra
fyrir gerð og mjólkurlagni
samkvæmt kynbótamati
• Hafa 100 stig eða hærra fyrir
fitu og frjósemi samkvæmt
kynbótamati
• Kynbótamat dætraeiginleika
byggi á 10 dætrum eða fleirum
• Að hrúturinn beri ekki
sköpulagsgalla (hafi ekki
fengið 7 eða lægra fyrir
nokkurn dómsþátt sem
einstaklingur) og ekki sé vitað
til þess að hann beri þekkta
erfðagalla.
Með þessum hætti koma eingöngu
til greina hrútar sem eru yfir
meðallagi fyrir alla eiginleika
í kynbótamatinu. Meiri kröfur
eru gerðar til eiginleika sem eru
betri eftir því sem mat þeirra er
hærra (gerð og mjólkurlagni) en
til eiginleika sem eru æskilegir
á ákveðnu bili (fita og frjósemi).
Sett er þak á einkunn fyrir
fitu og frjósemi við 125 stig.
Þannig eru aðeins minnkuð áhrif
mestu fituleysishrútanna og
„ofurfrjósemishrúta“ (hrúta sem
bera stórvirka frjósemiserfðavísa).
Eins og í reglum fyrir
lambaföðurinn skal ekki verðlauna
hrúta sem hafa sköpulagsgalla eða
vitað sé að beri erfðagalla.
Besta fjárræktarbúið
Valið byggir á heildareinkunn
kynbótamats þar sem vegið
er saman meðal kynbótamat
fyrir skrokkgæði, frjósemi og
mjólkurlagni þar sem þessir þrír
þættir hafa jafnt vægi. Notast er
við meðal kynbótamatseinkunn
fullorðinna áa búsins.
Búin þurfa að standast
kröfur sem sjá má í töflunni um
kynbótamat hér að ofan.
Bú sem eru verðlaunuð þurfa
að standast kröfur gæðastýringar
í sauðfjárrækt án athugasemda.
Þá er lagt til að sama búið sé ekki
verðlaunað nema á 5 ára fresti.
Skilyrðin sem hér eru sett eru
í takt við ræktunarmarkmiðin
fyrir frjósemi og skrokkgæði. En
markmiðið er að ærin skili tveimur
lömbum og veturgömlu ærnar einu.
Varðandi skrokkgæði er markmiðið
að nánast öll framleiðslan fari í
holdfyllingarflokk R eða hærra
og þar af 40% í U og E. Flokkun
þar sem 60% færi í R og 40% í U
skilar 9,2 í einkunn fyrir gerð. Í
fitunni er stefnan sett á fituflokka
2 og 3. Afurðir í kílóum kjöts eftir
hverja á miðar við landsmeðaltal
hverju sinni, hér mætti líka nota
héraðsmeðaltal ef verið er að
verðlauna á héraðsvísu. Með því
að gera ekki meiri kröfur um kíló
eftir ánna er reynt að koma til
móts við þá sem lóga snemma og/
eða búa við „léttari“ afréttarlönd.
Í framtíðinni mætti hugsanlega
taka vaxtarhraða inn sem eitt af
skilyrðum um afurðir.
Þær reglur sem hér eru kynntar
eru hugsaðar til að marka leiðina
og nota til viðmiðunar, þó í
sumum tilfellum gæti þurft að
slaka aðeins á kröfum eða gera
útfærslubreytingar þannig að þær
henti fyrir minni félög.
/EE
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins
Eystra-Súlunes, Melasveit Helgi Bergþórsson Borg.
Tilraunabúið Hesti, Andakíl Borg.
Oddstaðir, Lundarreykjardal Guðbjörg og Sigurður Oddur Borg.
Bakkakot, Stafholtstungum Sindri og Kristín Mýr.
Dýrastaðir, Norðurárdal Anja og Hlynur Mýr.
Leirulækur, Mýrum Guðrún og Sigurbjörn Mýr.
Traðir, Mýrum Gunnar Þorkelsson Mýr.
Dalsmynni, Eyja- og Miklholtshrepp Dalsmynni sf. Snæf.
Gaul, Staðarsveit Heiða Helgadóttir Snæf.
Hjarðarfell, Eyja- og Miklholtshrepp Hjarðarfellsbúið Snæf.
Mýrar, Eyrarsveit Ólafur Ingi Jónsson Snæf.
Ásgarður, Hvammssveit Bjarni Ásgeirsson Dal.
Bær 1, Miðdölum Birgir Baldursson Dal.
Geirmundarstaðir, Skarðsströnd Bryndís Karlsdóttir Dal.
Kjarlaksvellir, Saurbæ Vallarfé sf. Dal.
Birkihlíð, Súgandifirði Svavar og Svala V-Ís.
Bær, Árneshrepp Gunnar og Pálína Strand.
Heydalsá, Tungusveit Guðjón H Sigurgeirsson Strand.
Heydalsá, Tungusveit Ragnar og Sigríður Strand.
Litla-Ávík, Árneshrepp Sigursteinn Sveinbjörnsson Strand.
Miðdalsgröf, Tungusveit Reynir Bjjörnsson Strand.
Skálholtsvík, Hrútafirði Guðmundur Waage Strand.
Valdasteinsstaðir, Hrútafirði Áslaug Helga Ólafsdóttir Strand.
Bergsstaðir, Vatnsnesi Benedikt Guðni Benediktsson V-Hún.
Bergsstaðir, Miðfirði Elín Anna og Ari Guðmundsson V-Hún.
Efri-Fitjar, Fitjárdal Gunnar og Gréta V-Hún.
Mýrar 2, Hrútafirði Böðvar Sigvaldi og Ólöf V-Hún.
Neðri-Torfustaðir, Miðfirði Benedikt Björnsson V-Hún.
Sauðadalsá, Vatnsnesi Þormóður og Borghildur V-Hún.
Sauðá, Vatnsnesi Ellert Gunnlaugsson V-Hún.
Tannstaðabakki, Hrútafirði Skúli og Ólöf V-Hún.
Vatnshóll, Línakradal Halldór Líndal Jósafatsson V-Hún.
Þóroddsstaðir, Hrútafirði Gunnar og Matthildur V-Hún.
Steinnes, Þingi Magnús Jósefsson A-Hún.
Árgerði, Sæmundarhlíð Kristján og Linda Skag.
Keta, Skaga Hrefna Gunnsteinsdóttir Skag.
Syðri-Hofdalir, Viðvíkursveit Atli Már og Klara Skag.
Háls, Svarfaðardal Arnfríður Friðriksdóttir Eyjafj.
Hólsgerði, Eyjafjarðarsveit Sigríður og Brynjar Eyjafj.
Staðarbakki, Hörgárdal Guðmundur og Sigrún Eyjafj.
Stóri-Dunhagi, Hörgárdal Árni Arnsteinsson Eyjafj.
Vatnsendi, Eyjafjarðarsveit Sveinn Rúnar Sigmundsson Eyjafj.
Villingadalur, Eyjafjarðarsveit Félagsbúið Villingadal Eyjafj.
Ytri-Bægisá 1, Hörgárdal Haukur og Þorvar Eyjafj.
Brún, Reykjadal Félagsbúið Brún S-Þing.
Hlíðarendi, Bárðardal Erlingur Ingvarsson S-Þing.
Ingjaldsstaðir, Þingeyjarsveit Atli Sigurðsson S-Þing.
Skarðaborg, Reykjahverfi Sigurður og Helga S-Þing.
Stóru-Tjarnir, Ljósavatnsskarði Ásvaldur og Laufey S-Þing.
Hafrafellstunga 1, Öxarfirði Hafrafellstunga ehf. N-Þing.
Laxárdalur, Þistilfirði Eggert Stefánsson N-Þing.
Reistarnes, Sléttu Kristinn B Steinarsson N-Þing.
Sandfellshagi 1, Öxarfirði Urðir ehf. N-Þing.
Snartarstaðir, Núpasveit Helgi og Lína N-Þing.
Ærlækur, Öxarfirði Jón Halldór og Guðný N-Þing.
Fremri-Hlíð, Vopnafirði Valur Guðmundsson N-Múl.
Fossárdalur, Berufirði Guðný Gréta Eyþórsdóttir S-Múl.
Hali, Suðursveit Fjölnir Torfason A-Skaft.
Setberg, Nesjum Sveitabýlið Setbergi A-Skaft.
Borgarfell, Skaftártungu Sigfús og Lilja V-Skaft.
Úthlíð, Skaftártungu Elín Heiða Valsdóttir V-Skaft.
Drangshlíðardalur, Eyjafjöllum Guðni og Lena Rang.
Efsta-Grund, Eyjafjöllum Sigurjón og Sigríður Lóa Rang.
Fit, Eyjafjöllum Félagsbúið Fit Rang.
Skarð, Landssveit Félagsbúið Skarði Rang.
Skarðshlíð, Eyjafjöllum Vilborg Hjördís Ólafsdóttir Rang.
Teigur, Fljótshlíð Jens Jóhannsson Rang.
Ytri-Skógar, Eyjafjöllum Félagsbúið Ytri-Skógum Rang.
Brúnastaðir, Flóa Ketill Ágústsson Árn.
Gýgjarhólskot, Biskupstungum Eiríkur Jónsson Árn.
Verðlaunareglur og nýr
úrvalslisti í sauðfjárrækt
Eyþór Einarsson
Ábyrgðarmaður
í sauðfjárrækt hjá RML
ee@rml.is
Bú sem standast kröfur um afurðir samkvæmt reglum um „besta
fjárræktarbúið“ ættu að vera öflug alhliða bú. Hefur því verið ákveðið að
birta árlega lista yfir þau bú landsins sem standast þessar kröfur og ætti
það að vera góð viðbót við þá úrvalslista sem þegar eru biritir í Fjárvís.
is og á heimasíðu RML fyrir einstaka eiginleika. Þar verður miðað við
bú sem hafa 100 fullorðnar ær eða fleiri á skýrslum. Listinn yfir búin
er birtur í stafrófsröð innan héraða og er í heild sinni aðgengilegur inn
á heimssíðunni www.rml.is.
Kjarkur frá Ytri-Skógum er mesti alhliða kynbótahrútur landsins árið 2014
samkvæmt mati sauðfjársæðingastöðvanna.
Ás frá Skriðu er besti lambahrúturinn 2014.
Listi yfir úrvalsbú