Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 1
9. tölublað 2014 Fimmtudagur 8. maí Blað nr. 418 20. árg. Upplag 31.000 Halldór Guðlaugsson með stoltan svartan landnámshana af íslenskum uppruna. Innfellda mynd Halldórs er af fyrsta parinu sem hann eignaðist 2010. Mynd / HKr. Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Bændasamtök Íslands vinna að framtíðarlausnum á vanda vegna fugla: Móta aðgerðaráætlun til að bregðast við ásókn álfta og gæsa í ræktarlönd bænda Fundað var í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu á þriðjudag um mótun aðgerðaráætlunar vegna ágangs álfta og gæsa á ræktarlönd bænda. Þar voru meðal annars kynntar hugmyndir um að hleypa af stað könnun á næstu vikum meðal bænda þar sem ætlunin er að skrásetja umfang vandans í sveitum landsins. Jón Geir Pétursson, skrifstofustjóri á skrifstofu landgæða í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, segir að talsvert hafi verið unnið að því hvernig draga megi sem mest úr tjóni bænda vegna ágangs frá stækkandi fuglastofnum. Vandinn sé hins vegar sá að tjónið hafi ekki verið metið og því sé erfitt að skilgreina og skipuleggja viðbrögð þar sem skortur sé að góðum upplýsingum um vandamálið. Með þeirri könnun sem nú er verið að hleypa af stokkunum sé ætlunin að bæta úr þessu svo hægt sé að gera viðbragðsáætlun. Öflugur gagnagrunnur Jón Geir sagði fundinn á þriðjudag hafa verið mjög gagnlegan. Þar hefðu verið mættir fulltrúar ráðuneytis, Umhverfisstofnunar, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytis og Bændasamtaka Íslands. Fyrr í vetur hefur sami hópur hist á nokkrum fundum ásamt fulltrúum Fuglaverndar og Náttúrufræðistofnunar. Sagði hann að fulltrúar BÍ hafi þar viðrað hugmyndir um að virkja gagnagrunn „Bændatorgs“, jörð.is, þar sem skráðar eru allar upplýsingar bænda um landnýtingu á sínum jörðum. Með því að gera umbætur á því kerfi ættu bændur að geta skilgreint og skráð allt tjón sem þeir verða fyrir af völdum villtra fugla og á hvaða spildum tjón verður. Sagði Jón Geir að það skráningarkerfi sem þarna er væri miklu betra og umfangsmeira en hann hafi gert sér grein fyrir. Því væri kjörið að endurbæta það í samstarfi bænda og umhverfisyfirvalda svo það gæti nýst bændum og þá stjórnvöldum um leið til að halda utan um allt tjón af völdum álfta, gæsa, eða annarra fugla á ræktarlöndum bænda. Því þyrfti ekki að leggja út í flókna vinnu við að upphugsa nýtt kerfi til að halda utan um þessa hluti til framtíðar. „Niðurbrot á upplýsingum sem þarna eru þegar til staðar er hreint frábært og öll framsetning. Í þessum gagnabanka eru kortagrunnar og túnum er skipt upp í spildur þar sem ræktun margvíslegra tegunda er nákvæmlega skráð." Jón Geir telur einnig að mögulegt ætti að vera að setja upp í kerfinu skilgreiningu á því hvaða varnir bændur nýti sér á einstökum spildum. Þannig gæti gagnagrunnurinn líka nýst til að meta hvernig best sé að bregðast við ásókn fugla á mismunandi svæðum. „Eflaust eru til margvíslegar lausnir til að bregðast við vandanum og ekki víst að ein lausn henti öllum. Nýta mætti skráningar í grunninn til að meta slíkt. Inn á þessa gátt ættu bændur svo að geta fært inn upplýsingar um tjón sem þeir verða fyrir í sumar og haust. Þannig ættum við strax að geta fengið upplýsingar sem við þurfum til að geta stillt nánar upp aðgerðarpakka til að taka á vandanum og vinna að lausnum hans til framtíðar. Könnunin sem nú er meiningin að setja í gang í samstarfi BÍ og Umhverfisstofnunar verður því um leið hluti af gagnvirku upplýsingakerfi.“ Verið að móta lausn til framtíðar „Þetta á því ekki að verða neitt átaksverkefni í eitt skipti, heldur vilja stjórnvöld leggja upp með viðvarandi viðfangsefni til framtíðar. Það ætti því að verða hvati fyrir bændur að skrá þarna inn allar upplýsingar svo við getum sett fram skynsamlegan aðgerðarpakka til að vinna eftir. Með þessu er verið að skipuleggja og setja viðbrögð við ásókn villtra fugla í ræktarlönd bænda í samræmi við annað stuðningskerfi landbúnaðarins,“ segir Jón Geir Pétursson. /HKr. 7 Íslenskar landnámshænur vinsælar í Danmörku – Um 100 félagar í klúbbi um íslenskar hænur á danskri vefsíðu Halldór Guðlaugsson, sem er fæddur í Hvammi í Eyjafirði, býr nú í þorpinu Nymark á Fjóni í Danmörku ásamt eiginkonunni Dorthe Havmøller Nielsen og Héðni, nýfermdum syni þeirra. Halldór starfar nú sem fjósamaður á Fjóni þar sem mjólkurkýrnar eru eitthvað á þriðja hundraðið en sinnir ræktun á íslenskum landnámshænsnum í frístundum sínum. „Ég keypti fyrsta parið hér í nágrenninu, vorið 2010. Við eftirgrennslan seinna komst ég að því að þetta par átti ættir að rekja til innflutnings af nokkrum eggjum frá Valgerði á Húsatóftum. Sá innflutningur átti sér stað einhverjum árum fyrr, ég veit ekki nákvæmlega, en eggin voru vottuð af dýralækni svæðisins. Frá þessu pari er stór hluti minna hænsna kominn, en auk þess fékk ég tvær hænur og seinna hana gegnum kunningja hér. Öll þau hænsni koma frá búi Jóhönnu Harðardóttur, fyrrverandi formanns ERL. Ég er búinn að missa tölu á því hve margir hafa fengið fugla frá mér. En það gætu verið um 30 manns, sem síðan hafa selt áfram frá þeim stofni. Ég veit líka um aðra einstaklinga sem hafa fengið egg frá Íslandi á síðustu árum og hafa verið með til að dreifa stofni íslenskra hænsna hér í Danmörku. Það eru nú að verða 100 félagar í klúbbnum um íslenskar hænur hér á netinu. Sumir þessara einstaklinga eru ekki búsettir í Danmörk en svo eru aftur á móti nokkrir sem ég veit um að hafa fengið egg/dýr frá mér, sem ekki eru með í „Islandske Landnamshøns i Danmark“, eins og vefsíðan heitir. Ég hef líka verið í sambandi við sams konar félagsskap í Svíþjóð og það hafa verið send egg héðan frá Danmörk til að hjálpa þeim með ræktunina,“ segir Halldór. Halldór hefur lagst í töluverðar rannsóknir á íslensku hænunum og gerir nú m.a. tilraunir með að hreinrækta úr sínum stofni ákveðin litaafbrigði. Telur hann að þessar tilraunir sýni meðal annars að hvítu litaafbrigðin í stofninum séu eðlileg afbrigði út frá brúnum hænum en stafi ekki af blöndun í fortíðinni við hvítar ítalskar hænur eins og gjarnan hefur verið haldið fram. Hann segir þó erfitt að fullyrða nokkuð um uppruna og hreinleika þess stofns sem menn kalla nú landnámshænur, en eigi að síður sé það skemmtilegt viðfangsefni að rækta þær. /HKr. Ein af hamingjusömu hænum Halldórs af íslenskum uppruna með ungana sína. Þeir skriðu úr eggjum um páskana. Mynd / HKr. Jón Geir Pétursson. Sauðburður byrjaði snemma á Hlíðarbæ II í Þingvallasveit 23 Valgerður Guðjónsdóttir er Íslandsmeistari í blómaskreytingum Oddvitinn prjónaði peysur á öll nýfædd börn 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.