Skírnir - 01.01.1976, Blaðsíða 9
SKÍRNIR
150 ÁR
7
flokk skrárinnar, rit sem að meginefni fjalla um bókmenntir og
önnur menningarmál, en 85 í seinni flokknum, rit þar sem bók-
menntalegt efni er verulegur efnisþáttur þótt ekki sé það megin-
efni þeirra. í þessum flokk eru þó fá eða engin rit talin sem
einvörðungu birta alþýðlegt lestrarefni til afþreyingar. En af
öllum ritunum telst mér til að 23 komi út enn í dag, 9 í fyrri
flokk, en 14 í þeim seinni. Af þeim ritum sem enn koma út
eru 5 gefin út erlendis, á sænsku, ensku og dönsku, 3 þeirra í
fyrri flokk skrárinnar.
Til samanburðar má kannski geta þess að árið 1887 komu út
hér á landi 18 blöð og tímarit, að tali Ólafs Hjartar bókavarðar,
en 277 árið 1966 og hafði fjölgað nokkuð reglulega, liægt og bít-
andi þessi 80 ár. Að því leyti, á meðal annars, er blaða- og tíma-
ritaútgáfu öðruvísi farið en bókaútgáfu hér á landi. Lengi fram-
an af helst útgáfa bóka, blaða og tímarita að vísu nokkuð í hend-
ur og hvortveggja vex jafnt og þétt, bókaútgáfan úr 32 titlum
árið 1887 í 309 árið 1938, og voru blöð og tímarit þá orðin 154
talsins. En um stríðsárin tvöfaldast bókaútgáfan, 604 útgefnir
titlar árið 1946, en þá komu út 185 blöð og tímarit. Eftir það
minnkar bókaútgáfa verulega á ný og er meir að segja vafamál
hvort hún er enn í dag orðin jafnmikil og var 1946, þar sem
útgáfutölur eru ekki alveg sambærilegar. En árið 1974 nam bóka-
útgáfa alls 640 útgefnum titlum, bókum og bæklingum, að tali
Landsbókasafns, en þá komu út 417 blöð og tímarit, 308 tíma-
rit en 109 blöð almenns efnis. Af tímaritum voru þá 6 talin til
efnisflokksins „fagrar bókmenntir“.
Eins og sjá má af þessum talnafróðleik er örðugt að ráða í
hlutdeild bókmenntarita eða bókmenntalegs efnis í tímaritaút-
gáfunni í heild af útgáfutölum einum saman. Hitt er væntan-
lega ljóst að þessi efnisþáttur er miklu meiri en venjubundin
efnisflokkun tímarita mundi gefa til kynna. En ekki þarf að
lesa skrána hér á eftir með mikilli eftirtekt til að gefa því gaum
liversu misjafnlega árar í tímaritagerð þrátt fyrir jafnan vöxt
útgáfunnar í heild þegar til langs tíma er litið. Og alveg er það
glöggt hversu árferði hefur verið misjafnt einmitt fyrir tímarit
sem helga sér bókmenntir og önnur menningarmál sem aðalefni.
Þetta sést hvort heldur litið er yfir fyrsta kafla skrárinnar, um