Skírnir - 01.01.1976, Side 8
SKÍRNIR
6 ÓLAFUR JÓNSSON
bókmenntir, sem var tekin saman beinlínis í tilefni a£ því, og
grein Þóris Ólafssonar, Bóklestur og menntun, aftar í ritinu, um
tvo aðgreinilega lesendahópa í Reykjavík, lestrarvenjur þeirra
og bókmenntasmekk. Það má vera að niðurstöður Þóris þyki
ekki ýkja fréttnæmar: að bókmenntasmekkur og lestrarvenjur
séu verulega breytilegar eftir menntun lesendanna. En í athug-
unum hans, og öðrum þeim fáu og fátæklegu athugunum sem
að þessu efni hafa beinst, eru vísbendingar fólgnar sem vel er
vert að veita athygli: að sá lesendahópur sem ber uppi bók-
menntirnar sjálfar, bókaútgáfu og annað bókmenntastarf í land-
inu sé ekki lengur einn og samstæður um smekk og áhuga og
þarfir, nokkurnveginn rétt hlutfallslegt úrtak úr þjóðinni, held-
ur klofinn eða öllu heldur hóp- eða lagskiptur, og skipting hans
ráðist af margvíslegum félagslegum forsendum. í sjálfu sér er
þetta ekki fréttnæmt heldur, gefur aðeins til kynna að bók-
menningu og þar með bókmenntamarkaðnum hér á landi sé
háttað á svipaðan veg og gerist með þeim þjóðum sem við eig-
um skyldast við um menntun og menningu, lífskjör, þjóðfélags-
og atvinnuhætti. Engu að síður horfa þessar vísbendingar í þver-
öfuga átt við viðtekna trú á „bókmenntaþjóðina" sem í megin-
atriðum hafi sameiginlegar eða minnsta kosti sambærilegar þarf-
ir fyrir og afnot af bókum og bókmenntum. En í þeirri trú eru
enn í dag margvíslegar ákvarðanir teknar um daglegt menn-
ingarstarf og stefnumótun í menningarmálum, bæði af opin-
berri hálfu og annarra aðilja.
Það ætla ég að fleiri lesendum en mér þyki skráin um tímarit
um bókmenntir, sem hér fer á eftir, bæði læsileg og lærdómsrík
— hvaða ályktanir sem kann að mega draga af henni um hlut-
deild bókmenntanna í tímaritagerð liér á landi. En spyrja má,
til dæmis, hvort hugsanlegt sé að almennur bókmenntaáhugi
komi fram af því hversu mikið sé um skáldskap og annað bók-
menntalegt efni í tímaritum almenns efnis eða einkanlega ætl-
uðum fyrir allt önnur viðfangsefni. Þá verður líkast til fátt um
svör. En í skránni eru talin alls 119 rit sem út hafa komið á
undanförnum rúmt hundrað árum, þar af voru 14 gefin út í
Kanada, en 10 annarstaðar erlendis, einkum í Kaupmannahöfn,
flest ef ekki alveg öll á íslensku. 34 tímarit eru talin í fyrri