Bændablaðið - 08.05.2014, Qupperneq 47

Bændablaðið - 08.05.2014, Qupperneq 47
47Bændablaðið | Fimmtudagur 8. maí 2014 hefur refurinn lagt undir sig stór svæði í fuglabjörgunum og tímgast þar eflaust vel. Grenjavinnslu er hætt á sunnanverðum Jökulfjörðum og á Snæfjallaströnd og sömu sögu er að segja austur að Ófeigsfirði nema varist er af sumarfólki í Reykjarfirði og kringum Dranga. Á öllu þessu svæði sem er hátt í 2% af flatarmáli Íslands er refurinn búinn að gereyða nánast öllum fugli, nema þeim sem hann kemst ekki að í björgum. Slíkt getur varla kallast annað en stórkostlegt umhverfisslys og er mál til komið að stjórnvöld gangist við fyrri afglöpum og loki þegar í stað þessari vargauppsprettu sinni. Að koma til móts við refaást ferðaþjónustu má gera að skaðlitlu með því að friða fáein greni við helstu gönguleiðir. Líffræðingavandamálið Síðan fyrsti veiðistjóri Sveinn Einarsson féll frá 1985 hefur látlaust sigið á ógæfuhliðina hvað varðar að halda refum í skefjum. Síðari tíma veiðistjóranefnur hafa verið aðhlátursefni veiðimanna, enda refastofninn margfaldast. Líffræðimenntun sem skilyrði til veiðistjóraembættis frá og með Páli Hersteinssyni var enda ávísun á vernd en ekki veiði. Betra er að vera af guði ger greindur bóndastauli, en að hittast hvar sem er hámenntaður auli. Sannleikurinn í þessari gömlu vísu hefur því miður kristallast hjá embætti veiðistjóra, sem loksins sofnaði útaf og varð fáum harmdauði. Umhverfisverndarbatteríið hefur algerlega brugðist þeirri skyldu sinni að koma í veg fyrir tjón af völdum villtra dýra og fugla, en gerðist í þess stað verndari þeirra. Umhverfisráðherrar breyttust í vargaverndarráðherra og drógu úr, eða felldu niður endurgreiðslur til sveitarfélaga vegna kostnaðar þeirra við grenjavinnslu. Sumar sveitarstjórnir guggnuðu líka fyrir refum og er þar nærtækast mér að benda á þó fáfræði og skammsýni í þessu efni sem sveitarstjórn Súðavíkurhrepps er ófagurt dæmi um. Þar gætu þó sauðfjár- og hlunnindabændur farið að sjá aftur til sólar eftir kosningar í vor, þar sem helstu refavinirnir hverfa þá úr sveitarstjórn. Í Mbl. 05.02.14 segir Snorri Jóhannesson á Augastöðum, formaður Bjarnalands, félags atvinnumanna í veiðum á ref og mink, um niðurstöður starfshóps umhverfisráðherra um bætt skipulag og framkvæmd vargaeyðingar: „Mér finnst skína í gegn, að það þurfi einhverja veiðistjórn. Hún þarf að byggjast á reynslu og þekkingu á verkefninu sem verið er að skipuleggja.“ Þetta er mergurinn málsins. Höfuðlaus her verður sjaldan sigursæll. En þá þarf líka að breyta hæfnisskilyrðum til veiðistjóraembættis svo líffræðingar sjáist ekki lengur þar innan dyra. En það er eins með líffræðingana og refinn. Í báðum tegundum hefur orðið mikil fjölgun og sótt er fast á ríkisjötuna og allar buddur sem hringlar í sér til framfæris. Þannig fékk Ester Rut Unnsteinsdóttir, Melrakkasetrinu í Súðavík og arftaki Páls Hersteinssonar sem talsmaður refa, 4,3 milljónir úr veiðikortasjóði 2013 til að rannsaka hvað refirnir séu að éta. Mikið er nú ánægjulegt og gagnlegt fyrir okkur fáfróða veiðimenn að fá loksins eitthvað að vita um það hvað refurinn leggur sér til munns. Í ár ætlaði svo Ester Rut að sækja sér peninga í Veiðikortasjóð til að rannsaka „afrán refa í sauðfé“, en umsókninni var hafnað af stjórn sjóðsins sem þar með hefur fengið á sig þann stimpil að hatast við æðri menntun og vera enn stödd í myrkum miðöldum. Atvinnulausum líffræðingum dettur ýmislegt í hug til að rannsaka, svo sem að færa sönnur á að ærnar séu á vorin miklu alvarlegri ógn við eðlilegt fuglalíf en refir, því þær leiti upp hreiður og sleiki úr eggjunum. Nú hagar svo til að á mínu snarrótartúnum eru kjörin hreiðuraðstæður milli hnjúskanna fyrir stelka, lóur, spóa kríur, endur, hrossagauka og lóuþræla og tefur stundum áburðardreifingu að ekki sé nú minnst á alla ungana, þegar farið er að slá mánuði síðar. Þessi sömu tún eru þéttsetin lambám fram undir Jónsmessu og engir sjáanlegir árekstrar á milli þeirra og fuglanna. Varg-fuglaverndunarfélag Íslands Nýlega fékk ég sent ritið Haförninn frá Fuglaverndunarfélagi Íslands. Sjálfsagt er að friða örninn og vernda og ber að þakka þeim sem að því hafa unnið. En mér hefur lengi fundist að forsvarsmenn fuglaverndar mismuni fuglum gróflega eftir tegundum og sakna þess að hafa ekki orðið var við umhyggjusemi í garð rjúpunnar, anda, æðarfugla, mófugla og atfylgni í stríðinu við ref og mink. Og ekki minnist ég þess að hafa heyrt hljóð úr horni fuglaverndarmanna þegar mávarnir yfirtaka Reykjavíkurtjörn á hverju sumri og éta þar alla andar- og æðarunga. Hins vegar stekkur Jóhann Óli Hilmarsson strax til er við bændur viljum nauðbeygðir reka af túnum okkar og ökrum álfta- og gæsaplágu sem veldur stórfelldu tjóni og telur slíkt ógeðfellda hernaðarhyggju. Svo aftur sé vikið að ofangreindu arnarriti finnst mér töluverðrar viðleitni gæta þar til að fegra ímynd arna og fullyrt er að sögusagnir um að ernir taki lömb a.m.k. eftir 1960 séu á veikum forsendum byggðar. Orðrétt segir „ L a m b a d r á p hafarna heyri því til algerra undantekninga, hér á landi sem annars staðar.“ Ekki er að sjá að mikið hafi verið lagt í heimildaöflun til að undirbyggja þessa staðhæf- ingu. Þó eru, bara hér frá Djúpi, tvær alþekktar og traustar heimildir um lambatöku arna. Gísli Kristinsson frá Hafnarnesi í Reyðarfirði, af mörgum kallaður Gísli minkur, var viðurloða hér um slóðir upp úr 1960. Hann var annálaður veiðimaður og sinnti grenjavinnslu og minkaveiðum, var fengsæl rjúpnaskytta og kallaði unnvörpum til sín lágfóturnar á fengitíma þeirra, útáliðið vetrar. Hann sá eitt sinn örn taka stálpað lamb inni í Ísafjarðarbotni og fljúga með það áleiðis til hreiðurstæðis síns. Eigandi lambsins bað Gísla að fyrir koma erninum og bauð góð skotlaun, en Gísli hafnaði því. Vorið 2002 eða 2003 var Jóhanna Kristjánsdóttir bóndi í Svansvík á ferðinni í Ísafirði og varð þá sjónarvottur af því er örn hremmdi lamb sem hún átti og rigndi blóði yfir veginn rétt hjá henni. Sú frásögn kom í útvarpsfréttum. Lesið í snjóinn Af þessu arnatilefni má bæta við atburði sem ég var sjálfur þátttakandi í fyrir röskum áratug. Um miðja marsnótt í skafhríð sá ég grilla í hvíta tófu í útiljósjaðri. Hún hikaði við að koma í ætið og hvarf og sást til skiptis. En hika er sama og tapa og er sljákkaði örstund skafmoldina lét ég fara og það kom á hana, hún valt um hrygg en svo hvarf svo út í myrkrið og snjóiðuna og varð að bíða birtu til að kanna afdrif hennar. Gott veður var komið um morguninn og eftir gegningar fór ég að rekja blóðferil sem var óglöggur og óvenjulegur að því leyti að það var eins og hver dropi hefði verið dreginn út með tuski. Rakti ég nú þessi ummerki um 100 m niður á túnið og gerðist æ svartsýnni á farsælan endi. En viti menn allt í einu kem ég á mikinn vígvöll og í snjónum mátti lesa eftirfarandi atburðarás. Tófan lamaðist aftan við skotið og dróst þessa vegalengd, lagðist þar fyrir og skóf að henni. Hún hrökk svo upp í birtingu við mikinn vængjaslátt eða jafnvel hvassar arnarklær, glennir upp skoltana og hvæsir að illfyglinu sem hefur líklega ekki átt von á þessu lífsmarki hjá bráðinni. En þetta var ójafn leikur, assa reif tæfu fljótlega á hol og innyflaköggull, m.a. hjarta og lifur, lá eftir. Svo hóf assa sig til flugs með bráðina og stefndi í hásuður til næstu fjalla. Skamma stund rigndi blóði niður í hvítan snjóinn, síðan dropar á stangli, sá síðasti á miðjum Selárísnum. Innyflin setti ég í frysti og fékk greitt fyrir þau sem skottsígildi um vorið hjá Þóri Erni Jónssyni sveitarstjóra. Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn við Ísafjarðardjúp. Hitaveitu & gasskápar Blikksmiðjan Vík ehf / Skemmuvegur 42, 200 Kópavogi / kt. 4309850279 / Sími: 557-1555 / blikkvik@blikkvik.is fyrir sumarbústaði og heimili Gæði • Þjónusta • Öryggi Hitaveituskápar Við sérsmíðum og eigum líka hitaveitukassa á lager. Einnig smíðum við mikið af kössum á kerrur, bíla ofl. Fáanlegir í mörgum litum. Gasskápar Eigum gasskápa á lager. Læsanlegir og smíðaðir úr áli. Láttu ekki stela af þér kútunum! Sýklahreinsibúnaður fyrir vatn • Einfaldur í uppsetningu • UV lampi í kvarsumhverfi til hámörkunar sýkladrepandi áhrifa • Kerfi sem fylgist með líftíma lampans • Umhverfisvænir lampar BLUGEO WATER INNOVATION REKI EHF | Fiskislóð 57-59, 101 Reykjavík | Sími: 5622950 | netföng: bjorn@reki.is kristinn@reki.is tryggvi@reki.is

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.