Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 20

Bændablaðið - 08.05.2014, Blaðsíða 20
20 Bændablaðið | Fimmtudagur 8. maí 2014 Erlent Sextán ríki Evrópusambandsins eru með 60–175% skuldahlutfall: Skuldir ESB-ríkjanna hafa aukist jafnt og þétt frá árinu 2010 – Hallarekstur ESB-ríkjanna 28 var að meðaltali 3,3% á árinu 2013 Fjárlagahalli var í öllum 28 ríkjum Evrópusambandsins nema tveim á árinu 2013 miðað við 2012 samkvæmt tölum Eurostat. Sama staða var uppi í þeim löndum sem eru í myntbandalagi Evrópu. Þá hafa opinberar skuldir ríkjanna innan ESB og evrusvæðisins aukist á hverju ári frá 2010. Þessar tölur eru athyglisverðar í ljósi þess að þarna er um að ræða efnahagsumhverfi sem ákveðin pólitísk öfl á Íslandi sækjast nú hart eftir að ganga inn í. Skuldir hafa aukist jafnt og þétt síðan 2010 Frá 2010 hafa opinberar skuldir 18 evruríkja aukist úr 7.854.072 milljónum evra í 9.89.370 milljónir. Í 28 ESB-ríkjum hafa skuldirnar á sama tímabili aukist úr 9.861.266 milljónum evra í 11.386.019 milljónir evra. Skuldirnar hafa þrátt fyrir þetta minnkað aðeins sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu landanna. Enda hefur verið lögð á hersla á að það eina sem bætt geti stöðuna, fyrir utan beina lækkun skulda, sé aukin framleiðsla sem þó hefur gengið afar hægt að efla. Fjárlagahalli í öllum ESB ríkjunum nema tveim Þegar litið er á stöðu einstakra ríkja, þá var opinber rekstrarstaða Lúxemborgar örlítið betri en fjárlög gerðu ráð fyrir 2013, eða um 0,1% af vergri (brúttó) þjóðarframleiðslu (GDP). Fjárlagarekstur Þýska ríkisins var nokkurn veginn í jafnvægi. Tíu aðildarlönd ESB voru með meiri fjárlagahalla 2013 en 3% af vergri þjóðarframleiðslu. Í Slóveníu var hann -14,7%, í Grikklandi -12,7%, í Bretlandi -5,8%, á Kýpur -5,4%, í Króatíu og Portúgal -4,9% í báðum löndum og í Frakklandi og Póllandi var 4,3% í báðum löndunum. Í öðrum ESB-löndum var opinberi hallinn sem hlutfall af vergri þjóðarframleiðslu lægri og var hann lægstur í Eistlandi eða -0,2%, Danmörku um -0,8%, Lettlandi um -1,0% og Svíþjóð um -1,1%. 16 ESB-lönd með 60% til 175% skuldahlutfall Sextán aðildarlönd Evrópu- sambandsins voru með skuldahlutfall yfir 60% af vergri þjóðarframleiðslu á árinu 2013. Hæst var hlutfallið í Grikklandi, eða 175,1%. Á Ítalíu var það 132,6%, í Portúgal 129,0%, á Írlandi 123,7%, á Kýpur 111,7% og í Belgíu 101,5%. Lægsta skuldahlutfallið var aftur á móti í Eistlandi, eða 10,0%, í Búlgaríu 18,9%, í Lúxemborg 23,1%, í Lettlandi 38,1%, í Rúmeníu 38,4%, í Litháen 39,4% og 40,6% í Svíþjóð. Gripið hefur verið til niðurskurðar á opinberum útgjöldum í öllum löndum bæði innan ESB og evrusvæðisins. Það hefur þó ekki leitt til meira en 0,1% minni opinberrar eyðslu í evrulöndunum 18 og 0,3% minni eyðslu í ESB- löndunum 28 á milli áranna 2012 og 2013. Á sama tíma jukust opinberar tekjur í evrulöndunum í heild aðeins um 0,6% og um 0,3% í ESB-löndunum 28. Frá 2010 hefur aðeins tekist að draga úr opinberri eyðslu í evruríkjunum. /HKr. Verg þjóðarframleiðsla heimsbyggðarinnar 2011: Þrjú efnahagsveldi með um helming kökunnar ESB, Bandaríkin og Kína voru samtals með 50,6% af vergri þjóðarframleiðslu heimsins árið 2011 samkvæmt tölum Alþjóðabankans (World Bank). Þar af eru 28 ríki innan Evrópusambandsins með 18,6%, Bandaríkin með 17,1% og Kína 14,9%. Bandaríkin eru aftur á móti með hæsta kaupmáttarstuðulinn. Á eftir efnahagsrisunum þrem kemur Indland með 6,4%, Japan með 4,8% og Rússland með 3,5% af vergri þjóðarframleiðslu heimsbyggðarinnar. Bandaríkin með mestan kaupmátt Ef hins vegar er litið á kaupmáttar- stuðulinn (PPS) sem verga þjóðarframleiðslu einstakra ríkja með tilliti til höfuðstóls þar sem ESB-ríkin 28 eru sett með hlutfallið 100%, eru Bandaríkin aftur á móti langöflugust með nærri 150% hlutfall. Þá kemur Sádi-Arabía er á hæla Bandaríkjanna með um 145% hlutfall. Síðan er Ástralía með nálægt 125%, Kanada er með rúmlega 120%, Taívan með rétt undir 120% og Japan með rúmlega 100%. ESB í sjöunda sæti ESB-ríkin 28 eru samanlagt í sjöunda sæti með um 100% PPS-hlutfall. Að meðaltali er heimsbyggðin í heild með 40% hlutfall og Kína er aðeins í fimmtánda sæti með um 30% PPS- hlutfall. Verðbólga jókst í evrulöndunum frá mars til apríl: Lækkun orkukostnaðar hélt aftur af meiri verðbólgu Verðbólga jókst úr 0,5% í 0,7% í evrulöndunum í apríl samkvæmt áætluðum tölum Eurostat, efnahagsstofu Evrópusambandsins, frá 30. apríl. Samkvæmt þessum tölum Eurostat hafði þjónusta mest áhrif á hækkun verðbólgu, en þar hækkaði verðlag úr 1,1% í mars 1,6% í apríl. Athygli vekur að orkukostnaðurinn heldur verðbólgunni niðri, en hann lækkaði úr -1,2% í -2,1% og étur lækkun orkukostnaðar upp stærstan hluta hækkunar á þjónustu. Ef litið er á verðbólgu milli ára, eða frá apríl 2013 til apríl 2014, þá sýnir áætlun Eurostat fyrir 2014 að verðbólgan heldur farið lækkandi í evruríkjunum, eða um 0,5 prósentustig. Strúktúr ehf er nýtt fyrirtæki í innflutningi stálgrindar- og límtréshúsa, yleininga og klæðninga en að baki býr áratuga reynsla fagmanna í greininni. STYRKUR TRAUST REYNSLA ÚTSJÓNARSEMI KUNNÁTTA ÚRRÆÐI RAUNSÆI TRYGGÐ Strúktúr ehf er rekið með hámarkshagkvæmni í huga með hagsmuni viðskiptavina að leiðarljósi. Strúktur ehf www.struktur.is struktur@struktur.is Hraðastöðum IV, 271 Mosfellsbæ sími: 860 0264
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.